Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1997, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1997, Blaðsíða 4
ftéttir W! 5í3ðT/3VOV5 .8 HUOAQ5!AOOA 1 LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 1997 jLlV Mikill meirihluti fulltrúa á landsfundi Alþýðubandalagsins: Á bandi Margrétar Svavar Gestsson alþingismaður í sáttahug: Segjum kannski, kannski, kannski - um samrunann við Alþýðuflokkinn Lúðvík Geirsson. um veiðileyfagjald og sameiningu og þeirrar nýbreytni væri að vænta að flokkurinn kæmi sér upp stefnu í báð- um málum. Lúðvik Geirsson, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði, sagði ljóst að fylgi við stefnu formannsins væri afgerandi. „Það er afgerandi meirihluti í þá veru að menn leiti eftir samvinnu og samstaríí. Það eru auðvitað alltaf Mikil meirihluti fulltrúa á lands- fundi Alþýðubandalagsins er í bandi Margrétar Frímannsdóttur, formanns flokksins, í sameiningarmálinu. í gær fækkaði enn þeim sem eru á sama máli og Hjörleifur Guttormsson al- þingismaður sem boðaði jarðarfor flokksins ef tillaga framkvæmda- stjómar yrði ofan á varðandi samein- ingarviðræður við Alþýðuflokkinn. Viðbrögð Hjörleifs voru geysihörð en undir hans sjónarmið tóku Steingrím- ur J. Sigfússon og Ragnar Amalds þótt þeir gengju ekki eins langt í sín- um málflutningi og virtust vilja skilja eftir útgönguleið. Alls töluðu um 50 fulltrúar undir liðnum almennar um- ræður og tókst ekki að tæma þá dag- skrá fyrr en í gær. Það var mat þeirra fulltrúa sem DV ræddi við í gær að formaðurinn stæði með pálmann í höndunum í slagnum Fulltrúar á landsfundi fögnuðu í gær þrumandi ræðu formanns síns. Margrét Frímannsdóttir talaði blaðalaust og skammaði þá harðlínumenn í flokknum sem brugðist hafa illa við hugmyndum um sameiningarviðræöur. „Það er enginn ágreiningur um að það eigi að tala við aðra flokka. Það er enginn sem segir að ekki eigi að tala við aðra flokka og það er enginn hér sem segir að það eigi að leggja Alþýðubandalagið niðim á morgun,“ segir Svavar Gestsson alþingismaður um þau ágreinings- mál sem uppi eru á landsfundi Al- þýðubandalagsins. Hann flutti á fimmtudagskvöld harðorða ræðu þar sem hann sá mörg tormerki á samstarfi, sérstaklega við Alþýðu- flokkinn. Svavar var í sáttahug þegar DV ræddi við hann í gær og sagði meintan ágreining vera að mestu tilbúning fjölmiðla. „Við þurfum hér á þessu þingi að finna málefnagrundvöll til að finna út hvað við viljum sjálf. Síð- an þarf að fara í viðræður við aðra flokka og niðurstaðan úr þeim verður síðan lögð fyrir á næsta ári. Bæði ég og Margrét höfum sagt að hér séum við fyrst og fremst að ræða um málefni en ekki form,“ Svavar Gestsson alþingismaður DV-mynd S segir Svavar. Aðspurður um þá heift sem fram hefur komið fram í ræðum lands- fundarmanna með og á móti sam- vinnu segir Svavar að rótina megi rekja til fjölmiðla. „Ég held að umræðan hafi að ein- hverju leyti verið spönuð upp af fjölmiðlaumræðu. Umræðan í dag var miklu betri en í gærkvöld og ég held að það sé af því að menn hafi allt í einu áttað sig á því að við erum í raun og veru sammála um flesta hluti en hafi haldið að þetta væri öðruvísi þegar þeir komu á fundinn," segir Svavar. Hann segir ekkert útilokað í þeim efnum að A-flokkamir geti náð sam- an á hinu pólitíska sviði. „Það er mjög langt á milli í mörg- um málum en við vitum í raun ekki hversu mikið skilur í milli. Krat- amir hafa líka færst til vinstri þar sem þeir hafa lært sína lexíu af samstarfinu við ihaldið. Við segjum ekki nei, við segjum kannski, kannski," sagði Svavar Gestsson og raulaði alþekktan dægurlagatexta frá því á sjöunda áratugnum. -rt Hjörleifur Guttormsson hefur hótað klofningi Alþýðubandalagsins ef tillaga um sameiningarviðræður A-flokka verði samþykkt. Hann er talinn einangr- ast æ meira í afstöðu sinni. Hér er hann á tali við Oddberg Eiríksson úr Njarðvík. DV-myndir S skiptar skoðanir um leiðir og sumir hafa verið uppteknir af einhverju formi og skipulagi sem er seinni tíma mál. Það sem málið snýst irni núna er hvar málefhasamstaðan liggur. Það er það sem óklárað er núna og mér finnst sumir vera komnir nokkuð langt fram úr sjálfum sér,“ segir Lúðvík. Hann segir afgerandi vilja vera hjá sveitarstjómarmönnum og almennum fulltrúum að ganga til þeirra verka sem snúa að mögulegri samvinnu eða samruna. „Það er afgerandi sameiningarhug- ur hjá fólki,“ segir Lúðvík. -rt Þorvarður Tjörvi Ólafsson: Nokkrir þing- menn á móti „Staðan er mjög ljós og það verður gengið til viðræðna um samvinnu við aöra flokka. Það kristallaðist í umræðunum í gær að það eru nokkrir þingmenn sem eru á móti samstarfi. Hitt er alveg ljóst að langstærstur hluti lands- fundarmanna vill samstarf við aðra flokka og ég trúi ekki öðru en það verði ofan á,“ segir Þorvarður Tjörvi Ólafsson, landsfundarfull- trúi Alþýðubandalagsins og for- maður Verðandi, um þær tillögur sem liggja fyrir fundinum um að þegar verði gengið til viðræöna við Alþýðuflokk og önnur stjóm- málaöfl á vinstri vængnum. Hann segir flokkinn veröa að koma sér upp stefnu í fiskveiði- málum og samrunamálum. Þann slag verði aö taka og gera út um málin. „Það er alveg ljóst að það verð- ur fómarkostnaður hvemig svo sem máliö fer. Við getum ekki lengur velt málum á undan okkur Þorvaröur Tjörvi Ólafsson. og það er nauðsynlegt að útkijá þau. Alþýðubandalagið verður einfaldlega að koma sér upp stefnu í þessum málum,“ segir Þorvarður Tjörvi. -rt HAUSTSYNING BALENO • SWIFT • VITARA Sjáðu m.a.: Upphœkkaðan 33" Vitara Vitara grind án yfirbyggingar Fjórhjóladrifinn Baleno Wagon LAUGARDAG OG SUNNUDAG FRÁ 12-17 Fáðu fría ljósastillingu á meðan þú skoðar nýju bílana! SUZUKI AFL OG ÖRYGGI SUZUKI BÍLAR HF Skeifunni 17, 108 Reykjavík. Sími 568 51 00.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.