Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1997, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1997, Blaðsíða 22
LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 1997 13 "V ★ a%enning -------------------------------------------- Fyrsta skáldsaga Steinunnar Sigurðardóttur á leið á hvíta tjaldið í Frakklandi: „Stórkostlegt ævintýri," var það fyrsta sem Steinunni Sigurðardóttur rithöfundi kom í huga í vikunni er helgarblaðið innti hana eftir nýlegri ferð til Frakklands. Þar átti hún þess kost að fylgjast með tökum á kvik- mynd byggðri á fyrstu stóru skáld- sögu sinni, Tímaþjófnum, sem kom út fyrir ellefu árum á íslandi. Margir fremstu kvikmyndagerðarmenn og leikarar Frakka koma að myndinni sem undanfamar vikur hefur verið tekin upp á Ouessant, lítilli og af- skekktri eyju úti fyrir strönd Bretagne-skaga. Tökur innandyra fara fram i París. Frumsýna á mynd- ina í Frakklandi á næsta ári og svo gæti farið að hún keppti á sjálfri Can- nes-hátíðinni. Fáu er til sparað við gerð myndar- innar sem áætlað er að kosti 40 millj- ónir franskra franka eða um háifan milljarð íslenskra króna. Tvær af „heitustu" leikkonum Frakka í dag eru í aðalhlutverkunum, þær Em- anuelle Béart, sem leikur Öldu, og Sandrine Bonair, sem leikur systur Öldu, hana Ölmu. Þær eru að leika saman i fyrsta sinn, algjörar and- stæður likt og þær systur. Á frönsku nefnist kvikmyndin Le voleur de vie eða Lífsþjófurinn. Leiksljóri er Yves Angelo og framleiðandi Jean Louis Livi, hans 21. mynd á ekki svo löng- um tíma. Af frægum myndum sem Yves hefur gert má nefna Le Colonel Chapert með Gerard Depardieu í að- alhlutverki. Örlátir Frakkar „Þeir buðu mér að koma og vera viðstödd útitökurnar í nokkra daga, sem var mikið örlæti af þeirra hálfu því auðvitað get ég nú lítið aöstoðað þá úr því sem komið er. Ég gerði lit- ið annað en að þvælast fyrir," segir Steinunn og brosir þegar hún rifjar upp að þaö voru um 80 manns á þön- um á tökustaðnum sem samt gáfu sér tíma til að útskýra eitt og annað fyr- ir henni. Frakkamir leituðu vel og lengi að tökustað fyrir myndina, eða upp und- ir fjóra mánuði. Meðal annars í Kanada, á Bretagne-skaga og íslandi. Upphaflega átti reyndar að taka myndina upp á íslandi og þá með ensku tali. Það breyttist eftir að ákveðið var að myndin yrði á frönsku. „Þetta endaði með því að höfuð- pauramir tóku sér þyrlu á leigu og sveimuðu yflr og úti fyrir Bretagne- skaga. Fundu þeir þá þessa stór- brotnu klettaströnd á Ouessant-eyju. Þama er oft rok og úflnn sjór og get- ur verið erfitt að komast á milli," segir Steinunn sem sjáif flaug í sex sæta rellu frá Brest til eyjarinnar. Mögnuð sján Steinunn segir það hafa verið magnaða sjón að sjá tökustaðinn og leikmyndina sem er byggð utan í vit- ann á eyjunni, einhvem öflugasta vita í heiminum. „Þeir reistu útveggina á ættarhús- inu hennar Öldu, hreint ótrúlega vel gert. Þar fyrir framan er kirkjugarður með 100 leiðum sem þeir hafa búið til. Sex manns ganga þar um með hrífur og em ýmist aö snurfusa eöa umstafla leiðum allan daginn. Leikstjórinn hef- ur fyrirmyndina frá gamla kirkju- garðinum við Suðurgötu sem hann heillaðist af þegar hann kom til ís- lands. Hann heillaðist einnig af Búða- kirkju og hún hefúr verið endurreist á eyjunni frönsku. Þessi staður gæti verið til en maður hefur aldrei séð neitt honum líkt," segir Steinunn og skortir orð til að lýsa upplifun sinni. Hún hefur fengið að sjá brot úr myndinni og er mjög hrifin, segir þær Emanuelle og Sandrine leika ákaflega vel ásamt leikkonunni sem fer með hlutverk Siggu, unglingsdóttur Ölmu. Þakka þár fyrir! Sérstaklega fannst henni skemmti- legt að hitta leikarana og framleið- andann, Jean Louis Livi. Hann hefði komið og þakkað henni innilega fyr- ir að hafa skrifað bókina. „Það var eins og ég hefði fært þeim einhveija gjöf, svolítið önnur afstaða en hér heima þar sem það liggur meira í loftinu að maður eigi ekki að halda að maður sé neitt." Tímaþjófurinn kom út á frönsku fyrir tveimur árum. Steinunn upplýs- ir okkur hvemig leikstjórinn kom svo skemmtilega auga á bókina: „Hann var í bókabúö og fór að skoða kápuna á frönsku útgáfunni. Hana prýðir lítið málverk eftir danska málarann Hammershöi er nefnist Baksvipur á imgri konu. Hann fór að horfa á þetta og opnaði bókina, las fyrstu blaðsíðuna og sog- aðist inn í söguna, keypti bókina og fór heim til að ljúka lestrinum. Honum fannst hún mjög myndræn og sterk. Eftir það kom hann bókinni til Jean Louis Livi. Þeir vom að segja mér frá þessu og sögöu síöan: Og hér emm við!