Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1997, Side 11
DV LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 1997
11
Farsímamaöurinn var nú kominn meö nýja símann fullhlaðinn í brjóstvasann. Hann þuklaöi reglulega og ósjálfrátt eftir
honum. Hann vonaöi aö einhver hringdi í hann svo hann gæti prufukeyrt tóliö og tíundað tækniundriö. DV-mynd E.J
Hann náfölnaði, greip um
brjóst sér, og það mátti glöggt
merkja á þjáningunni í andliti
hans að endalokin blöstu við.
Hjarta hans hamaðist og í nokkr-
ar sekúndur runnu svipmyndir úr
viðburðaríku lífi, rammi eftir
ramma, fyrir hugskotssjónum.
Honum varð hugsað til þess að
einmitt svona höfðu þeir sem
stóðu við dauðans dyr en sneru til
baka lýst ögurstundinni. Þetta féll
allt saman í eina heilsteypta
mynd og hann fann að dauðinn
barði að dyrum.
Kunningi í háska
Félagarnir, sem allir voru rétt
um fertugt, voru að skemmta sér i
erlendri stórborg. Það er kannski
ekki alls kostar rétt að segja að
þeir hafi verið að skemmta sér
því á dagskrá var alvörumál.
Sameiginlegur kunningi þeirra
þriggja hafði nýverið fengið fyrir
hjartað og það mál var rætt fram
og til baka. Eftir því sem ölkrús-
unum fjölgaði því alvarlegra varð
hjartaáfall kunningjans. Framan
af kveldi var áfallið tiltölulega
léttvægt og ekki talin ástæða til
að óttast um líf hans þegar búið
væri að þræða hann og blása. Þeg-
ar hallaði undir miðnætti og búið
var að rifja upp allar mögulegar
hryllingssögur af hjartaáfóllum á
öldinni sem óðum er að fylla 100
ár var áfall kunningjans komið á
það stig að honum var vart hugað
lif. Sá félaganna sem mest og best
skil kunni á hjartasjúkdómum
hélt langar einræður um alvöru
málsins og boðaði jarðarför á
allra næstu vikum. „Þetta er búið,
þetta er búið hjá honum,“ sagði
hann og tárin streymdu ofan í
bjórinn. Félagarnir tóku undir
með honum og það var haldin ör-
lítil kyrrðarstund af virðingu við
þann sem bráðlega yrði kvaddur
hinstu kveðju.
Nýr sími keyptur
Sölumaðurinn lagði nokkrar
gerðir af farsímum fyrir framan
viðskiptavininn og reifaði kosti
hinna margbreytilegu tóla. Þama
voru alla vega litir farsímar með
alls kyns möguleika á sviði nýj-
ustu tækni. Kúnnanum leist
einna best á sima sem gat verið
hljóðlátur en þó látið vita ef ein-
hver hringdi með annars konar
látbragði. Þetta var farsími með
titrara og kostirnir við það fyrir-
komulag voru ótvíræðir. Sölu-
maðurinn sló á létta strengi þegar
hann sá hvaða tæki var söluvæn-
legast og sagði kankvís að í raun-
inni fengjust þama tvö tæki á
verði eins. Húmorinn féll í fremur
grýttan jarðveg og viðskiptavinin-
um, sem var umhugað um að
halda fullri reisn, stökk ekki bros.
Hann gerði kaupmanninum ljóst
að tvíræðir brandarar væri óvið-
eigandi og sagði með alvöruþunga
að þetta væri einmitt síminn sem
hann vantaði og forsendurnar fyr-
ir kaupunum væru þær að
bjallandi símhringingar undir alls
konar kringumstæðum væru
óþolandi. Kaupin voru því útkljáð
án frekari tilrauna til fyndni.
Kúnninn var glaður í bragði þeg-
ar hann gekk út með nýja símann
og hugsaði með sér að þessi netti
farsími smellpassaði í brjóstvas-
ann. Þá þyrfti ekki lengur að hafa
áhyggjur af neyðarlegum hring-
ingum á viðkvæmum augnablik-
um. Það rifjaðist upp atvik sem
hefði mátt koma í veg fyrir með
hinum nýja útbúnaði.
Hávær farsími
Hann hryllti
við þegar
h a n n
hugs-
a ð i
t i 1
staddur við borð gjaldkerans í
bankanum með 15 manns í röð-
inni að baki sér að biða eftir af-
greiðslu. Titrarinn var í huga
hans mesta tæknibylting símans
allt frá því Bell uppgötvaði þráð-
inn. Hann hlakkaði til þess þegar
búið væri að hlaða nýja símann
og sá gamli fengi að fjúka veg allr-
ar veraldar.
