Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1997, Blaðsíða 8
8
LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 1997 ljV
sæjkerinn____________________________________________
Skúli Gautason leikari sendir uppskrift úr Eyjum:
Skúlasúpan er kynblendingur
„Sá réttur sem mig langar að
draga upp hér er kynblendingur af
íslenskri kjötsúpu og couscous frá
Marokkó. Lögunin á að vera stór. í
fyrsta lagi er miklu skemmtilegra
að hræra í stórum pottum en litl-
um; í öðru lagi má frysta leifamar
og í þriðja lagi er það einhvem veg-
inn þannig að sé þessi súpa elduð
fyllist alltaf allt af gestum einmitt
um matmálstímann og þá verður að
vera nóg handa öllum,“ segir Skúli
Gautason leikari sem býður upp á
Skúlasúpu. Hana vUl hann elda í
síðasta lagi kvöldið áður en von er
á gestum.
Hráefni
2 lítrar vatn
700 g súpukjöt af lambi
2 rófur
4 gulrætur
1 rauð paprika
3 laukar
V2 hvítlaukur
2 tsk. kúmen
2 tsk. svartur pipar
1 tsk. cayenne eða harissapipar
1 dós tómatmauk
2 dósir tómatar
4 tsk. salt
2 dl kjúklingabaunir (fyrir bleyti)
hunangsklipa
stærð við eldspýtustokka og þeir
látnir vaða í pottinn. Það má hafa
kartöflur út i líka en ekki hrisgrjón
eða kál.
Verður grautarlegri
„Mér finnst betra að láta súpuna
malla í loklausum potti. Hún verður
grautarlegri þannig en þetta er
smekksatriði. Bæta þarf þó vatni á
svo ekki brenni við í botninum," seg-
ir Skúli spekingslega.
Rauðri papriku er bætt út í g
í lok matseldarinnar, svona *
klukkutíma fyrir kvöldmat. Síð
an þarf
að
couscous
Aðferð
Stærsti potturinn er tekinn fram
og í hann sett vatn og kjöt. Suðunni
er hleypt upp, potturinn tekinn af
hlóðum, blóðtrefjafroðan er veidd
ofan af henni og hent. Þá fer pottur-
inn aftur yfir hægan eld og við bæt-
ast gulrætur, gróft saxaður laukur
og hvítlaukur, salt, pipar og kúmen.
Á meðan súpan mallar eru kjúkl-
ingabaunir lagðar í bleyti
(best er að eiga þær fryst-
ar í hæfilegum skömmt-
rnn. Þannig verða þær
meyrari, bragðbetri og
þurfa mun skemmri i
suðu en ella). Þá er f
slökkt undir pottinum en
hann látinn, standa áfram
á hellunni yfir nótt.
Næsta morgun er suð-
unni hleypt aftur
upp, baununum,
tómatmaukinu
tómötunum bætt út
og látið krauma.
Suðan á að vera
löng og hæg.
Gulrófurnar
í^eninua ^á »Súpan á aö vera þaö sterk aö svitinn perli á ennum njótendanna,
son leikari.
og
buin
smakka súpuna örlítið til. Ef keim-
urinn er rammur (sem stafar af
tómatmaukinu) má breiða yfir hann
með klípu af hunangi. Súpan á að
vera það sterk að svitinn perli á enn-
um njótenda en ekki það sterk að
hún brenni burt alla bragðlauka. Ef
hún fer yfir mörkin má hafa jógúrt
eða súrmjólk tiltæka. Ekkert þýðir
að drekka vatn. Rétt áður en súpan
er borin fram er couscous soðinn.
Best er að gufusjóða hann en svindla
má sér í gegnum það með því að
sjóða smáræði (2-3 dl) af léttsöltuðu
vatni og hella dálitlum couscous út
í og hræra rólega með gaffii.
Hann á að drekka í sig allt salt-
vatnið og síðan á hann að geta
drukkið í sig súpuna. Hann má
því ekki vera gegnsósa af vatni
eða mauksoðinn. Hann er til-
búinn á 2 mínútum. Best er
að prófa sig áfram, gera
tilraunir með lítið vatn.
„Couscousnum er mokað á
diska og súpunni ausið yfir
þetta borðað af áfergju
enda lyktin langvinna
að æra sultinn
upp í heimilisfólk-
inu,“ segir Skúli
Gautason sæl-
keri
segir Skúli Gauta- sv
DV-mynd Ómar
matgæðingur vikunnar
k --—--------------
Steikt
Indverskt kjúklingakarrí fyrir 8-10 manns:
hrísgrjón Hæfilega sterkur réttur
íslendingar borða sifellt
íslendingar borða sífellt
meira af hrísgrjónum.
Bæöi eru þau notuð sem
- segir Harpa Jósefsdóttir Amin
I
meðlæti en ekki síður sem
meginuppistaða í ýmiss
konar réttum. Hér kemur
uppskrift að einum slík-
um, kínverskættuð.
3 msk. olía
3 saxaðir vorlaukar
125 g niðurskornir sveppir
3 pískuð egg
50 g soðin skinka
50 g rækjur
175 g soðin hrísgrjón
j 1 msk. sojasósa
, 50 g frosnar grænar baun-
! ir
Aðferð
Hitið olíuna á wok-
pönnu eða steikarpönnu.
