Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1997, Blaðsíða 57

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1997, Blaðsíða 57
LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 1997 gsonn 65 Stykkiö er nýtt íslenskt leikrit sem frumsýnt veröur í kvöld. Stykkið í tilefni 120 ára afmælis leik- listar í Stykkishólmi verður frumsýnt í kvöld nýtt íslenskt leikrit, Stykkið, eftir Jón Hjartár- son leikara. Leikritið gerist í Stykkishólmi á árunum 1855-1890. Meginuppistaða verks- ins er bundin þeim merka manni Árna Thorlacíusi. Börn hans, tengdabörn og fjöldi samtíðar- manna hans koma einnig við sögu. Þótt leikritið byggist á Leikhús sögulegum staðreyndum er reynt að horfa á mannlífið í spaugilegu ljósi, auk þess sem mikið er af söng. Leikstjóri er Jón Júlíusson. Leikarar í sýningunni eru rúm- lega þrjátíu. Frumsýningin verð- ur kl. 20.30 í Félagsheimilinu í Stykkishólmi. Kristni í þúsund ár Málþing undir yflrskriftinni Kristni í þúsund ár verður hald- ið i Ráðhúsi Reykjavíkur i dag og hefst það kl. 13 með tónlistar- flutningi og stendur yflr til 17.30. Málþingið skiptist í femt, Saga og menning, Samtíð-framtíð, Þingvellir og Setið fyrir svörum. Fátækt—Útilokun Sálfræðingafélag íslands býður upp á dagskrá í Gerðubergi kl.13.30-16.00 í dag í tilefhi af evr- ópskum sáifræðingadegi er í dag. Flutt verða fimm erindi og síðan em pallborðsumræður. Verndun hafsins gegn mengun frá landi Prófessor David Vander Zwaag mun flytja fyrirlestur í stofu 201 í Lögbergi í dag um gerð alþjóða- sáttmála um verndun hafsins gegn mengun frá landi og varúð- arregluna. íslensk málstefna íslenska málfræðifélagið gengst fyrir umræðufundi um ís- lenska málstefnu kl. 13.30-15.30 í stofu 201 í Odda. Farsóttir, vágestur að fornu og nýju er yfirskrift fyrirlestrar sem Har- aldur Briem læknir flytur á veg- um Hollvinafélags Læknadeildar um horfna sjúkdóma og nýja kl. 14 í Háskólabíói. Samkomur Ársþing Samfoks Annað ársþing Samfoks verður haldið í Borgartúni 6 (Rúg- brauðsgerðinni) í dag kl. 9.15-16.30. Þema: Fjármagn til skólastarfs og hvemig það er nýtt. Búkolla í nýjum búningi í dag kl. 14.30 sýnir Möguleik- húsið leikritið Einstök uppgötv- un eða Búkolla í nýjum búningi í Ævintýra-Kringlunni á 3. hæð Kringlunnar. Ævintýra-Kringlan er bamagæsla og listasmiðja fyr- ir böm á aldrinum 2-8 ára. Hvasst við suðurströndina 987 mb lægð um 400 km suður af Vestmannaeyjum þokast norðvestur og grynnist. 1032 mb hæð er yfir Norður-Skandinavíu. Veðrið í dag í dag verður austankaldi en stinn- ingskaldi eða allhvasst við suður- ströndina. Rigning eða súld suðaust- an- og austanlands en smáskúrir annars staðar. Hiti 3 til 9 stig. Á höfuðborgarsvæðinu verður austankaldi, skýjað og skúrir af og til. Sólarlag í Reykjavík: 16.10 Sólarupprás á morgun: 10.22 Síðdegisflóð 1 Reykjavík: 01.02 Árdegisflóð á morgun: 01.02 Veðrið kl.12 á hádegi í gær: Akureyri skýjað 8 Akurnes rigning 8 Bergsstaöir skýjaó 3 Bolungarvík skýjaö 2 Egilsstaðir rigning og súld 7 Keflavíkurflugv. úrkoma í grennd 9 Kirkjubkl. rigning 8 Raufarhöfn þokumóöa 6 Reykjavik skýjaö 9 Stórhöföi þokumóöa 8 Helsinki þokumóöa -5 Kaupmannah. súld 5 Osló alskýjaö 4 Stokkhólmur skýjaö 3 Þórshöfn súld 8 Faro/Algarve skýjaö 16 Amsterdam þokumóöa 9 Barcelona mistur 12 Chicago þokumóöa 2 Dublin skýjaö 8 Frankfurt súld á síö. kls. 5 Glasgow léttskýjaö 7 Halifax léttskýjaö 0 Hamborg rigning á síö. kls. 0 Jan Mayen þokuruöningur 3 London skúr 10 Lúxemborg skýjaö 7 Malaga skýjaö 16 Mallorca rigning 13 Montreal 2 París alskýjaö 8 New York alskýjaó 7 Orlando hálfskýjaó 17 