Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1997, Blaðsíða 12
12
LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 1997
iðtal
- Helgi Björnsson breytir til, ætlar að hvíla rokkarann og langar á leiksvið á ný
„Þegar ég var búinn að gera
fimm, sex lög á plötuna áttaði ég
mig á því að þau væru afar ólík því
sem ég hafði áður gert, rólegri og
persónulegri. Ég staldraði við og
spurði mig hvort þetta væri raun-
verulega það sem ég ætlaði að
gera. Ég var viss um að þetta félli
ekki alveg inn í þá ímynd sem ég
veit að fólk hefur haft af rokkaran-
um Helga Björnssyni og velti þvi
fyrir mér hvernig þessu yrði tekið
en sagði svo við sjálfan mig að
þetta væri það sem væri að gerast
í mínu lífi. Þetta er satt. Því þá að
vera að búa eitthvað til, bara svo
maður falli inn í einhverja gamla
ímynd?“ segir Helgi Björnsson,
tónlistarmaður og leikari, í samtali
við DV. Helgi hefur nýverið sent
frá sér sólóplötu þar sem kveður
heldur betur við nýjan tón. Hann
samdi bæði lög og texta á plötunni
jafnhliða því að sinna búi og börn-
um þegar fjölskyldan bjó í Flórens
á Ítalíu á liðnu ári. Hann segir
þann tíma hafa verið afar góðan og
platan beri algerlega keim af þeim
aðstæðum sem hún sé samin við,
börnin að leik í kringum hann,
huggulegheit með fjölskyldunni,
stresslaust og afslappað líf. Er það
þá satt sem sagt er, að Helgi
Björnsson sé nýr og breyttur?
Eins og á togara
„Mér dettur ekki í hug að fara að
gefa út einhverjar yfirlýsingar um
að ég sé nýr og breyttur, innan sem
utan. Það getur verið erfitt að
standa við það. Hins vegar neita ég
því ekki að ég hef tekið ákvörðun
um að skipta um áherslur. Ég ætla
að leggja rokkaranum aðeins og
langar að helga mig meira leiklist-
inni á ný.“
Helgi segir þá félaga i SSSól hafa
ákveðið að taka sér hlé en útilokar
ekki að hann muni klæðast rokk-
buxunum við og við og rifja upp
taktana. Meginstefnan sé þó að
skipta um gír.
„Við erum búnir að vera stans-
laust að í fimm ár, höfum verið að
troða upp um hverja einustu helgi.
Þetta er eins og vera á togara í brjál-
uðu fiskiríi og alltaf á vakt. Menn
þurfa vitanlega að undirbúa spilirí-
ið og síðan er það ballið, frágangur
og keyrsla á svefnstaðinn. Á kodd-
ann kemst maður kannski ekki fyrr
en undir sjö að morgni, sefur þrjá,
Qóra tíma og þá það sama á ný.
Fjarvistirnar hafa verið miklar frá
fjölskyldunni og mér finnst vera
kominn tími til aö hægja á. Ég er
búinn að fá nóg af hasarnum í bili
og ætla að breyta til,“ segir Helgi,
yfirvegaður og ánægður með
ákvörðunina.
Dálítið geggjað
Helgi útskrifaðist úr Leiklistar-
skólanum 1983 og lék þá samfleytt í
níu ár, tvö til þrjú stór hlutverk á
sviði á hverjum vetri, auk þess að
taka þátt í einhverjum kvikmynd-
um. Árið 1992 tók hann ákvörðun
um að helga sig Sólinni. Þá hafði
hann veriö á fullu að leika og spilað
að auki í nokkurn tíma. Það segir
hann hafa verið orðið dálitið geggj-
að. Vinnan hafi verið rosalega mik-
il. Bandið var heitt, bæði hér heima
og víðar, og Helga fannst skynsam-
legra að taka tónlistina fram yfir.
Þar voru möguleikarnir meiri á
þeim tíma, hann gæti frekar snúið
aftur í leiklistina heldur en að dusta
rykið cif popphljómsveit eftir nokk-
urra ára hlé.
Ég er mjög sáttur við að hafa tek-
ið þessa ákvörðun á þeim tíma. Ég
hef verið þeirrar gæfu aðnjótandi að
geta sinnt þessum tveimur ástríðum
í lifi mínu, leiklistinni og tónlist-
inni, og það er merkilegt að sú
ástríðan sem ég er ekki að sinna i
það og það skiptið freistar alltaf
meira. Nú finn ég að leiklistar-
ástríðan togar verulega og mig er
virkilega farið að langa á leiksvið á
ný.“
Helgi segir að það sem leikarar
þurfl til þess að geta staðið sig í
stykkinu sé ekki síst góður reynslu-
heimur. Að eiga góða skjóðu til að
leita í og draga upp úr ýmsa hluti
sem nýtist þeim við að túlka hinar
og þessar persónur.
