Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1997, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1997, Blaðsíða 30
helgarviðtalið * 30 helgarviðtalið LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 1997 JL^’V JHV LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 1997 Oddur Ólafsson, læknir í Reykjavík Arni Böðvarsson, cand. mag. og málfarsráðunautur Böövar Böðvarsson, b. á Giljum í Hvolhreppi Sveinn Böðvarsson, b. á Uxahrygg á Rangárvöllum Olafur Oddsson, Ijösmyndari í Reykjavík Oddur Eyjólfsson, hreppstjóri á Sámsstöðum Magnús L. Sveinsson, formaður Verslunarm- félags Reykjavíkur Jóhann M. Maríusson, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar Vigdís Eyleif Eyjólfsdóttir, húsm. i Reykjavík Guðbjörg Þorleifsdóttir, garðyrkjukona í Múlakoti Eyjólfur Þorleifsson smiðurí Múlakoti i Fljótshlíe Þorleifur Eyjólfsson, silfursmiðurí Múlakoti Þuriður Jónsdóttir, húsfr. í Múlakoti Guðrún Einarsdóttir frá Gunnarsholti Guðmundur Franklín Jónsson, kaupsýslumaður í New York Edvard G. Guðnason, verkfræðingur f Reykjavík Valdimar Leifsson dagskrárgerðar- maður Maríus Jóhannsson, verkam. í Reykjavík Jón I. Bjarnason, ritstj. og kaupm. í Revkiavík Jóna Guðmundsdóttir, Húsfr. í Álfadal á Ingjaldssandi Bjarnijvarsson, b. í Álfadal á Ingjaldssandi Elín Jónsdóttir frá Indriðakoti Jóhann Árnason, b. í Ormskoti undir Eyjafjöllum Guðmundur Hallgrímsson, b. í Tungu, Mosvhr. Guörún Friðriksdóttir, húsfr. i Tungu Ivar Einarsson, b. á Kotnúpi jElísabet Bjarnadóttir,- húsfr. á Kotnúpi Arni Stefánsson, b. I Gerðakoti Margrét Eyjólfsdóttir húsfreyja í Gerðakoti Guðni Þ. Guðmundsson, gjaldkeri I Reykjavík 1 Leifur Guðmundsson Guðmundur Guðmundur verslunarmaðurí Guðmundsson, Bjarnason, Reykjavik bakari á ísafirði verslunarm. á ísafirði . Margrét Bjarnadóttir húsfr. í Innri-Lambadal Bjarni Bjarnason, b. í Innri-Lambadal Gylfi Þór Magnússon, forstöðum. SH á Akureyri Sigríður Guðrún Benónýsdóttir, húsm. í Reykjavik Benóný Stefánsson, skipstjóri i Haukadal Stefán Guðmundsson, bóndi í Hólum . Guðrún Bjarnadóttir, húsfr. i Hólum Guðmundur Franklín Jóns- son, verðbréfasali í Wall Street, hefur vakið mikla athygli fyrir afskipti sín af vest- firsku atvinnulífi. Á nokkrum mán- uðum hefur hann ásamt félögum sínum, undir merkjum Rauðsíðu, Rauðfelds og Rauðhamars, lagt undir sig aðalatvinnufyrirtækin í fjórum byggðarlögum á Vestfjörö- um og þeir eru með aðra hönd á því fimmta. Guðmundur Franklín er 34 ára viðskiptafræðingur og löggiltur verðbréfasali í Bandaríkjunum þar sem hann hefur starfað undanfarin 7 ár við alþjóðaviðskipti. Hann er hluthafi og hugmyndafræðingur Rauða hersins svokallaða sem er á góðri leið með að leggja undir sig Vestfirði. Hann annast fjármálaráð- gjöf en á því sviði þekkir hann vel til verka eftir að hafa um árabil stundað verðbréfaviðskipti í Wall Street. Ketill Helgason er fram- kvæmdastjóri fiskvinnslufyrirtækj- anna fjögurra á Þingeyri, Bíldudal, Tálknafirði og í Bolungarvík. Um sölumálin annast Eyþór Haralds- son hjá Norfisk í Reykjavík. Af vestfirskum ættum Hann er raunar af vestfirskum ættum en rætur hans liggja í Ön- undarfirði. Hann segir það hluta skýringarinnar á því hvers vegna hann hafi ákveðið að veðja á vest- firskt atvinnulíf en það ráði þó alls ekki afskiptum sínum. „Ég á auðvitað rætur mínar fyrir vestan og þess vegna hef ég taugar til þessa stórkostlega svæðis. Að- alástæðan fyrir afskiptum mínum er þó viðskiptalegs eðlis, ég tel að þarna sé um að ræða rekstur sem hægt er að hagnast á. Maöur fer ekki út í svona hluti nema til að græða peninga. Þetta snýst því ekki um einhverja ættjarðarást heldur hreinan kapítalisma," segir hann. Nafn uppfinningamanns Guðmundur Franklín þekkir vel til uppruna síns og segist eiga