Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1997, Blaðsíða 18
18
LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 1997 DV
dagur í lífi
Viðburðaríkur afmælisdagur
Lúðvík Geirsson, formaður Blaðamannafálags Islands:
Lúövík Geirsson á góöri stund á Sóloni íslandusi á afmælisdaginn. Bjarni Eiríksson lögfræöingur og Einar Faiur
Ingólfsson Ijósmyndari spjalla viö formanninn. DV-mynd Pjetur
„Þetta verður langur og strangur
dagur, en örugglega viðburðaríkur
og skemmtilegur var það fyrsta
sem flaug í huga mér þegar ég fór á
fætur árla á 100 ára afmælisdegi
Blaðamannafélagsins. Ég renndi í
huganum yfir dagskrá dagsins og
vissi ekki alveg hvemig þetta átti
allt að ganga upp. Þaö varð bara að
koma í ljós.
Það var foreldradagur í Víði-
staðaskóla og eldri strákamir tveir
fengu að sofa áfram, sælir og glað-
ir, en sá yngsti, liðlega ársgamall,
var kominn á fætur þegar ég kom
úr sturtu, þrátt fyrir að hafa verið
á fótum fram undir miðnætti
kvöldið áður. Eftir morgunskatt og
blaðalestur var kastað kveðju á
konuna og þann yngsta og stefnan
tekin á útvarpshúsið í fyrsta viðtal
dagsins.
Stórt hagsmunamál
Næst lá leiðin á skrifstofu BÍ í
Síðumúlanum þar sem ég byrjaði á
því að senda fax á ritstjómir og
fréttastofur um afmælisfundinn þá
um kvöldið. Stoppið á skrifstofunni
var stutt því næst á dagskrá kl. 9.30
var fundur hjá Fjölís, sem eru höf-
undarréttarsamtök sem gæta m.a.
hagsmuna blaðamanna, rithöf-
unda, tónlistar- og myndlistar-
manna. Til umræðu vom m.a. nýj-
ustu niðurstöður úr könnun sem
Hagvangur er að vinna fyrir Fjölís
og stjómarráðið um ljósritun hjá
hinum ýmsu stofnunum og emb-
ættum ríkisins, en þessi könnun er
ákveðinn grundvöllur fyrir endan-
legum samningum aðila um höf-
undargreiðslur frá ríkinu vegna
ljósritunar á höfundarréttarvörðu
efhi. Hér er um stórt hagsmunamál
að ræða, ekki síst fyrir blaðamenn.
Frá höfuðstöðvum Fjölíss í Borg-
artúni lá leiðin upp á Hótel ísland
þar sem við Fríða Bjömsdóttir,
framkvæmdastjóri BÍ, Sigmundur
Emir, aðstoðarfréttastjóri á Stöð 2,
Guðrún Björk veitingastjóri og
Ólafur Laufdal höfðum mælt okkur
mót til að fara yfír skipulag afmæl-
ishátíðarinnar og pressuballsins á
laugardag. Það var létt yfir fólki
enda búið að ganga frá flestum at-
riðum, stómm sem smáum, svo að
hátíðin verði sem glæsilegust.
Við Fríða fórum frá Hótel íslandi
beinustu leið upp á skrifstofu þar
sem Svanhildur bókari stóð vakt-
ina og það fyrsta sem blasti við
augum okkar er við komum inn
var glæsileg blómaskreyting frá
sambýlingum okkar í Securitas og
stór afmælispakki frá okkar helstu
viðsemjendum í Samtökum iðnað-
arins.
Það var í nógu að snúast, afmæl-
isrit BÍ var að koma úr prentun. Ég
leyfði mér að skjótast úr miðju kafi
suður í Fiörð til að sitja fund í
hafnarstjórn. Þessum fundi gat ég
ekki sleppt, því það var verið að
ganga frá tillögum að fjárhagsáætl-
un hafnarinnar fyrir næsta ár og
önnur áhugaverð mál voru einnig
til umfjöllunar.
Aftur inn í Síðumúla til að ganga
frá ýmsum lausum endum og síðan
var ég staðráðinn í að komast heim
og heilsa upp á heimilisfólkið og ná
smáhvíld fyrir kvöldfundinn á Sól-
on, en áður leit ég við á Ríkisút-
varpinu í stutt viðtal við Hjördisi
Árnadóttur fyrir kvöldfréttirnar.
