Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1997, Blaðsíða 54
LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 1997 JLlV
Howard Stem er vinsælasti maður-
inn í bandarísku útvarpi í dag. Spjall-
þáttur hans er sá vinsælasti í Banda-
ríkjunum og hlustendahópur hans er
yfir 18 milljónir. Hann er einnig með
vinsælan sjónvarpsþátt, hefur skrifað
varpsstöðvum og sjá hvernig einkalíf
hans og stíll hans sem útvarpsmaður
þróast í gegnum árin. Áhorfandinn
fær að sjá hvernig Howard Stern
breytti einkalífi sinu í sápuóperu,
reifst hatrammlega við yfirmann sinn
Howard Stern á fullu í útvarpsþætti sínum.
tvær metsölubækur og er núna einnig
farinn að láta til sín taka í kvikmynd-
um því hann leikur sjálfan sig í kvik-
myndinni Private Parts. Hann er
þekktur og jafnvel alræmdur fyrir að
láta allt flakka í þáttunum sinum og
hneykslar marga en m.a.s. þeir sem
hafa megnustu skömm á honum halda
áfram að hlusta til að heyra hvað hon-
um dettur í hug að segja næst.
Lúði verður að stjörnu
Kvikmyndin er byggð á sjálfsævi-
sögu Howards Stern. Hún rekur ævi-
feril hans og lýsir því hvernig hann
umbreytist úr aumkunarverðum og
fyrirlitnum lúða í aumkunarverða og
fyrirlitna ameríska stórstjörnu.
Áhorfandinn fær að fylgjast með
Howard Stern koma við á fimm út-
og sagði og gerði hluti sem engum
öðrum hefði dottið í hug, allt saman í
beinni útsendingu.
En Howard Stern er einnig giftur
maður og þriggja barna faðir. Hlust-
endur hans þekkja svolítið til konu
hans, Alison Stern, því að hún á það
til að hringja í hann öðru hvoru með-
an hann er i útsendingu. Howard
Stem telur það sjálfur kraftaverki lík-
ast að hún hafi orðið ástfangin af hon-
um, gifst honum og síðan umborið
hann öll þessi ár. Það er því einnig lít-
il ástarsaga í myndinni. Einn af út-
varpsfjölskyldu Howards Stern,
Jackie Martling, fer fógrum orðum
um samband þeirra og segir að mað-
urinn, sem engin stelpa leit við þegar
hann var í skóla, sé núna umsetinn af
konum og geti ekkert gert því hann er
trúr og tryggur eiginmaður.
UPPÁHALDSMYNDBANDIÐ MITT
Ágústa Johnson framkvæmdastjóri:
Hrifin af rómaatkku léttmeti
„Sú mynd sem kemur
i hugann er myndin
the Wind. Mér fannst
stórglæsileg saga og
mynd. Mér
finnst
tímabil
ið sem
hún
gerist
á
lika
JjfKJI
Ég er hrifin af mörg-
myndum en mér
þessi alveg einstaklega
Hún er klassísk og í
eru mjög góðir leikarar.
Síðan hef ég líka haldið svolítið
upp á myndina When Harry Met
Sally þannig að það má segja að ég
sé hrifin af rómantísku léttmeti.
Annars tek ég mjög sjaldan
vídeómyndir og kemst því mið-
ur sjaldan í bíó. Ég reyni þó að
fara í bió ef það er verið að
sýna eitthvað sem mér Ðnnst
sérstaklega spennandi.
Ég verð nú að viðurkenna að
ég er hrifnari af bandarískum
myndum en evrópskum. Ég
eyði mjög takmörkuðum tíma
fyrir framan sjónvarpið en
þegar ég sest niður vil ég
frekar slappa af við eitt-
hvert léttmeti. Mér finn-
ast þessar evrópsku
myndir vera þyngri.
En ef það kemur
einhver sér-
staklega góð
evrópsk
mynd fer
ég þó
stund-
um í
bíó.
-glm
Metsöluhöfundur og
kvikmyndastjarna '
Howard Stern er fyrst og fremst út-
varpsstjarna og ætlaði sér aldrei
að stunda ritstörf. En þegar
honum var boðin glás af
peningum fyrir að skrifa
bók settist hann niður og
skrifaði sjálfsævisögu
sína, Private Parts.
Bókin fór á toppinn á
metsölulistum og
seldist hraðar en
nokkur sjáifsævisaga
hafði áður gert. í ljósi
þessara vinsælda fór
Hollywood að banka á
dymar og Howard Stern
var tvístígandi. Reyndar
hafði hann alltaf langað
til að gera kvikmynd en
á hinn bóginn gat hann
ómögulega séð fyrir sér
hvemig bókin hans gat orðið að
kvikmynd. Hann hafnaði hverju
handritinu á fætur öðru
þar til framleiðandinn
Ivan Reitman hóf
afskipti af
málinu.
Hann
fékk handritshöfundinn Len Blum til
að skrifa handrit sem legði áherslu á
raunverulegt líf Howards Stem frem-
ur en að búa til einhvers konar kjána-
lega
gerviveröld eins og hin handritin
höfðu gert og Howard Stem var loks-
ins ánægður. Blum var reyndar treg-
ur til starfans í upphafi en eftir að
hafa setið í upptökusalnum meðan út-
varpsþáttur Howards Stern var í
gangi áttaði hann sig á því að hann
hafði ekki hlegið jafnmikið i langan
tima.
