Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1997, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1997, Page 16
16 LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 1997 JL^"V viðtal Það mátti ekki tæpara standa - segir bjargvætturinn og fyrrum fréttamaðurinn, Bjarni Vestmann Eins og kemur fram í viðtalinu við Helga Má þá lítur hann á Bjama Vestmann, sendiráðsrit- ara íslands í Stokkhólmi, sem sinn bjargvætt fyrir að hafa tek- ið af skarið og hringt á sjúkrabíl. Annars væri hann líklega ekki til frásagnar í dag. Við slógum á þráðinn til Bjama í vikunni, þar sem hann var reyndar staddur í Helsinki, og fengum hann til aö segja okkur frá atvikinu. „Þetta var á fyrsta degi heim- sóknarinnar, réttara sagt um morguninn, skömmu áður en Ólafur Ragnar og Ahtisaari hitt- ust. Ég var samferða fréttamönn- unum í rútu að forsetahöllinni. Við biðum fyrst í viðbyggingu við forsetahöllina. Þá var Helgi orðinn frekar slappur, sagðist finna til í maganum og fyrir brjóstinu. Hann lagðist út af en var aldeilis ekki á því að leita læknis. Hann beið á meðan við fómm út að mynda móttökuat- höfnina. Þegar við komum inn aftur hafði honum lítiö skánað en vildi fara aftur upp á hótel. Ég og Sigurbjörg Ámadóttir, ffétta- ritari Útvarpsins, töldum hann á að leita læknis og taka leigubíl. Síöan fórum við úr salnum sem Helgi hafði lagst út af, að mót- tökuherbergi í forsetahöllinni. Á leiðinni sagði ég við Sigurbjörgu að réttast væri fyrir mig að snúa við og hringja eftir sjúkrabíl, þetta gæti veriö alvar- legt. Eins og Helgi iýsti þessu gat þetta verið heiftarlegt magasár eða hjartaáfall. Ég fór til baka og lét hringja eftir sjúkrabíl en hafði ekkert samráð um það við Helga. Það komu tveir bílar í skyndi meö sex manna liði. Þeir vom drjúga stund að stumra yfir honum áður en þeir fóru með hann á sjúkra- hús. Hann sagði mér eftir á að þeir hefðu þurft að losa um blóðtappa viö hjartaö. Það mátti því varla tæpara standa. Ég fylgdi Helga síðan á sjúkrahúsið. Ég hefði ekki viljað hugsa þá hugs- un til enda hefðum við ekki hringt á sjúkrabíl,“ sagði Bjami. Rann hlóðið til skyldunnar Hann var á sjúkrahúsinu á meðan Helga var komið undir læknishendur og hann lagður inn á gjörgæsludeild. Þegar allt virtist vera í lagi fór Bjami aftur til sinna starfa í kringum forseta- heimsóknina. Hafði hann séð til þess um morguninn að finnski tökumaðurinn, sem var með Helga, tæki myndir af móttökuat- höfninni og útvegaði honum ís- lenskumælandi Finna til að vinna efni fyrir fréttastofu Sjón- varps ásamt Sigurbjörgu frétta- ritara. Þama rann Bjama blóöið til skyldunnar þvi eins og marg- ir eflaust muna var hann þar fréttamaður fyrir nokkrum áram áður en hann réðst til starfa í ís- lensku utanríkisþjónustunni. „Ég hafði svo sem um nóg ann- að að hugsa en Sjónvarpið, mátti náttúrulega ekki missa af mót- tökuathöfninni," sagði Bjarni og er greinilegt að það örlar enn svolítið á fréttamanninum í hon- um. Bjami hefur verið síðastliö- in tvö ár i Stokkhólmi. Þar áður var hann í rúm þrjú ár hjá utanríkisráöuneytinu hér heiraa. -bjb Bjarni Vest- mann bjarg- vættur Helga Más frétta- manns. ^ DV-mynd ‘ GVA ^ Helgi Már Arthurssor Oundirbúinn hnippti