Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1997, Blaðsíða 41
LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 1997
49 L
150 þúsund titiar
í Glasgow var nýlega opnuð ein
{ glæsilegasta bókaverslun Bret-
landseyja. Búðin er rekin á vegum
| hins virta Waterstone-fyrirtækis
sem rekur hvorki fLeiri né færri en
: 108 bókabúðir á Bretlandi og í
| Bandaríkjunum.
Nýja bókabúðin í Glasgow er sú
stærsta á gjörvöllu Bretlandi og
hefur um 150 þúsund titla til sölu.
Gestkvæmt í Windsor
Windsor-kastali fór iila í eldi
árið 1992 eins og margir muna ef-
j laust. Síðan hefúr staðið yfir mikil
vinna við að færa hin 115 herbergi
sem urðu. fyrir
skemmdum í
fyrrahorf.
í vikunni var
kastalinn form-
lega opnaður og
af því tilefhi
bauð Englands-
j> drottning þeim
1500 aðilum sem komu að verkinu
til veislu. Þá hyggst drottningin
fagna gullbrúðkaupi sínu í
= Windsor-kastala á næstunni.
Ferðamenn eru sumsé velkomn-
p ir tO Windsor og nú munu talsvert
fleiri salarkynni til sýnis en voru
fyrir brunann mikla.
100 daga hátíð
í Portúgal er undirbúningur fyr-
ir Expo-hátíðina í fullum gangi.
Hér er á ferðinni menningarhátið
; sem haldin verðm' i höfuðborg
I Portúgals, Lissabon.
í hundrað daga, frá maí til sept-
ember á næsta ári, verður öflug
{ menningardagskrá í borginni.
Þema hátíðarinnar verður saga 20.
I aldarinnar. Margt frægra lista-
: manna munu koma fram á hátíð-
inni. Þeir sem hyggja á ferð til
I Portúgals næsta sumar geta skoðað
f ijölbreytta dagskrá hátíðarinnar á
vefnum http: //www.expo98.pt
{Aftur á Gatwick
Pólska flugfé-
I lagið LOT til-
kynnti nýlega að
það hygðist taka
aftur upp flug á
mOli pólsku
borgarinnar
Gdansk og
Gatwick-flugvaU-
ar í London. Síð-
an Gatwick-flugvöUur sagði upp
I samningi við LOT hefúr félagið æ
| síðan reynt að fá hann endumýjað-
| an. Pólsk ferðamannaj’firvöld eru í
I skýjunum vegna málsins enda segja
| þau Gdansk annan mUíOvægasta
áfangastaðint Kraká.
Hlábarðaklettur
IÞeir sem eiga leið um Korsíku
ættu ekki að láta hjá líða að heim-
sækja smábæinn Sainte-Lucie de
TaUano nálægt Sarténe. Þar þykir
| ekki eniasta vera einstök náttúru-
; fegurð heldur er þar Uettur sem er
' eins og klæddur hlébarðaskinni og
| á engan sinn líka í veröldinni.
Varíst eftirlíkingar
Sá iðnaður sem fæst við að líkja
eftir heimsþekktum tískuvörum
S hefur verið á hraðri uppleið und-
anfarin ár. Eftirlíkingar eru helst
Iætlaðar ferðamönnum sem iáta
glepjast af merkjavöru á lágu
verði. TU margra ára hafa Taívan
og Suður-Kórea verið langstærst í
slikri framleiðslu en þar á eftir
kemur Ítalía. Þar áætla menn að
eftirlíkingaframleiðsla hafi aukist
um heO 1200% á síðasta áratug og
lítið lát virðist á.
Nýjar búðir í Leifsstöð
Um áramótin verða opnaðar
þijár nýjar verslanir í Leifsstöð.
: Það er Sævar Jónsson sem hyggst
; hasla sér vöU í flugstöðnmi en
hann hefúr undanfarið rekið versl-
animar Leonard og Kosta Boda.
Úr og skartgripir verða seld í
‘ tveimur verslununum en hvort í
; sinu lagi. Þriðja verslunin verður
með almenna gjafavöru.
Þaö er oft margt gesta í hádeginu í Staöarskála.
Staðarskáli
heldur sínu
- en aðsókn að Staðarflöt vex ár frá ári
„Við erum nokkuð ánægð með
sumarið og okkur sýnist að árið í
heUd verði alveg þokkalegt. Það var
ekki minni ferðamannastraumur að
ráði í sumar þótt margir hafi haldið
því fram að ferðamönnum hafi
fækkað á miUi ára. Aukningin hjá
okkur var fyrst og fremst varðandi
gistiheimilið Staðarflöt," sagði
Kristinn Guðmundsson, einn af
rekstraraðilum Staðarskála í Hrúta-
firði, í samtali við DV. Húsið að
Staðarflöt sem stendur örskammt
frá Staðarskála var tekið í notkun
sumarið 1994. Þar er annars vegar
ráðstefnu- og fundaraðstaða og hins
vegar fyrsta flokks gistirými fyrir
tæplega 40 manns.
