Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1997, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1997, Blaðsíða 35
Engin ástæða er til þess að hætta íþróttaiðkun þó að menn taki ekki virk- an þátt í keppnisíþróttum innan vébanda íþróttafélaganna. Fjöl- •» margir aðilar á landinu hafa tekið sig saman og hittast reglulega við íþróttaæfingar á sínu áhugasviði. Einn slíkur hópur, um 15 manns, hittist tvisvar í viku i Iþróttahúsinu á Sel- tjarnarnesi til að spila körfubolta, á fimmtudags- kvöldum og sunnudög- um. Einar Sævarsson er einn þeirra sem hefur verið með frá byrjun. „Félagarnir 15 eiga það sam- eiginlegt að vera «, burtfluttir w* Skagfirð- ingar (að örfáum undan- skildum). Við höfum hins vegar keypt tvo, annan frá Val og hinn frá Þór. Að loknum æfingum á flmmtu- dagskvöldum förum við félagarnir oft á Rauða ljónið til þess að ná okkur niður eftir æflng- arnar og þegar sá siður komst á fóru menn að kalla hópinn „barló- mana. Þetta er mjög samheldinn hópur en i honum er fastur kjarni 7-8 manna sem mæta reglulega á æfingar og hafa verið með frá byrjun. Barlómur var stofnað- ur haustið 1988 og hefur því verið að i ein 9 ár. Félagsmenn eru á öllum aldri, frá 24 ára og upp undir fimmtugt sá elsti. Aldurinn segir hins vegar lítið um getuna, til dæmis er elsti barlómurinn, Birgir Guðjónsson læknir, einna sprækastur á æfingum," sagði Einar. Flestallir barlómamir eiga það sam- eiginlegt að hafa stundað körfubolta á í Stjörnuhlaupi ÍR Góður tími sínum yngi'i árum með Tindastóli á Sauðárkróki. Það eru því margir gaml- ir keppnismenn í hópnum enda lítið gefið eftir og oftast hörkuátök á æfing- um. Sumir láta sér ekki nægja þessa hreyfingu heldur skokka eða spila fótbolta að auki. Hreyfingin, sem menn fá í körfuboltanum hjá Barlómum, er þó alveg nægileg Umsjón ísak Örn Sigurðsson fyrir suma félagsmenn. „Við erum allir góðir félagar í hópnum og höldum á hverju ári haust-, miðsvetrar- og vorfagn- aði, oftast makalausir," sagði Einar og glotti við tönn! Sprækir Barlómar samankomnir á æfingu - og þrennir bræður! í efri röð frá vinstri eru Ómar Bjarnason, Atli Freyr Sveinsson, Gunnar Bragi Sveinsson og Stefán Aðalsteinson. í neðri röð frá vinstri eru Bjarni Már Bjarnason, Birgir Guöjónsson, Sigurður Guðjónsson og Grétar Friðriksson. Fremstur liggur Barlómur nr. 1, Einar Sævarsson. DV-myndir Pjetur 29. nóvember: Haustfagnaður skokkara Haustfagnaður skokkara ; verður haldinn laugardags- kvöldið 29. nóyember á skemmtistaðnum írlandi við . Kringluna. Stofnað verður fe- lag maraþonhlaupara þann dag og einnig gengið frá sam- ræmingu 10 hlaupa, sem öli verða 10 km löng, á næsta hlaupaári. Fundarstjóri verð- ur Þorsteinn Geir Gunnars- son, verð á mann er 1500 krónur með mat. Fyrr um daginn munu þeir sem i þreyttu Laugavegshlaup í ' sumar milli Landmannalauga og Þórsmerkur hlaupa hinn eiginlega Laugaveg í Reykja- vík, frá Hlemmi niður á Lækj- : artorg. 