Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1997, Síða 24
*
24
* *
m
LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 1997 JLlV
Allt starf í kringum golfvöllinn hefur vaxiö gríöarlega og í raun langt fram úr því sem þau geröu sér í hugarlund í upphafi. Þau hafa unnið höröum höndum við völlinn og Halldór sér um framkvæmd-
ir þar. Halldór Guönason og Ástríður Guöný Daníelsdóttir búa á bænum Efra-Seli við Flúöir. DV-myndir BG
„Það hefur hjálpað okkur hversu
áhugamál okkar hafa farið saman.
Við erum bæði bjartsýn og óhrædd
við að prófa eitthvað nýtt. Við vor-
um búin að vera þetta lengi í bú-
skapnum og þess vegna kannski allt
í lagi að breyta til. Það eru eflaust
margir sem vilja hætta í búskapn-
um en hafa ekki tækifæri til þess.
Við vorum því heppnari en margur
að því leyti að við höfðum að öðru
að hverfa," segja hjónin Ástríður
Guðný Daníelsdóttir og Halldór
Guðnason sem búa á bænum Efra-
Seli á Flúðum.
Óhætt er að segja að búskapurinn
hafi tekið töluverðum breytingum
frá því að þau tóku við fyrir 30
árum. Kötturinn er eitt fárra heim-
ilisdýra sem eftir er og í stað mjalta
er komin pitsugerð í golfskálanum.
í stað þess að heyja á túnunum hef-
ur verið gerður níu holu golfvöllur
á jörðinni. Við setjumst niður með
þeim hjónum í golfskálanum.
„Það stóð í raun aldrei til að við
færum í búskap en ákváöum að slá
til þegar okkur bauðst að taka við
búi foreldra minna. Við kynntumst
í Reykjavík þegar við vorum tvítug.
Halldór var rétt að ljúka námi í hús-
gagnasmíði og ég hafði verið á
hjónin Halldór og Ástríður á Flúðum ákváðu að venda sínu kvæði í kross
Laugarvatni og i Húsmæðraskóla
Reykjavíkur. Þá var uppgangur í
landbúnaði og við byrjuðum hér,
ásamt bróður mínum, með 18 kýr og
hátt í 200 kindur," segir Ástríður
um upphafið að búskapnum.
Hættu
með kýrnar
Smám saman fækkaði kindunum
og nokkrir bjartsýnismenn fóru að
gera golfvöll á jörðinni, því fleiri
holur sem þörfin fyrir nýtingu jarð-
arinnar til heyja minnkaði. Árið
1989 var tekin fyrsta skóflustungan
að golfskálanum og síðan byggt við
hann 1995.
„Golfvöllurinn var hugsjón til að
byrja með. Við vorum í raun bara
að þessu fyrir okkur og okkur óraði
alls ekki fyrir því hversu hratt allt
þetta dæmi myndi vinda upp á sig.
Á tólf árum hafa umsvifin orðið
geysimikil. Ég vann hjá golfklúbbn-
um við að byggja skálann og er enn
að vinna að því að betrumbæta að-
stöðuna og halda vellinum við. í
sameiningu höfum við hjónin síðan
séð um veitingasöluna og meðfram
búinu hefur Ástriður unnið á garð-
yrkjustöð á veturna," segir Halldór
og bætir við að ofan á þetta hafi
komið mjaltirnar, um 60 þúsund
lítrar af mjólk á ári. Vinnan hafi
verið orðin allt of mikil fyrir þau
tvö en búið hafi þó ekki borið það
aöstoðarfólk sem þau hefðu þurft.
„Þetta var bara orðið allt of mik-
ið, jafnvel þótt heilsan væri í lagi.
Hún bilaði reyndar hjá mér og það
flýtti eiginlega fyrir því að við
ákváðum að hætta með kýmar. Það
gerðum við loks í vor sem leið,“ seg-
ir Halldór.
Prófuðu
pitsurnar
Hann segir að það hafi ekki verið
svo erfið ákvörðun, í raun komið
nokkurn veginn af sjálfu sér. Kostn-
aðurinn við mjólkina hafi aukist
jafnt og þétt en ekkert meira fengist
fyrir hana. Til þess að eitthvert vit
hefði átt að vera i þessu hefði þurft
að stækka búið. Þeim hafi fundist
þau vera orðin of gömul til þess.
Þau ákváðu að einbeita sér að ferða-
bransanum.
„Á vordögum fyrir rúmu ári
barst veitingasalan í skálanum eitt-
hvað í tal heima. Brauðsalan var
orðin heldur dræm en dóttir okkar
skoraði á okkur að prófa að bjóða
upp á pitsur í staðinn. Ég spurði
fyrst hvort hún væri eitthvað verri
en við ákváðum að prófa og ætli við
höfum ekki selt um 1.100 pitsur í
fyrrasumar," segir frúin og bóndinn
bætir við að pitsumar hafi ger-
breytt rekstrinum á sjoppunni.
Jafnvel þótt dagurinn hafi verið ró-
legur hafi gjama komið toppur í
pitsunum á kvöldin.
Hjónin segja mikinn tíma hafa
farið í að þjálfa sig upp í pitsugerð-
inni og fyrstu dagana hafi Ástríður
og dóttir þeirra séð um matreiðsl-
una en karlamir, Halldór og tilvon-
andi tengdasonur, verið í smökkun-
ardeildinni. Auk dótturinnar eiga
þau einn son.
„Ég hugsa að þeir hafi verið orðn-
ir býsna leiðir á pitsunum á þessum
tíma en þetta hefur svo sem gengið
vel frá byrjun. Við höfum fengið
deig frá Selfossi og verið með pitsur
seinni part vikunnar og um helgar.
Skálinn er lokaður á vetuma en
hver veit nema við höfum einn og
einn pitsudag í vetur. Sveitungar
okkar og ferðamenn í sumarbústöð-
um hafa sem betur fer kunnað að
meta þjónustuna," segir Ástríður.
Kúrekar
í línudansi
Það eru eflaust ekki margir
bændur sem fara beint úr fjósi í
pitsugerð en Ástriður og Halldór
hafa haft kjark til að fara sína leið.
Og þau gera fleira en að baka flat-
bökur ofan í sveitunga sína. Þau
eru líka að kenna dans en vilja ekki
tala mikið um það.
„Við erum ekki lærðir kennarar
en höfum þó kennt gömlu dansana í
þessi 30 ár sem við höfum verið
saman. Það er á vitorði og í þökk
Þjóðdansafélagsins," segir Halldór.
Konan er hógvær og segir þetta
hálfgert fusk. Engu að síður hafa
þau ítrekað verið beðin aö kenna,
bæði sveitungum sínum og öðram.
„Núna emm við með einn hóp í
Aratungu og höfum mikið verið að
vinna með gamla fólkinu, kenna því
og dansa við það. Þetta er voða gam-
an,“ segir Halldór og Ástríður bætir
við: „Þetta er hugsjón, rétt eins og
golfvölliu-inn.“