Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1997, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1997, Blaðsíða 20
LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 1997 M lV 20 fréttaljós Kvennalisti á krossgötum „Þetta er svolítið sérkennileg til- frnning. Það er ákveðmnn kafla í mínu lífi að ljúka. Þetta er oröin 15 ára saga og starf mitt í Kvennalist- anum hefur tekið mikinn tíma og orku. Ég er auðvitað ósátt við þá þróun sem orðið hefur en jafnframt er það mikill léttir að gera nú hlut- ina upp og taka þetta skref. Ég er búin að standa í miklu þrefi og er ósköp fegin að því lýkur nú,“ sagði Kristín Ástgeirsdóttir í samtali við DV í fyrradag. DV ræddi við Kristínu skömmu áður en hún skilaði úrsagnarbréfi sínu úr Kvennalistanum á skrif- stofu listans í Austurstræti í hendur starfskonu Kvennalistans, Áslaugar Thorlacius. Kristín sagði við DV að pólitískt starf hennar sem þing- manns héldi auðvitað áfram út kjör- tímabilið en það væri ólíkt að starfa framvegis ein í stað þess að vera hluti þingflokks. Varðandi pólitíska framtíð að loknu kjörtímabilinu sagði Kristín að ekkert sérstakt blasti við en ekki væri hægt að úti- loka það að einhverjar breytingar yrðu í hinu pólitíska landslagi. „Það getur margt gerst og kannski mynd- um viö nýjan kvennaflokk, maður veit aldrei,“ sagði hún. Margir velta fyrir sér framtíð Kvennalistans eftir þær deilur sem verið hafa um afstöðu hans til sam- starfs við A-flokkana og úrsagna að undanfömu en um tugur kvenna, sem fyrir um 15 árum stóðu að stofnun hans sem stjómamálaafls kvenréttindahugsjóna, hefúr nú yf- irgefiö hann eftir að landsfundur hvermínúta eftir kl.ig:oo á kvöldin PÓSTUR OG SÍMI samþykkti á dögunum að ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð vinstri flokka fyrir næstu alþingis- kosningar. Á hinn bóginn hafa konur sem staðið hafa utan hans hingað til gengið til liðs við Kvennalistann í kjölfar landsfundarins. í þeim hópi má t.d. nefna Elísabetu Þorgeirs- dóttur ritstjóra, sem áður var í AI- þýðubandalaginu og hefur undan- farið komið við sögu Þjóðvaka, og dr. Guðbjörgu Lindu Rafnsdóttur. Framtíð Kvennalistans Kvennalistinn er á krossgötum. Fylgi hans hefur dalað verulega frá því sem var á blómatíma hans þeg- ar fylgi hans í skoðana- könnunum fór fram úr fylgi Sjálfstæðisflokks- ins. Fylgishrun flokks- ins hefur kallað á nokkra tilvistarkreppu: Á flokkurinn að vera þverpólitískur kvenrétt- inda- og kvennabaráttu- flokkur eða á hann að skilgreina sig innan hins hefðbundna flokka- kerfis, til hægri eða vinstri, og ganga til sam- starfs við flokka með sambærileg markmið? Um þetta hefur ágrein- ingur innan flokksins staðið síðustu mánuði. Hann kom upp á fundi Samráðs Kvennalistans sl. haust þegar deilt var um hvort flokkurinn ætti að horfa til samstarfs við félagshyggjuflokkana sem heild eða, eins og Kristínamar þrjár vildu, þær Kristín Ástgeirsdótt- ir, Kristín Halldórsdóttir og Kristín Einarsdóttir, að flokkskonur hefðu það í eigin valdi hvora leiö- ina þær veldu. Flokkur- inn sem slíkur tæki ekki afstöðu í því efni. í þeirri ályktun sem Samráðið samþykkti í haust var ákveðið að fara þá leið aö hver og ein flokkskvenna gæti ákveðið það sjálf að taka þátt í hópi sem gengi til viðræðna um kosninga- samstarf við A-flokkana. Um slíkt yrði ekki að ræða á flokkslega vísu. Á landsfundi