Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1997, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1997, Blaðsíða 29
X>V LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 1997 Qérstæð sakamál » Um kalda vetramótt Þeir sem sáu til Johns Baksh læknis við sjúkrabeð konu sinnar á gjörgæsludeild Bromley- sjúkra- hússins í London höfðu á orði að erfítt myndi að finna mann sem sýndi jafnmikla umhyggju og hann. Eiginkoncm, Madhu, var þrjátíu og flmm ára og barðist fyrir lífi sínu. En líkurnar á því að hún kæmist til heilsu voru vægast sagt ekki mikl- ar. Hún hafði fengið rúmlega tíu sentímetra langan skurð á hálsinn og taugar, vöðvar og hálsslagæð höfðu skaddast. Þá hafði hún misst um fimm lítra af blóði þegar henni varð loks komið á spítalann eftir að hafa fundist svona illa útleikin úti í skógi um kalda vetrarnótt. Mállaus og máttlítil „Geturðu ekki sagt okkur hvað kom fyrir?“ spurði hinn fimmtugi Baksh læknir konu sína lágri röddu hvað eftir ann- að. En það gat Madhu ekki. Og hún gat held- ur ekki gefið rann- sóknarlögreglumönn- unum, sem fengu heimild til að heim- sækja hana, neina vís- bendingu um hvað komið hefði fyrir. Það var í janúar 1985 sem Madhu varð fyrir áverkunum. Hún var lengi að jafha sig en smám saman sótti hún í sig styrk og þeg- ar kom fram á vorið ákvað lögreglan að gera enn eina tilraun til þess að fá hana til að svara spurningum um nóttina voðalegu. Vissar kenningar höfðu komiö fram um það sem gerst hafði. Ein þeirra var sú að ráðist hefði verið á frú Baksh af því hún var læknir og hafði sterk kvalastillandi og ró- andi lyf i töskunni sinni. Ög þessa kenn- ingu aðhyUtist maður hús ea|<sb hennar. En ljóst var að ef til vill myndi Madhu Baksh ekki geta upplýst það sem gerst hafði. Raddbönd hennar höfðu skaddast svo vafasamt var að hún fengi málið, hún var enn máttlítil og að auki gat hún hafa tapað minni. Madhu hafði kynnst John Baksh árið 1980 er hún gerðist félagi hans á læknastofu í Kent. Hún átti tvö böm en var fráskilin. Læknirinn fór brátt að sýna henni áhuga en hún lét hann skilja á sér að hún hefði ekki áhuga á nánu sambandi við hann því hann væri kvæntur maður og átti börn. Hjónaband Baksh hélt áfram að sýna Madhu áhuga þrátt fyrir að hún hefði vísað honum á bug. Og dag einn sagði hann henni að hann heföi í huga að skilja við konu sína. Aldrei kom þó til þess því hún lést á Spáni um jól- in 1982. Baksh hafði farið með Ruby konu sína í jólafrí en þar fékk hún skyndilega hjartaáfall. Hálfum mánuði eftir lát eiginkon- Kenning fulltrúans Norman Stockford rannsóknar- lögreglufulltrúi hafði aðra og nær- tækari kenningu um það sem gerst hafði en sumir félaga hans. Hann taldi sig hafa veitt því eftirtekt í nokkmm heimsóknum sínum til Madhu Baksh að henni brygði sýnilega í hvert sinn sem maður henn- ar nálgaðist sjúkra- beðinn. Hvað gat það verið, spurði full- trúinn sig, sem konan ótt- aðist? Dag einn fékk Stockford svarið. Madhu Baksh bað um blað og blýant. „Maðurinn minn er morðingi," skrifaði hún. „Hann myrti fyrri konu sína og reyndi að myrða mig. Hann líftryggði mig fyr- ir 300.000 pund.“ Þegar Madhu hafði komið þessu á blað fékk hún aðstoð við að skrifa frásögn sina og hún hefði getað ver- ið úr sakamálasögu eftir Agötu Christie. -hjóna í Kent. unnar bað John Baksh Madhu og hún játaðist honum. Nokkrum vik- um síðar giftu þau sig og fóm í brúðkaupsferð til Parísar. Síðasta kvöldið í frönsku höfuðborg- inni trúði Baksh Madhu fyrir því að _ hann hefði myrt fyrri konu sína. Hann hefði gefið henni stóran skammt af heróíni og talið gömlum spænskum lækni trú um að hún hefði fengið hjartaáfall. En hvemig stóð á því að Madhu yfirgaf ekki mann sinn eftir að hafa fengið að vita þetta? Við því vildi Stockford fulltrúi gjarnan fá svar. Og Madhu svaraði spurningu hans á þá leið að hún hefði fyllst skelf- ingu. „Ég var viss um að hann myndi ráða mig af dögum ef ég færi frá honum," svaraði hún. Leitin að sönnunum Stockford ákvað að reyna að leita sannana fyrir sekt Baksh læknis sem var nú orðið ljóst að kona hans hafði sagt sögu sína. Kapphlaup við tímann var því hafið. Breska lögreglan fékk því til leið- ar komið að lík Ruby Baksh var grafið upp. Sýni leiddu í ljós að lif- John Baksh og Madhu. ur hennar hafði að geyma mikið magn af morfíni. Blóðsýni, sem tek- ið hafði verið úr Madhu er hún var lögð á spítalann, var nú tekið til rannsóknar að nýju og kom þá í ljós að í því var einnig verulegt magn af morfíni. John