Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1997, Qupperneq 22

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1997, Qupperneq 22
9» 22 * l&rstæð sakamál LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 1997 Hundalíf Ingeborg Hornof meö tveimur hundanna. Það var ást við fyrstu sýn þegar Franz Komfeld, fjörutíu og þriggja ára, og Ingeborg Homof, sem var næstum jafngömul upp á dag, hitt- ust á hjartadeild sjúkrahúss í Vín- arhorg. „Það var eins og örvar ástarguðs- ins hefðu hæft okkur bæði á sama augnablikinu," sagði Franz síðar. „Ég var ekkjumaður. Konan mín hafði dáið úr krabbameini árið áður og Ingeborg beið þess að gengið yrði frá skilnaði hennar og manns henn- ar. Við ákváðum að hefja sambúð.“ Og það gerðu þau daginn sem þau útskrifuðust af hjarta- deildinni. En Franz hafði ekki gert sér grein fyrir hvað beið hans. Þegar Ingeborg kom heim til hans teymdi hún þrjá hunda. Ekki hundavinur Ingehorg hafði ekki minnst einu orði á hundana þrjá þegar þau ákváðu að hefja sambúð. Franz hafði aldrei haft neinn áhuga á hunda- haldi og var í raun alls ekki hundavinur. Reynd- ar gat hann ekki þolað þá. Honum hafði alltaf fundist þeir „afar heimskir". Ingeborg var hins vegar auðvitað á allt annarri skoðun. Hún dáöi hundana sína, og í raun vom þeir henni allt. Hún var nefnilega mun hrifnari af þeim heldur en nýja sambýlismanninum. Þegar morgunverður var á borð- um sátu hundamir með til borðs. Ingeborg gaf þeim mat sem þeim þótti góður, og bar hann fram á diskum. Það fannst Franz með ólík- indum. Hann horfði á dýrin slafra í sig matinn, og sæi hann munnvatn drjúpa úr munnvikum þeirra missti hann alla lyst. Hann reyndi að gera Ingeborg ljóst að það væri ekkert vit í því að sitja til borðs með hundum. Þeir ættu að éta af skálum á gólfinu. En á það gat hún alls ekki fallist. Þau ræddu þetta fram og aftur, en hún gaf sig ekki. Og Franz byrjaði að örvænta. Leitaði ráða styrktist hann í þeim ásetningi sín- um að ráða bót á því vandamáli sem hafði gert líf hans að hundalífi. Dag einn ákvað Franz áð fara út að ganga með einn hundanna, tik sem hafði verið gefið nafnið Vicky. Þá var hún nýbúin að bíta hann í höndina eftir aö hann hafði slegið til hennar. Hann setti ólina á hana og gekk með hana langa leið. Er út í skóg var komið rotaði hann tíkina. Hann tók stein og barði vesalings dýrið þar til hann taldi að áverkarn- ir gæfu til kynna að það hefði orðið vrndir bíl. Síðan kastaði hann hræ- inu á veg sem lá um skóginn. Er heim kom sagði Franz Inge- borg að Vicky hefði lent fyrir bíl og drepist. Bílinn hefði borið að á miklum hraöa og sjálfur hefði hann rétt bjargast með því að hlaupa út af veginum. Annar alvarlegur þáttur En borðsiðir Ingeborg voru ekki það eina sem Franz gat ekki sætt sig við. Og sá þáttur gerði strax vart við sig að kvöldi fyrsta dags sam- búðarinnar. Er leið að háttatíma spurði Franz: „Er það ef til vill hug- myndin að hundamir sofi hjá okk- ur?“ Það stóð ekki á svarinu og þar með varð Franz ljóst að þau Inge- borg myndu engar samverustundir eiga í næði. „Ég leyni hundana mina engu,“ „Það er þér aö kenna að Vicky er dáin,“ sagð Ingeborg þegar hún hafði hlustað á frásögn Franz. „Þú gættir hennar ekki nógu vel. Þú ert kaldlyndur maður." Ingeborg grunaði ekki að Franz hefði drepið Vicky og hann varpaði öndinni léttar. Nú voru bara tveir hundar eftir. En það stóð aöeins til næsta dags því þá kom Ingeborg heim með nýjan hund. Nú voru þeir aftur orðnir þrír. Franz missti sijórn á sér er hann sá nýja hundinn. „Nú er nóg kom- ið!“ hrópaði hann. „Valið stendur milli min og hundanna!" „Þá vel ég þig ekki," svaraði hún. Franz ærðist og sló nokkrum sinnum til sambýliskonunnar. Hún hringdi á lögregluna. Hann var úskurðaður í varðhald og fékk viku- fangelsi. Þegar hann var látinn laús og hélt heim á ný dró hann Ingeborg með sér inn í svefnherbergið og læsti dyrunum. Hann kastaði henni upp á rúmið og lagðist á hana. Fyrir utan stóðu hundarnir og geltu sem óðir væru. Lausnin Ingeborg meö eiginmanni sínum. bætti Ingeborg við. „Og þeir bíða ekki neitt tjón af. Þeir hafa séð mig nakta í ásíarleik áður. Þeim finnst það alveg eðlilegt." Þessu fyrsta kvöldi þeirra Franz og Ingeborg í stóra rúminu deildu hundamir