Kvennalistans um síðustu helgi kom þetta mál aftur upp og þá var gagnstæð tillaga sam- þykkt, semsé um aö Kvennalistinn sem flokkur gengi til viðræðna við A-flokkana um hugsanlegt samstarf fyrir næstu alþingiskosningar. Gróskuhugsjónin Á fundinum var það nokkuð skýrt að þær konur sem studdu til- löguna, sem flutt var af Guðnýju Guðbjömsdóttur alþingiskonu og fleirum, vora margar sem tengjast starfi ungliðasamtakanna Grósku, sem mjög hafa unnið að kosninga- samstarfl félagshyggjufólks, eða hafa litið til starfs Grósku með vel- þóknun og verið fylgjandi því að búa til nýjan jafnaöarmannaflokk. Þær Kristín Ástgeirsdóttir og Kristín Einarsdóttir mæltu báðar gegn tillögunni og greiddu atkvæöi gegn henni og Kristín Halldórsdótt- ir, sem lýsti sig andvíga henni, sat hjá við atkvæðagreiðsluna. Hún hef- ur sagt við DV að hún muni ekki segja sig úr Kvennalistanum heldur gegna þingmennsku fyrir samtökin áfram eins og hún var kjörin til. Hér er einmitt komiö að kjarna deilnanna innan Kvennalistans og þess uppgjörs sem nú fer fram. Kristín Ástgeirsdóttir, Kristín Ein- arsdóttir og fleiri af stofnendum Kvennalistans sem stjómmálaafls hafa nú kvatt hann. Þær telja að með samþykkt tillögunnar hafi hann skilgreint sig til vinstri í hinu pólitíska litrófi. Kvennabarátta sé ekki pólitísk barátta samkvæmt hinni hefðbundnu flokkaskiptingu, hún sé kvenfrelsisstefna og -barátta sem gangi þvert á flokka. Kvennalistinn sem ég vann fyrir er ekki lengur til Kristín Einarsdóttir, fyrram al- þingiskona, sagði sig úr flokknum í gær. í samtali viö DV kveðst hún vel hafa getað hugsað sér að sitja áfram í flokknum ef samþykkt Sam- ráðsins frá í haust heföi fengið að standa. Sú samþykkt heföi gefið hverri og einni konu í flokknum færi á að ákveða áð fara hverja þá leið sem henni þóknaðist í hinni heföbundnu pólitík. Hún geti hins vegar ekki unað því að Kvennalist- inn í heild sé dreginn á þennan hátt í slíkar pólitískar áttir, hvort sem einstaklingum innan hans líkar bet- in- eða verr. Hún segir um þetta at- riði við DV: „Ég gat ekki setið undir því að vera þvinguð til að fara þessa leið en ég gat vel þolað þeim sem vildu fara hana að þær gerðu það, bara ef þær viðurkenndu að það er ekki Kvenna- listinn í heild. Mér finnst hart að þær sem þetta vildu hafi reynt aö þvinga okkur til að fylgja þeim, þótt þeim hefði mátt vera það Ijóst strax í sum- ar að það væri ekki hægt. Ég var sátt við þá málamiðlun sem fólst í samþykkt Samráösins í vor en þegar sagt er við mig - þú skalt bara fylgja okkur - þá era það mörkin fyrir mér,“ segir Kristín Einarsdóttir. Hún segir að niður- staða landsfundarins í málinu sé óviðunandi og því hafi hún sagt sig úr flokknum. „Mér finnst aö sá Kvennalisti sem ég gekk til liðs við, sem ég hef unnið fyrir og verið þingkona fyrir, sé ekki lengur til. Staðfesting vinstrimennsku Margir spyrja sig nú: Mun nýaf- staðið uppgjör hafa áhrif á pólitískt starf Kvennalistans, t.d. innan R- listans í Reykjavík og á landsvísu? DV ræddi þau mál við Ólaf Þ. Harð- arson, stjómmálafræðing og lektor við Háskóla íslands. Ólafur kvaðst ekki sjá fyrir sér neinar breytingar á þátttöku Kvennalistans innan R-listans. „Það eina sem gæti spillt því er að þær konur sem nú era að ganga úr Kvennalistanum byðu sjálfar fram í Reykjavík, en það hefur ekkert komiö fram sem bendir til þess að þær hafi það í huga.