Á sviðið á ný
í þeim efnum hefur vinnan í tón-
listinni verið sannkölluð fjársjóðs-
leit, flakkið um landið við alls kon-
ar kringumstæður, hitta fjölda
skemmtilegra persóna og upplifa
ótrúlegustu hluti. Ég á orðið stóra
og mikla skjóðu til að kafa ofan í og
hún á eftir að nýtast mér á svið-
inu.“
Eins og áður segir er sólóplatan
hans Helga nýkomin út. Valgeir
Sigurðsson sá um upptökur og upp-
tökustjórn og meðal annarra sem
við sögu koma má nefna Jakob S.
Magnússon Atla Örvarsson, Eyþór
Gunnarsson, Lárus Sigurðsson,
Gunnlaug Briem, KK og Ellen
Kristjánsdóttur. Helgi segist ekki
ætla að fylgja plötunni eftir með
tónleikaferð um landið, slíkt sé of
kostnaðarsamt. Hann segist frekar
ætla á næstu vikum að fara í
„heimsóknarferðir", einn með
kassagítarinn, í skólana, plötu-
verslanir og slíkt. Og síðan er það
vitaskuld leiklistin. Eftir flmm ára
fjarvistir af leiksviðinu hefur hann
m.a. verið ráðinn til þess að leika í
kvikmynd, söngleik í Þjóöleikhús-
inu og rokkóperu í íslensku óper-
unni.
„í desember byrja í Þjóðleikhús-
inu æfingar á nýjum Gauragangi
eftir Ólaf Hauk Símonarson. Þar
fara aðalgaurarnir til Kaupmanna-
hafnar og ég er einn þeira ævintýra-
manna sem þeir hitta á ferðalagi
sínu. Líkt og í fyrra verkinu skipar
tónlistin stóran sess. Jón Ólafsson
semur hana,“ segir Helgi og bætir
við að stefnt sé að frumsýningu í
byrjun febrúar.
Annað spennandi verkefni sem
Helgi hefur gert samning um að
syngja er eitt af fjórum stærstu hlut-
verkunum í rokkóperunni Carmen
Negra. það verk er skrifað upp úr
Carmen, óperunni sivinsælu, og
efniviðurinn færður fram til dags-
ins í dag. Sagan gerist í fasistaríki i
Suður-Ameríku og sem dæmi um
hvernig hlutum er snúið við er
nautabaninn í Carmen fótbolta-
stjarna í Carmen Negra. Rokkóper-
an verður sýnd í íslensku óperunni
á vori komanda.
r
I kvikmynd líka
„Ég vissi svo sem ekkert af þessu
fyrr en hringt var í mig og ég beð-
inn að koma og syngja fyrir. Leik-
stjórinn og handritshöfundurinn
voru hér á landi og höfðu samband
við mig skömmu áður en þeir fóru
utan. Ég var beðinn að syngja eitt
lag úr verkinu, söng það fyrir þá og
þeir réðu mig. Mér finnst þetta mjög
spennandi því það er alltaf lær-
dómsríkt að vinna með góðu fólki
sem kemur annars staðar frá,“ seg-
ir Helgi.
Leikarinn segist hafa tekið
ákvörðun um að fara á svið á ný eft-
ir að ráðið var í hlutverk í leikhús-
in fyrir veturinn og því sé engin
furða að hann verði ekki þar á fjöl-
um í vetur. Hann vonast þó til að fá
tækifæri til þess að leika í öðru en
söngleikjum, t.d. dramatískum
verkum. Sjálfur segist hann bæði
treysta sér í gaman- og alvöruhlut-
verk.
„Ég byrja líka á spennandi verk-
efni nú í desember. Þá hefjast tökur
á nýrri kvikmynd sem Einar Gunn-
laugsson er að fara að gera og heit-
ir Sweet Bananas, mynd sem unnin
er í samvinnu við breska aðila. Ég
verð þarna í góðum hópi leikara,
meðal annarra mjög þekktum
breskum leikara, Michael Gambon,
sem leikið hefur í þekktum bíó-
myndum og fjölda breskra sjón-
varpsmynda."
Langar að leikstýra
Helgi ætlar ekki að leggjast með
tærnar upp í loft, síður en svo.
Hann segist vel geta hugsað sér
aðra sólóplötu. Hann sé ofsalega
montinn með viðtökur plötunnar
nú og það sé honum mikil hvatning
til að halda áfram. Aldrei sé að vita
nema önnur komi út að ári. Hann
eigi þegar nokkuð af efni. En Helgi
á sér fleiri framtíðardrauma.
„Mig langar að stjórna uppfærsl-
um á sviði, annaðhvort að leikstýra
eða framleiða. í mér býr leikstjóri
sem mig langar að reyna á og ég er
þegar með nokkrar hugmyndir að
verkum. Síðan lagði ég grunninn að
kvikmyndahandriti í Flórens. Mig
langar að gera a.m.k. eina kvik-
mynd og vonast til þess að geta haf-
ið tökur á henni fyrir aldamót. Nei,
ég er ekkert að leggjast í einhver ró-
legheit. Ég er mikill skorpumaður
og vil láta að mér kveða,“ segir
Helgi Björnsson í samtali við DV.
Stoltur af nýju plötunni stefnir
hann að útgáfutónleikum i Islensku
óperunni 3. desember. -sv