Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1997, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1997, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 1997 JO"V sælkerinn Saddur af smökkuninni - segir Stefán Hrafn Hagalín sælkeri „Ég er þokkalegur nautnaseggur og hef sem slíkur ógurlega gaman af því að elda og borða góðan mat. Sérstaklega er ég hrifinn af hvers konar sjávarfangi. Ég er frekar mikill prívatmaður þegar kemur að stússi í eldhúsinu og hef blessunar- lega fengið að vera að mestu í friði við þetta bras mitt. Annað slagið kemur það fyrir að ég gleymi mér með hráefninu og víninu sem á að drekka með. Þegar maturinn er loksins tilbúinn er ég stundum orð- inn hálfsaddur eftir nart og smökk- un og i versta falli líka hálfslomp- aður eftir að hafa sötrað vín í tvo, þrjá tíma,“ segir Stefán Hrafn Hagalín, ritstjóri Tölvuheims og stjórnandi Punktur.is á Stöð 2. Hann býður upp á „algjörlega brillj- ant rétt“ sem hann minnir að Francois Louis Fons beri ábyrgðina á. Þarna erum viö að tala um skötu- sel á la Jóhannes Páll páfi annar. Uppskrift 1 kg þverskorinn skötuselur (3 sm þykkar sneiðar) 1 dl þurrkaðir, blandaðir sveppir (sem hafa legið klukkutíma í bleyti) 4 fint saxaðir perlulaukar 2 dl hvítvín 3 dl rjómi 30 g smjör 1 msk. sítrónusafi salt og pipar Aðferð Sjóðið sveppina í vatni blönduðu sítrónusafa í 3 mínútur. Alls ekki lengur. Smyrjið eldfast fat með smjörinu og dreifið fint söxuðum lauknum yfir botninn. Raðið skötuselssneiðunum í fatið. Sáldrið sveppunum yfir og kryddið með salti og pipar. Sullið víninu yfir. Þegar búið er að hita ofn í 180 gráð- ur þá skutlið fatinu inn í og látið réttinn sjóða í nákvæmlega þrjár mínútur. Hellið þá rjómanum yfir og sjóðið í sjö mínútur til viðbótar. Varla eftirrétt „Ég er lítið gefinn fyrir eftirrétti. Maður verður einhvern veginn óþægilega saddur þannig að ég myndi bjóða upp á espressokaffi og eplabrandíið calvados á eftir. Hugsanlega ís eða súkkulaði. Varla þó. Þið hafið ekki gott af því. Með matnum er upplagt að hafa fint, upphitað baguette eða snittubrauð með hvítlaukssmjöri og þá kemur ekki neitt annað til greina en leita í smiðju Björnsbakarís þar sem menn þar á bæ baka eina almenni- lega slika brauðmetið á landinu. Ég er dálítið hrekkjóttur þegar kemur að drykkjarföngum með þessari veislu því ég vil sötra kælt rauðvín að hætti Katalóníubúa og allra helst frá nýja heiminum; Ástralíu, Chile eða Nýja- Sjálandi. Eitthvað sæmilega ungt og kraftmikið. Það vegur upp á móti þyngslum matar- ins og þar fyrir utan flnnst mér gott rauðvín alltaf betra en gott hvítvín. Ég sting upp á Shiraz, Bin 50, frá Lindemans, sem er tryllingslega bragðgott og á viðráðanlegu verði,“ segir Stefán Hrafn. -sv y I Ostapottur íslendingar eru famir að snæða ost af miklum móð og því meira sem framboðið eykst. Ostar eru gjama notaðir með kexi og grænmeti en þeir em ekki síðri í sérstökum réttum með ristuðu brauði. Hér kemur upp- skrift að einum slíkum. Rétturinn er hugsaður fyr- ir tvo. I hann þarf; 40 g mildan gráðost 25 g mjúkt smjör 50 g rifinn Cheddar ost 2 msk. mjólk 1 lítinn pressaðan hvít- lauksgeira 1 saxaðan graslauk salt og pipar steinselju til skrauts Aðferð Setjið gráðostinn og smjörið í skál og hrærið þar til búið er að blanda þessu vel saman. Hræriö Cheddar-ostinum og mjólk saman við. Bætið hvít- lauknum út í og bragöbæt- ið með graslauk og salti og pipar. Skiptið blöndunni jafnt í tvær skálar eða diska og kælið áöur en rétturinn er borinn fram. Skreytið með steinselju og berið fram með heitu rist- uðu brauði. -sv matgæðingur vikunnar r Guðfinna Sigurðardóttir býður upp á tvo rátti: