Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1997, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1997, Blaðsíða 29
DV LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 1997 &ikmyndir » Aðalleikarinn í Pusher, Kim Bodnia, er einn frægasti leikari Dana: Vill leika undir stjóm Fríðríks Kim Bodnia er hrifinn af Is- landi og vill koma hingaö sem fyrst aftur. Einnig vill hann leika í kvikmynd undir stjórn Friðriks Þórs. DV-mynd E.ÓI. hvað sem síðar gerist. „Friðrik er mjög hæfur,“ segir Kim. Hann er mjög þekktur í heimalandi sínu og segist hafa orð- ið að flýja höfuð- borgina, Kaup- mannahöfn. Fékk lítinn frið og flutti út í sveit. Byggði sjáifur sitt eig- ið hús, enda einnig lærður húsasmiður, og býr þar ham- ingjusamur með eigin- konu og syni. Segist hafa frið til að ganga úti í náttúrunni og hugsa. Margir muna ef- laust eft- ir Kim í sjón- varps- þáttun- um Nætur- verðin- um sem sýndir voru hér á landi. Þeir komu honum á kortið en áður hafði hann leikið í nokkur ár á sviði. „Ég er fæddur og uppalinn í Kaupmannahöfn. Pabhi er af rúss- neskum ættum en mamma hálfur Pólverji, bæði þó fædd í Dan- mörku,“ segir Kim þegar hann er spurður um uppruna sinn. Þrátt fyr- ir það hefur hann ítalskt yfirbragð, ekki ósvipaður leikaranum Andy Garcia. Kim segist kannast við þennan samanburð og sér líki hann ágætlega. Hann geti vel hugsað sér að leika ítalskan mafíósa í Hollywood ef girnilegt tilboð berist. Annars hafi hann ekki drauma um heimsfrægð sem leikari. beldi er meira áberandi. Mér fmnst mikilvægara að sýna viðbrögðin og örvæntinguna sem fylgir því að drepa mann heldur en að sýna hvemig hann er drepin líkt og gert er gjarnan í amerískum bíómynd- um. Þessi mynd fjaliar meira um tii- finningar fólks heldur en ofbeldi," segir Kim. Hann segist ekki hafa persónu- lega reynslu af undirheimum Kaup- mannahafnar, hann hafi ekki þurft þess. Myndin sé fyrst og fremst saga manns sem kemst í vandræði. „Ég var fenginn í myndina hálf- um mánuði áður en tökur hófust. Ég var búinn að ákveða að taka mér frí frá kvikmyndum og leikhúsi til f tengslum við Kvikmyndahá- Itíð í Reykjavík liefur Há- skólabíó fengið til sýningar dönsku spennumyndina Pus- her sem fjallar um hrakning- ar fíkniefhasalans Franks í undirheimum Kaupmannahafnar. í tilefni þessa voru leikstjórinn, Nicholas Winding Refh, og aðalleik- arinn, Kim Bodnia, viðstaddir for- sýningu um síðustu helgi. Leikstjór- inn stoppaði reyndar stutt við en Kim dvaldi hér í nokkra daga. Tók sér hlé frá tökum í Grænlandi á kvikmynd sem hann er að framleiða og leikstýra sjálfur. Helgarblaðið notaði tækifærið og hitti hann að máli á hóteli einu í borginni. Hann var þá að jafna sig eftir að hafa kynnst næturlífi Reykjavíkur kvöldið áður í fylgd vinar síns, Friöriks Þórs Friðriks- sonar kvikmyndagerðarmanns. Kim gefur íslandi og næturlífinu bestu einkunn og ekki síst íslenska kvenfólkinu. Einnig hælir hann Friðriki fyrir leiðsögnina. Þeir hafa margsinnis rætt þann möguleika að Kim leiki í einhverjum mynda Frið- riks en ekki orðið úr verki enn, Kim kom til landsins um síöustu helgi ásamt leikstjóra Pusher, Nicholas Winding Refn, til aö vera viöstaddur forsýn- ingu á myndinni. Hér eru þeir ásamt Friöberti Pálssyni, forstjóra Háskólabíós. Meistari í 100 metrum í öðru atriði tekur Frank á hörku- sprett á flótta undan fikniefnalög- reglunni. Þar kom sér vel fyrir Kim að eiga á ferilsskránni danskan meistaratitil í 100 metra hlaupi og langstökki frá yngri árum. „Ég var búinn að segja þeim að ég gæti hlaupið hratt. Þeir ætluðu ekki að trúa mér. Myndatökumaðurinn ætlaði fyrst að hlaupa á eftir mér, hætti við það og fékk að sitja aftan á mótorhjóli til að fylgja mér eftir," segir Kim og hlær striðnishlátri. Þess má að lokum geta að þótt Kvikmyndahátíð í Reykjavík ljúki á morgun þá heldur Pusher áfram í sýningarsölum Háskólabíós. -bjb Kim Bodnia vígalegur í hlutverki sínu í Pusher. Myndinni vel tekið Kvikmyndin Pusher var frum- sýnd í Danmörku um síðustu ára- mót og hefur fengið mikil og sterk viðbrögð, yfirleitt mjög jákvæð. Hún er komin i dreifingu um öll Norðurlöndin og var nýlega tekin til sýninga í Bretlandi. Alls staðar hefur henni verið vel tekið, að sögn Kims. Hann segir það ekki undarlegt því myndin sýni á mjög raunsæjan hátt líf fikniefhasala. Engu sé skotið undan, allt sýnt sem þorandi sé að sýna. Líkamlegu ofbeldi hafi þó ver- ið stillt i hóf. „Annars snýst þessi heimur ekki um líkamlegt ofbeldi. Andlegt of- að byggja húsið mitt. En það tókst að plata mig í þetta," segir Kim og bætir við að undirbúningur hafi verið skammur en skemmtilegur. Leikaramir hafi reynt að vera sam- an öllum stundum; talað, borðað og drukkið saman! Alvöru slagsmál „Þaö var ekki erfitt að leika Frank, erfitt er að minnsta kosti ekki rétta orðið. Auðvitað er það skrítið að þurfa að berja einhvem eða láta illum látum með ljótu orð- bragði og slíku. Það gekk ýmislegt á við tökumar. Við gleymdum því að upptökuvélar væru fyrir frarnan okkur, höfðum gaman af leiknum og héldum áfram að leika þótt vél- amar væm ekki í gangi,“ segir Kim. í einu atriðanna í Pusher slæst Frank grimmilega við félaga sinn á bar. Kim segir það alvöru slagsmál nema að hann hafi ekki þurft að lemja kylfu í haus félagans. Hins vegar fékk hann að berja hann með öskubökkum, þeir vom bara gerðir úr þartilgerðum sykri! Þórs DV-mynd S
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.