Baksh var handtek- inn. Hann snerist þegar til varnar og harðneitaði að bera nokkra ábyrgð á dauða fyrri konu sinnar og sagðist geta gefið eðlilega skýringu á því sem kom fýrir Madhu. En lögreglan og saksóknara- embættið voru á öðra máli og var gefin út ákæra á hendur lækninum sem kom síðan fyrir Old Bailey saka- málaréttinn i London. Þar lýsti saksóknarinn því hve litlu hefði munað að John Baksh hefði framið hinn fullkomna glæp. Tvö kraftaverk Saksóknarinn sagði að tvennt hefði orðið til þess að bjarga lífi Madhu Baksh. í fýrsta lagi hefði verið frost kvöldið sem hún fannst í skóginum, þar sem hún hafði verið skilin eftir til að deyja. Það hafði orðið til þess að hægði á hiartslættin- um og þess vegna varð blóð- missirinn minni þann tíma sem hún lá þar en ella. í öðra lagi hefði vistfræð- ingurinn dr. Keith Corbett verið í skóginum þetta kvöld að rannsaka dýr í dvala. Hann hefði heyrt stunur, komið að Madhu Baksh og kallað á hjálp. Hún hefði síðan verið flutt með þyrlu á spítala og það hefði orðið henni til lifs. Ástæðan fyrir morðinu á fyrri konunni og morðtilrauninni við þá síðari var einfold, að sögn saksókn- ara. Baksh lækni heföi vantað fé. Þrátt fyrir háar tekjur væri hann stórskuldugur. Mánuðina fyrir morðtilraunina við Madhu hefði hann borgað um 1.000 pund í iðgjald af líftryggingu hennar sem hefði átt að færa honum jafnvirði rúmlega þrjátíu milljóna króna. Endurtekning Saksóknarinn sagði að Baksh lækni hefði tekist að myrða fyrri konu sína án þess að það kæmist upp og því hefði hann beitt svipaðri aðferð við Madhu þótt þar hefði hann sýnt mun meiri kænsku en í fyrra sinnið. Talsmaður ákæruvaldsins lagði á það áherslu að Baksh hefði gengið til verks af ráðnum hug og á kaldrifjaðan hátt. Er hann hefði ætlað að ráða Mad- * hu af dögum ^ ** hefði hann gef- ið henni deyfilyf en tilgangur- inn með því hefði verið tví- þættur. Ann- ars vegar að ’ 'yy ||> gera hana meðfærilega en hins vegar að hún lifði nokkra klukku- tíma í skóginum eft hann hefði skilið við hana þar, þannig að hann hefði fjarvistar- sönnun á þeirri stundu er hún gæfi upp öndina. Þá hefði Baksh ætlað að vera á lögreglustöð að tilkynna hvarf hennar. Tilviljanir hefðu hins vegar orðið til þess að áætlun hans hefði farið út um þúfur. Á þriðja degi réttarhaldanna kom Madhu í stúku til að segja sögu sína. Henni lá lágt rómur og vora viðstaddir stundum í vandræðum með að heyra hvað hún sagði. Og í sameiningu drógu Madhu og sak- sóknari upp mynd af því sem gerst hafði. Sagan var á þá leið að umræddan dag hefðu þau hjón átt brúðkaupsaf- mæli. John Baksh hefði keypt dem- antshálsfesti handa konu sinni og tekið upp kampavínsflösku. í raun hefði það þó aðeins verið þáttur í undirbúningi hans. Hann hefði sett svefnlyf í glas hennar. Eftir að þau hjón hefðu fengið sér kampavinið hefði ekki liðið á löngu þar til hún hefði sofnað út af. Þá hefði hann gef- ið henni morfmsprautu, borið hana út í bíl og ekið með hana út í skóg. Næsti þáttur væri óhugnanlegur, sagði saksóknarinn, og sýndi með hve ráðnum hug Baksh hefði gengið til verksins. Úti í skóginum hefði hann tekið fram skurðhníf og skor- ið í hálsinn en þó þannig að nokkuð langur tími myndi líða þar til konu hans blæddi út. Neitun, dómur og fleiri ásakanir John Baksh neitaði öllu sem á hann var borið. Hann gaf þá skýr- ingu á áverkanum á hálsi Madhu að þau hjón hefðu rifist og síðan hefði kona hans ráðist á hann. Hann hefði orðið hræddur og bragðist tU vamar með hnífi. Afleiðingarnar hefðu orðið sárið á hálsi hennar. Er hann hefði séð hvemig komið var hefði hann talið að hann gæti ekki gefið viðunandi skýringu á atburð- inum og því hefði hann í ráðleysi sínu farið með Madhu út t skóg. Kviðdómendur hlýddu á frásögn Baksh með athygli en síðar kom í ljós að þeir tóku ekki mark á skýr- ingum hans. Þeir komust að þeirri niðurstöðu að hann væri sekur og í framhaldi af því var hann dæmdur í tuttugu ára fangelsi. Eftirmáli sögunnar er sá að læknirinn var fljótlega grunaður um fleiri morð. Ekki er talið loku fyrir það skotið að hann hafi ráðið móður sína af dögum en sannanir í því máli eru vand- fundnar því lík hennar var brennt. Og sömu sögu er að segja um lik annarra sem hann er granaður um að hafa stytt aldur. John Baksh verður látinn laus árið 2006 en ljóst er að þá verður hann á ný tekinn til yf- irheyrslu og gæti átt von á annarri sak- sókn. Baksh grét er málalok lágu fyrir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.