Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1997, Blaðsíða 10
10
LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 1997 H>"V
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON OG ÖSSUR SKARPHEÐINSSON
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON OG ELÍN HIRST
Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLT111,105
RVÍK, SIMI: 550 5000
FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíöa: httpY/www.skyrr.is/dv/
Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@oentrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is
AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605
Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftarverð á mánuði 1800 kr. m. vsk. Lausasöluverð 160 kr. m. vsk., Helgarblað 220 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Verndun fátæktar og fortíðar
Svonefnt jafnvægi í byggð landsins kostar skattgreið-
endur rúmlega þrjátíu milljarða króna á hverju ári. Það
eru um þrjú hundruð þúsund á ári á hvern ibúa lands-
byggðarinnar. Þetta segja útreikningar, sem birtir hafa
verið á vegum Aflvaka og Reykjavíkurborgar.
Deila má um, hvaða útgjaldaliðir eigi að teljast með í
dæmum af þessu tagi. Til dæmis er ekki auðvelt að meta,
hversu miklu dýrari á hvem mann vegagerð er í strjál-
býli heldur en í þéttbýli. Aðrir liðir eru auðveldari, svo
sem landbúnaður, Byggðasjóður og jöfmmargjöld.
Ekki þarf hins vegar að deila um, hvort byggðastefn-
an nær árangri. Fólk streymir frá dreifbýli til þéttbýlis
og mest frá þeim landshlutum, sem mest njóta aðgerða
til að koma á jafnvægi í byggð landsins. Fólk flýr unn-
vörpum frá Vestfjörðum, sem mests stuðnings njóta.
Athyglisvert er raunar, að meðaltekjur manna eru
hæstar á Vestfjörðum og atvinna mest. Þar verður að
kalla í útlendinga til að manna frystihúsin. Samt nam
fólksflóttinn frá VestQörðum tæpum tólf prósentum frá
miðjum síðasta áratug til miðs þessa áratugar.
Við vitum ekki, hvort byggðaröskun hefði orðið meiri,
ef ekki hefði verið varið milljörðum króna á hverju ári
til að stöðva hana. Verið getur, að tafið hafi verið fyrir
þróuninni. En ekki er þó hægt að segja, að marktækur
árangur hafi náðst með þessum íjáraustri.
Einnig verður að hafa í huga, að peningar, sem þjóð-
félagið ver í vonlítið varnarstríð af þessu tagi, nýtast því
ekki til sóknartækifæra á öðrum sviðum. Millifærslur til
verndar fortíðinni draga úr getu þjóðarinnar til að fjár-
magna atvinnuvegi framtíðarinnar.
Hér í blaðinu hefur oft verið sagt, að raunveruleg
byggðastefna eigi að miða að því, að byggð haldist í land-
inu yfirleitt. Vitlegra sé að verja fjármagni til að draga
úr fólksflótta frá landinu heldur en að verja því til að
draga úr flutningum fólks milli svæða á landinu.
Landið hefur smám saman verið að tapa fólki til um-
heimsins. Fleiri flytjast á brott af landinu en þeir, sem í
staðinn koma. Á sama tíma og offramboð er á illa borg-
uðum störfum við færiböndin, hrekst hálaunafólkið til
útlanda, þar sem tækifærin eru meiri.
Það jafngildir náttúrulögmáli, að störf við landbúnað
og færibönd af ýmsu tagi einkenna fátæku löndin í vax-
andi mæli, meðan ríku löndin snúa sér að arðbærari
verkefnum. Verndun starfa við landbúnað og færibönd
felur í sér verndun fortíðar og fátæktar.
Hinn hefðbundni landbúnaður á íslandi er þrautrædd-
ur vandi, sem flestir gera sér grein fyrir. Færri átta sig
á þversögninni, sem felst í, að færibandaiðnaður sjávar-
plássanna sætir taprekstri á sama tíma og hann er ekki
samkeppnishæfur í launum og vinnuskilyrðum.
ísland hefur aldrei staðið og fallið með því, hvort
byggð héldist á Hornströndum. Hún bara hvarf. Landið
mun hins vegar standa og falla með því, hvort hér tekst
að skipta nógu hratt yfir í atvinnutækifæri í greinum,
sem eru í fararbroddi nýsköpunar í heiminum.