Nuuk heiöskírt -8 Róm skýjaö 12 Vín alskýjaö 0 Washington alskýjaö 4 Winnipeg alskýjaö -12 Hálsfesti eftir Huldu. Skartgripir úr ólíkum efnum Ií dag opnar Hulda B. Ágústs- dóttir sýningu á skartgripum í Gryfjunni, Listasafni ASÍ við Freyjugötu. Á sýningunni eru Istórir skartgripir sem unnir eru úr ólíkum efnum á borð við plast og þang. Þetta er fyrsta einkasýn- ing Huldu. Hún stundaði listnám í Ecole des Beaux Arts, Aix en Provance í Frakklandi 1974-1978 og við Myndlista- og handíðaskól- ann veturinn 1980-1981. Sýningin stendur til 7. desember. Sýningar KK á ferð um landið Þessa dagana er Kristján Kristjánsson, þekktari sem KK, á ferð um landið þvert og endilangt. Með honum í fór er hinn snjalli gít- arleikari Guðmundur Pétursson. Fyrst og fremst er KK að kynna ný lög af plötu sinni, Heimalandi, sem er margslungið verk eins og hans er von og 'úsa, en jafnframt fljóta með eldri og vinsæl lög, enda af nógu af taka. Má segja að tónleikar KK einkennist af blöndu af rokki og ballöðum. KK hefur undanfarna daga verið á Norðurlandi og í kvöld skemmtir hann Húsvíkingum í Samkomuhúsinu og hefjast tónleikamir kl. 21. Annað kvöld bregð- ur hann sér svo til Kópaskers og leikur í grunnskólanum þar, á mánudaginn er hann svo í Félagsheimilinu Hnitbjörgum á Raufar- höfn. Skemmtanir Sigga á Kaffi Akureyri Það eru fleiri þekktir tónlistarmenn úr poppheiminum á Norðurlandi um þessa helgi. Sigga Beinteins, sem eins og KK, hefur sent frá sér plötu, skemmtir ásamt félaga sinum, Grétari Örvarssyni, á Kaffi Akureyri í kvöld. Plata Siggu heitir einfaldlega Sigga og á henni syngur hún þekktar ballöður sem yfirleitt eru aðeins á færi þeirra sem hafa kröftuga rödd. KK skemmtir á Húsavík í kvöld. Myndgátan Þungur á fóðrum Myndgátan hér aö ofan lýsir nafnoröi. 16 daga draumur María Pétursdóttir opnaöi sýn- ingu á verkum sínum í Gallerí Geysi í Hinu húsinu við Ingólfs- torg á fimmtudaginn og ber sýn- ingin yfirskriftina 16 daga draumur. María stundar nám á þriðja ári í fjöltæknideild MHÍ og hefúr tekið þátt í ýmsum samsýn- ingum og gjörningum. Sýningin stendur yfir í sextán daga og er síðasti sýningardagur 5. des- ember. Lotto dans- keppni Hin árlega Lotto danskeppni Dansskóla Auðar Haralds og Danssmiðju Hermanns Ragnars verður haldin á morgun í íþrótta- húsi Seltjamarness og hefst keppnin kl. 1. Boðið er upp á keppni I mörgum aldursflokkum, allt frá 7 ára og yngri upp í 35 ára Dans og eldri og er aldursflokkum síð- an skipt niður í riðla. Sigurpörin í öllum riðlum fá Lottó-vinning en öll önnur pör á verðlaunapalli fá litlar gjafir. Liðakeppni milli dansskólanna er oröin fastur lið- ur í keppninni en hver dansskóli skipar eitt lið sem samanstendur af þremur danspörum. Liðin keppa í latin-dönsum. Gengið Almennt gengi LÍ 21. 11. 1997 kl. 9.15 Einina Kaup Sala Tollgenqi Dollar 70,860 71,220 71,190 Pund 119,700 120,310 119,320 Kan. dollar 49,860 50,170 50,390 Dönsk kr. 10,6800 10,7370 10,8160 Norsk kr 10,0050 10,0600 10,1040 Sænsk kr. 9,3330 9,3850 9,4910 Fi. mark 13,4820 13,5620 13,7340 Fra. franki 12,1410 12,2100 12,2900 Belg. franki 1,9702 1,9820 1,9972 Sviss. franki 50,0600 50,3400 50,4700 Holl. gyllini 36,0700 36,2900 36,5400 Þýskt mark 40,6700 40,8800 41,1800 ít. líra 0,041470 0,04173 0,041920 Aust sch. 5,7750 5,8110 5,8520 Port. escudo 0,3981 0,4005 0,4041 Spá. peseti 0,4812 0,4842 0,4875 Jap. yen 0,563100 0,56650 0,592600 Irskt pund 105,950 106,610 107,050 SDR 96,260000 96,84000 98,460000 ECU 80,5800 81,0700 81,1200 Símsvari vegna gengisskráningar 5623270
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.