Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1997, Side 35

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1997, Side 35
Engin ástæða er til þess að hætta íþróttaiðkun þó að menn taki ekki virk- an þátt í keppnisíþróttum innan vébanda íþróttafélaganna. Fjöl- •» margir aðilar á landinu hafa tekið sig saman og hittast reglulega við íþróttaæfingar á sínu áhugasviði. Einn slíkur hópur, um 15 manns, hittist tvisvar í viku i Iþróttahúsinu á Sel- tjarnarnesi til að spila körfubolta, á fimmtudags- kvöldum og sunnudög- um. Einar Sævarsson er einn þeirra sem hefur verið með frá byrjun. „Félagarnir 15 eiga það sam- eiginlegt að vera «, burtfluttir w* Skagfirð- ingar (að örfáum undan- skildum). Við höfum hins vegar keypt tvo, annan frá Val og hinn frá Þór. Að loknum æfingum á flmmtu- dagskvöldum förum við félagarnir oft á Rauða ljónið til þess að ná okkur niður eftir æflng- arnar og þegar sá siður komst á fóru menn að kalla hópinn „barló- mana. Þetta er mjög samheldinn hópur en i honum er fastur kjarni 7-8 manna sem mæta reglulega á æfingar og hafa verið með frá byrjun. Barlómur var stofnað- ur haustið 1988 og hefur því verið að i ein 9 ár. Félagsmenn eru á öllum aldri, frá 24 ára og upp undir fimmtugt sá elsti. Aldurinn segir hins vegar lítið um getuna, til dæmis er elsti barlómurinn, Birgir Guðjónsson læknir, einna sprækastur á æfingum," sagði Einar. Flestallir barlómamir eiga það sam- eiginlegt að hafa stundað körfubolta á í Stjörnuhlaupi ÍR Góður tími sínum yngi'i árum með Tindastóli á Sauðárkróki. Það eru því margir gaml- ir keppnismenn í hópnum enda lítið gefið eftir og oftast hörkuátök á æfing- um. Sumir láta sér ekki nægja þessa hreyfingu heldur skokka eða spila fótbolta að auki. Hreyfingin, sem menn fá í körfuboltanum hjá Barlómum, er þó alveg nægileg Umsjón ísak Örn Sigurðsson fyrir suma félagsmenn. „Við erum allir góðir félagar í hópnum og höldum á hverju ári haust-, miðsvetrar- og vorfagn- aði, oftast makalausir," sagði Einar og glotti við tönn! Sprækir Barlómar samankomnir á æfingu - og þrennir bræður! í efri röð frá vinstri eru Ómar Bjarnason, Atli Freyr Sveinsson, Gunnar Bragi Sveinsson og Stefán Aðalsteinson. í neðri röð frá vinstri eru Bjarni Már Bjarnason, Birgir Guöjónsson, Sigurður Guðjónsson og Grétar Friðriksson. Fremstur liggur Barlómur nr. 1, Einar Sævarsson. DV-myndir Pjetur 29. nóvember: Haustfagnaður skokkara Haustfagnaður skokkara ; verður haldinn laugardags- kvöldið 29. nóyember á skemmtistaðnum írlandi við . Kringluna. Stofnað verður fe- lag maraþonhlaupara þann dag og einnig gengið frá sam- ræmingu 10 hlaupa, sem öli verða 10 km löng, á næsta hlaupaári. Fundarstjóri verð- ur Þorsteinn Geir Gunnars- son, verð á mann er 1500 krónur með mat. Fyrr um daginn munu þeir sem i þreyttu Laugavegshlaup í ' sumar milli Landmannalauga og Þórsmerkur hlaupa hinn eiginlega Laugaveg í Reykja- vík, frá Hlemmi niður á Lækj- : artorg. 