Kristinn sagðist telja að það væri
kostur að Staðarflöt væri miðja
vegu miUi Akureyrar og Reykiavík-
ur og það auðveldaði markaðssetn-
inguna. Þá mælti fólk sér oft mót
við fólk frá Vestfjörðum tU veislu-
eða ráðstefnuhalds. Þá væri auð-
heyrt á mörgum stjómendum fyrir-
tækja að þeir sæktust eftir að kom-
ast með sitt fólk úr þéttbýlinu því
þá héldi fólk sig á staðnum og væri
ekki að reka ýmis erindi úti í bæ
eins og oft vfidi brenna við i höfúð-
borginni.
Hvað varðar ferðafólk þá sagði
Kristinn að 1-3 daga dvöl væri al-
geng yfir sumarið. Þá væri hægt um
vik að fara í skoðunarferðir um
Vestur-Húnavatnssýslu og Strandir
og koma í mat og gistingu að kvöldi.
Það hefur alltaf verið mikiU
straumur fólks sem fer hjá Staðar-
skála. Kristinn sagði áberandi að
ferðalög á einkabUum væra í sókn
en farþegum í áætlunarbílum virð-
ist fara fækkandi. Þá telur Kristinn
skipulagðar hópferðir fara vaxandi
og eins nefndi hann að umferð
stórra flutningabUa verði meiri með
hverju árinu sem líður.
„Við veitum 30 manns vinnu yfir
sumarið og þurfum jafnvel að fá
fólk langt að. Starfsemi Staðarskála
veitir mikiUi vinnu inn í byggðar-
lagið og á meðan umfangið vex jafnt
og þétt erum við bjartsýn á framtíö
í ferðaþjónustu," sagði Kristinn að
lokum. -öþ
Skáli Útivistar í Básum skartar vetrarskrúöa.
Feröafélag íslands og Útivist:
Áramót í Þórsmörk
á tilboðsverði
Sérfræðingur frá Jensen dýnuverksmiðjunum í Noregi
verður í verslun okkar dagana 20. - 22. nóvember. Af
því tilefni veitum við 15% afslátt af Jensen dýnum. Einnig
bjóðum við rúm og höfðagafla á sérstöku tilboði. Nú er
kjörið tækifæri til að eignast gæðadýnu og rúm á góðu
verði.
Jensen dýnurnar
fást í fjölmörgum gerðum og útfœrslum
Nú er ferðum Ferðafélags íslands
og Útivistar farið að fækka enda
langt liðið á árið. Bæði félögin hafa
boðið upp á fjölda ferða það sem af
er árinu.
Mörður Finnbogason hjá Útivist
sagði fyrirhugaðar tvær helgarferð-
ir á árinu: „Við ætlum i árlega að-
ventuferð í Þórsmörk um næstu
helgi og siðan er það auðvitað ára-
mótaferðin okkar sem er einnig í
Þórsmörk. Áramótaferðin nýtur
alltaf vinsælda og við reiknum með
að um 80 manns fari í ár,“ segir
Mörður. í áramótaferðina er lagt
upp snemma morguns þann 30. des-
ember og komið heim 2. janúar. Á
dagskránni era kvöldvökur og auð-
vitað flugeldasýning á gamlárs-
kvöld. Fólk þarf sjálft að koma með
nesti en aðstaða til að grilla og hita
upp mat er til staðar. Gist er í húsi
Útivistar í Básum. Hjá Ferðafélagi
íslands er svipaður háttur á ára-
mótaferð í Þórsmörk nema hvað
ferðin er deginum styttri. Að sögn
Ingunnar Sigurðardóttur hjá Ferða-
félaginu hefst áramótaferðin
snemma gamlársdagsmorguns og
komið er heim þann 2. janúar. „Við
reiknum með að um 80 manns verði
í þessari ferð. Það er góður fjöldi og
undanfarin ár hefur verið gríðar-
lega góð stemning í þessari ferð.
Það er talsvert um að sama fólkið
komi aftur og aftur í ferðina. Ára-
mót í Þórsmörk eru einstök upplif-
un,“ segir Ingunn.
Dagsferöir til áramóta
Fyrir þá sem vilja fara í dagsferð-
ir era nokkrar í boði hjá báðum fé-
lögum. Á morgun ætla Útivistar-
menn að ganga svokallaða Lága-
skarðsleið og á sunnudaginn eftir
viku verður létt ganga um Bessa-
staðanes.
Á morgun stendur Ferðafélagið
fyrir dagsferð í Lækjarbotna. Eftir
viku, eða þann 30. nóvember, verður
aðventuganga félagsins. í desember
verða fjórar dagsferðir. Vert er að
minna á gönguna 21. desember en þá
verður vetrarsólstöðuganga á Esjuna
og síðan er árið kvatt formlega með
blysför þann 28. -aþ