Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1997, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1997, Blaðsíða 6
LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 1997 s útlönd Danir áhyggjufuilir Yfir þriðjungur Dana lítur á flóttamenn og innflytjendur sem þjóðfélagslegt vandamál. Hafa áhyggjur Dana vegna þessa aukist um helming frá því fyrir ári. Ekkja í forystu Sonja Gandhi, ekkja Rajivs Gandhis, fyrrver- andi forsætisráð- herra Indlands, hefur samþykkt að taka að sér forystu indverska Kon- gressflokksins til að koma honum til valda ef samsteypustjóm landsins hrökklast frá völdum. Eftiriýstur Einn af hryðjuverkamönnun- um sem myrtu tugi erlendra ferðamanna við Luxor í Egypta- landi á mánudaginn haföi verið eftirlýstur af lögreglunni í mörg ár. Prestsdóttir handtekin Dóttir ungverska prestsins í Belgíu, sem sakaður hefur ver- ið um morð á sex fjölskyldu- meðlimum, hefur verið hand- tekin vegna gruns um aðild að morði. Stríðsglæpamaður Rannsókn er nú hafin í Lit- háen vegna meintrar aðildar fyrrverandi yfirmanns öryggis- lögreglu, sem nú er 89 ára, að flutningi á gyðingum til Þjóð- verja. Eyra í pósti Mannræningjar á Sardiníu hafa sent fjölskyldu kaupsýslu- manns, sem þeir rændu í júní, bita af eyra hans ásamt kröfú um lausnargjald. Bann við mútum Aðildarríki OECD náðu sam- komulagi í gær um bann við mútugreiðslum fyrirtækja til embættismanna í öðrum lönd- um. Pabbi á ný Poppstjaman Michael Jackson á von á öðru bami sínu með eiginkonunni, Debbie Rowe. Jackson segir frá þessu í viðtali við tímaritið Life. Rekinn úr flokknum Breski þingmaðurinn Temp- le-Morris yfirgaf Ihaldsflokkinn eftir að Hague flokksleiðtogi rak hann úr þingflokknum. Temple-Morris hafði áður til- kynnt að hann kynni að ganga í Verkamannaflokkinn. Reuter Stórsamningur við Sterling Sterling Airways, hið gamla flug- félag danska ferðaprestsins sem rak ferðaskrifstofuna Tjæreborg, hefur gert risasamnig við bresku ferða- skrifstofuna Thomson um að flytja norræna ferðamenn til og frá ferða- mannastöðum 1 Grikklandi, á Spáni og í Tyrklandi. Thomson-ferðaskrifstofan hefur verið að hasla sér völl á Norður- löndunum og er samningur hennar við Sterling um að flytja alls um 90 þúsund farþega á hennar vegum á næsta ári. Samningsupphæðin er ríflega milljarður íslenskra króna. Sterling-flugfélagið átti í miklum erfiðleikum fyrir um fjórum árum og var þá í raun gjaldþrota en var endurfjármagnað af nokkrum nor- rænum stórfyrirtækjum, þeirra á meðal norska útgerðarfélaginu Fred Olsen Line. Um þessar mundir er verið að endumýja flugvélar Sterling og fær félagið í vor tvær glænýjar Boeing 737 flugvélar en einmitt þær eru sér- staklega ætlaðar til að flytja við- skiptavini Thomson-ferðaskrifstof- unnar. Sérstök ákvæði eru í samn- ingnum um sektargreiðslur frá Sterling ef seinkanir verða á flugi. Albright um afstöðuna til viðskiptabanns á írak: Rússar hafa ekki áhrif á okkur Madeleine Albright, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, lagði á það áherslu í sjónvarpsviðtali í gær að yfirvöld í Moskvu gætu enn ekki fengið Bandaríkin til að samþykkja að viðskiptabanni yrði aflétt af írak. Albright þakkaði um leið Jev- geni Primakov, utanríkisráðherra Rússlands, fyrir málamiðlun hans í deilunni um vopnaeftirlitsmenn. Hann fékk íraksforseta til að heimila störf vopnaeftirlitsmanna á ný. 1 staðinn ætlar Primakov að beita sér fyrir því að bundinn verði endi á takmarkanir á olíuút- flutningi íraka. írakar hrósuðu i gær sigri yfir Bandarikjunum. I flokksmálgagni stjórnarflokksins sagði að írakar hefðu sannað fyrir öllum að þeir hefðu járnvilja. Rússneskir fjölmiðl- ar hreyktu sér af affeki rússneska utanríkisráðherrans. Vopnaeftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna komu í gær til íraks og munu í dag hefja störf sín á ný. Eft- irlit þeirra mun fyrst og fremst bein- ast að því hvort írakar hafl i fórum sínum taugagas og sinnepsgas. William Cohen, varnarmálaráð- herra Bandaríkjanna, segir að Bandaríkin muni áfram hafa auk- inn liðsstyrk nálægt írak. Sérfræðingar telja að aðeins hafi orðið frestur á deilum íraks og Bandaríkjanna. Reuter Vopnaeftirlitsmaöurinn Malcolm