Setjið vorlaukinn og
sveppina á pönnuna og
steikið í hálfa mínútu.
ÍBætið eggjunum út í og
hrærið og pískið þau á
lágum hita. Setjið þetta á
heitan disk og geymið. Af-
j gangurinn af hráefninu
fer nú út á pönnuna og
snöggsteikist í tvær mín.
j Setjiö eggjahræruna aftur
| á pönnuna og eldiö í eina
mínútu. Setjið á heitan
disk og beriö fram strax.
-sv
„Ég er gift Indverja og við erum
mjög oft með indverska rétti. Við
veljum þá frekar ef við erum
með veislu þvi þetta er auðvelt
að elda fyrir marga," segir
Harpa Jósefsdóttir Amin, mat-
gæðingur dagsins. Hún segir
þennan rétt vera hæfilega sterk-
an fyrir íslendinga. í honum er
þetta:
2 kjúklingar (eða unghænur)
2 stórir laukar
6-8 kartöflur
hálfdós niðursoðnir tómatar
hálfdós gulrætur og grænar
baunir
2 hvitlauksrif
biti af engiferrót
2 stönglar heill kanill
10 stk. negulnaglar
3 tsk. karrí
1 tsk. turmeric
1 tsk. koriander
10 piparkorn
1 msk. kókosmjöl
salt eftir smekk
matarolía
2 dl vatn a.m.k.
Aðferð
Kjúklingarnir eru hlutaðir sundur í
hæfilega stóra bita. Laukamir saxaðir
smátt og steiktir í olíunni. Allt krydd-
ið sett út í laukinn og látið krauma.
Hvítlauksrifiö kramið og sett út í
ásamt saxaðri engiferrót. Tómötunum
bætt í næst. Þá eru kartöflurnar
flysjaðar, skornar í litla bita og settar
út í. Kjúklingabitarnir eru settir út í
næst (best að taka húðina af áður). Það
er líka hægt að sjóða kjúklinginn áður
og hafa hann tilbúinn. Vatni bætt út í.
Grænmetinu er bætt í síðast þegar
rétturinn er að verða tilbúinn.
Réttinn er best að bera fram með
Bashmati-hrísgrjónum og popadums
(þunnar, steiktar indverskar kökur).
Harpa skorar á sámstarfskonu
sína, Hugrúnu Hlín Ingólfsdóttur, að
vera matgæðingur næstu viku. -sv
Harpa Josefsdottir Amin segir aö rauöi piparinn megi gjarna vera meö.
DV-mynd Pjetur
Spaghetti a la
Carbonara
i
Matreiðsla að ítölskum hætti
hefur átt upp á pallborðiö hjá ís-
lendingum síðustu misserin og því
er ekki úr vegi að bjóða upp á
; spagettírétt að hætti þessarar
pasta- og pitsuþjóðar.
Hráefni
j 350 g spagettí
salt og pipar
175 g beikonbitar
| 3 egg
3 msk. rjómi
40 g rifinn parmesanostur
40 g smjör
Setjið spagettíið í saltað sjóðandi
!vatn og sjóðið þar til þaö er nánast
fullsoðið (al dente). Sigtið vel. Á
meðan verið er að sjóða spagettíið
| er gott að steikja beikonið í eigin
fitu þar til það er oröið stökkt.
Þeytið eggin með rjómanum,
ostinum, örlitlu salti og miklu af
pipar. Bræðið smjörið á stórri
pönnu, setjið eggjablönduna út á
og látið malla þar til það fer að
þykkna. Bætið þá spagettíinu og
beikoninu út í, blandið vel saman
og berið fram strax. Rétturinn er
Ífyrir fjóra.
Risotto a la
Paesana
Fyrst farið er að bjóöa upp á
einn ítalskan rétt er nánast nauð-
synlegt aö hafa þá tvo. Hér kemur
uppskrift að Risotto a la Pasena,
að hætti sveitamannsins (Country-
; Style Risotto).
Hráefni
3 msk. ólifuolía
1 saxaður laukur
2 þunnt skomir sellerístilkar
125 g þunnt skorinn kúrbítur
I 125 g grænar baunir
350 g fljótsoðin ítölsk hrísgrjón
U.þ.b. 1,2 1 kjúklingakraftur
í 25 g smjör
125 g soðin skinka, skorin í strimla
; 25-50 g rifinn parmesanostur
salt og pipar
Aðferð
Hitið olíuna á djúpri steik-
arpönnu, setjið laukinn og sellerí-
: ið út á og steikið við vægan hita í
um þrjár mínútur. Hrærið kúr-
bítnum og grænu baununum út í,
setjið lok á pönnuna og sjóðið í um
fimm mínútur. Bætið hrísgrjónun-
um út í og látið malla i um eina
mínútu, þar til þau eru orðin hálf-
glær. Hellið þá kjötkraftinum út á
Íí smáum skömmtum. Látið hvern
skammt sjóða upp (gufa upp) áður
en nýjum er hellt út á. Eldið í um
tíu mínútur eða allt þar til ykkur
Isýnist hrísgrjónin vera glansandi
og tilbúin. Hrærið smjörinu, skin-
kunni og ostinum saman við.
Smakkiö til með salti og pipar.
Færið réttinn upp á heitan disk
og berið fram strax. Gjarna má
; strá parmesanosti yfir. -sv