Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1997, Qupperneq 58
«i myndbönd
LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 1997
Leonardo DiCaprio og Claire Danes í hlutverkum frægustu elskenda heimsbókmenntanna, Rómeós og Júlíu.
Leonardo Di Caprio og Ciaire Danes:
Reynslumikil þrátt fyrir ungan aldur
l Hin áhrifamikla kvikmynd,
' Romeo + Juliet, sem er nú í
1 fimmta sæti á myndbandalistan-
■ um, er byggö klassísku leikriti
■ eftir William Shakespeare, ein-
' hverju frægasta leikriti sem skrif-
! aö hefur verið. Sviðið er fært til
j nútímans, nánar tiltekið til Mi-
/ ami í Flórída þar sem mikið er
; um glæpagengi. Romeo + Julie
hefur alls staðar fengið afbragðs-
dóma og þykir meðal betri kvik-
myndaúttekta á klassíkinni eftir
Shakespeare. Þá er hún sú kvik-
mynd sem mesta aðsókn hefur
fengið af kvikmyndum sem gerð-
ar hafa verið eftir leikriti
Shakespeares. Gæði myndarinnar
liggja ekki síst í frábærum leik
aðalleikaranna, Leonardos Di
Caprios og Claire Danes. Það hef-
ur oft loðað við Rómeó og Júlíu að
leikarar séu orðnir fullgamlir í
hlutverkin en ekki er hægt að
ásaka DiCaprio og Danes um að
þau séu of gömul (þótt vissulega
hafi Shakespeare skrifað yngri
persónur) því þau voru bæði und-
ir tvítugu þegar þau léku i mynd-
inni.
Lék á móti DeNiro í sinni fyrstu
mynd
- Leonardo DiCaprio fékk tilnefn-
ingu til óskarsverðlauna aðeins
átján ára gamall. Var það fyrir
hlutverk vanþroska unglings í
What’s Eating Gilbert Grape?
Þetta var önnur kvikmyndin sem
hann lék í. Hann fékk einnig til-
nefningu til Golden Globe verð-
launanna og var valinn besti leik-
arinn í aukahlutverki af gagn-
rýnendum í Chicago og Los Ang-
eles.
Fyrsta kvikmyndin sem
DiCaprio lék í var This Boy’s Life
þar sem mótleikarar hans voru
Robert De Niro og Ellen Barkin.
Hann hefur síðan leikið í The
Quick and the Dead á móti Shar-
on Stone og Gene Hackman, The
Basketball Diaries, rómaðri kvik-
mynd þar sem hann lék ungan
pilt sem verður heróíninu að bráð
og Total Eclipse þar sem mótleik-
ari hans var David Thewlis. Næst
fáum við að sjá Leonardo
DiCaprio í Marvin’s Room sem
gerð er eftir vinsælu leikriti. Mót-
leikarar hans þar eru Diane
Keaton og Meryl Streep. Um jólin
verður síðan frumsýnd í Banda-
ríkjunum dýrasta kvikmynd sem
gerð hefur verið, Titanic, sem
James Cameron leikstýrir. í
Titanic leikur Leonardo DiCaprio
aðalhlutverkið, ungan mann sem
er farþegi um borð í hinni örlaga-
ríku ferð Titanic árið 1912. Mót-
leikari hans í henni er Kate
Winslet.
Leonardo DiCaprio er fæddur
og uppalinn í Los Angeles og byij-
aði leikferil sinn þrettán ára gam-
all með því að leika í auglýsinga-
myndum og kennslumyndum.
Fljótt eftir það fékk hann hlut-
verk i ýmsum sjónvarpsseríum,
meðal annars seríunni Growing
Pains sem nýtur mikilla vin-
sælda.