Howard Stern viðurkennir fús-
lega að hann viti nákvæmlega ekki
neitt um leikræna tjáningu og í
upphafi töldu sumir að Howard
Stem ætti ekki að leika sjálfan
sig í myndinni. En það var
aldrei nein spurning fyrir hann
sjálfan og hann segir sem svo
að aðdáendur hans hefðu aldrei
samþykkt neinn annan í hlut-
verkið. Reyndar leikur allt
stuðningsfólkið hans í út-
varpsþáttunum sjálft sig í
myndinni en það eru Robin
Quivers, Fred Norris, Jackie
Martling og Gary Dell’Abate
(öðru nafni Baba Booey).
Richard Portnow og
Kelly Bishop leika for-
eldra hans og Mary
McCormack leik-
ur Alison
Stern.
-PJ
» • • •
Big Night
Persuasion
Bulletproof
Big Night er ein af þessum litlu
kvikmyndum sem óvænt slá í gegn.
Big Night
var gælu-
verkefni
leikaranna
Stanleys
Tucci og
Campells
Scotts og
fengu þeir
vini og
kunningja til
að taka þátt í
þessu með
sér. Myndin sló i gegn og fékk af-
bragðs dóma enda er um sérlega
skemmtilega mynd að ræða.
í myndinni er sagt frá tveimur
bræðrum af ítölskum uppmna sem
reka veitingastað í stórborg í Banda-
ríkjunum. Reksturinn gengur ekk-
ert allt of vel, enda er annar bróðir-
inn með fullkomnunaráráttu þegar
ítalskur matur er annars vegar en
það vill nú svo til að Kaninn vill
ítalska matinn upp á ameríska mát-
ann eins og nágranni þeirra býður á
sínum veitingastað. Til að breyta
þessu ákveða bræðurnir að halda
stórveislu og bjóða þekktum íjöl-
miðlamanni að sitja til borðs og fá
þannig umfjöllun. Seinni hluti
myndarinnar fjallar um þessa veislu
sem í einu orði sagt er stórkostleg.
Með hlutverk bræðranna fara
Stanley Tucci og Tony Shalhoub.
Aðrir leikarar era Isabella Rossell-
ini, Minnie Driver, Ian Holm og
Campbell Scott.
Sam-myndbönd gefa út Big Night
og er hún leyfð öllum aldurshóp-
um. Útgáfudagur er 12. nóvember.
Persuasion eða Fortölur og full-
vissa er ein vinsælasta skáldsaga
hinnar vin-
sælu ensku
skáldkonu,
Jane Austin,
en sögur
hennar, Sen-
se and Sensi-
bility, Emma
og Pride and
Prejudice
hafa allar
verið kvik-
myndaðar
nýlega. f myndinni segir frá ástum
og örlögmn pilta og stúlkna á nítj-
ándu öld.
Kafteinn Wentworth hittir aftur
hina glæsilegu Anne Elliott átta
árum eftir að hún hafði orðið að
hafna bónorði hans. Nú er hins
vegar engin ástæða lengur til að
efast um hug Anne til kafteinsins
en um hug hans til hennar ríkir
meiri óvissa. Inn í þessa flóknu og
viðkvæmu atburðarás fléttast ann-
ar heldri maður og skyndilega
þarf Anne að horfast í augu við
sjálfa sig og hvað það er sem hún
vill.
Það er BBC sem gerir þessa
mynd og leikstjóri er Roger
Michell. í aðalhlutverkum eru
Amanda Root, Ciaran Hinds og
Samuel West.
Sam-myndbönd gefa Persuasion
út og er hún leyfð öllum aldurs-
hópum. Útgáfudagur er 13. nóv-
ember.
Tveir vinsælir gamanleikarar,
sem mestmegnis geta þakkað vin-
sældir sínar
sjónvarps-
þáttum sem
þeir hafa
slegið í gegn
í, Damon
Wayans og
Adam
Sandler,
leika aðal-
hlutverkin í
Bulletproof,
gamansamri
spennumynd
sem lenda hvor sínum megin við
lögin.
Archie Moses og Rock Keats
voru miklir mátar. Nú, þegar ann-
ar þeirra er orðinn lögga og hinn
er smákrimmi, telja þeir hvor ann-
an svikara. Þetta leiðir til þess að
þeir þola ekki hvor annan og láta
hrakyrðin dynja á víxl hvenær
sem færi gefst. Það er samt stutt í
vinskapinn og þeir eiga einn sam-
eiginlegan óvin, eiturlyfjakónginn
Colton (James Caan) sem þeir
þurfa sameinast gegn því Colton
vill þá báða undir græna torfu og
sendir morðingja út af örkinni til
að koma þeim fyrir kattarnef.
ClC-myndbönd gefa Bulletproof út
og er hún bönnuð börnum innan
16 ára. Útgáfudagur er 11. nóv-
ember.
um tvo æskuvini