Arstíðirnar og ýsan Matgæðingur þessarar viku, Guðfinna Sigimðardóttir, býður upp á tvo rétti, annar er kénndur við árstíðirnar, í hinn er notuð gamla, góða ýsan. Byrjum á árstíðarréttinum. í hann þarf eftirfarandi: 1 poki makkarónur y2 dl líkjör (eða sætur djús) 2-3 græn epli 2-3 bananar 2-3 appelsínur 100 g súkkulaði 1 poki möndlur y2 bolli döðlur y21 þeyttur rjómi kívi, dökk vínber og súkkulaðispænir til skrauts Skerið allt niður og hellið líkjörnum (Bailey’s eða Grand marnier) eða djúsnum yfir makkarónurnar. Allt fryst saman og tekið út 3 tímum fyrir veislu eða annað slíkt. Hálfur lítri þeyttur rjómi er settur yfir og skreytt með kívíi, dökkum vínberjum og súkkulaðispæni. Fyrirtaks ýsa run 2 ýsuflök smjör V2 tsk. salt Vt tsk. Season all 2 msk. Kikkoman Teriyaki sósa 200 g ferskir sveppir y, 1 rjómi 200 g kotasæla 2 hvítlauksgeirar 1 bolli hrisgrjón 150 g rifinn óðalsostur Aðferð Guöfinna Siguröardóttir býöur upp á ferskan ávaxtaeftirrétt og góðan ýsurétt. DV-mynd E.ÓI Roðflettið flökin og setjið í smurt eld- fast mót. Blandið saman kryddinu og sósunni, jafnið yfir flökin. Látíð bíða i tíu mínútur. Hreinsið sveppina, sker- ið niður og blandið þeim saman við kotasæluna og rjómann. Pressið hvítl- aukinn og blandið út í. Hellið nú sveppa- blöndunni yfir fiskinn i mótinu. Setjiö mótið í 175° heitan ofn og bakið í 20 mín. Sjóðið hrísgrjónin á meðan fiskurinn er að bakast. Setjið þau síðan í eldfasta mótið, í soð- 1, og hrærið aðeins í þeim. Stráið óðalsostinum r allt saman og látið aftur inn í ofninn, á neðstu og bakið áfram í um 10 mín. Guðfinna skorar á Kristbjörgu Ingu Magnúsdóttur að vera næsti matgæöingur. -sv Mars-Konditormeistari: Sælkerauppskriftir Nú þegar flestir eru a.m.k. famir að leiða hugann að jólabakstrinum er ekki úr vegi að sælkerasíðan gefi nokkur sýnishorn af því sem gott gæti verið að setja í ofninn. Næstu | laugardagsmorgna mun Jón Arilíus- son konditormeistari kynna nokkrar f meistarauppskriftir á Bylgjunni og ' veita góð ráð við jólabaksturinn. Helgarblað DV birtir uppskriftir Jóns hér á síðunni. Fram fer upp- Ískriftasamkeppni þar sem hlustend- um Bylgjunnar gefst kostur á að vinna glæsilegar sælgætiskörfur. Kökumeistarinn, Miðvangi, Hafnar- firði, gefur fulla körfu af jólabakk- elsi. Aðalvinningurinn er jólahlað- borð fyrir fjölskylduna í Perlunni. Uppskriftirnar þurfa að innihalda a.m.k. eina gerð af Mars-sælgæti, þ.e. Mars, Snickers, Bounty, Twix I eða Galaxy. Ein vinningsuppskrift verður valin hverju sinni. Síðasti skiladagur er 6. desember. Upp- skriftirnar sendist til: Mars-konditori uppskriftir, pósthólf 10093, 130 Reykjavík. Til að byrja með einblínir Jón á smákökur og gefúr hér sýnishom, j tvær gómsætar uppskriftir sem hann kynnir í morgunþættinum á Bylgjunni í dag. Maltesermarensklattar 3 eggjahvítur 100 g strásykur 100 g púðursykur 100 g mulið Malteser Aðferð Þeytið hvítur og strásykur þar til stíft. Bætið púðursykri í og stíf- þeytið. Blandið Malteser varlega út í og setjið í litla klatta með teskeið á plötu. Bakið við 125° C í um 20-25 mín. eða þar til þið getið lyft klöttunum af pappírnum án þess að þeir detti í sundur. Gott er að dýfa þeim, helmingi, í bráðið súkkulaði eftir að þeir eru orðnir kaldir. Snickers-smákökur 100 g saxað Snickers (ekki of smátt) 150 g saxað suðusúkkulaði 150 g púðursykur 80 g smjör I 1 egg 160 g hveiti V, tsk. natron (matarsóti) V, tsk. salt vanilla Aðferð ÖEu blandað saman, rúllað í lengjur og kælt. Skorið niður eins og smákökm-. Raðað á plötu og bakað við 175° C í um 8 mín. Tekn- ar út frekar ljósar og látið kólna á plötunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.