Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1997, Blaðsíða 37
JL>V LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 1997
Qaðamennska « '
- talað hefur verið um Fríðu Björnsdóttur sem mnður Blaðamannafélagsins
„Ég er nokkuð viss um að blaða-
maður verði ekki góður ef hann hef-
ur ekki ánægju af því sem hann er
að gera. Mitt stærsta vandamál er
að ég hef eiginlega of mikinn áhuga.
Ég er alltaf að hugsa um vinnuna.
Þetta er vissulega baktería. Þú ert
kannski ekki með hana til að byrja
með en fáirðu hana er erfitt að
losna við hana,“ segir Fríða Bjöms-
dóttir, starfsmaður Blaðamannafé-
lags íslands, þegar DV hitti hana að
máli á hundraðasta afmælisdegi fé-
lagsins í vikunni. Auk starfa sinna
hjá félaginu er Fríða sískrifandi,
mest í blöð Fróða.
Tilviljun
Fríða segist hafa gerst blaðamað-
ur fyrir einskæra tilviljun. Hún
lauk stúdentsprófi frá MR og fór síð-
an i eitt ár til Bandaríkjanna. Henni
hafði verið sagt að ef hún sækti um
í blaðmennsku væri líklegt að hún
fengi styrk, Bandaríkjamenn væm
mjcg hrifnir af því að fá slíkt fólk í
nám til sín.
„Ég setti því blaðamennsku í mn-
sóknina og viti menn, ég fékk
styrk,“ segir Fríða. Eftir vemna úti
tók við eitt ár í Háskólanum hér
heima.
„Sumarið 1961 hóf ég störf á aðal-
pósthúsinu í Reykjavík, hafði verið
þar í þrjá daga þegar þangað kom
kona sem ég þekkti. Henni fannst
ómögulegt að ég væri að vinna við
þetta þar sem ég væri búin að
„læra“ til blaðamennsku. Hún fór
til Jóns Magnússonar, þáverandi
fréttastjóra á útvarpinu, og sagði
honum að ég yrði bara að fá vinnu,
ég kynni örugglega vel til verka.
Sem betur fer vantaði fólk og ég var
ráðin. Á útvarpinu var ég fram í
október, fór í skólann aftur fram í
janúar og byrjaði þá á Tímanum.
Þar hætti ég siðan i árslok 1981 þeg-
ar mig vantaði aðeins mánuð upp á
tuttugu árin.“
Varð að velja
Aðspurð um ástæðuna fyrir því
að hún hætti á Tímanum segir
Fríða að hún hafi orðið að velja á
milli, annaðhvort að „fóma“ sér fyr-
ir félagið eða hætta þar og einbeita
sér að skrifum í blaðið. Niðurstaðan
varð sú að ég valdi Blaðamannafé-
lagið og að skrifa í lausamennsku
með.
Fríða er af sumum nefnd móðir
Blaðamannafélagsins og víst er að
fáir hafa starfað lengur að hags-
munamálum blaðamanna en hún.
Hún var fyrst kosin til vara-
mennsku í stjórn félagsins 1973 og
tveimur árum síðar tók hún við
gjaldkerastarfi af Atla Steinarssyni.
Því gegndi hún í nokkur ár en eftir
að hún var komin í fast starf fyrir
félagið fannst henni ástæða til þess
að víkja úr stjóm, „dreifa valdinu"
aðeins. Hún segist hafa verið komin
í fast hlutastarf í kringum 1982. En
hvert hefur starfssvið hennar verið?
„Ég held að félagarnir sjái mig að-
allega i hlutverki nirfilsins," segir
Fríða og hlær. „Ég hef reynt að
halda utan um peningana í harðri
baráttu. Innheimta félagsgjalda hef-
ur verið á minni könnu og í raun
hinn daglegi rekstur félagsins, um-
sjón sumarhúsanna og annarra
eigna og fleira og fleira."
Gagnkvæmt traust
Áður en Lúðvík Geirsson kom
inn sem starfandi formaður vom
formennimir ekki í beinu starfi hjá
félaginu og þá mæddi meira á Fríðu
að svara öOu sem varðar kjara-
samninga og þess háttar. Nú eru
kjara- og samningamálin meira í
höndum formannsins. Fríða segist
þó fylgjast vel með og taka þátt í
þeim umræðum öUum. Hún segist
ánægð með scunstcufið við útgefend-
ur.
„Ég held að gagnkvæmt traust
ríki á miUi okkar og útgefenda. Við
höfum kappkostað að vinna að heU-
indum gagnvart þeim, ekki siður en
félagsmönnunum, og það hefur skil-
að sér í góðri samvinnu," segir
Fríða og bætir við að þrátt fyrir
þetta sé meira um ágreiningsatriði í
samningum nú en áður. Samning-
amir séu orðnir miklu flóknari og
því komi oft upp atriði sem Blaða-
mannafélagið þurfi að vinna í.
„Áður voru hreinlega engir samn-
ingar tU um vinnuskyldu sem
dæmi. Blaðamannsstarfið var ekki
mjög fjölskylduvænt starf í þá daga
en ég held að það hljóti aö vera að
breytast."
Þekkti flesta
Aðspurð hvort þetta hafi verið
skemmtUegt starf segir Fríða svo
vera. Hún segir félagið aUtaf hafa
verið svo lítið og lengi framan af
hafl hún þekkt velflesta félagana og
jafnvel unnið með þeim.
„Af og tU hef ég hugsað að nú
væri rétt að hætta en ætli ég geri
það nokkuð úr þessu. Ég er í mikiUi
vinnu við skrif í dag og ætla að
halda því áfram,“ segir Fríða
Bjömsdóttir sem hefur í tómstund-
um sínum verið í Ferðamálaskólan-
um. Hún útskrifast þaðan í vor, „ef
guð lofar“ en hefur engin áform um
að leggja ferðaiðnaðinn undir sig.
F élagsmálaráðuney tið
Starfsmenntaráð
Félagsmálaráðuneytið auglýsir hér með opinn fund starfsmennta-
ráðs sem haldinn verður miðvikudaginn 26. nóvember nk., kl.
16.00, í Borgartúni 6, Reykjavík. A fundinum verður fjallað um
úthlutun styrkja úr starfsmenntasjóði vegna starfsmenntunar í at-
vinnulífmu skv. lögum nr. 19/1992 og farið yfir starfíð á árinu. Þá
verða haldin tvö stutt erindi um starfsmenntun atvinnulífsins.
Starfsmenntaráð starfar skv. lögum um starfsmenntun í atvinnulífmu, nr. 19/1992. Mark-
mið laganna er að hvetja til aukinnar starfsmenntunnar í atvinnulífinum sbr. 1 gr. lag-
anna, m.a. með námskeiðahaldi. f starfsmenntaráði sitja 6 fulltrúar atvinnurekenda og
launafólks, auk fulltrúa félagsmálaráðuneytisins. Hlutverk starfsmenntaráðsins er að út-
hluta styrkjum til starfsmenntunar og vera stjómvöldum til ráðuneytis um stefnumótun
og aðgerðir á sviði starfsmenntunar.
Félagsmálaráðuneytið, 19. nóvember 1997.