“ Kvennalistinn hefur með landsfundarsamþykkt- inni stillt sér upp við hlið vinstri flokkanna. Fari nú svo að samstarf takist ekki um sameiginlegt fram- boð flokkanna fyrir næstu alþingis- kosningar, verður þá einhver leið til baka fyrir flokkinn? Getur hann tekið á ný upp þráðinn sem hreinn kvenréttindaflokkur sem ekki skil- greinir sig til hægri eða vinstri eins og heföbundnir flokkar? Því svaraði Ólafur Þ. Harðarson þannig: „Um þetta má fyrst segja að meirihluti landsfundarfulltrúa vill stilla sér upp við hlið A-flokkanna og láta reyna á samstarf við þá. Þær Innlent fréttaljós Stefán Ásgrímsson sem eru nú á útleið halda mun harðar í þá skilgreiningu að Kvennalistinn sé ný vídd í íslensk- um stjómmálum, hvorki til hægri né vinstri. Um þetta má hins vegar líka segja það að í kosningarann- sóknum sem ég hef gert síðan 1983 hafa kjósendur m.a. verið beðnir um að raða flokkunum og sjálfum sér til hægri eða vinstri. Þær rann- sóknir gefa berlega til kynna, bæði í hugum kjósenda Kvennalistans, sem og annarra flokka, að Kvenna- listinn er vinstri flokkur og hefur mælst lengst til vinstri, næst á eftir Alþýðubandalaginu," segir Ólafur. Ólafur segir að takist ekki kosn- ingasamstarf með A-flokkunum, sem fátt bendi til á þessari stundu, þá standi Kvennalistinn aftur á byrjunarreit og verður að ákveða hvort hann ætlar að bjóða fram eða ekki. Hugsanlegt sé að einhverjar af þeim konum sem nú era að ganga út komi þá inn í flokkinn aftur. „Það kynni líka að vera að þá myndu þær ákveða að bjóða ekkert fram, enda var það heldur engan veginn gefið áður en ágreiningur- inn um vinstra samstarf kom upp hvort listinn byði yfirleitt fram í næstu kosningum," sagöi Ólafur Þ. Harðarson. Oftúlkun - segir Guðný Guðný Guðbjömsdóttir segir að úrsagnir þingkonu og varaþingkonu séu oftúlkaðar í fjölmiðlum. Úrsagn- ir séu enn fremur alls ótímabærar. Frá því aö Samráð Kvennalistans samþykkti ályktun sína í haust hafi könnunarviðræður farið fram. Eig- inlegar samningaviðræður um kosningasamstarf séu hins vegar enn ekki hafnar. í könnunarviðræð- unum hafi komiö fram umtalsverð- ur áhugi á því meðal A-flokkanna að Kvennalistinn kæmi til þessa samstarfs. Jafnframt heföi komið fram að æskilegra væri aö samtökin í heild kæmu aö þeim í stað hóps kvennalistakvenna. Málið sé fráleitt útkljáð og alls ekki útséö um hvort samstarfs- grundvöllur flokkanna yfirleitt finnst, hvort sem er milli hinna flokkanna né milli þeirra og Kvennalistans, en Kvennalistinn gerir, aö sögn Guðnýjar, skýlausar kröfur um málefni og að jafnræði verði milli kynjanna í hugsanlegu framboði. Ef niðurstaða næst í við- ræðunum þá verði þær lagðar fyrir landsfund Kvennalistans sem tekur endanlega ákvörðun um hvort geng- ið verði til samstarfsins eða ekki. „Við töldum það mun sterkara að samtökin sem heild gengju til þess- ara viðræðna því á þann hátt kæm- um við sterkari til leiks en á grund- velli samþykktar Samráðsins. Loka- ákvörðun í málinu veröur i höndum landsfundar. Af þessum ástæðum eru úrsagnir úr Kvennalistanum með öllu ótímabærar," sagði Guðný Guðbjömsdóttir. Kristfn Ástgeirsdóttir kveður Hjálmar Árnason sem þingmaður Kvennalistans og heilsar honum sem óháður þingmaður i stiga Alþingishússins. Á innfelldu myndinni er hún á tali við Geir H. Haarde. DV-mynd BG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.