Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1997, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1997, Page 8
8 MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 1997 Utlönd Verjendur bresku barnfóstrunnar vilja sýknu: Urskurður kannski væntanlegur í dag Verjendur bresku bamfóstrunnar Louise Woodward sögöu fyrir rétti í gær að ógilda ætti úrskurð kvið- dóms þar sem mikilvæg gögn ákæruvaldsins hefðu verið lögð of seint fram í réttarhaldinu. Kvið- dómur úrskurðaði Louise seka í síð- ustu viku um að hafa myrt níu mán- aða gamlan dreng, Matthew Eappen, sem hún var að gæta. Barry Scheck, einn verjenda barnfóstrunnar, sagði í gær að Hill- er Zobel dómari gæti ekki verið sannfærður um að réttlætinu hefði verið fullnægt í máli þessu. Tugir stuðningsmanna Louise efndu til mótmæla fyrir utan dóm- húsið í gær og kröfðust margir þeirra að hún yrði látin laus. Louise var dæmd í lífstíðarfangelsi. Búist er við að Zobel dómari sendi úrskurð sinn um kröfu verj- endanna til fréttastofa með rafþósti. Hugsanlegt er talið að úrskurðurinn liggi fyrir í dag. Samkvæmt lögum Massachusetts- ríkis hefur dómari vald til að hnekkja úrskurði kviðdóms, þótt það sé sárasjaldan gert. Hann getur einnig fyrirskipað ný réttarhöld, mildað ákæruna í manndráp af gá- leysi eða líkamsárás og loks getur Barry Scheck, verjandi Louise Woodward, bresku barnfóstrunnar. hann látið úrskurð kviðdómsins standa óhaggaðan. Zobel dómari hefur að minnsta kosti þrisvar breytt úrskurði kviðdóms á löngum ferli sínum. Verjandi Louise dró í gær upp myndir frá krufningu líks litla drengsins. Myndirnar sýndu að höf- uðkúpa drengsins brotnaði fyrir 4. febrúar á þessu ári, daginn sem hann var fluttur á sjúkrahús. Brotið leiddi til dauða drengsins. Foreldrar drengsins hafa verið gagnrýndir fyrir að ráða unga og óreynda stúlku til að gæta hans. Þau hafa vísað slíkri gagnrýni á bug. Reuter Njósnað um kommúnista í Svíþjóð þrátt fyrir bann Leyniþjónusta sænska hersins, IB, hélt áfram að njósna um kommúnista í Svíþjóð eftir bann sem sett var við njósnunum árið 1969. Hélt leyniþjónustan áfram að skrá þá sem hún taldi ógna ör- yggi landsins að minnsta kosti til ársins 1975 og jafnvel nokkrum árum lengur. Sænska blaðið Dag- ens Nyheter segir þetta koma fram í prófverkefni sænsks há- skóianema. Á fyrrgreindum ár- um voru deilur milli lögreglunn- ar og hersins í Svíþjóð um hvor stofnunin ætti að bera ábyrgð á eftirliti með kommúnistum í landinu. 90 þúsund Norðmenn með spilafíkn Tvö prósent norsku þjóðarinn- ar, eða um 90 þúsund manns, eru haldin spilaflkn. Þetta kemur fram í fyrstu rannsókninni um spilafíkn í Noregi. Sex prósent til viðbótar eiga í erfiðleikum vegna spilaáhuga en þó ekki svo mikl- um að hægt sé að tala um spilaflkn. Rannsóknin var fram- kvæmd á vegum sálfræðideildar háskólans I Þrándheimi. Mikhail Gorbatsjov, fyrrum forseti Sovétrfkjanna. Slmamynd Reuter Gorbatsjov á sjúkrahús í Sviss Fyrrum leiötogi Sovétríkjanna, Mikhail Gorbatsjov, hefur verið lagður inn á sjúkrahús í Bem I Sviss til rannsóknar. Gorbatsjov var I Sviss á vegum umhverfls- verndarsamtaka sem hann er for- seti fyrir. Samtökin tilkynntu að líklega myndi Gorbatsjov taka þátt I fjáröflunarsamkomum þeirra I Basel á morgun og í Zúrich á föstudaginn. Reuter Feögarnir Matatai Joe og Jason búa sig undir að stíga um borö í flugvél á Cookseyjum þar sem hvirfilbylur gekk yfir og skildi eftir sig slóö eyöileggingar. Lík fimm manna hafa fundist og 21 er saknaö. Sfmamynd Reuter írakar eru enn við sama heygarðshornið: Bandaríkjamenn reknir í burtu 3. daginn í röö Sameinuðu þjóðirnar stöðvuðu eftirlit starfsmanna