Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1997, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1997, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 1997 E>"V Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjómariormaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON OG ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON OG ELÍN HIRST Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLT111,105 RVlK, SIMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: (SAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftan/erö á mánuði 1800 kr. m. vsk. Lausasöluverð 160 kr. m. vsk., Helgarblað 220 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins (stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Spennandi verkefni Erfitt en óhjákvæmilegt verður fyrir íslendinga að taka þátt í niðurstöðu Kyoto-fundarins um takmörkun á losun efna, sem valda loftslagsbreytingum. Ef samkomu- lag verður, má búast við, að þjóðir mikilla utanríkisvið- skipta eigi erfitt með að neita að taka þátt. Loftslagsfræðingar deila minna en áður um áhrif efna- losunar á loftslagið. Hinir bjartsýnu í hópi þeirra telja, að hitinn muni hækka um tvö stig á næstu áratugum. Það dugar til að bræða ísþekjur, breyta hafstraumum og hækka yfirborð sjávar. Því þarf að grípa í taumana. Gagnaðgerðir eru sérstaklega mikilvægar fyrir fisk- veiðiþjóð í strandríki. Fiskigöngur tengjast mótum kaldra og heitra hafstrauma. Ef þeir færast til, getur ör- deyða orðið á fengsælum fiskimiðum. Ennfremur spill- ast hafnir og mannvirki, ef sjór gengur á land. Verkefni okkar á Kyoto-fundinum getur því ekki falizt í að fara undan í flæmingi með því að styðja metnaðar- lítil markmið, frestanir og undanþágur. Við eigum hags- muna okkar vegna að vera í hópi þeirra þjóða, sem lengst vilja ganga til að sporna gegn loftmengun. Hingað til hafa aðgerðir okkar á þessum sviðum ver- ið fremur ódýrar. Við höfum að mestu flutt notkun okk- ar á rafmagni, ljósum og hita yfir í tiltölulega vistvæna orkugjafa. Við eigum hins vegar eftir að fást við meng- andi útblástur bíla, skipa og stóriðjuvera. Áþreifanlegasta vandamálið er, að fyrirhuguð stóriðja á íslandi mun auka loftmengun á íslandi á sama tíma og við skuldbindum okkur til að minnka hana. Flestir eru sammála um, að ekki sé ástæða til að ætla, að Kyoto- fundurinn gefi okkur svigrúm til undanbragða. Stóriðjusinnar verða annað hvort að leggja drauma sína að meira eða minna leyti til hliðar eða útvega stóriðju, sem ekki mengar. Ekki er nóg að semja reglur um mengunarvarnir, heldur sjá um að þær séu ekki þverbrotnar eins og í sóðaverinu á Grundartanga. Önnur leið til að koma orku landsins í verð er að leiða hana í rafmagnskapli á hafsbotni til Evrópuríkja, sem tækju þá á sig stóriðjuvandræðin og kostnaðinn við þau. Þessi leið hefur lengi verið til umræðu og verður raun- ar álitlegri með hverju árinu, sem líður. Á Kyoto-fundinum verður ekki stefnt að óbreyttum út- blæstri mengandi lofttegunda, heldur beinlínis að minnkun. Evrópusambandið vill til dæmis minnka mengunina um 15% árin 1990-2010. Til þess að ná slíku marki, þurfum við að taka á fleiru en stóriðjunni. Við komumst ekki hjá að gera dýrar ráðstafanir til að minnka mengun af völdum véla í bílum og skipum. Stjórnvöld verða að taka forustu á því sviði. Sennilega