Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1997, Page 23

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1997, Page 23
f>V LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 1997 23 Sagt hefur verið að veruleikinn sé oft ótrúlegri en nokkur skáld- skapur. Frásögn af mannráni eftir Marquez greinir frá sönnum at- burðum, gíslatöku eiturlyfjagreif- ans Escobars í Kólumbíu árið 1990. Sú saga er ekki síður mögn- uð en skáldsögur kappans og snilld hans nýtur sín ekki síður. Marquez hefur ávallt reynt að lýsa samfélagi i verkum sínum og þó að sögurnar hafi verið skáldað- Bókmenntir Ármann Jakobsson ar hefur hann leitað sannleikans. Það gerir hann einnig hér. At- burðarásin væri efni í ágætan reyfara en hann stenst þá freist- ingu. Ekki er um að ræða baráttu góðs og ills sem lýkur með sigri hans góða. Þvert á móti dregur höfundur fram þversagnir ástandsins í Kólumbíu. Það er ekki góður endir þegar eiturlyfja- kóngurinn fellur í lokin. Þvert á móti hefur lesarinn fengið all- nokkra samúð með honum, þrátt fyrir ailt. í Kólumbíu eru mannrán og morð daglegt brauð en eigi að síð- ur er hverdagurinn þar eins og annars staðar, menn vinna, eru við nám og eiga böm. Þessi þver- sagnakennda tilvera er dregin upp í frásögninni af slíkri list að gleymist engum sem les. Hér kem- ur að þvi sem einkennir góðar bókmenntir, þær einfalda ekki veruleikann eða pakka honum inn í glanspappír heldur sprauta hon- um beint í æð lesarans. Um leið er þeim sem koma við sögu, aðalpersónum sem aukaper- sónum, lýst þannig að hægt er að setja sig í spor hvers og eins. Per- sónusköpunin hefur löngum verið ein sterkasta hlið Marquez og nú kemur á daginn að engu máli skiptir hvort um er að ræða per- sónur í skáldsögu eða sannri sögu. FRÁSÖGN af MANNRÁNI Við sögu koma meðal annars allir forsetar Kólumbíu frá 1970, og ef- laust munu kólumbiskir lesendur Marquez þekkja marga sem birtast á sviðinu, en hann lýsir þeim þannig fyrir ókunnugum að þeim finnst þeir vera frá Kólumbíu líka og jafnvel í fjölskyldu Maruju Pac- hón, aðalpersónunnar. Slíkt er að- eins á færi mestu snillinga. Það er ástæðulaust að hafa fleiri orð um snilld Marquez, nóg að segja að sjaldan hefur honum tek- ist betur upp. Enginn leggur Frá- sögn af mannráni frá sér óhrærð- ur. Gabriel García Marquez: Frásögn af mannráni Tómas R. Einarsson íslenskaði Mál og menning 1997 HERKULES CENOURTIL LIÐS VIÐ ÆSKULÍNUFÉLAÚA Nú eru skemmtilegir tímar hjáÆskulínufélögum. Þeir sem tæma baukinn fá flott verðlaun: Herkúlesar vatnsbrúsa* og Herkúlesar litabók, NYIR FELACAR ERU VELKOMNIR Allir krakkar sem vilja gerast Æskulínufélagar geta komið í næsta Búnaðarbanka og lagt inn 1000 kr. á Stjörnubók Æskulínunnar. Þeir fá afhentan Herkúlesar bol og sparibaukinn Snæfinn eða Snædísi. BUNAÐARBANKINN -Traustur banki 'Meðan birgðir endast. TAKIÐ ÞATTI HERKULESARLEIKNUM. DRECIÐ VERÐUR30. DESEMBER. ÞATTTÓKUSEPLAR ERU AFHENTIR í ÖLLUM ÚTIBÚUM BÚNAÐARBANKANS OC í SAMBÍÓUNUM 600 vinningar: 5 stórir Pegasus hestar • 25 litlir Pegasus hestar* 300 krakkarfátvo miða á Herkúlesarmyndina í Sambíóunum • 200 Herkúlesarmyndateningar • 50 Orkupakkar (Orkulýsi og Orkufjör)* 20 fá aðild að Æskulínunni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.