Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1997, Síða 26
» unglingar
LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 1997
Varirnar þurfa að vera vandlega litaðar og æfðu stelpurnar sig hver á
annarri. Einbeitingarsvipurinn leynir sér ekki á Ýr Þrastardóttur.
fáum við strákakvöld?" Gerður
sagði ekki útilokað að eitthvað slíkt
yrði haldið. Reyndar væri enginn
sérstakur strákaklúbbur starfandi
en það væru áreiðanlega margir
strákar sem spáðu svolítið í útlitið.
Hvemig losna mætti við bólumar
og fílapenslana! -bjb
Á stelpukvöldinu var veitt leiðsögn í naglaumhirðu. Fyrir utan
naglalökkun var stelpunum kennt að hirða um neglurnar þannig
að þær vaxi eðlilega og ekki var mælt með notkun gervinagla.
an úr 8., 9. og 10. bekk á vegum
stelpnaklúbbsins í Tónabæ. Að sögn
Gerðar Dýrfjörð og Lilju Pálsdóttur,
sem leiða klúbbinn, heppnaðist
kvöldið einstaklega vel. Stelpumar
fengu leiðsögn i flestu því sem stelp-
ur á þessum aldri eru farnar að spá
í, s.s. eins og að laga til á sér hárið,
mála sig og hugsa um neglumar og
húðina.
Fulltrúar frá fyrirsætuskrifstof-
stelpukvöldið til að veita
leiðsögn og kynningu. Að
því loknu voru pantaðar
pitsur frá Dominos og
þeim rennt niður með
Egils-Kristal frá Ölgerð-
inni. Allir þessir aðilar
gáfu vinnu sína eða vöru
og viidu Gerður og Lilja
koma á framfæri kæru
þakklæti til þeirra allra.
Stelpurnar tóku kynningunum í Tónabæ fegins hendi og spáðu og spekúleruðu mikið í förðun og umhirðu húðarinnar. Eins og
sjá má var vel mætt. DV-myndir Hilmar Þór
Vetrarstarfsemi félagsmiðstöðv-
anna er komin á fullt. í Tónabæ var
haldið á dögunum svokallað stelpu-
kvöld. Þar komu sjötíu stelpur sam-
unni Eskimo Models, hárgreiðslu-
stofu, snyrtivöruversluninni Body
Shop og umboðsaðilum snyrtivar-
anna Trend og Nu Skins komu á
„Stelpuklúbbur hefur verið starf-
ræktur áður í Tónabæ en þetta var
fyrsta uppákoma vetrarins. Næsta
þriðjudag ætlum við að skella okkur
í keilu og síðan á að gera mcirgt
skemmtilegt í vetur. Okkur langar
t.d. að prófa að klifra og kafa. Gera
eitthvað öðruvísi og oft það sem
meira hefur verið ætlað strákum,"
sagði Gerður.
Hún sagði nokkra stráka hafa
„álpast" inn á stelpukvöldið og þeir
spurt með öfundarröddu: „Hvenær
Stelpukvöld
íTónabæ
hin hliðin
Ólafur Darri Ólafsson, leikari í Perlum og svínum:
Leiðinlegast að skúra gólf
Ólafur Darri Ólafsson er einn
þeirra sem ljúka námi i
Leiklistarskólanum næsta vor.
Hann var þó ekkert að biða eftir
skólaslitum til að hefja leik-
ferilinn. Tók hann að sér hlutverk
í Perlum og Svínum Óskars
Jónassonar. Þurfti hann þó
sérstaket leyfi skólanefndar til að
taka hlutverkið að sér.
Ólafur hefur áður leikið undir
stjóm Óskars, í Sweeny Todd sem
Herranótt setti upp 1994.
í Perlum og Svínum leikur
Ólafur Darri 19 ára strák,
Bjartmar, sem er feiminn og
innhverfur. Sjálfur lýsir Ólafur
Darri Bjartmari sem „næs lúða,
svolítið líkum mér“.
Ólafur Darri hefur mikinn
áhuga ábíómyndum, sérstaklega
myndum japanska leikstjórans
Kurosawas. Hann hlutar á nær
alla tónlist en filar ekki
„svertingjapíkupopp“ sem nú
tröllríður öllu. Hér á eftir kynnast
lesendur hinni hlið Ólafs Darra
betur. -hlh
Fullt nafn: Ólafur Darri
Ólafsson.
Fæðingardagur og ár: 3 mars.
1973.
Maki: Nanna Kristín Magnús-
dóttir.
Böm: Fá börn.
Bifreið: Engin.
Starf: Nemi.
Lairn: Lítil sem engin.
Hvað finnst þér skemmtilegast
að gera? Hafa það gott með
konunni minni.
Hvað ftnnst þér leiðinlegast að
gera? Skúra gólf.
Uppáhaldsmatur: Maturinn
hennar mömmu.
Uppáhaldsdrykkur: San Miguel
bjór.
Hvaða íþróttamaður stendur
fremstur í dag? Gulli Björns.
Uppáhaldstímarit: Premiere.
Hver er fallegasta kona sem þú
hefur séð (fyrir utan maka)?
Pamela.
Ertu hlynntur eða andvígur rík-
isstjórninni? Hlynntur.
Hvaða persónu langar þig mest
til að hitta? Leikstjórann Mike
Leigh.
Uppáhaidsleikari: Tim Roth.
Uppáhaldsleikkona: Helen
Mirren.
Uppáhaldssöngvari: Tom Waits.
Uppáhaldsstjórnmálamaður:
Guðrún Helgadóttir.
Uppáhaldsteiknimyndapersóna:
Grettir.
Uppáhaldssjónvarpsefni: Ég
reyni alltaf að sjá Fjör á fjölbraut.
Uppáhaldsmatsölustaður/veit-
ingahús: Café Femeren í
Kaupmannahöfn.
Hvaða bók langar þig mest að
lesa? Odysseif eftir James joyce.
Ég hef nokkrum sinnum reynt að
komast í gegn um hana.
Hver útvarpsrásanna ftnnst þér
best? X-ið.
Uppáhaldsútvarpsmaður:
Tvíhöfði.
Hverja sjónvarpsstöðina horfir
þú mest á? RÚV.
Uppáhaldssjónvarpsmenn: Felix
og Gunni.
Uppáhaldsskemmtistaður/krá:
KafFibarinn.
Uppáhaldsfélag í íþróttum:
Valur og Liverpool.
Stefnir þú að einhverju sérstöku
í framtíðinni? Að giftast Nönnu í
Las Vegas.
Hvað gerðir þú í sumarfríinu?
Vann á sýkladeild Landspítalans
og feröaðist um landið.