verður að taka upp koltvísýringsskatt, er renni til þeirra aðila, sem koma sínum málum á hreint. Notkun vetnis sem eldsneytis í vélum skipa og bíla getur gerbreytt erfiðri stöðu íslands. Tilraunir og rann- sóknir á því sviði hafa gengið svo vel, að full ástæða er til að ætla, að vetni fari senn að verða hagkvæmur orku- gjafi. Þar þurfum við að verða í fararbroddi. Að svo miklu leyti sem vandkvæði verða á notkun vetnis í samgöngum á landi, þeim mun meiri ástæða er til að beina sjónum okkar að rafmagnsbílum og raf- magnssporbrautum. Fyrsta skrefið er að gefa slíkum tækjum afslátt af núgildandi innflutningsgjöldum. Þetta eru ekki vandamál, heldur spennandi verkefni. Ef við viljum, getum við náð Kyoto-markmiðunum, hver sem þau verða. Og það er í okkar eigin þágu. Jónas Kristjánsson Af þýsku þunglyndi Næst þegar Þjóðverjar ganga til kosninga, í september 1998, hefur Kohl setið í Kanslaraamtinu í bonn í 4 kjörtímabil - 16 ár. Þar með hefur hann slegið eldri met járnkanzlarans Bismarks á öld- inni sem leið og öldungsins Adenauers á tima þýzka efna- hagsundursins eftir stríð. Ungir Þjóðverjar muna ekki annan landsföður en Helmut Kohl. Hann er orðinn eilífur augnakall. Þetta hafa engir leikið eftir hon- um, þ.e.a.s. af þeim sem eiga líf sitt undir duttlungum kjósenda. Hann gekk í flokkinn fyrir meira en hálfri öld. Hann hefur verið flokksformaður i 24 ár. Hann hef- ur stýrt kristilegum demókrötum í 6 þjóðþingskosningum og meira en 50 fylkiskosningum. Og ntá hef- ur hann ákveðið að bjóða sig fram sem kanslara einu sinni enn. Hann treystir ekki viðvaningum til að stýra Þýzkalandi inn í nýja öld. Kohl er tákn stöðugleikans - og íhaldseminnar - í stjórnmálum Sambandslýðveldisins eftir stríð. Valdaskipti hafa aðeins orðið tvisvar sinnum á hálfri öld. í fyrra skiptið þegar Wiily Brandt leiddi jafnaðarmenn til valda 1969. í seinna skiptið þegar Helmut Schmidt afhenti nafna sínum Kohl völdin 1982. Þrír einstaklingar hafa borið ægishjálm yfir alla aðra þennan tíma: Adenuer, Brandt og Kohl. Aldrei í sögu þýska ríkisins hafa Þjóðverjar notið friðar og hagsældar jafnlengi og í jafn- ríkum mæli. Og tákn stöðugleik- ans er engin smásmíði: Tveir metrar á hæð og 150 kg. Og býður gestum sínum gjaman að háma í sig svínalappir og súrkál og karmamellubúðing á eftir. En þeir sem deildu með honum sviði heimsstjórnmálanna á 9unda og Erlend tíðindi Jón Baldvin Hannibalsson lOunda áratugnum (og nutu gest- risni hans yfir þessum krásum) eru allir horfnir sjónum: Reagan og Thatcher, Mitterrand og Gor- bachov heyra allir til liðinna tíð. En þýzka átvaglið neitar að standa upp frá borðinu. En hversu lengi enn verður honum til veizl- unnar boðið? „Þýskaland þjáðist af langvar- andi meltingartruflunum,“ segir Roman Herz í umvöndunarræðu af forsetastóli. Og bætir við að pólitísk æðaþrengsli lýsi sér þessa stundina í alvarlegu þunglyndi. Ólíkt Reagan og Thatcher og Gor- bachov - og m.a.s. Mitterrand, sem öll beittu sér fyrir róttækum kerfísbreytingum á valdatíma sinum, hefur Kohl helzt unnið sér það til frægðar að sitja sem fastast sem óbifanlegt hlass ofan á óbreyttu ástandi. Kohl hefur sett Þýzkalands- og Evrópumet i at- vinnuleysi, skuldasöfnun, ríkis- forsjá og reglugerðarfári. Stóru fyrirtækjasamsteypurnar semja á landsvísu við stóru verkalýðssam- böndin um að