Byrjaði í ballett fjögurra ára
Claire Danes vakti mikla at-
hygli fyrir leik sinn í hlutverki
táningsins Angelu í sjónvarpsser-
íunni My So Called Life sem sýnd
var í Sjónvarpinu. Leikur hennar
þótti einstaklega þroskaður og
fékk hún bæði Emmy-verðlaun og
Golden Globe verðlaun. Strax og
sjónvarpsseríunni lauk fór Claire
Danes að leika í kvikmyndum og
var fyrsta hlutverk hennar í
Little Women. Þar lék hún hina
veikbyggðu Beth og fékk glimr-
andi dóma fyrir túlkun sína. Hún
hefur síðan leikið í Home for the
Holidays, How to Make an Amer-
ican Quilt og To Gillian on Her
37th Birthday.
Claire Danes er fædd og uppal-
in í New York. Hún var aðeins
fjögurra ára gömul þegar hún var
sett í ballettnám og tíu ára gömul
settist hún á skólabekk í leiklist í
þeim fræga skóla, Lee Strasberg
Theatre and the Professional Per-
forming Arts Scliool. Um sama
leyti fór hún að koma fram sem
dansmær í ýmsum leikhúsum í
New York og var þátttakandi í
sýningunum Kids on the Stage og
Punk Ballet.
Næsta mynd Clare Danes er
Polish Wedding þar sem mótleik-
arar hennar eru Gabriel Byrne og
Lena Olin. Þá mun hún leika í
W
Attundi dagurinn
Áttundi dagurinn (Le huitieme
Jour) er gefm út í myndaflokknum
Perlur sem inniheldur listrænar gæða-
myndir. Þessi mannlega fransk-
belgíska kvik-
mynd hefur
ails staðar
fengið góða
dóma hjá
gagnrýnendn-
um enda um
einstaklega
gefandi mynd
að ræða. Aðal-
persónur
myndarinnar
eru tvær, Ge-
orge, sem er
þroskaheftur
og hefúr undanfarin ár verið vistaður
á stofhun eftir að móðir hans féll frá,
og Harry, sölumaður og mikill vinnu-
fíkiil. Eiginkonan hefúr yfirgefíð hann
ásamt bömum þeirra. Dag einn þegar
Harry er úti að aka keyrir hann nærri
þvi yfir George sem strokið hefur af
stofnun sem hann dvelur á. George er
á leiðinni að hitta móður sina (búinn
að gleyma því að hún er látin). Lög-
reglan neitar að taka við George og
Harry er því nauðugur einn kostur að
skjóta yfir hann skjólshúsi. Harry er
ákveðinn í að koma George til síns
heima en við stutt kynni þeirra mynd-
ast á milli þessara ólíku manna ákveð-
ið samband sem á eftir að hafa afdrifa-
ríkar afleiðingar á líf þeirra beggja.
í aðalhiutverkum eru Daniel
Auteuil og Pascal Duquenne. Leik-
stjóri er Jaco van Dormael.
Háskólabfó gefur út Áttunda daginn og
er hún leyfð öllum aldurshópum. Út-
gáfudagur er 14. október.
Straw Dogs sem Oliver Stone mun
leikastýra og The Rainmaker sem
Francis Ford Coppola leikstýrir.
Dóttir D'Artagnans
Hver kannast ekki við hina klass-
ísku sögu Alexandre Dumas, Skytt-
urnar, þar sem hinn ungi D’Artagn-
an tróð sér upp á sér eldri og reynd-
ari vopna-
bræður með
eftirminni-
legum hætti
og saman
háðu þeir
baráttu gegn
illræmdum
kardínála í
nafni kon-
ungs. Dóttir
D’Artagnans
segir frá af-
komanda
hins hug-
prúða riddara og lendir hún ekki í
minni ævintýrum en faðir hennar. í
myndinni eru Skytturnar famar að
eldast og hafa takmarkaðann áhuga
á því þegar Elois D’Artagnan segir
þeim að verið sé aö undirbúa valda-
rán í Frakkalandi. Það er því ekki
fyrir hana annað en að fara sjálf á
stúfana og berjast fyrir réttlætinu.
Þegar þeir félagar komast að því að
Elois er komin í mikla lífshættu
vakna þeir loks til lífsins og grafa
upp vopn sín.