í stað þess að verja þrjátíu milljörðum króna á hveiju
ári til jafnvægis í byggð landsins ætti þjóðfélagið að
verja upphæðinni til að kenna færibandafólki frystihús-
anna til dæmis á tölvur og styðja það til að flytja sig til
svæða, þar sem hálaunagreinar hafa haslað sér völl.
Lífið í heiminum heldur áfram og breytingar gerast
með vaxandi hraða. Þær þjóðir missa af lestinni, sem
eru uppteknar af verndun fortíðar og fátæktar.
Jónas Kristjánsson
Hagvaxtar(við)undrið
Á hverri klukkustund flæða raf-
boð yflr tölvuskjái kauphallanna.
Þau tákna tilfærslur milljarða-
verðmæta miili kaupenda og selj-
enda. Hagnaður eða tap fyrir-
tækja, styrkur eða veikleiki gjald-
miðla, stýrir ákvörðun um pen-
ingaflæði, sem þýðir ævintýra-
gróða eins eða gjaldþrot og glötun
annars.
Heimsbyggðin er orðin að litlu
þorpi. Tölvuskjár kauphallarinn-
ar er kominn í stað markaðstorgs
miðaldaþorpsins. Þetta er reyndar
sami leikurinn og sömu leikregl-
umar, þótt hraðinn og verðmætin
hafi margmilljónfaldast. Og gróða-
vonin knýr menn til dáða sem
fyrr. Vogun vinnur, vogun tapar.
En þótt tilgangur leiksins (að
græða eða forðast tap) sé þátttak-
endum ljós og leikreglurnar
þekktar, er óþekkta stærðin
(mannlegur breyskleiki) sífellt að
koma á óvart og mgla rökhugsun-
ina 1 ríminu. Öðru hverju fara yf-
irspenntir áhættuflklar markaðar-
ins á taugum. Þeir sleppa sér,
ganga af vitinu, ærast og tryllast
og ana út í ófæmr eins og villt
strokustóð. Og þá er undir hælinn
lagt, hver verður undir.
Um daginn fór allt í steik í
Asíu. Allt í einu gat það ekki
dulist lengur að taílenska bahtið
(þeirra króna) var lasið. Allir
flúðu sem fætur toguðu. Seðla-
bankasnillingamir í Bangkok létu
það fljóta. Það hafði sömu áhrif og
þegar þú tekur tappann úr
baðkarinu. Það sogaðist allt niður.
Fjárflótti, gengisfelling, óðaverð-
bólga. Hagvaxtarundrið varð að
viðundri.
Seðlabankastjórarnir í
Indónesíu, á Filippseyjum og ,i
Malasíu horfðu agndofa á aðfar-
irnar - og fóru líka á taugum. Allt
fór á sömu leið. Ofmetnir gjald-
miðlar hrundu hver um annan
þveran og fjárfestar flúðu, hver í
Erlend tíðindi
Jón Baldvin Hannibalsson
kapp við annan. Hagvaxtargúrúin
lyppuðust niður eins og hala-
klipptir hundar. Milljarðarnir
hurfu af skjánum eins og dögg fyr-
ir sólu. Gjaldþrotahrinan fór eins
og innflúensufaraldur um allt. En
fátækt fólk á þessum slóðum á eft-
ir að borga reikninginn í verð-
bólgu, atvinnuleysi og stöðnun á
ókomnum árum.
Næst bjuggust menn við að hin
gamla háborg kapítalismans í
Asíu, Hong Kong, félli líka eins og
spilaborg. En viti menn. Komm-
arnir frá Kína voru teknir við
kauphöllinni. Og þeir létu eins og
þeir kynnu ekki leikreglurnar.
Hong Kong dollarinn var bundinn
við Bandaríkjadollar (eins og sjó-
maður sem bindur sig við mastr-
ið, meðan brotið ríður yfir). Og
varð ekki haggað. Þeir hækkuðu
skammtímavexti í nokkra daga
upp í 3ja stafa tölu. Spákaupmenn-
irnir sátu límdir við skjáinn. Kap-
ítalið varð klumsa og fór hvergi.
Svo sljákkaði taugaveiklunin.
Orðstír kapítalismans var bjargað
- með kveðju frá Kína. Segi menn
svo að kommúnistar kunni ekki
kauphallarbrask.