sinna með gjör- eyðingarvopnum íraka I morgun þegar stjómvöld I Bagdad meinuðu bandarískum fulltrúum I vopnaeft- irlitsnefridinni að taka þátt í störf- um hennar, þriðja daginn I röð. „írösku embættismennir, sem vom á eftirlitsstöðunum, sögðu yfir- mönnum nefndarinnar að þeir gætu haldið eftirliti sínu áfram en ekki starfsmenn af bandarísku þjóðerni," sagði Alan Dacey, starfsmaður eftir- litsmiðstöðvarinnar I Bagdad, við fréttamann Reuters I morgun. Eftirlitsmenn tilkynntu þá að þeir gætu ekki sinnt störfum sínum við þessar aðstæður. írakar meinuðu bandariskum starfsmönnum eftirlitsnefndarinnar aðgang að vopnabúmm sínum á mánudag og þriðjudag. Það varð til þess að SÞ hættu við allt eftirlit þá daga. Sameinuðu þjóðirnar hafa aflýst öllu eftirlitsflugi U-2 njósnaflugvéla Sendifulltrúar Sameinuöu þjóöanna, Lakhdar Brahimi, Emilio Cardenas og Jan Eliasson, koma til Bagdad í dag til aö reyna aö fá Saddam Hussein fraks- forseta til aö leyfa vopnaeftirlitsmönnum SÞ að stunda störf sín. yfir írak tiFað auðvelda sendimönn- stjórnvöld á að vinna með vopnaeft- um samtakanna að telja írösk irlitsmönnum. Reuter Stuttar fréttir i>v Réttað yfir Nichols Réttarhöld eru hafln yflr Terry Nichols, sem ákærður var fyrir að hafa sprengt upp alríkisbygging- una I Oklahomaborg fyrir hálfu þriöja ári ásamt Timothy McVeigh. Dæmdur í Texas Aöskilnaðarsinninn Richard McLaren I Texas var dæmdur 199 ára fangelsi I gær fyrir að fyrir- skipa áhangendum sínum að ræna hjónum við upphaf sjö daga vopnaðs umsáturs lögreglu. Giuliani vann Rudolph Giuliani, borgarstjóri I New York, var endurkjörinn í embættið með miklum mun atkvæða I gær. Hann sigraði demókratann Ruth Messin- ger. Giuliani hefur tekist á fjögurra ára borgarstjóraferli sínu að draga umtalsvert úr alvarlegum glæp- um I borginni. Hann þykir líka hai-ður I hom að taka, enda fyrr- um saksóknari. Marsrannsókn lokið Vísindamenn lýstu þvi opinber- lega yfir I gær að visindaleiðangri Marsfarsins Pathfinder væri lok- iö. Þá voru fjórir mánuðir frá því farið lenti á rauðu plánetunni. Síminn í samkeppni Fi-amkvæmdastjórn Evrópu- sambandsins undirbýr málarekst- ur gegn sjö aðildarlöndum sem hafa ekki staðið sig sem skyldi I að auka samkeppni I símamálum. 4000 saknað Fjögur þúsund manns er sakn- aö I Víetnam eftir að hvirfilvind- urinn Linda gekk þar yfir um helgina. Á annað hundrað sjó- menn fórust I Víetnam. í Taíjandi fórust yfir áttatíu sjómenn I óveðrinu. Keisari rannsakaður Borís Jeltsín Rússlandsforseti fyrirskipaði í gær að líkamsleifar síðustu keisarafjölskyldunnar skyldu rannsakaðar á ný I Moskvu. Refsar Bill Clinton Bandaríkjafor- seti tilkynnti I gær um refsiað- gerðir gegn Súdan vegna meintra hryðju- verka yfirvalda og mannrétt- indabrota. ítalir öskureiðir Um átta þúsund ítalir, sem höfðu safnast saman I Róm í gær, urðu öskureiðir er Róttæki flokk- urinn sveik loforð um peninga- gjafir tU almennings. Hætt var við peningagjöfma eftir að slags- mál brutust út í kjölfar þess að girðing lögreglu brast. Barnaníðingur Nær fertugur Óslóarbúi viður- kenndi I gær að hafa nauðgað tíu drengjum. Sjö voru á aldrinum 7-10 ára en þrír undir 7 ára aldri. Súdan Talaði um Díönu Karl Bretaprins skoðaði I gær fátækrahverfi i Höfðaborg I Suð- ur-Afríku. Minntist prins- inn á baráttu fyrrverandi eig- inkonu sinnar, Díönu prinsessu, gegn fátækt. í kvöld- verði hjá Nel- son forseta þakkaði Karl samúð- ina sem Suður-Afríkumenn sýndu vegna andláts prinsessunnar. Rekinn Borís Jeltsín Rússlandsforseti rak í gær Borís Berezovsky úr embætti yfirmanns öryggisráðsins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.