Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1997, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1997, Blaðsíða 29
JjV LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 1997 Qrð 29 r Island er tískuland í Noregi: DV.Oslo:_____________________________ „Okkur langaði til að gera eitt- hvað sérstakt, eitthvað nýtt og eitt- hvað spennandi sem við myndum muna eftir í framtíðinni. Því varð ísland fyrir valinu," segir Thomas Revetal, tölvufræðingur hjá forrit- unarfyrirtæki í Ósló, í samtali við DV. annarri af tveimur ferðaskrifstofum í Noregi sem sérhæfa sig í íslands- ferðum, er einmitt á höttunum eftir mönnum eins og Audun Marák. Hann lætur vel af árangrinum og segir að ísland geti keppt við önnur lönd í ferðamennsku á öllum tímum árs. Island og Reykjavík eru líka kynnt í fjölmiðlum sem staðir þar sem eitt- hvað spennandi er að gerast,“ segir Sveinn. María Tryggvadóttir hjá íslands- ferðum, hinni islensku ferðaskrif- stofunni í Ósló, leggur og áherslu á þátt Bjarkar í aö auglýsa Island. All- ir Norðmenn þekkja Björk og María orðaði það svona: „Björk verður hápunkta ferðarinnar. Hins vegar gafst lítill tími til að sjá Reykjavík og borgin verður að bíða til næstu ferðar. Útgerðarmaðurinn Audun varð ekki heldur fyrir vonbrigðum. Hann átti ekki orð til að lýsa gestrisninni og landið er álíka fallegt og hann hafði ímyndað sér. Það var gamall draumur að sjá Þingvelli, Gullfoss Thomas er ungur maðm’, hann vinnur í tiltölulega litlu en fjársterku fyrirtæki; hann hefur góð laun og hefur komið til margra landa. Hann er dæmi- gerður fyrir þá fjöl- mörgu Norðmenn sem hafa lagt leið sína til íslands í haust. Nýjasta dellan hjá uppum þessa lands er að fara til íslands. Hafa reynt allt annað íslandsferð Thomasar var borguð af fyrirtæk- inu sem hann vinnur hjá. Svo er og um íslandsferð margra Norð- manna. í minni fyrirtækj- um á sviði viðskipta og þjón- ustu er al- gengt að fara á hverju ári í eina helgar- ferð á hausti. Það eru starfs- mennirnir sem ákveða hvert far- ið er en kostnaður við ferðina verður að vera innan skyn- samlegra marka. Thomas segir að sumir hafi haldið að íslandsferð yrði bara leiðinleg og grámósku- leg dvöl á hóteli vegna viðvarandi óveðurs þama úti í hafinu. Raunin hafi orðið öll önniu' og ís- land hafi siður en svo vald- ið vonbrigðum. „Við höfum farið í borgar- reisur til Evrópu og verið á fjalla- hótelum í Noregi en það eru engar ævintýraferðir. Okkur langaði að gera eitthvað annað,“ segir Thomas til að skýra enn frekar af hverju ís- land varð fyrir valinu. Ódýr fiskiferð Annar íslandsfari á þessu hausti er Auðun Marák, formaður Fiskebátredemes forbund í Noregi. Það em systursamtök LÍÚ á íslandi. Samtök Maráks héldu stjómarfúnd í Reykjavík fyrir skömmu. „Viö ætluðum að slá tvær flugur í einu höggi: fyrst að afla upplýsinga um íslenskan sjávarútveg og síðan að láta gamlan draum um íslands- ferð rætast. Ég hafði t.d. aldrei til ís- lands komið áður,“ segir Marák við DV. Hann segir að fundur á Islandi hafi ekki verið dýrari en aðrir kost- ir. Fundur í Tromsö hefði t.d. kost- að álíka mikið en þá hefðu fundar- menn hvorki fengið að sjá nýtt land né lært nokkuð um íslenskan sjáv- arútveg. Sveinn Garðarsson, fram- kvæmdastjóri hjá íslandsferðum, ferðamenn „Það er rífandi gangur hjá fyrir- tækjunum