þrír með þeim. Franz fannst hann ekkert rými hafa fyrir sig og sofnaði I hnipri. Og það varð lítið úr ástarleik sambýlisfólksins þetta kvöld, og reyndar þau næstu lika. Hundamir vora alltaf í rúm- inu, og reyndar um það allt að því er Franz fannst. Franz var að fyllast örvæntingu, og brátt fannst honum hann hafa gert mikil mistök. Hann hafði fallist á sambýli við Ingeborg, en ekki hana og þrjá hunda. Og dag hvem í nokkrar mínútur stóðu yfir átök upp á líf og dauða á rúminu. En að lokum hafði Franz betur. Haim náði háls- taki á Ingeborg og hún gat ekki losað það. Stuttu síðar var hún dáin. En það nægði Franz ekki. Hann fór nú að berja lífvana kon- una. Hann braut í henni mörg rif beggja vegna. Hlutar sumra þeirra gengu inn í lungu hennar. Þá sló hann úr henni flestar tennurnar. Einnig braut hann viðbein og nefið. Loks tók hann þungan skó og baröi hana í höfuðið uns það var orðið svo af- myndað að andlitið var næstum óþekkjanlegt. Er þetta var afstaðið stóð Franz á fætur. Nú skyldi hann ganga frá hundunum í eitt skipti fyrir öll því hann var þeirrar skoðunar að þeir væra upphafið á öllum hans vanda og því skyldi aflífun þeirra verða lokaþáttur lausnarinnar. Á einhvern hátt sem ekki verður fúllskýrður tókst Franz að yfirbuga hundana einn af öðrum. Hann tók þá síðan, hvem fyrir sig, bar fram í geymsluherbergi og stakk þeim í frystikistuna. Er hann hafði komið þeim öllum í hana, þrýsti hann lok- inu niður af öllu afli, tók fram lyliil- inn og læsti kistunni. Stund íhugunar Um hríð stóð Franz Komfeld fyr- ir framan frystikistuna. Ingeborg var dáin og innan stundar myndu hundamir þrír kafna ef þeir krókn- uðu þá ekki áður. Hon- um tekur því öllu fram. Það var eins og hann hefði lokið erfiðu viðfangsefni og væri ánægður með árangurinn." Lögregluþjónar fóru strax á vett- vang. Þeir komu of seint til að bjarga lífi hundanna, og líkið af Ingeborg bar með sér hver höfðu orðið örlög hennar. Málið komst á síður blaðanna og þótti grimmilegt, bæði vegna eftirleiks morðsins á Ingeborg og þess að hundamir skyldu hafa verið látnir kafna eða frjósa í hel í frystikistu. Málalok Skórnir, eitt málsgagnanna. hafði því tekist ætlunarverkið, að koma aftur á þeirri kyirð og ró á heimilinu sem hann hafði búið við áður en hann hafði látið glepjast til að hefja sambúð með Ingeborg. En hvert yrði framhaldið? Það fer ekki miklum sögum af því sem Franz hugsaði meðan hann gekk einn um og hlustaði á gá hund- anna í frystikistunni. En að lokum komst hann að þeirri niðurstöðu að hann yrði að gera reikningsskil. Ekki yrði hjá því komist að segja söguna eins og hún hafði gerst. Hann gekk fram í anddyrið, fór í frakkann og gekk út úr íbúðinni. Ferðinni var heitið á næstu lög- reglustöð. Undrun Er á lögreglustöðina kom bað Franz Korn- feld sat á lögreglustöðinni þar sem hann gerði játningu sína uns hann var úrskurðaður í varðhald. Málið fór til saksóknara og skömmu síðar var gefin út ákæra. Við réttarhöldin lýsti læknir áverkunum á líki Ingeborg, en þeir þóttu bera vott um að í raun hefði runnið æði á sakborninginn. Orsök- in var ljós. Hann hafði ekki þolað að sambýliskonan fór á bak við hann og raskaði heimilisrónni á þann hátt sem fram hafði komið. En ekkert af þessu afsakaði fram- komu hans, að mati réttarins. Hann hafði gripið til ráðs sem varð ekki umborið, því auðvitað hefði hann getað slitið sambúðinni. En hér hafði farið eins og stundum áður. Þráhyggja út af vandamálum virðist í huga þeirra sem þau þjá stundum loka flestum undankomuleiðum nema einni, þeirri sem verst er. Franz Kornfeld handjárnaöur. Franz um viötal við lögregluþjón. Það fékk hann, og þá fór hann að segja frá kynnum þeirra Ingeborg, vandræðunum vegna hundanna og hvemig hann hefði að lokum farið að til að leysa þann vanda sem hon- um hefði verið orðinn óbærilegur. „Ég hef séð og heyrt margt," var haft eftir einum mannanna sem heyrði játningu Franz. „En þetta Rétturinn fann Franz Komfeld sekan. Hann fékk tuttugu ára fang- elsisdóm. En hann kinkaði bara kolli þegar dómarinn kvað hann upp, og af svipnum varð ekki annað ráðið en hann teldi sig geta sætt sig við hann, því hann hefði loks fengið þann frið sem hann hafði sóst eftir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.