Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1997, Page 20

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1997, Page 20
LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 1997 1 ^~\/~ »*(fréttal]ós Hver er líkleg ástæða þess að tvíburar bönuðu fjölskyldumanni í Heiðmörk? Rán sem fór úr böndun- um og veikur bakgrunnur? - hittust á Vegasi þar sem annar tvíburanna hafði unnið um helgar Bandaríkjanna ásamt manni henn- ar, Bandaríkjamanni sem hafði ver- ið hermaður. Þar þurftu drengimir að aðlaga sig nýju þjóðfélagi og öðr- um heimilisreglum en þeir höfðu vanist hér heima. Þegar Sigurður og Ólafur voru að komast til manns fluttu þeir heim til íslands. Faðir þeirra segir þá hafa sagt sér að þeir hefðu reykt Innlent fréttaljós Úttar Sveinsson Náðu 8 þúsundum af Lárusi Lárus Ágúst Lárusson lét lífiö í Hei&mörk eftir aö tvíburarnir höfðu reynt aö ræna hann. Lögreglan er nú að rannsaka hvað átti sér stað í bílnum á leiðinni og eiimig hver atburða- rásin var í Heiðmörk eftir að þangað var komið. Þó ekkert liggi fyrir með vissu i þeim efn- um er samkvæmt heimildum DV ekki talið líklegt að tví- burarnir hafi ætlað að bana manninum. Á hinn bóginn þyk- ir ekki ósennilegt að þeir hafi ætlað að rota manninn og ræna hann. Hlutimir hafi síðan farið úr böndunum þegar Láms veitti mót- spymu - íþróttamaður sem var vel á sig kominn. Til átaka kom og var hann meðal annars sleginn með steini í höfuðið og einnig var ekið yfir hann. Samkvæmt upplýsingum DV náðu tvíburamir 8 þúsund krónum af Lámsi - mun minna fé en þeir höfðu gert sér vonir um að komast yfir. Þetta mun hafa valdið þeim vonbrigðum og vakið hjá þeim reiði. Tvíburamir yfirgáfu síðan fómarlambiö í blóöi sínu. Þó svo að ólíklegt sé að bræðumir hafi ákveðið manndráp áður en þeir komu í Heiðmörk er hins vegar vert að íhuga hvort slikt sé ekki fyrir hendi þegar ekiö er yfir fólk og það slegiö með steini. Með öðrum orðum: Þegar slíkar að- ferðir em notaðar við að skaða fólk eftir að komið er á vettvang hljóta menn að gera sér fullljóst að manns- bani getur hlotist af. Hliðstætt Stóragerðismálinu Mál þetta hefúr minnt ýmsa á Stóragerðismálið svokallaða þegar tveir fikniefnaneytendur bönuðu bensínafgreiðslum£mni. Þá átti að „rota“ fómarlambið áður en greipar yrðu látnar sópa um fjármuni sem geymdir vom i peningaskáp. Þá tók Frá Hei&mörk þar sem vo&averkiö var framiö. atburðarásin hins vegar á sig þá hörmulegu mynd sem raun bar vitni. Ætlunin „að rota“ var hins vegar einungis frásögn sakboming- anna. Þetta sýnir að hætt er við að mál verði í raun aldrei hægt að upplýsa að fullu þegar aðeins er hægt aö styðjast við frásagnir gjömings- manna sjálfra. Tvíburarnir með áverka Eftir verknaðinn í Heiðmörk fóru tvíburamir heim til Sigurðar. Þeir höfðu þá greinilega lent í stimping- um. Annar var með sár á fæti og höndum en hinn með áverka í and- liti. Daginn eftir fóm böndin síöan aö berast að tvíbumnum. Sam- kvæmt upplýsingum DV í gær hefúr ekki komið í ljós enn þá hvort tvíb- urarnir vom undir áhrifum fikni- efna. Erfiður bakgrunnur Samkvæmt upplýsingum DV áttu bræðumir fremur erfiða æsku. Móðir þeirra var ung er hún átti þá. Faðir þeirra, Hálfdán Guðröðarson, sagöi í viðtali við DV í fyrradag að hann hefði skilið viö móður þeirra er drengimir vom mjög ungir. Áður en þeir náðu unglingsaldri fluttu þeir með móður sinni til marijúana ytra. Er þeir komu heim hefðu þeir verið