í Noregi og þá sjá menn færi á að halda ráðstefnur og fundi auk skemmtiferða utan alfaraleiðar. Við erum í beinni samkeppni við fjallahótelin hér í Noregi og dönsku hótelin og stöndum betur að vígi nú en áöur,“ segir Sveinn. Hann býður íslandsferðir á 20.000 krónur fyrir manninn í miðri viku og 27.000 um helgar. Þá er hótel inn- ifalið í pakkanum. Sveinn segir að þetta sé lítið dýrara en helgardvöl á norsku fjallahótelunum eða helgar- ferðir til Danmerkur og annarra landa í Evrópu. Það sem ísland hefur að bjóða umfram Noreg og Danmörku er framandi náttúra, heitir pottar, Svarti dauði og fjörugt næturlíf í Reykjavík. Björk selur grimmt „I augum Norðmanna er landið spennandi. Björk á stóran þátt í að margir halda að á íslandi sé meira fjör en í öðrum nálægum löndum. seint fullþakkað það sem hún hefur gert.“ Ann- ars sagði María að það væri gamall draumur margra Norðmanna að fara til íslands og nú væri verðið hagstæðara en áður. ísland væri því samkeppnisfært við norsku fjalla- hótelin þegar fólk veldi sér haust- ferðir. Smugumálið margfræga hefði hins vegar ekkert að segja og ímynd íslands í Noregi væri góð. Bjórinn of dýr íslandsferð tölvufræðingsins Thomasar olli honum ekki von- brigðum. Hann og félagamir fengu allan pakkann en þó var Thomas óá- nægður með tvennt: Ferðin var alltof stutt - bara eina helgi - og svo er bjórinn alltof dýr á íslandi. „Við vorum heppin með veður og sáum ótrúlega mikið af landinu á ekki lengri tíma. Við fórum í vél- sleðaferð á Langjökul, sáum Þing- velli, Gullfoss, Geysi og Eden í Hveragerði. Við fórum á víkingahá- tíð í Hafnarfírði og á Hótel ísland. Það var ótrúlega flott - 2000 manns á einu diskóteki," segir Thomas um og Geysi. Verðlagið þótti honum að vísu hátt en ekki samt hærra en i Noregi. Það sem kom á óvart var vindurinn. Vestanbræla „Viö fórum upp á Akranes með Akraborginni og ölduhæðin var held ég sjö metrar,“ segir Auðunn, sem er frá Álasundi og hefur áður komist í hann krappan. „Við erum ýmsu vanir hér á vesturströndinni en þetta var verra.“ I ár hafa 17.000 Norðmenn haldið í Vesturleið eða til Sögueyjarinnar, eins og Islandsferðir heita hér með- al almennings. Það er 15% aukning frá í fyrra og aldrei hefur straumur- inn verið striðari en í haust. Nú í haustferðunum er aukningin 35% og þá eru jólahlaðborðin ekki talin með. Þegar er farið að selja í jóla- hlaðborðin og gengm- vel, mun bet- ur en áður. „Við höfum kannski ekki áttað okkur á því fyrr að það þarf að byrja snemma á haustin að auglýsa jólaferðimar. Það höfum við gert nú og árangurinn lætur ekki á sér standa," segir María og bætir við að almennt starf við að kynna ísland sé nú að bera árangur. íslensku ferðaskrifstofurnar í Noregi láta einnig vel af stöðu ferða til Bandaríkjanna um ísland. Menn geti þá sameinað Bandarikjaferð og stutta dvöl á íslandi. Þetta er kostur sem viðskiptajöfrar nýta sér æ oft- ar. Gísli Kristjánsson Kostir og gallar: * Reykjavík er spennandi borg. * íslensk náttúra er spennandi. * Tiltölulega hagstætt verð er á ferðum. * Búast má við slæmu veðri. * Verðlag innanlands er hátt. í skólann kr. 96.900 Raðgreiðslur VÍUIJOL OC SLÍDM Stórhöfða 16 símh 587-1135 og greiðslukorta- afsláttur og stighœkkandi birtingarafsláttur Smáauglýsingar 550 5000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.