í hlutverki Elois er Sophie Marce-
au og Philipe Noiret leikur fóður
hennar. Leikstjóri er einn frægasti
leikstjóri Frakka í dag, Bertrant Ta-
vernier.
Myndform gefur út Dóttur
D'Artagnans og er hún bönnuð
börnum innan 12 ára. Útgáfudag-
ur er 14. október.
-HK
Áttuncli "**«•
dagurlnn r >
Guðfaðírinn
- heildarútgáfa
Thev-
I fyrstu mynd-
The rv4,
Goðiaíher
Þann 14.
október ráðast
ClC-myndbönd
út í það stór-
virki að gefa út
allar þrjár Guð-
foður-myndirn-
ar á myndbandi.
Er mikill fengur
af þessari út-
gáfu, enda er
um aö æða ein-
hveija frægustu
tríólógiu kvik-
myndanna. Leikstjóri þeirra allra er
Francis Ford Coppola. I fy
inni, sem gerö
var 1972, átti
Marlon Brando
eftirminnilega
endurkomu inn
I kvikmyndirn-
ar og ófáar kvik-
myndastjömur
fengu sína eld-
skím í þessum
myndum og
varð mikill
stökkpallur fyr-
ir þær allar. Má
þar nefna A1 Pacino, Robert De Niro,
Diane Keaton, Robert Duvall, James
Caan og Andy Garcia.
í fyrstu myndinni er Brando i
hlutverki ætt-
fóður Corleone-
fiölskyldimnar.
Coppola dregirn
upp einstaklega
skýra og beitta
mynd af þessari
maflufjölskyldu
sem á uppruna
sinn á Sikiley
en hefur haslað
sér völl í Banda-
rikjunum í
skjóli ofbeldis.
Sú mynd endar þegar hinn ungi
Michael Corleone (A1 Pacino) er tek-
inn við stjóm.
I annarri myndinni, sem gerð var
1974, er haldið áfram að segja frá
Michael Corleone og fjölskyldu en
einnig farið aftm- í timann til Sikil-
eyjar þegar hinn ungi Vito Corleone
(Robert De Niro) var að koma fótum
undir sig.
Þriðja myndin var síðan ekki gerð
fyrr en 1990. Michael Corleone er
orðinn aldraður maður og er að
missa tökin á fjölskyldunni en þeir
sem vilja koma honum írá vanmeta
styrk hans.
Guðfóðurmyndirnar þrjár eru
mjög langar. Guðfaðirinn I er 168
mínútur, Guðfaðirinn II, 190 mínútur
og Guðfaðirinn III, 163 mínútur. -HK
Fools Rush in
Fools Rush in er gamanmynd um
afleiðingar einnar nætur gamans.
Alex Whitman hittir hina glæsilegu
Isabel Fuentas þegar hann gerir sér
dagamun
i glingur-
borginni
Las Veg-
as. Þau
hrífast
hvort af
öðru og
eyða nótt-
inni sam-
an. Morg-
uninn eft-
ir skilja
leiðir og
fara þau
hvort í
sína átt-
ina. Alex heldur til New York þar
sem hann tekur þátt í kapphlaupi
um lifskjörin af miklum eldmóði.
Alex getur samt ekki gleymt Isabel
og þegar hún birtist á þröskuldin-
um hjá honum er hann hinn ánægð-
asti. Hún tilkynnir honum að hún
sé ófrísk og að hann sé faðirinn og
Alex verður bara enn hamingjusam-
ari. Þau ákveða að gifta sig í hvelli
enda efast þau ekki um ást sina
hvort til annars. En það er eitt að
elska og að búa með eins og væntan-
legir áhorfendur fá að sjá.
í aðalhlutverkum eru Matthew
Perry, sem margir kannast við úr
„Vinahópnum" á Stöð 2, og þokka-
dísin Salma Haek sem lék illræmda
blóðsugu í From Dusk till Dawn.
Skífan gefur Fools Rush in út og
er hún leyfð öllum aldurshópum.
Útgáfudagur er 15. október.