Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1997, Síða 64
Ví.
J-
> a
a
œa
uu
so
'3
2 LÍO
<
co a
■>
s lo
FRÉTTASKOTIÐ
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV,
greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö
í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Við tökum viö fréttaskotum allan
sólarhringinn.
550 5555
FRJÁLST, ÓHÁÐ DAGBLAÐ
LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 1997
Manndrápið í Heiðmörk:
Náðu 8 þús-
und krónum
Tvíburamir Siguröur og Ólafur
Hálfdánarsynir rændu 8 þúsund
krónum af Lárusi heitnum Lárus-
syni þegar honum var ráðinn bani í
Heiðmörk í síðustu viku.
í fréttaljósi DV á bls. 20 í dag
kemur einnig fram að tvíburamir
hittu Láms á Vegas fyrr um kvöld-
ið. Þar hafði Ólafur reyndar starfað
að undanfomu um helgar.
Ekki er talið að tvíburarnir hafl
farið í Heiðmörk með Lámsi með
þeim ásetningi að ráða honum
bana. Ætlunin hafi hins vegar verið
að ræna hann en þeir töldu Láms
vera með meira fé á sér en raun bar
vitni.
í fréttaskýringunni er ferill tví-
buranna rakinn. Þar kemur auk
þess fram að manndrápið er um
margt talið minna á svokallað
Stóragerðismál.
Sjá bls. 20. -Ótt
Ólafur þjálfar
lið Fylkis
Ólafur Þórðarson, fyrirliði Skaga-
manna, verður næsti þjálfari 1. deild-
arliðs Fylkis í knattspymu og skrifar
hann undir samning við Árbæjarliðið
í dag. Ólafur tekur við starfi Atla Eð-
valdssonar en hann er einn þeirra
manna sem hefur verið orðaður við
þjálfarastöðuna hjá KR.
Haraldur til Luton
Haraldur Ingólfsson, einn af lykil-
mönnum ÍA, heldur á morgun til Eng-
lands en enska 2. deildarliðið Luton
Town hefur boðið honum til æfmga
hjá félaginu í vikutíma. Haraldur
mun spila einn leik með varaliðinu og
eftir hann ætti að koma í ljós hvort
Luton hafi áhuga á að semja við Har-
ald sem var eins og kunnugt er í her-
búðum skoska úrvalsdeildarliðsins
Aberdeen á síöasta vetri. -GH
Veisluskipið Árnes
Þegar veislu skal halda
SIMI 581 1010
MERKILEGA MERKIVELIN
brother
islenskir stafir
5 leturstærðir
8 leturgerðir
6, 9 og 12 mm prentborðar
Prentar í tvær línur
Verð kr. 6.995
Nýbýlavegi 28 Sími S54 4443
L O K I
Þrír réðust inn á heimili og neyddu mann í burtu:
Mannrán og
ofbeldi í 5 tíma
- ákærðir fyrir að taka manninn kverkataki, kýla og hóta með hnífi
Þrír ungir menn hafa verið
ákærðir fyrir að hafa svipt son
húsráðanda á heimili í Kambaseli
frelsi sínu, beitt hann ofbeldi og
haft í hótunum við hann, m.a.
með hníf, í rúmar flmm klukku-
stundir - frelsissviptingin var
samfelld, ýmist á heimilinu, í bíl
eða í húsi í miðborginni.
Um hádegisbilið þann 10. mars
ruddust mennimir þrír í heimild-
arleysi inn í íbúð þar sem fjöl-
skylda bjó. Erindið var að krefja
son húsráðanda um upplýsingar
um hvar ákveðinn maður héldi til
- mennirnir þurftu að ná til hans
vegna skuldamáls. Maðurinn
neitaði að gefa umbeðnar upplýs-
ingar.
Samkvæmt ákæra tók einn
mannanna húsráðanda kverka-
taki í tvígang þannig að hann átti
erfitt með andardrátt. Hann var
einnig kýldur margsinnis í andlit.
Til að leggja áherslu á kröfur
sínar tók einn mannanna upp
hníf og hótaði að skera fmgur af
fómarlambinu. Því til áréttingar
stakk hann hnífnum í stigahand-
rið. Árásarmönnunum er gefíð að
sök að hafa dvalið í eina og hálfa
klukkustund á heimilinu. Á þeim
thna hafi þeir beitt ofbeldi og haft
i hótunum um enn frekari lík-
amsmeiðingar. Einnig var reynt
að hafa uppi á umræddum
„skuldamanni" í síma en án ár-
angurs.
Mennimir eru einnig ákærðir
fyrir að hafa neytt manninn út úr
húsinu í tökum með enn frekari
hótunum um að skera af honum
fingur. Síðan var ekið á brott.
Þegar líða tók á daginn var farið
í hús við Hverflsgötu þar sem
fíkniefnaneytendur hafa gjaman
haldið til.
Þegar klukkuna vantaði korter
í sex um kvöldið réðst lögreglan
til inngöngu í húsið. Þar meö
lauk frelsissviptingu fórnar-
lambsins sem hafði þá verið í
haldi mannanna frá því um há-
degisbil. Mennirnir era ákærðir
fyrir húsbrot, frelsissviptingu,
hótanir og líkamsárás. -Ótt
Smiðirnir Björn Jonsson, til vinstri á myndinni, og Skarphéöinn Hjálmarsson voru á fullu viö vinnu sína í Vallargötu
í Súöavík þegar DV átti leiö hjá. Þeir eru aö vinna viö hús sem flutt hefur veriö í heilu lagi úr gamla hluta bæjarins í
þann nýja. Nánast öll húsin í gamla hluta bæjarins, þar sem snjóflóöið féll í janúar 1995, standa auö eöa hafa verið
færö yfir í hiö nýja hverfi bæjarins. DV-mynd ÞÖK
World Press Photo:
Ekki settar
upp aftur
Tvær myndir á ljósmyndasýningu
World Press Photo voru teknar niður
í anddyri annarrar hæðar Kringlunn-
ar i gær eftir að kvörtun barst frá fóð-
ur barns sem átti þar leið hjá. Á
annarri myndinni eru menn sem búið
er að hengja en á hinni er verið að
skjóta menn.
Erla Friðriksdóttir, framkvæmda-
stjóri Kringlunnar, segist hafa ákveð-
ið að taka þær niður eftir að ábend-
ingin barst. Erla hafði svo samband
við Barnavemdamefnd Reykjavíkur
og bað fulltrúa hennar að meta hvort
ástæða væri til að taka niður fleiri
myndir.
Erla segist ekki búast við því að
myndimar tvær verði hengdar upp
aftur. Hún segir að það verði að koma
til móts við viðskiptavini sem telja
sýninguna vekja óhug hjá bömum.
Sýningin veki þó verðskuldaða at-
hygli og flestmn finnist hún gott fram-
tak til að vekja fólk til umhugsunar.
„Við viljum samt sem áður ekki
hafa hana þannig að fólk veigri sér
við að koma með börnin sín í húsið.“
-s.ól
Veðrið á morgun og mánudag:
Víða bjartviðri
Á morgun er gert ráð fyrir norðvestanátt með éljagangi norðaustan- Á mánudaginn er gert ráð fyrir sunnan- og suðvestankalda eða stinn-
lands en bjartviðri víða annars staðar. Hiti verður víðast 0 til 5 stig að ingskalda. Lengst af verður úrkomulaust norðaustan- og austanlands en
deginum. súld eða rigning annars staðar. Hiti verður á bilinu 4 til 9 stig að degin-
mn. Veðrið í dag er á bls. 65