31. desember: / Gamlárshlaup IR Hlaupið hefst klukkan 13 við ÍR-húsið. Hlaupnir verða 9,5 km með tímatöku, flokka- . skipting fyrir bæði kyn. Upp- lýsingar um hlaupið gefa Kjartan Ámason í síma 587 2361, Hafsteinn Óskarsson 1 slma 557 2373 og Gunnar Páll Jóakimsson í síma 565 6228. Hið árlega Stjörnuhlaup ÍR fór fram um síðustu helgi, laugardag- inn 15. nóvember. Keppt var í fjór- um vegalengdum og veitt voru verð- laun í öllum flokkum. Aldursflokk- urinn 10 ára og yngri hljóp 600 metra, 11-12 ára hlupu 1,5 km, 15-18 ára gamlir hlupu 3 km en aldurs- flokkarnir 19-39 ára og 40 ára og eldri hlupu 5 km vegalengd. Sigurður Haraldsson var einn skipuleggjenda hlaupsins. „Þátttak- endur að þessu sinni vom á fimmta tuginn. Ágætisárangur náðist í 5 km, hinn knái hlaupari, Daníel Smári Guðmundsson, var sigurveg- ari á þeirri vegalengd á aðeins um 15 sek. lakari tíma en best hefur náðst til þessa. Það er Toby Tanser sem á metið á þessari leið. Rétt á eftir Daníel kom Smári Björn Guð- mundsson sem einnig hljóp á mjög góðum tíma. Birna Björnsdóttir var öruggur sigurvegari í kvennaflokki en hún hefur verið í sérflokki í 800 og 1500 metra hlaupum í sumar. Úrslit í einstökum flokkum Karlar - 5 km 1. Daníel Smári Guðmundsson Á 16: 41 2. Smári Bjöm Guðmundsson FH 16: 58 3. Halldór G. Jóhannsson UÍA 17:48 Konur 1. Birna Björnsdóttir FH 19:48 2. Jenny McConville FH 23:04 3. María D. Hjörleifsdóttir - 26:22 Karlar 40 ára og eldri 1. ÞórhaOur Jóhannesson FH 19:48 2. Þórður G. Sigurvinsson HSK 20:07 3. Grétar G. Guðmundsson - 26:33 Konur 40 ára og eldri 1. Margrét Ámadóttir - 30:09 Drengir 15-18 ára - 3 km 1. Stefán Ágúst Hafsteinsson ÍR 10:57 2. Gunnar Karl Gunnarsson ÍR 11:02 Drengir 11—14 ára — 1 km 1. Bjarni PáU Eysteinsson UBK 3:43 2. Stefán Guðmundsson UBK 3:44 11-14 ára stelpur 1. Sólveig Andrésdóttir - 4:48 Hnokkar 10 ára og yngri - 600 m 1. Helgi Már Finnbogason UBK 2:19 2. Aðalsteinn Kjartansson ÍR 2:32 Hnátur 10 ára og yngri 1. Tinna Freysdóttir FH 2:26 2. Magnea Arnardóttir FH 2:28 Stjörnuhlaup IR er árlegur við- burður og hófst árið 1983 eða 1984 að því er mig minnir,“ sagði Sigurð- ur. Bestu tímana í einstökum vega- lengdum í Stjörnuhlaupi ÍR má sjá hér til hliðar á síðunni. Heimabakað er best, kökubæklingur Nóa Síríus hefur fengið mjög góðar viðtökur hjá íslenskum sælkerum og er uppseldur hjá útgefanda. Því miður slæddust villur í bæklinginn. Þess vegna birtum við hér þessar leiðréttu uppskriftir. Vinsamlegast færið leiðréttingarnar inn í bæklinginn. 1 1/4 dl rjómi 200 g Síríus rjómasúkkulaði 150 g Opal hnappar (orange) 2 msk. smjör 1 1/2 tsk. rifið hýði af appelsínu (eða líkjör, t.d. Grand Marnier) 13 350 g Síríus suðusúkkulaði (konsum) 1/4 bolli rjómi 1/4 bolli Baileys Irish Cream líkjör 2 eggjarauður 1 msk. smjör 1 dl flórsykur NÓI SÍRÍUS «bS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.