viðhalda „sam- stöðu“ um óbreytt ástand. Sköp- unarkraftur og einkaframtak - lít- il og meðalstór fyrirtæki sem hvarvetna annars staðar eru í far- arbroddi tæknibreytinga og nýj- unga - eru að kafna í lognmollu miðjumoðsins. Og Þjóðverjar eld- ast hratt eins og kanslarinn. Áður en Kohl tók við völdum voru 5 vinnandi Þjóðverjar til að halda uppi hverjum einum lífeyrisþega og atvinnuleysingja. Nú eru 2 til að vinna fyrir hverjum einum sem horfinn er af vinnumarkaðn- um. Árið 2010 verður hlutfallið orðið einn á móti einum - ef ekki verður gripið til róttækra ráðstaf- ana í tæka tíð. Samt sem áður bendir fátt til þess að Þjóðverjar hafi fengið sig fullsadda af Kohl, kanslara stöðug- leikans. Skoðanakannanir gefa sósíaldemókrötum og græningjum að visu forskot yfir valdabandalag Kohls, sem styðst við tæpan meiri- hluta með smáflokki frjálsra dem- ókrata en það er of snemmt að af- skrifa aldursforseta evrópskra stjórnmála. Hann var þrátt fyrir aht maðurinn sem hikaði ekki við að kaupa sameiningu Þýskalands á uppsprengdu verði, þótt eftir á að hyggja megi rekja rót vandans nú að verulegu leyti til þeirrar reikningsskekkju. Og Kohl er lík- lega eini maðurinn sem Þjóðverj- ar treysta til að festa hinn nýja, sameiginlega gjaldmiðil Evrópu í sessi, evróið. Og þar er komið að pyngju Þjóðverjans. Kannski veg- ur hún að lokum þyngra en um- vandanir Herzogs forseta um ó- bærilegt þunglyndi tilverunnar. Helmut Kohl, kanslari Þýskalands, og kona hans, Hannelore, í léttri sveifiu á árlegum fjölmiðladansleik í Bonn á dögunum. Þetta var fyrsti dansleikur Kohls af þessu tagi í sjö ár. Símamynd Reuter ^oðanir annarra IHryðjuverk „Blóðuga hryöjuverkastarfsemin, sem á áttunda áratugnum beindist gegn stjómvöldum í Vestur- Evrópu, sérstaklega í Vestur-Þýskalandi og Ítalíu, : var brotin á bak aftur með harðri baráttu lögreglu 1 og mjög náinni samvinnu yfir landamærin. Egypta- | land á að reyna sömu aðferðir og verður að geta j reitt sig á fullan stuðning frá færustu lögreglumönn- s um og nána samvinnu við þá. Við höfum nefnilega | aftur fengið það staðfest að hryðjuverkastarfsemi j nær yflr öll landamæri." Úr forystugrein Aftenpostens 19. nóvember. Mannréttindi „Eftir að hafa dvalið undanfarin 18 ár í fangelsi, ef frá eru taldir 6 mánuðir, hefur Wei Jingsheng, i faðir kínverskrar lýðræðishreyfingar, verið látinn Etil aö fá þá læknismeöferð sem hann hefur þarfnast. Það er ástæða fyrir heiminn til að I>V fagna að grimmilegri fangavist Weis skuli vera lok- ið. En frelsi hans gefur ekki endilega til kynna að kínversk yfirvöld séu að breyta kúgunarstefhu sinni í mannréttindamálum. Raunverulegur árangur í mannréttindamálum tengist endalokum yfirráða kommúnistaflokksins yfir lagakerfinu í Kína.“ Úr forystugrein New York Times 19. nóv. Gegn lýðskrumurum „Nú verða hægri- og vinstrimenn í þjóðþinginu fyrir alvöru að leggja fram áætlun um baráttuna gegn lýðskrumurunum í Danska þjóðarflokknum. Sveitarstjórnarkosningarnar sýndu að spár skoð- anakannananna voru réttar. Það verður að bíða með þingkosningamar þar til eftir þjóðaratkvæða- greiðsluna um Amsterdamsáttmála ESB og ríkis- stjórnin verður að taka alvarlegt mark á þeim vís- bendingum sem kosningarnar á þriðjudag gáfu.“ Úr forystugrein Aktuelt 21. nóvember.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.