frá Nýja-Sjálandi á leið frá hóteli sínu í Barein til Bagdad í Irak í gær. Símamynd Reuter Sjöburarnir: Sá stærsti laus úr öndunarvél Stærsti bandaríski sjöburinn, og sá sem kom fyrstur í heiminn á miðvikudaginn, var tekinn úr önd- unarvél í gær. Systur hans þrjár og þrír bræður tóku einnig miklum framförum í gær, að því er læknar greindu frá. Gert er ráð fyrir að þau þurfi þó að vera í öndunarvél nokkra daga í viðbót. Móðir sjöburanna, Bobbi McCaughey, er komin á fætur og dvelur löngum stundum á sjúkra- stofunni þar sem nýfæddu bömin hennar sjö liggja. Börnin verða á sjúkrahúsi fram yfir jól og mestan hluta janúar, að því að gert er ráð fyrir. Fjölburafæðingum hefur flölgað undanfarin ár vegna töku frjósemis- lyfla og frjósemisaðgerða. Sjöburar fæddust í Sádi-Arabíu í september síðastliðnum en sex þeirra létust skömmu eftir fæðinguna. Fyrir tólf ámm fæddust sjöburar i Bandaríkj- unum og lifðu þrír þeirra. Þá ól einnig ensk kennslukona sjöbura. Einn þeirra fæddist andvana. I jan- úar síðastliðnum fæddust sjöburar í Mexikó. Einn fæddist andvana. Hin- ir sex létust einnig. Síðastliðið vor fæddust sexburar í Bandaríkjunum. Eitt bamanna lést. Reuter Kauphallir og vöruverð erlendis New York I London sa Frankfurt > FT-SE100 DAX40 Tokyo 16308,49 Á S 0 N Bensín 98 okt. 1 300 ... < 200 4 nn luU 0, 195,50 */‘ á s o n :.[ Hong Kong w 10050,68 Á S 0 N Hráolía 30 0 19,01 »/ tjmna A S 0 N rsra Héldu sjö ára dóttur fang- inni í búri Foreldrar í Chilton í Wiscons- in héldu sjö ára gamalli dóttur ; sinni fanginni í hundabúri í | köldum kjallara. Málið uppgötv- aðist þegar ellefu ára bróður stúlkunnar tókst, berfættum og jakkalausum, að komast á lög- reglustöð í vikunni og biðja um hjálp. Lögreglan fann skjótt stúlkuna sem var læst inni í ■ búrinu sem var 60x45 sentímetr- ar að stærð. Stúlkan var mögur en ekki sködduð líkamlega. i Stúlkunni, drengnum og þrem- ur öðrum systkinum þeirra, Bníu, sex og sextán mánaöa, var komið fyrir á fósturheimili. Fað- | irinn viðurkenndi við lögreglu- Íyfirheyrslur að hafa verið að refsa stúlkunni þegar hann læsti hana inni í búrinu. Hann játaði einnig að hafa misþyrmt hinum börnunum sínum þegar þau neituðu að viðurkenna aö þau hefðu brotið húsreglur 8 hans. Noregur: Atvinnurekend- ur vilja banna áfengisneyslu | Norska vinnuveitendasam- takið leggur til aö áfengi verði ekki haft um hönd í vinnunni, á námskeiðum og ráðstefnum og á ; ferðalögum. Sambandið er einnig mótfallið því að starfs- menn fái áfengi í jólagjöf. Það er læknir vinnuveitendasambands- ins, Geir Bakka, sem vill banna næstum alla neyslu áfengis í norsku atvinnulífi sem lið í for- varnarstarfi. Ströngustu regl- urnar um áfengisneyslu á norskum vinnustöðum ríkja hjá olíufyrirtækinu Statoil. Þar er bannað að drekka og geyma ; áfengi á vinnustað, Áfengis- | bannið gildir einnig í hádegis- I verðarboöum og móttökum. Hávaxnar kon- ur fæðaheil- brigðari börn | Hávöxnustu konumar fæða stærstu og heilbrigðustu bömin, samkvæmt niðurstöðum nýrrar ; sænskrar rannsóknar á 800 þús- í undum fæðingum. Fæðingarþyngd barna í kvenna, sem vom minnst 1,80 m - háar, var að meðaltali 600 g 1 meiri en barna kvenna sem I vom 1,50 m og lægri. Ungbarna- dauði var minni ef mæðurnar 1 voru hávaxnar. Af 10 þúsund j börnum hávöxnustu mæðranna dóu 39 fyrsta hálfa áriö á móti 89 hjá lágvöxnustu mæðrunum. Erfitt þykir að útskýra þennan mun. Það atriði að hávaxnar konur i eru með meiri menntunog reykja minna, auk þess sem fæmi þeirra eru á táningsaldri þegar þær eignast böm er taliö ein mögulegra orsaka. Rússneska mafían gabbaði Karadzic Rússneska mafían hafði um 400 milljónir íslenskra króna af Radovan Karadzic, leiðtoga Bosníuserba, þegar hann reyndi að kaupa kjarnorkuvopn árið 1995. Yfirmaður leynilögreglu Bosníuserba greindi frá þessu á I fimmtudaginn. Yfirmaðurinn, Predrag Cer- anic, sem var skipaður í starf | sitt af keppinaut Karadzics, ; Biljönu Plavsic forseta, sagði I Karadzic hafa haft sambandvið Liberíumann sem kvaðst hafa gott samband við Rússa. Karadzic vonaðist til að geta bundið enda á striðiö með kjarnorkuvopnum, að sögn I Ceranics.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.