agalausir. Síðan hefðu þeir farið í meðferð. Því er ljóst að þeir höfðu talsvert komið viö vímuefni á ævi sinni. Tví- buramir sóttu vinnu hér heima og virðast ekki hafa komið illa út hvað það varðar - engu að síður vom þeir aldrei lengi í sömu vinnunni. Ólafur bar sakir á bróður sinn Sigurður á þrjá ölvunaraksturs- dóma að baki. Hann afplánaði fang- elsisvist vegna þriðja dóms- ins síðastliðinn vetur. Eftir það hóf hann sambúð með konu sinni sem hann á von á bami með. Konan sagði við DV í vikunni að sam- búðin hefði gengið vel - þau hefði t.a.m. ekki skort neitt. Fyrir utan hið örlaga- ríka miðvikudarskvöld í síðustu viku vissi hún ekki til að Sigurður hefði haft vín um hönd oftar en tvisvar frá því í vor. Ólafur hefur einnig kom- ist í kast við lögin - þó ekki fyrir brot sem teljast mjög alvarleg. Hann hefur orðið uppvís að auðgunarbroti en einnig að minni háttar lík- amsárás. Ólafúr komst í fréttimar með mjög ein- kennilegum hætti fyrir þremur áram. DV tók þá viðtal við hann þar sem hann sýndi blaðamönnum og lesendum tvö skurðsár. Hann sagði blaðinu eins og lögreglu að þrír menn hefðu ráðist á hann og skorið hann í síðu og í fótinn með hnífi. Þegar leið á rannsókn málsins kom hið sanna í ljós. Einhverra hluta vegna hafði Ólafur spunnið upp söguna. Hann játaði fyrir lög- reglu að hafa kært árás sem aldrei átti sér stað. Tvíburamir em sagðir hafa verið samrýndir en þó eigi þeir misjafiia daga. Ólafur bar t.a.m. rangar sakir á bróður sinn í ölvunarakstursmáli - sagði að Sigurður hefði ekið bíl þegar hið rétta var að hann var sjálfur undir stýri. Lögreglan kærði Sigurð en hann fékkst síðan sýknað- ur. Hvemig getur það gerst að flekk- laus íþróttamaður og fjölskyldufaðir á besta aldri er skyndilega sviptur lífi með grimmilegum hætti í Heið- mörk? í rauninni geta aðeins tveir menn svarað þessari spumingu - tvíburarnir sem óku með hann út úr bænum og urðu honum að bana. Aðrir virðast ekki til frásagnar. Þeir sem DV hefur rætt við hall- ast helst að því að ásetningur hafi myndast um að ræna fómarlambið áður en ekið var með það upp í Heiðmörk - eftir það hcifi lítt igrandaðar áætlanir gjörsamlega farið úr böndunum. Hittust á Vegasi Tvíburamir vom báðir í sambúð. Ólafúr Hálfdánarson er giftur og á bam en Sigurður bróðir hans er í sambúð með konu sem á tvö böm. Hún á von á bami þeirra Sigurðar í mars. Ólafur kom heim til Sigurðar hið örlagaríka miðvikudagskvöld. Hann hafði ekki haft áfengi um hönd en hafði lagt hart aö bróður sínum að koma út með sér. Ætlunin var að fara á skemmtistaðinn Óðal. Þegar líða tók á kvöldið hittu tví- buramir Láms heitinn Lárasson á skemmtistaðnum Vegasi. Undanfar- ið hafði Ólafur starfað þar um helg- ar. Mennimir vora allir undir áhrif- um áfengis. Ekkert hefur komið fram sem bendir til að bræðumir hafi þekkt Láras. Eftir að mennimir tóku tal saman var rætt um að fara á annan skemmtistað í borginni, samkvæmt upplýsingum DV. I þeim samræðum var gefiö í skyn að Láras hefði talsveröa fjármuni undir höndum. Ljóst þykir að eftir þetta hafi tvíburamir ásett sér að ræna manninn. Þeir óku síðan með Lárasi á bíl Ólafs upp í Heið- mörk. Tvíburarnir ná&u átta þúsund krónum af fórnarlambinu - mun minna fé en þeir höf&u gert sér vonir um a& komast yfir. Ekki er talið a& mennirnir hafi ákve&iö manndráp fyrr en eftir aö komið var í Hei&mörk. DV-myndir Pjetur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.