Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1997, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1997, Blaðsíða 20
LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 1997 TIV ★ 2« fréttaljós Stjórn Pósts og sfma hf. hélt fund f gær um málefni liöinna daga. Kærur til Samkeppnisstofnunar 1997 Ólokln mál Samkeppnisstaöa vegna breiöbandsins =i Gjaldskrárhækkanir Tilboö Pósts og síma hf. á farsímum til félaga FÍB = —September ==5 Kvörtun Alnets yfir synjun um aögang aö gagnagrunni Pósts og ==i slma hf. ^Maí ==! Internetþjónusta Pósts og síma :—i M 1996 I Febrúar ' Erindi Póstdreifingar ehf. um meinta misnotkun Póst- og símamála- stofnunar á markaösráðandi stööu sinni .Janúar 'Erindi Nýherja hf. og Öryggisþjónustunnar hf. um notkun Securifon- búnaöar á símstöövum Pósts og slma g§ 1995 c==i /Ágúst “ Erindi Póstdreifingar hf. um fjárhagslegan aöskilnaö tiltekinna þátta I starfsemi Pósts og sfma Es , Kvörtun vegna mismunar Póst- og símamálastofnunar viö innritun [=! \ blaða og tímarita i=i Apríl i—i Erindi Samtaka seljenda fjarskiptabúnaöar og fleiri aöila vegna reglugeröar um Póst- og símamálastofnun || 1994 m ^Apríl Radíómiöun kærir meinta misnotkun Póst- og símamálastofnunar j=j á einkaleyfisstööu stofnunarinnar Síbrotamenn hafa löngum verið kallaðir góðkunningjar lögreglunn- ar þegar fjallað er um afrek þeirra í fjölmiðlum. Að sama skapi mætti kalla Póst og síma hf. (áður Póst- og símamálastofnun) góðkunningja samkeppnisyfirvalda þegar litið er yfir feril fyrirtækisins í ársskýrsl- um Samkeppnisstofnunar. Á þeim þremur árum sem Sam- keppnisstofhun hefur starfað hefur samkeppnisráð ákvarðað sjö sinn- um vegna brota P&S á samkeppnis- lögum og þrisvar sinnum að auki sent frá sér álit þar sem fyrirtækinu er bent á mál sem betur megi fara, þó svo að ekki sé um bein brot á lög- um að ræða. Þrjú mál eru enn í at- hugun hjá stofhuninni sem þýðir að fimm kærur hafa borist vegna meintra brota P&S á samkeppnis- lögum á þessu ári. Harður brotavilji Lúðvík Bergvinsson, alþingismað- ur jafnaðarmanna, sagði í ræðu sinni í utandagskrárumræðum á þingi fyrr í vikunni að Samkeppnisstofnun hefði nánast verið með P&S í fóstri síðan hún tók til starfa, svo oft hefði veriö fjallað um brot fyrirtækisins á samkeppnislögum. „Þetta hefði verið orðað í refsirétti þannig að þar væri einbeittur og harður brotavilji," sagði Lúðvík. Guðmundur Sigurðsson, forstöðu- maður samkeppnissviðs hjá Sam- keppnisstofnun, staðfestir að Póstm- og sími sé það fyrirtæki sem hvað oftast hafi verið kvartað yfir eða kært til samkeppnisyfirvalda. Guð- mundur segir reynsluna reyndar vera svipaða í öðrum löndum, svo sem annars staðar á Norðurlöndum og í Evrópu. Þar hefðu símafyrirtæk- in verið einokunarfyrirtæki og það virtist sem þau ættu erfitt meö að fóta sig í samkeppnisumhverfi. Innlent fréttaljós Sólveig Ólafsdóttir Misnotkun aðstöðu Framkvæmdastjóm Pósts og síma hf. hefur undanfama viku mátt sæta harðri gagnrýni fyrir að neita að gefa upp forsendur fyrir gjaldskrám og aörar upplýsingar sem eðlilegt getm- talist að símnot- endur fái og er því borið við að um atvinnuleyndarmál sé að ræða. Sé litið yfir „afbrotaferiT fyrirtækis- ins í ársskýrslum Samkeppnis- stofnunar kemur glögglega í ljós að stjómendur beita þessu fyrir sig aftur og aftur þegar krafist er rökstuðnings fyrir meinta mis- - fjölbreyttur afbrotaferill notkun þess í skjóli einokunarað- stöðu. Niðurgreiðsla reksturs Fyrsta kæra samkeppnisráðs vegna Pósts og síma barst Sam- keppnisstofnun í apríl árið 1994. Radiomiðun hf. leitaði til stofnunar- innar vegna meintrar misnotkunar P&S á einkaleyfisstöðu sinni. í greinargerð fyrirtækisins er því haldið fram að P&S niðurgreiöi rekstur söludeilda fyrirtækisins, sem eiga í samkeppni, með öðmm rekstrareiningum stofnunarinnar sem njóta vemdar einkaleyfis. í þessari fyrstu ákvörðun sam- keppnisráðs er Póst- og