Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1997, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1997, Blaðsíða 18
LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 1997 JjV 18 gur í lífi ys? ifr - Reikningasúpa í eftirrétt - Ása Ragnarsdóttir kennari lýsir annasömum degi „Ég vakna við klukkuna á sama tíma og venjulega, klukkan sex þennan fimmtudag. Ég smelli mér í örstutta sturtu því við erum sex í heimili með eitt baðhergi og þvi naumt skammtaður tíminn á vin- sælasta herberginu á svæðinu. Krem og önnur notalegheit látin bíða. Helli upp á kaffi og set brauð, ost og appelsínusafa á borðið. Notalegasta stund dagsins hefst, morgunverður með eiginmannin- um í kyrrð og ró áður en erill dags- ins hefst. Við náum spjalli um at- burði liðinni daga og veljum sam- an tvær bíómyndir sem okkur langar að sjá á kvikmyndahátíð- inni um helgina. Þvi miður er reikningasúpa i eftirrétt í þetta sinn en hún bragðast misjafnlega vel eftir því hve þeir eru háir. Það eru að koma mánaðamót og við verðum að velja hvaða reikningar hafa forgang. Hinir fara aftur í umslagið og bíða næstu mánaða- móta, enda von á örlítilli kaup- hækkun hjá mér. Kennslan og kjörin Klukkan sjö er ég komin upp í Háteigsskóla að undirbúa kennslu. Ég þarf að setja nokkur verkefni á glærur, láta önnm- í fjölritun og semja verkefni fyrir valtíma 10. bekkjar í frönsku. Tveir kennara- nemar hafa verið hjá bekknum í æfingakennslu síðastliðnar þrjár vikur, en eru nú að ljúka sínum síðasta degi. Ég pakka inn tveim litlum kertum sem nemendur og ég viljum færa þeim og vonandi veita kertin þeim birtu og yl á næstunni. Kennsla hefst, en í fyrsta tíma er íslenska, nemendur eru að leggja lokahönd á drauga- sögur sem þeir höfðu samið. í lok Dagurinn var langur hjá Ásu Ragnarsdóttur kennara. tímans lesa þeir sögumar upp fyr- ir bekkinn. Kennaranemarnir koma okkur þægilega á óvart með þvl að bjóða upp á kökur í kveðju- stund í lok timans. Heitt í kolunum Fram að hádegi kenni ég til skiptis dönsku og íslensku. í raun ætti ég að kenna til hálfþrjú en ég þarf að fera á trúnaðarmannafund klukkan eitt á Hótel Sögu þar sem farið er yfir nýgerða kjarasamn- inga. Forfallakennari er þvi kallað- ur inn í staðinn. Ég ákveð að nýta hádegið og fer í Hagkaup í Kringl- unni að kaupa í kvöldmatinn. Þar hitti ég einn fóður úr bekknum sem gjaman vill spjalla um trillu- DV-mynd E.ÓI. ferð sem dóttir hans er að fara í. Sjóferðin er í tengslum við kennslu hjá mér um íslenskan sjávarútveg í samfélagsfræði. Klukkan eitt er ég mætt á trúnað- armannafúnd, þar er heitt í kolum. Margir kennarar eru óánægðir með samningana og telja að lítið hafi náðst fram. Aðrir telja samn-' inginn viðunandi. Karphúsnefndin kynnir samninginn, kosti hans og galla, og heit skoðanaskipti fara fram. Ákveðið er að hraða at- kvæðagreiðslu félagsmanna eins og kostur er. Hitti eina móður á fundinum og segi henni frá því að strákurinn hennar ætli að mæta í aukatíma í dönsku hjá mér á laug- ardag. Matarboð og heima- vinna Ég á pantaða klippingu hjá Jóa og félögum klukkan þrjú, verð auðvitað of sein en mér er fyrir- gefið. Simbi klippir hár mitt af sinni alkunnu fagmennsku og bætir við strípum, hann er skemmtilegur félagi og ég skemmti mér alltaf konunglega í hvert sinn. Er komin heim klukk- an fimm, fer yfir nokkur fallorða- hefti og hringi tvö foreldraviðtöl. Um sexleytið hjálpumst við hjón- in að við að elda góðan fiskrétt en við eigum von á fóður mínum og móðursystur i mat. Matarboðið er hressilegt og við keyrum gestina heim um klukkan níu. Þá tekur við undirbúningur undir kennslu, ég þarf að fara yfir könnun í dönsku, sem ég ætla að leggja fyrir á morgun, semja verk- efni í íslensku, fara yfir fjallháan bunka af stilabókum og hlusta á nokkrar spólur með Kim Larsen í sambandi við dönskuverkefni. Um miðnætti sest ég niður með manni minum og við fáum okkur kaffi. Það er gott að spjalla saman um allt annað en kennslu. Við dettum inn í lokin á mynd hjá Stöð 2 en sængin heillar og loks tekur Óli lokbrá völdin." Finnur þú fimm breytingar? 436 „Þú getur þó a.m.k. ekki skammaö mig fyrir að hafa gleymt að taka bílinn úr bakkgír að þessu sinni." Vinningshafar fyrir getraun nr. 434 eru: Myndimar tvær virðast viö fyrstu sýn eins en þe'gar betur er að gáð kem- ur í ljós að á myndinni til hægri hefur fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja við þau með krossi á myndinni til hægri og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Aö tveimur vikum liðnum birtum við nöfn sigurvegar- anna. 1. verðlaun: Hitachi-útvarpsverkjari frá Sjón- varpsmiðstöðinni, Síðumúla 2, að verðmæti kr. 3.490,- 2. verðlaun: Tvær Úrvalsbækur að verðmæti kr. 1570, Sekur eftir Scott Turow og Kóli- brísúpan eftir David Parry og Patrick Withrow. Vinningamir verða sendir heim. Nafn: Heimili: 1. verðlaun: Lára Baldursdóttir, Hrísmóum 1. 210 Garðabæ. 2. verðlaun: Heiða Sigþórsdóttir, Prestsbakka 13, 109 Reykjavík. Merkið umslagið með lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 436 c/o DV, pósthólf 5380 125 Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.