31. desember: / Gamlárshlaup IR Hlaupið hefst klukkan 13 við ÍR-húsið. Hlaupnir verða 9,5 km með tímatöku, flokka- . skipting fyrir bæði kyn. Upp- lýsingar um hlaupið gefa Kjartan Ámason í síma 587 2361, Hafsteinn Óskarsson 1 slma 557 2373 og Gunnar Páll Jóakimsson í síma 565 6228. Hið árlega Stjörnuhlaup ÍR fór fram um síðustu helgi, laugardag- inn 15. nóvember. Keppt var í fjór- um vegalengdum og veitt voru verð- laun í öllum flokkum. Aldursflokk- urinn 10 ára og yngri hljóp 600 metra, 11-12 ára hlupu 1,5 km, 15-18 ára gamlir hlupu 3 km en aldurs- flokkarnir 19-39 ára og 40 ára og eldri hlupu 5 km vegalengd. Sigurður Haraldsson var einn skipuleggjenda hlaupsins. „Þátttak- endur að þessu sinni vom á fimmta tuginn. Ágætisárangur náðist í 5 km, hinn knái hlaupari, Daníel Smári Guðmundsson, var sigurveg- ari á þeirri vegalengd á aðeins um 15 sek. lakari tíma en best hefur náðst til þessa. Það er Toby Tanser sem á metið á þessari leið. Rétt á eftir Daníel kom Smári Björn Guð- mundsson sem einnig hljóp á mjög góðum tíma. Birna Björnsdóttir var öruggur sigurvegari í kvennaflokki en hún hefur verið í sérflokki í 800 og 1500 metra hlaupum í sumar. Úrslit í einstökum flokkum Karlar - 5 km 1. Daníel Smári Guðmundsson Á 16: 41 2. Smári Bjöm Guðmundsson FH 16: 58 3. Halldór G. Jóhannsson UÍA 17:48 Konur 1. Birna Björnsdóttir FH 19:48 2. Jenny McConville FH 23:04 3. María D. Hjörleifsdóttir - 26:22 Karlar 40 ára og eldri 1. ÞórhaOur Jóhannesson FH 19:48 2. Þórður G. Sigurvinsson HSK 20:07 3. Grétar G. Guðmundsson - 26:33 Konur 40 ára og eldri 1. Margrét Ámadóttir - 30:09 Drengir 15-18 ára - 3 km 1. Stefán Ágúst Hafsteinsson ÍR 10:57 2. Gunnar Karl Gunnarsson ÍR 11:02 Drengir 11—14 ára — 1 km 1. Bjarni PáU Eysteinsson UBK 3:43 2. Stefán Guðmundsson UBK 3:44 11-14 ára stelpur 1. Sólveig Andrésdóttir - 4:48 Hnokkar 10 ára og yngri - 600 m 1. Helgi Már Finnbogason UBK 2:19 2. Aðalsteinn Kjartansson ÍR 2:32 Hnátur 10 ára og yngri 1. Tinna Freysdóttir FH 2:26 2. Magnea Arnardóttir FH 2:28 Stjörnuhlaup IR er árlegur við- burður og hófst árið 1983 eða 1984 að því er mig minnir,“ sagði Sigurð- ur. Bestu tímana í einstökum vega- lengdum í Stjörnuhlaupi ÍR má sjá hér til hliðar á síðunni. Heimabakað er best, kökubæklingur Nóa Síríus hefur fengið mjög góðar viðtökur hjá íslenskum sælkerum og er uppseldur hjá útgefanda. Því miður slæddust villur í bæklinginn. Þess vegna birtum við hér þessar leiðréttu uppskriftir. Vinsamlegast færið leiðréttingarnar inn í bæklinginn. 1 1/4 dl rjómi 200 g Síríus rjómasúkkulaði 150 g Opal hnappar (orange) 2 msk. smjör 1 1/2 tsk. rifið hýði af appelsínu (eða líkjör, t.d. Grand Marnier) 13 350 g Síríus suðusúkkulaði (konsum) 1/4 bolli rjómi 1/4 bolli Baileys Irish Cream líkjör 2 eggjarauður 1 msk. smjör 1 dl flórsykur NÓI SÍRÍUS «bS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.