Hún eins og fleiri fréttamenn höfðu
áhuga á að heyra meira af þeim
hugmyndum og tillögum sem hafa
verið uppi á borðinu að undan-
fórnu um hugsanlegt samstarf
hinna ýmsu félaga og starfshópa
sem koma að fjölmiðlun með ein-
um og öðrum hætti, nokkurs konar
Fjölmiðlasamband íslands.
Mikið ritverk
Afmælisdagskráin á Sólon hófst
upp úr hálfníu um kvöldið. Þá voru
nákvæmlega 100 ár liðin frá stofn-
un félagsins okkar, en stofnfundur-
inn var haldinn í salarkynnum
gamla Hótel íslands sem stóð þar
sem nú er Ingólfstorg. Það var gam-
an að sjá eldri félaga bera saman
bækur sínar og riija upp gamla og
góða tíma úr faginu og ekki síður
var fróðlegur upplestur úr væntan-
legri Fíölmiðlasögu íslands sem
Guðjón Friðriksson, sagnfræðingur
og fyrrum blaðamaður, hefur tekið
saman fyrir Blaðamannafélagið.
Þetta mikla ritverk, sem verður
hátt í 700 blaðsíður í stóru broti og
ríkulega myndskreytt, mun koma
út nú fljótlega eftir áramótin.
Á hátíðarfundinum voru þrír fé-
lagsmenn heiðraðir en þeir hafa
allir náð 40 ára starfsaldri við fjöl-
miðlun. Það eru þeir Atli Steinars-
son, Bjöm Jóhannsson og Gisli Sig-
urðsson, allir enn á fullu í faginu.
Það var góð stemning á Sólon þetta
kvöld, góðar gjafir og kveðjur bár-
ust frá samstarfsmönnum okkar í
Félagi bókagerðarmanna og VÍB
sem heldur utan um rekstur Lífeyr-
issjóðs blaðamanna.
Bfllinn skrautlegur
Klukkan var langt gengin í eitt
þegar við tókum saman blóm og
gjafir og bárum út í bílinn minn.
Ég skilaði Fríðu heim í Heiðar-
gerði og við vorum sammála um að
best væri að geyma blómin í bíln-
um yfir nóttina. Það var óneitan-
lega skrautlegt að líta inn í bílinn
þegar ég var búinn að leggja fyrir
utan heima á Miðvanginum og ég
velti því fyrir mér hvað nágrann-
amir myndu hugsa þegar þeir færu
út á bílastæði um morguninn.
Konan færði mér þau gleðitíð-
indi að HaukarniF mínir hefðu
unnið glæstan sigur í handboltan-
um fyrr um kvöldið svo ég gat ekki
annað en verið hæstánægður með
langan og strangan en umfram allt
skemmtilegan afmælisdag."
Finnur þú fimm breytingar? 438
Nafn: _
Heimili:
Vinningshafar fyrír getraun nr. 436 eru:
1. verölaun: 2. verðlaun:
Sveinbjorn Pétursson Rögnvaldur Krístbjömsson.
Fagraholti 5, Gaukshólum 2
400 Isafjörður. 111 Reykjavík.
Myndimar tvær virðast við fyrstu
sýn eins en þegar betur er að gáð kem-
ur í ljós að á myndinni til hægri hefur
fimm atriðum verið breytt. Finnir þú
þessi fimm atriði skaltu merkja við
þau með krossi á myndinni til hægri
og senda okkur hana ásamt nafni þínu
og heimilisfangi. Að tveimur vikum
liðnum birtum við nöfn sigurvegar-
anna.
1. verðlaun:
Hitachi-útvarpsverkjari frá Sjón-
varpsmiðstöðinni, Síðumúla 2, að
verðmæti kr. 3.490,-
2. verðlaun:
Tvær Úrvalsbækur að verðmæti kr.
1570, Sekur eftir Scott Turow og Kóli-
brísúpan eftir David Parry og Patrick
Withrow.
Vinningarnir verða sendir heim.
Merkið umslagiö með lausninni:
Finnur þú fimm breytingar? 438
c/o DV, pósthólf 5380
125 Reykjavik