“ Tákkunum spýtt út Frá því að samningaviðræður hófust hefur Steinunn verið í sam- bandi við Bemard Marescot sem á ensku titlaði sig „executive produc- er“. Steinunn segir ótrúlega stuttan tíma vera síðan byrjað var að semja um kvikmyndarétt á Tímaþjófnum við Film Par Film. Hún hefði í raun- inni aldrei trúað því að sagan yrði kvikmynduð. Algengt sé að kvik- myndaframleiðendur tryggi sér rétt á bókum en noti hann ekki. „Þetta er búið að vera ævintýri lík- ast. Mér finnst ekki að ég hafi komið þessu af stað heldur hún Alda, bless- imin. Hún setur fjölda manns í vinnu viö að velta öllum þessum milijónum. Á skrifstofunni á eyjunni vom þeir með vél sem spýtti út heilu lengjunum af tékkum. Á síðari árum hefur Alda því orðið æði umsvifamikil,“ segir Steinunn og skellir upp úr. Ritverk Steinunnar eru óðum að Sandrine Bonair leikur Ölmu, systur Öldu, og tekur hér vi6 leiðbeiningum frá leikstjóranum, Yves Angelo. Steinunn Siguröardóttir átti þess kost nýiega aö fylgjast meö tökum á nýrri franskri kvikmynd sem byggist á fyrstu skáldsögu hennar, Tfmaþjófnum. Mynd Einar Falur breiðast út til annarra landa. Tíma- þjófurinn hefur m.a. verið gefinn út í Þýskalandi, Danmörku, Svíþjóð, Hollandi og Sviss, auk Frakklands, og væntanleg í fleiri löndum. Hjartastaður, sem tryggði Stein- unni lensku bók mennta- verðlaun- in 1996, er einnig að koma út í þessum löndum og fleiri. En skyldi Steinunn ekki verða rík á öllu þessu? Hún segist ekki fá „rosalega mikið af pen- ingum“, auðvit- að gefi kvik- myndaréttur meira af sér en þýðing en það virðir hann viðlits, ekki einu sinni uppboðshaldarinn, og þá kemst hann allt í einu að þeirri niðurstöðu að hann sé dauður. Síðan er mjög erfitt að fá hann ofan af því. Hálfdan reynir ýmsar leiðir til að vinna úr sínum málum. Hann kemst í kast við undir- heimafólk sem ætlar að fá hann til að hjálpa sér. Hann snýr dæminu við og fær það til að hjálpa sér,“ segir Steinunn sem með jafnvel spennu og eró- tík er þama að fjaUa um reynsluheim karla, nokkuð sem hún hefúr lítið gert af áður. Hálf- dan á sér myndi þó ekki slaga neitt upp í verð lítillar ibúðar í Reykjavík! Engu að síður sé hún mjög sátt við sitt. Vel hafi verið staðið að öUum samningum með hjálp Tómasar Þorvaldssonar lög- manns. Emanuelle Béart, ein fremsta Frakka, ieikur Öldu f Tímaþjófnum. leikkona Nýja bókin Hanami Við getum ekki sleppt spjaUinu við Steinunni án þess að spyrja hana út í nýjustu skáldsöguna sem Mál og menning hefur nýlega gefið út. Bókin nefnist Hanami - sagan af Hálfdani Fergussyni. „Hanami er japanskt orð og þýðir blómaskoðun. Ritúal Japana á vorin þegar kirkjublómin springa út á trjánum. Þá setjast þeir undir trén, hvar sem færi gefst, og halda stór- veislu. Þetta er ótrúlegt að sjá og það finnst Hálfdani líka,“ segir Steinunn um söguhetjuna, venjulegan sendibíl- stjóra og fjölskyldumann í Reykjavík, sem ferðast tU Japans. „Hálfdan er fínn náungi og margt tU lista lagt. Honum finnst t.d. af- skaplega gaman að skreyta kökur. Það er frekar vanmetið af hans nán- ustu. Bókin hefst á því að hann fer á uppboð í Tollgeymslunni. Enginn enga fyrirmynd, hún segir það sama gUda um hann sem flestar hennar persónur að hún hefur ekki hug- mynd um hvaðan þær koma! „Hugmyndin að bókinni er hins vegar komin frá vini mínum, Magn- úsi S. Magnússyni, sem ég tUeinka verkið. Eitt kvöldið sátum við saman er hann sagði mér frá ráðstefnu sem hann hafði verið á. Hann er atferlis- sálfræðingur og sagði mér að á ráð- stefhunni hefði verið sagt frá fólki sem héldi að það væri dautt. Mig setti hljóða, sagði ekki mikið meira það kvöldið, en síðan byrjaði ég skömmu síðar að skrifa söguna, reyndar á sama tíma og ég skrifaði Hjartastað. Daginn sem ég sendi inn síðustu prófarkir af Hjartastað, sem var í París, hélt ég beint áfram með Hanami, síðdegis. Það var æðislegt, ég gat ekki beðiö," segir Steinunn, aUtaf jafn hress og kát. -bjb
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.