Uppi varð fótur og fit á háskóla- sjúkrahúsinu í Helsinki í lok ágúst sl. þegar hringt var frá forsetahöllinni við upphaf heimsóknar Ólafs Ragnars Grímssonar forseta til stallbróður síns, Matti Ahtisaari, og beðið um neyðarbíl. Líklegt þótti að jafhvel Matti eða annað fyrirmenni hefði hnigið niður og því vora sendir tveir sjúkrabílar, frekar en einn, ásamt þremur læknum. En það var ekki hinn þéttvaxni Finnlandsforseti sem hneig niður heldur fréttamaður frá ís- landi, Helgi Már Arthursson á Sjón- varpinu og áður Stöð 2. Hann fékk hjartaáfall nokkrum minútum áður en Ólafur Ragnar átti að heilsa Matti fyrir framan höllina. Hefði ekki verið fýrir forsjálni nærstaddra, sem hringdu í tæka tíð eftir hjálp, væri Helgi Már líklega ekki til frásagnar mn þetta atvik í dag. Bjargvættur hans er Bjami Vestmann, sendiráðs- ritari í Svíþjóö og fyrrum fréttamað- ur. Hans frásögn getum við lesið ann- ars staðar í opnunni, einkum frá því hvemig þetta bar að. Einnig veitti Sig- urbjörg Ámadóttir, fréttaritari RÚV í Finnlandi, ómetanlega aðstoð. Helgi Már er kominn heim frá Finnlandi, nýlega búinn að fara í hjartaþræðingu og svokallaða krans- æðavíkkun á hjartadeild Landsspítal- ans og er óðum að ná sér. Þegar helg- arblaðiö heimsótti hann í vesturbæ- inn í vikunni var það orðið ljóst að hann færi á næstunni i nokkurra vikna endurhæfingu á Reykjalundi. Hann beiö spenntur eftir þeim tíma en fyrir mann á besta aldri eins og Helga Má, 46 ára, sem aldrei hefúr kennt sér meins, er þetta auðvitað gríðarlegt áfall. Fjölskyldumann með tvö lítil böm, 1 og 3 ára. Hans saga er þó ekkert einsdæmi. Fjölmargir hafa fengið hjartaáfall án þess að við þá hafi verið tekin viðtöl. Helgi Már er hins vegar einn af heimilisvinum landsmanna og okkur finnst við „eiga“ pínulitið í honum! Einnig er það þörf áminning fyrir kyrrsetufólk í miklum álagsstörfúm að heyra hvaö Helgi Már hefur að segja. Mátti vinda jakkafötin Helgi Már segist ekki hafa fundið fyrir neinum óþægindum fyrr en allt í einu í forsetahöllinni. Þetta hefði byrjað sem örlítill verkur. Fyrst hefði hann haldið að væri eitthvað að í maganum. Síðan hefði þrýstingur á bijóstholinu aukist smátt og smátt þar til eins og nokkur hundrað kílóa þungi væri ofan á honum. Svitinn hefði perlast út á honum, svo mikið að það hefði mátt vinda jakkafótin. Hann hefði nánast staðið í svitapolh af sjálfum sér. Það að hvorki fleiri né færri en þrír læknar hefðu komið með sjúkrabílun- um skýrir Helgi Már fyrst og fremst út á staðsetninguna. Því hefði það ver- ið lán í óláni að hann skyldi fá hjarta- áfall í forsetahöllinni en td.ekki úti á götum Helsinkiborgar. Rnnar hjartveik þjóð „Svo var ég auðvitað heppinn að Bjami skyldi ekki gefa sig. Að hafa vit fýrir mér og kalla á hjálp. Einnig má segja að ég hafi verið heppinn að því leyti að Finnar era mjög hjartveik þjóð. Þeir era flinkir að eiga viö hjartasjúkdóma og ég fékk mjög fina þjónustu á sjúkrahúsinu.“ Helgi Már telur að hann hafi verið hætt kominn þegar sjúkrabílamir komu. Við það að missa meðvitund og í rauninni við dauðans dyr. 1 staðinn fyrir að skella sér beint á sjúkrahús hefðu læknamir byijað meðhöndlun strax á staðnum, sett í æð og gefið sér morfin. „Þetta vora greinilega flinkir menn og vanir. Það kom sér einnig vel að hafa Sigurbjörgu á staðnum upp á tungumálið. Finnar tala eiginlega ekki annað en finnsku, læknamir gátu lítið tjáð sig á sænsku eða ensku.