Sálmasöngur
Nokkru eftir miðnætti ákváðu
félagamir að slíta gleðskapnum
ef gleðskap skyldi kalla. Kunning-
inn hjartveili var nánast afskrif-
aður og félagarnir þrír heldu
óstöðugir og daprir í bragði heim
á hótel. Hjartasérfræðingurinn
raulaði í hálfum hljóðum Allt
eins og blómstrið eina og hinir
tveir röltu eins og likfylgd á eftir
honum. Nóttin breiddi sæng sína
yfir stórborgina sem heillaði ekki
lengur ferðalangana og þeir héldu
hver til síns herbergis eftir að
hafa sungið Áfram krist-
menn krossmenn og
endað á versinu um
eitt titrandi smá-
blóm. Þeir vökn-
uðu snemma svo
sem gerist með
reglumenn og
s n æ d d u
saman morgunverð rykaðir eftir
bjórdrykkjuna kvöldið áður. Ör-
lög kunningjans höfðu með nýj-
um degi tekið á sig skýrari og
breytta mynd en verið hafði um
nóttina. Við lauslega yfirferð við
morgunverðarborðið á sjúkdóms-
sögu hans var það samdóma álit
þremenninganna að veikindi
hans væru fremur í ætt við væga
hjartakveisu en alvarlegan
hjartasjúkdóm. Það hefði því ver-
ið nokkuð ofílátið að syngja
sálma yfir krankleika hans um
nóttina.
Tólið fullhlaðið
Þeir áttu samleið inn í iðandi
mannlif stórborgarinnar þar sem
ýmsum erindum þurfti að gegna í
bland við að skoða ýmislegt það
sem borgin bauð upp á. Farsíma-
maðurinn var nú kominn með nýja
símann fullhlaðinn í brjóstvasann.
Hann þuklaði reglulega og
ósjálfrátt eftir honum. Hann vonaði
að einhver hringdi i hann svo hann
gæti prufukeyrt tólið og tíundað
tækniundrið. Umræðurnar frá
kvöldinu áður um hjartasjúkdóma
fyrr og nú voru enn í fersku minni
þrátt fyrir að ljóst væri að sjúkdóm-
ur kunningjans hafði verið oftúlk-
aður. Honum varð hugsað tU þess-
arar hárfinu línu sem skilur á milli
lífs og dauða og ákvað með sjálfum
sér að stefna sem fyrst út úr
þeim áhættuhópi sem
hann tilheyrði vegna
stórreykinga og
of mikils
þunga.
Tíminn kominn
í þessum þönkum stóð hann
framan við glæsibyggingu í got-
neskum stU þegar hann fann að
hans tími var kominn. Víbringur
um aUt brjóstholið virtist eiga
uppsprettu í hjartanu og gaf skira
vísbendingu um að stundin væri
upp runnin og sálmamar, sem fé-
jarðarfar-
ar sem hann
mætti i þar sem
gamli háværi far-
síminn hans glumdi um
það bU sem moldunin
hófst. í fátinu sem greip
hann tók margfalt lengri
tíma að slökkva á síman-
um en eðlUegt gat talist. At-
burðurinn varð tU þess að
hann var skyndUega í aðal-
hlutverki í kirkjunni í stað
hins látna og kirkjugestir ein-
blindu á hann. Þá yrði nú ekki
lengur hætta á að síminn
hringdi þar sem hann væri
Reynir Traustason
lagarnir sungu kvöldið áður,
yrðu endurfluttir á næstu dögum
yfir moldum hans. Hann náfoln-
aði og riðaði tU faUs með hönd á
brjósti þegar hann fann í lófa sér
fyrirstöðu. Það laust sem eldingu
niður í huga hans í enda lífs-
hlaúpsmyndasyrpunnar að fyrir-
staðan var farsíminn sem titraði
og skalf. Það var síminn til hans
og þar sem hann ýtti skjálfandi
hönd á tólið heyrði hann
rödd konu sinnar í heima-
landinu. „Hvað er að
frétta af þér. Ertu bú-
inn að kaupa nýja
símann. Hann
reyndi að svara
en áfaU síðustu
sekúndna
gerðu að
verkum að
rödd hans
var brost-
in og
hann
k o m
ekki upp
orði fyrir
geðshrær-
ingu. í huga hans
ómaði sálmurinn
Allt eins og blóm-
strið eina.