símamála- stofhun gert að hætta slíkri niður- greiðslu til að bæta samkeppnisað- stöðu sína og mælir ráðið með því, með vísan til samkeppnislaga, að stofnunin aðskilji þann rekstur sem lýtur að viðskiptum á frjálsum markaði og þess sem nýtur einka- leyfisvemdar. Þessar ábendingar em margend- urteknar í flestum þeim málum sem Samkeppnisstofnun fær síðar til at- hugunar. Árið 1995 bámst þrjú erindi til Samkeppnisstofnunar. Seljendur fjarskiptabúnaðar og fleiri aðilar kröfðust þess að samkeppnisráð tæki afstöðu til nýrrar reglugerðar um aðskilnað einkaréttarstarfsemi og samkeppnisstarfsemi. Þeir vildu að lögin yröu ótvíræð um algeran fjárhagslegan aðskilnað þessara tveggja sviða fyrirtækisins. Ráðið tekur undir þessa kröfú í áliti sínu og hvetur til þess aö formbreyting- um fyrirtæksins verði hraðað sem mest. í ágúst bárast svo kvartanir frá Póstdreifingu hf. og Sjónvarpshand- bókinni þar sem P&S er sakaður um að, niöurgreiða þjónustu sína og synja keppinautum um sérstök kjör varðandi burðargjald og neita að gefa upp ástæðu fyrir því. Sam- keppnisráð tekur þama einnig und- ir málarekstur keppinautanna og skilar jafnframt sérstöku áliti þar sem þess er farið á leit við ráðherra að skerpt verði á samkeppnislögum þar aö lútandi. Póstdreifing ítrekaöi svo kvörtun sína yfir meintri misnotkun P&S á markaðsráðandi stöðu sinni í janú- ar 1996. Það er mat samkeppnisráðs að þar hafi P&S reynt að útiloka keppinaut stofnunarinnar í póst- dreifingu með samkeppnishindr- andi athöfiium. Strax í febrúar kom önnur kæra inn á borð Samkeppnisstofnunar þar sem Nýherji og Öryggisþjónust- an hf. kvarta yfir því að P&S heim- ili aðeins öryggisfyrirtækinu Secur- itas að hafa búnað til línuvöktunar inni á símstöðvum sínum í tengsl- um við neyðarhnappa Trygginga- stofnunar. Afstaða Samkeppnis- stofnunar er skýr. Þar segir að P&S brjóti samkeppnislög með mismun- un fyrirtækja á sviöi öryggisþjón- ustu og hindri samkeppni. Fimm kærur á þessu ári Á þessu ári hefur kærum rignt yfir Samkeppnisstofnun vegna hins nýja hlutafélags Pósts og síma hf. í maí síð- astliðnum er fyrirtækið enn og aftur snuprað fyrir að brjóta samkeppnislög með því að niðurgreiða kostnað við starfsemi í virkri samkeppni. Inter- netfyrirtæki kærðu P&S fyrir að nið- I urgreiða símakostnað internetnot- ( enda í áskrift hjá þeim hvar á landinu sem þeir búa meðan keppinautamir neyddust til að greiða fyrir langlínu- samtöl. Þá úrskurðaði samkeppnisráð í september að P&S sé gert að veita keppinautum sínum aðgang að gag- nagrunni símaskrár. Fyrirtækið haföi áður synjað Alneti hf. um aðgang að símaskránni á tölvutæku formi. Að auki er Samkeppnisstofnun enn ( að meta það hvort breiðbandsþjónusta ( P&S sé með öllu aðskilin einkaréttar- þjónustu fyrirtækisins, hvort tilboð fyrirtækisins á farsímum til FÍB-fé- laga brjóti í bága við samkeppnislög og síðast en ekki síst hvort nýjar gjaldskrárhækkanir séu settar fram í krafti einokunar þar sem hags neyt- enda sé í engu gætt. Þetta langa syndaregistur Pósts og síma sýnir nauðsyn þess að veita fyr- irtækinu aðhald. Pétur Reimarsson, ( stjómarformaður fyrirtækisins, lýsti i því yfir í gær að stjómendur litu al- ' varlegum augum endalausar athuga- semdir samkeppnisyfirvalda og að allt yrði reynt tU að gera P&S aö nútíma- legu fyrirtæki sem stæðist samkeppni á hinum frjálsa markaði. Framtíðin verður hins vegar að leiða í ljós hvort fyrirtækinu tekst að hrista af sér slyðruorðið og síðast en ekki síst að ávinna sér traust viðskiptavina sinna ( sem því miður brast í síðustu viku með gamaldags stjómunaraðferðum í krafti einokunarinnar. ‘ Guömundur Björnsson, forstjóri Pósts og sfma hf., og Pétur Reimarsson, stjórnarformaöur fyrirtækisins, koma af fundi forsætisráöherra í síöustu viku. Stjórnin samþykkti í gær gjaldskrórtillögur ráöherrans. DV-mynd PÖK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.