“ Hvorki staðurné stund Helgi Már segist í upphafi ekki vilj- að trúað því að hann væri að fá hjartaáfall. Það væri bara hvorki stað- ur né stund til þess, forsetamir að fara að hittast og það yrði auðvitað að ná myndum af því. Forsetaheimsókn- in mætti ekki fara í uppnám út af ein- um „vesælum" blaðamanni frá ís- landi. Hann segist heldur ekki hafa veriö undir þetta búinn og reyndar geti það enginn fuUffískur maður. „Ég hef aldrei kennt mér meins og var ekki alveg undir það búinn að dauðinn hnippti svona í mig. Hafði ekki fundið fyrir neinu um morgun- inn, álagið var ekkert meira í heim- sókninni en gengur og gerist í starf- inu. Þetta kemur bara einn, tveir og þrír.“ Fékk ráðherraheimsókn Helgi Már lá sextán daga á háskóla- sjúkrahúsinu í Helsinki, þar af fyrstu þijá dagana á gjörgæsludeild. Hann segir dvölina hafa veriö góöa nema hvað tungumálaörðugleikar hefðu gert vart við sig. Skeyti og blóm bár- ust til hans og hann fékk óvæntar heimsóknir. „Ég held að fólki í kringum forseta- heimsóknina hafi brugðið. Hjartaáfall var auðvitað ekki á dagskránni. Ólaf- ur Ragnar sendi mér kveðjur og Guð- rún Katrín sendi blómin sem hún hafði fengið frá Finnum. Finnska ut- anríkisráðuneytið sendi mér einnig blóm. Á öðrum degi sjúkralegunnar vakna ég upp að kvöldlagi. Stendur þá Halldór Ásgrímsson við rúmið. Mætt- ur til að heilsa upp á mig. Þetta var mjög hugulsamt af honum og öðrum sem sýndu mér þama hlýhug,“ segir Helgi Már. í staðinn fyrír Jeltsín! Fréttin um hjartaáfallið var fljót að berast út. Hann segir símann ekki hafa stoppað um leið og hann var kominn á gjörgæsludeildina. Starfs- fólk hefði líklega haldið að hann væri ákaflega merkilegur maður! „Sigurbjörg gantaðist með það að ég hefði komið á deildina í staðinn fyrir Borís Jeltsín. Það stóð víst til á sínum tima að leggja karlinn þama inn þegar gera átti hjartaaðgerðina á honum,“ segir Helgi Már og bætir við að hjúkrunarkona hefði reynt að „peppa“ sig upp með því að segja að hún hefði frekar átt von á Ahtisaari frá forsetahöllinni en ungum manni eins og honum! Hætti að reykja fyrír árí Aðspurður segir hann margar hugsanir hafa flogið um hugann á meðan þessu öllu stóð í Finnlandi. Hræðslan hefði þó meira komið eftir á, hugsunin um það aö dauðinn hefði drepið á dyr. Hann hefði mikið hugs- aö um framtíð fjölskyldunnar og ekki síst veriö hræddur við að eitthvað þessu líkt gæti gerst aftur. Hjartaáfall hefði verið svo ijarlægt. Það væri bara eitthvað sem kæmi fyrir aðra, þrátt fyrir aö fréttamenn tilheyrðu áhættusömustu starfsstéttunum á að „pumpan“ gæfi sig. „Auðvitað skipti það máli að mað- ur var á löngum ferli búinn að vinna óreglulegan vinnutíma, borða mis- jafhan mat, hreyfa sig htið sem ekkert og reykja. Hætti því reyndar fyrfr Helgi Már ásamt börnum þeirra Sigríðar Árnadóttur fréttamanns, Gunnari Arthuri, 3 ára, og Elínu Þóru, 1 árs. Fyrir á Helgi Már tvær dætur. DV-myndir Brynjar Gauti

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.