í leiðinni björguðu lærisveinar
Dengs Xiaopengs kapítalistunum í
Tokyo og Taipei frá því að fara á
taugum. Og þar með slapp Wall
Street, New York, London og
Frankfurt með vægt kvef, í stað
þess að leggjast í Asíuflensuna. Að
vísu tapaði ríkasti maður heims,
Bill Gates, 2 milljörðum dollara
fostudaginn 24. október. En þegar
amerískir fjárfestar sáu yfir helg-
ina að kommarnir í Hong Kong
létu ekki að sér hæða, heldur
treystu gamla góða dollaranum,
tóku þeir gleði sína á ný. Bill
„græddi“ 310 milljónir á mánu-
dagsmorgni, fyrir hádegi.
Lexían? Hagfræðin, sem við
lærðum í skóla, um að spreng-
lærðir og óhagganlegir seðla-
bankastjórar (sem eiga að liggja á
gjaldeyrisforða kotríkja eins og
ormar á gulli), geti reddað sér út
úr klandri lélegrar efnahags-
stjómar með gengisfellingum (til
að bæta samkeppnisstöðuna) - sú
skólabókahagfræði er sjálf gengis-
fallin í kauphöllinni. Berið saman
samkeppnishæfni Hong Kong í
framtíðinni við fómarlömb geng-
isfellingarinnar í Suðaustur-Aslu,
þeirra sem fóru eftir skólabók-
inni.
Annað. Rammir efasemdar-
menn um Evróið - hinn nýja sam-
eiginlega gjaldmiðil Evrópu -
fengu allt í einu alvarlega bak-
þanka. Kannski að skólabókahag-
fræðin um töframátt gengisfell-
inga í heimsvæddu hagkerfi sé
þrátt fyrir allt bara skottulækning
og hómópat. Gens una sumus -
segir alþjóðaskáksambandið. Skák
og mát.
Fjárfestar í Hong Kong fylgjast spenntir meö þróun hlutabréfavísitölunnar á tölvuskjám kauphallarinnar þegar
veröhruniö varö á dögunum. Símamynd Reuter
Qíoðanir annarra
Saddam þarf skipanir
„Enginn hefur nokkru sinni fengið eitthvað bita-
stætt út úr viðræðum við Saddam Hussein. Það fá
menn heldur ekki í þetta sinn. Saddam Hussein skil-
ur aðeins lögmætar valdsaðgerðir. Hann verður að
fá skýrar skipanir um að það séu Sameinuðu þjóð-
imir og bara Sameinuðu þjóðirnar sem tilnefna
vopnaeftirlitsmenn. Jafnframt að eftirlitsmennirnir
geti starfað óáreittir í írak. Beygi hann sig ekki fyr-
ir þessum kröfum eiga viðbrögöin að vera snögg og
áþreifanleg.“
Úr forystugrein Jyllands-Posten 4. nóvember.
Barnfóstrumálið
„Mesta vandamálið er að fjölskyldurnar, sem
í ráða til sín barnfóstrur, eru að sækjast eftir barna-
| gæslu sem þær hafa efni á og sem þær geta treyst.
| Ungu stúlkurnar, sem koma erlendis frá, eru í æv-
| intýraleit auk þess sem þær vilja kynnast nýrri
menningu. Jafnvel við bestu skilyrði er erfitt að
sameina þessa tvo þætti og í mörgum tilfellum
ómögulegt. Mál barnfóstrunnar Louise Woodward
sýnir hvernig árekstur getur eyðilagt líf.“
Úr forystugrein New York Times 3. nóvember.
Röggsemi Öryggisráðsins
„Þegar maður hugsar til allra atkvæðagreiðsln-
anna þar sem Sameinuðu þjóðimar dekruðu við ein-
ræöisherra af ýmsu sauðahúsi, er svo sannarlega
hressandi aö sjá að Öryggisráðið fordæmir ekki ein-
asta valdaránið í Sierra Leone, heldur leggur það
einnig blátt bann við verslun með vopn og olíu, tak-
markar ferðafrelsi valdaræningjanna og heimilar
efnahagsbandalagi Vestur-Afrikurikja að stöðva og
rannsaka skip á leið til landsins. Atkvæðagreiðslan
frá 8. október er enn meira fagnaðarefni fyrir þær
sakir að enn sitja margar herforingjastjórnir í Afr-
íku, og ekki bara í Afríku.“
Úr forystugrein Washington Post 5. nóvember.