ættir sínar að rekja til Álfadals á Ingjaldss- andi og Traðar í Önundarfirði. Hann segir skemmtilega sögu vera að baki nafni sínu. „Ég er mjög stoltur af vestfirskum uppruna mínum og maður spáir meira í þessa hluti með aldrinum. Millinafn mitt er þannig til komið að Benjamín Franklin, sá frægi amer- íski uppfinninga- og stjórnmálamað- ur, sem fann upp gleraugun, eldinga- varann, ruggustólinn og fleiri góða hluti, var hetja í vestfirsku samfélagi sem og víðar. Hann varð svo elskað- ur vestur á fjörðum að fólk tók að skíra börnin í höfuðið á honum. Þar má því fmna nokkra Franklína og Benjamína sem margir eru þó óskyldir eða lítt skyldir," segir hann. Guðmundur Franklín var á Vest- fjörðum fyrir hálfum mánuði síðast en einnig var hann þar á ferð í sum- ar. Hann segir að sér hafi runnið til rifja að sjá öll þau verðmæti sem lágu ónýtt í tækjum og húseignum farlama frystihúsa. Hann segir sér óskiljanlegt hvers vegna svo illa sé komið í atvinnulífi Vestfirðinga sem raun ber vitni. Með augum markaðs- mannsins séð þá sé sóun að nýta ekki tækifærin sem þarna eru til staðar. Besta fólkið „Ég sé þetta öðrum augum en margir aðrir. Ástæðan fyrir afskipt- um mínum er sú að þarna eru geysi- leg verðmæti og búið að leggja mikla peninga í þetta. Þarna hefur verið at- vinnurekstur frá því elstu menn muna í kringum bestu fiskimið landsins. Fólkið er það besta á ís- landi með sterkustu beinin og er vel hugsandi með góða heila. Mér var al- veg gjörsamlega óskiljanlegt af hverju atvinnureksturinn hefur ekki getað gengið upp á þessum slóðum," segir hann. Hann segir þá félaga hafa fundið leið til að reka fiskvinnslu með hagn- aði. „Málið er það að þarna er komin aðferð til að gera góða hluti í fisk- vinnslu á meðan margir aðrir hafa lagt upp laupana. Það hefur ekkert heyrst nema eymd og volæði frá þessari grein og við erum einfaldlega með þá aðferð sem dugir til að snúa af þessari braut eymdarinnar," segir hann. Guðmundur segir nokkur samspil- andi atriði þurfa að vera í lagi til að vinnslan gangi upp til enda. Sömu lögmál verði að ráða í þeim rekstri og í alls kyns verksmiðjurekstri úti í heimi. „Þetta snýst um „Process ind- ustrie“ eða með öðrum orðum það sem fer inn verður að vinnast þannig að meira fáist fyrir það þegar það kemur út,“ segir hann. Guðmundur Franklín segir að ákveðnir grundvallarþættir verði að vera í lagi. Fiskvinnsla þurfi að lúta sömu lögmálum og önnur verk- smiðjuvinna og hafi menn það hug- fast þá gangi dæmið upp. „Lykilatriðið við þessa vinnslu er að hún fari fram á vísindalegan hátt. Ketill er auövitað búinn að þróa þessa vinnslu í fjögur ár. Þetta er ekkert annað en verksmiðjuvinna eins og öll framleiðsla. Það sem þarf að gera er að fá hráefnið á réttu verði og þá þarf að kaupa mikið magn. ég get nefnt að við erum ekk- ert að hlaupa á milli tegunda. Við höldum okkur einfaldlega við eina tegund. Við þurfum að fá fyrir fram- leiðsluna það verð sem gefur fyrir- tækinu arð. Ef miðjueiningin, verk- smiðjan, er það eina sem eftir er þá á að vera auðvelt að gera fram- leiðsluferlið í henni þannig að hún gefi hagnað," segir hann. Smákóngar Það hefur loðað við fiskvinnslufyr- irtæki á Vestfjörðum að smákóngar hafa stjórnað og raðað um sig hirð launþega sem allir hafa þurft sitt. Oftar en ekki hefur þetta orðið fyrir- tækjunum að falli. Fræg saga er til af frystihúsi einu sem komið var með þrjá ættliði á spenann. Sem dæmi um sóunina fékk einn ættliðurinn sér sjálfvirk brynningartæki í glæsi- legt hesthús sitt. Þetta kostaði sitt en var ekki vandamál því frystihúsinu var gert að greiða reikninginn. Um- rætt fyrirtæki fór síðan á hausinn með brauki og bramli þegar ættlið- irnir og yfirbyggingin sliguðu rekst- urinn. Einföld yfirstjórn Guðmundur Franklín segist