Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1997, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1997, Blaðsíða 23
f>V LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 1997 23 Sagt hefur verið að veruleikinn sé oft ótrúlegri en nokkur skáld- skapur. Frásögn af mannráni eftir Marquez greinir frá sönnum at- burðum, gíslatöku eiturlyfjagreif- ans Escobars í Kólumbíu árið 1990. Sú saga er ekki síður mögn- uð en skáldsögur kappans og snilld hans nýtur sín ekki síður. Marquez hefur ávallt reynt að lýsa samfélagi i verkum sínum og þó að sögurnar hafi verið skáldað- Bókmenntir Ármann Jakobsson ar hefur hann leitað sannleikans. Það gerir hann einnig hér. At- burðarásin væri efni í ágætan reyfara en hann stenst þá freist- ingu. Ekki er um að ræða baráttu góðs og ills sem lýkur með sigri hans góða. Þvert á móti dregur höfundur fram þversagnir ástandsins í Kólumbíu. Það er ekki góður endir þegar eiturlyfja- kóngurinn fellur í lokin. Þvert á móti hefur lesarinn fengið all- nokkra samúð með honum, þrátt fyrir ailt. í Kólumbíu eru mannrán og morð daglegt brauð en eigi að síð- ur er hverdagurinn þar eins og annars staðar, menn vinna, eru við nám og eiga böm. Þessi þver- sagnakennda tilvera er dregin upp í frásögninni af slíkri list að gleymist engum sem les. Hér kem- ur að þvi sem einkennir góðar bókmenntir, þær einfalda ekki veruleikann eða pakka honum inn í glanspappír heldur sprauta hon- um beint í æð lesarans. Um leið er þeim sem koma við sögu, aðalpersónum sem aukaper- sónum, lýst þannig að hægt er að setja sig í spor hvers og eins. Per- sónusköpunin hefur löngum verið ein sterkasta hlið Marquez og nú kemur á daginn að engu máli skiptir hvort um er að ræða per- sónur í skáldsögu eða sannri sögu. FRÁSÖGN af MANNRÁNI Við sögu koma meðal annars allir forsetar Kólumbíu frá 1970, og ef- laust munu kólumbiskir lesendur Marquez þekkja marga sem birtast á sviðinu, en hann lýsir þeim þannig fyrir ókunnugum að þeim finnst þeir vera frá Kólumbíu líka og jafnvel í fjölskyldu Maruju Pac- hón, aðalpersónunnar. Slíkt er að- eins á færi mestu snillinga. Það er ástæðulaust að hafa fleiri orð um snilld Marquez, nóg að segja að sjaldan hefur honum tek- ist betur upp. Enginn leggur Frá- sögn af mannráni frá sér óhrærð- ur. Gabriel García Marquez: Frásögn af mannráni Tómas R. Einarsson íslenskaði Mál og menning 1997 HERKULES CENOURTIL LIÐS VIÐ ÆSKULÍNUFÉLAÚA Nú eru skemmtilegir tímar hjáÆskulínufélögum. Þeir sem tæma baukinn fá flott verðlaun: Herkúlesar vatnsbrúsa* og Herkúlesar litabók, NYIR FELACAR ERU VELKOMNIR Allir krakkar sem vilja gerast Æskulínufélagar geta komið í næsta Búnaðarbanka og lagt inn 1000 kr. á Stjörnubók Æskulínunnar. Þeir fá afhentan Herkúlesar bol og sparibaukinn Snæfinn eða Snædísi. BUNAÐARBANKINN -Traustur banki 'Meðan birgðir endast. TAKIÐ ÞATTI HERKULESARLEIKNUM. DRECIÐ VERÐUR30. DESEMBER. ÞATTTÓKUSEPLAR ERU AFHENTIR í ÖLLUM ÚTIBÚUM BÚNAÐARBANKANS OC í SAMBÍÓUNUM 600 vinningar: 5 stórir Pegasus hestar • 25 litlir Pegasus hestar* 300 krakkarfátvo miða á Herkúlesarmyndina í Sambíóunum • 200 Herkúlesarmyndateningar • 50 Orkupakkar (Orkulýsi og Orkufjör)* 20 fá aðild að Æskulínunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.