ekki þekkja hvernig rekstri hafi verið háttað á Vestfjörðum á hnignunar- Guðmundur Franklín Jónsson, íslenskur verðbréfasali á Wall Street, vill græða á fiskvinnslu á Vestfjörðum: Guðmundur Franklín Jónsson, verðbréfasali í New York, ásamt fjölskyldu sinni á svölum íbúðar þeirra á Manhattan. Eiginkona hans, Ásdís Helga Árnadóttir, heldur á 10 daga gamalii dóttur þeirra, Veroniku, en Árni Franklín, fjögurra ára, er í fangi föður síns. í baksýn má sjá hina frægu Dakotabyggingu þar sem bítill- inn John Lennon var myrtur. DV-mynd Reuter skeiðinu. Hann segir yfirbyggingu reksturs þeirra félaga verða mjög einfalda. Öll þeirra fyrirtæki lúti ein- faldri yfirstjórn. „Við erum með sömu yfirbyggingu og eitt frystihús. Það er einn fram- kvæmdastjóri og einn fjármálastjóri. Síðan verkstjórar á hverjum stað. Þetta er mjög hagkvæmt fyrirkomu- lag. Þá getum við miðlað hráefninu á milli húsa og sérhæft þannig vinnslu hvers og eins,“ segir hann. Hann segir þá hafa fengið fyrir- tækin á spottprís þar sem enginn hafi lengur viljað líta við atvinnu- tækjunum. „Það vildi enginn sjá þennan rekstur og það má líkja þessu við ljóta andarungann. Ég nefni sem dæmi að þegar húsið á Þingeyri var boðið til sölu þá kom enginn til að skoða. Við vorum siðan svo heppnir að eiga hærra boðið af þeim tveimur sem bárust og fengum húsið á finu verði. Á þriðja degi vinnslunnar var Ketill síðan kominn með bullandi framlegð og við fengum fínt verð,“ segir Guðmundur Franklín. Ketilsprenging Hann segist þá hafa spurt sam- herja sína fyrst þetta gengi á Þing- eyri hvort þetta gengi ekki á sama hátt á öðrum stöðum. „Við erum búnir að reka þetta í rúmlega fjóra mánuði og þetta geng- ur mjög vel. Það er auðvitað Katli að þakka sem rekur þetta af miklum dugnaði og útsjónarsemi. Þetta er mikill eldhugi og ekki að ástæðu- lausu að gárungarnir tala um Ketil- sprengingu á Vestfjörðum," segir hann. Fæðing og verðbrefa- hrun er óhætt að segja að maður hafi haft um nóg að hugsa þann daginn, bæði í einkalífinu og vinnunni. Hún lét svo sannarlega vita af sér á skemmti- legan hátt,“ segir hann. Fjölskyldan býr í hringiðu heims- borgarinnar á Manhattan. Þau búa reyndar á heimssögulegum stað við hlið Dakotabyggingarinnar þar sem John Lennon var myrtur á sínum tíma. Hinn frægi Central Park er við hliðina á heimili þeirra. Aðspurður hvort honum hefði safnast auður í starfi sínu i Wall Street vildi hann sem minnst úr málinu gera. „Ég á nóg fyrir salti í grautinn." Oftar en ekki ber glæpi á góma í sömu andrá og New York. Guðmund- ur segir ástand mála hafa gjörbreyst til hins betra frá því þau fluttust þangað fýrir 7 árum. Glæpum fækkar „Það var hér mikið um glæpi þeg- ar við komum hingað fyrst. Þetta hefur gjörbreyst og nú er borgin orð- in til fyrirmyndar á þessu sviði. Ég held að það hafi verið um tvö þúsund morð samanlagt í borginni á ári þeg- ar við fluttum hingað. Nú hafa borg- aryfirvöld náð þeim ár- angri að morð eru nokk- ur hundruð árlega. Manhattan er mjög öruggt hverfi og við höfum aldrei lent í neinu misjöfnu hér,“ segir hann. Hann segir fólk iðulega spyrja sig hvernig sé að ala upp böm í stór- borginni. Svarið sé mjög einfalt því samfélagið sé mjög barnvænt. „Hér er mjög gott að ala upp börn og samfélagið gerir mikið í þvi að búa í haginn fyrir börn. Þannig mið- ar skólakerfið að því að skapa af- slappað andrúmsloft í stað þeirrar spennu sem oft ríkir heima fyrir þar sem foreldrarnir vinna báðir úti og oftar en ekki í störfum sem fela í sér mikla samkeppni. Skólamir, sem em á heimsmælikvarða, gera mikið að því að draga úr samkeppni meðal barnanna til að gefa þeim kost á venjulegu uppeldi. Maður getur ver- ið alveg hundrað prósent ömggur með bömin sín hér,“ segir Guð- mundur Franklín. Hann segir fjölskylduna ekki vera á forum frá Bandaríkjunum á næst- unni. Heimþrána segir hann auðvelt að kveða niður þar sem aðeins sé 5 tíma flug heim til Islands. „Það er ekkert mál að fljúga heim og það liggur við að hægt sé að skreppa til íslands um helgar. Marg- ir kunningjar mínir þurfa að aka í jafnlangan tima milli vinnu og heimilis og þykir ekkert til- tökumál. Við fórum eins oft heim og við getum og erum alltaf heima á stórhátíðum og hluta úr sumr- inu. Okkur líð- ur mjög vel hérna og erum búin að koma okkur vel fyrir og eram ekkert á leið héðan alfarin á næstunni," segir Guð- mundur Franklín Jónsson, verð- bréfasali í Wall Street, sem höndlar jöfnum höndum með gull í Rússlandi og þorsk á íslandi. -rt „Veronika fæddist daginn sem „krassið" á verðbréfamark- aðnum varð. Það Guömundur Franklín er hugmyndafræðingur „Rauöa hersins" á Vestfjöröum sem keypt hefur upp hvert frystihúsiö af ööru fyrir spottprís. Hann er af vestf irskum ættum en segir þaö ekki vera af ættj- arðarást sem hann tekur þátt í fyrirtækjarekstri á íslandi. í því felist einfaldlega hagnaðarvon. DV-mynd Reuter Félagarnir í Rauða hernum ætla að reka vinnsluna á fiski úr Barents- hafi sem þeir kaupa af Rússum. Guð- mundur Franklín segir ekki vera vafa í sínum huga á því að þeir fái nægt hráefni til að vinna úr og nái þannig arði út úr fjárfestingunni. „Það er engin spurning um að við náum að gera þetta með hagnaði. Á næsta fiskveiðiári verða veidd 600 þúsund tonn úr Barentshafinu og andskotinn hafi það að við getum fengið 5 þúsund tonn af því. Síðan eru veidd 150 þúsund tonn úr Eystra- saltinu og það er bara undarlegt ef menn ætla að halda því fram að í þessu sé fólgin einhver áhætta. Við erum að tala um örlitla hlutdeild okkar af þessum afla,“ segir hann. Vestfirðir á Wall Street? Hann segir kollega sína á verð- bréfamarkaðnum vera mjög áhuga- sama um þennan rekstur og þeir spyrji mikið út í þennan rekstur norður undir heimskautsbaug. „Félagamir vilja æstir koma með mér í þetta. Ég kom með mikið af myndum með mér að heiman og þeir hafa geysilegan áhuga á þessu máli,“ segir hann. Aðspurður hvort vestfirsk fisk- vinnslufyrirtæki muni einhvem tím- ann verða viðfangsefni annarra verð- bréfamiðlara á Wall Street sagði hann það alls ekki óhugsandi. „Það er alveg mögulegt einhvern tímann í framtíðinni en eins og er munum við einbeita okkur að því sem við erum að gera. Fyrsta skrefið er að gera þetta að almenningshluta- félagi heima. Síðar kemur í ljós hvort íslensk lög heimila erlenda eignaraðild að íslenskum sjávarút- vegsfyrirtækjum og þá er ekki frá- leitt að erlendir fjárfestar sjái sér hag í því að eignast hlut í vestfirsk- um sjávarútvegsfyrirtækjum," segir hann. Gullnáma í Rússlandi Hann segir starf sitt sem verð- bréfamiðlari á Wall Street vera fjöl- breytt. Þannig hafi hann afskipti af fjölbreytilegum atvinnurekstri í hin- um ýmsu heimshlutum. Þessa dag- ana er hann að huga að gullnámu í Rússlandi á sama tíma og fiskvinnsla á íslandi er áhugamál hans. „Ég er í því að kaupa og selja hlutabréf. Þá er ég í því að hjálpa fyr- irtækjum að útvega sér fjármagn og einnig er ég í því að kaupa og selja fyrirtæki. Þessa dagana eram við að huga að gullnámu í Úralfjöllum í Rússlandi. Þetta er náma sem rann- sóknir sýna að muni gefa yfir 2 millj- ónir únsa af gulli. Þá erum við að vinna verkefni á sviði málma í Oman. Þar er verið að breyta gasi í raforku," segir hann. Eiginkona hans er Ásdís Árnadóttir sem einnig er af vestfirskum ættum, nr Önund- arfirði. Þau hjónin eiga tvö börn. Fjögurra ára dreng, Árna Franklín, og stúlkub- arnið Veroniku sem er að- eins 10 daga. Guðmundur segir að hún hafi valið sér skemmtilegan tíma- punkt til að koma í heiminn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.