Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1997, Qupperneq 4
4
MÁNUDAGUR 8. DESEMBER 1997
Fréttir
Lægra heimsmarkaösverð á bensíni skilar aöeins einnar krónu lækkun:
Fjogurra krona
lækkun eðlileg
segir framkvæmdastjóri FIB
Heimsmarkaðsverð á bensíni
hefur lækkað um nálægt 17% mið-
að við sama tíma í fyrra. Miðað
við útsöluverðið eins og það var
þá ætti bensín til neytenda að
hafa lækkað um 3-4 krónur hver
lítri. Olíufélögin lækkuðu hins
vegar hensínið í síðustu viku, en
aðeins um krónu. Verðiö fyrir lítr-
ann af 95 oktana bensíni var 79,30
og lækkaði í lok vikunnar i 78,30
en miðað við lækkun heimsmark-
aðsverðs hefði eðlileg lækkun að
mati FÍB verið um 4 krónur og
lítrinn ætti þá að kosta um 75,50
nú.
„Félag ísl. bifreiðaeigenda hefur
vissulega verið að bíða tals-
vert lengi
lækkun á bensíni þar sem heims-
markaðsverðið hefur lækkað um-
talsvert og lækkimin haldist stöð-
ug. Hún hefur hins vegar látið á
sér standa þar til Esso lækkaði
verðið um krónu,“ segir Runólfur
Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB,
í samtali við DV.
Runólfur segir að ástæða fyrir
því að lækkunin er ekki í sam-
ræmi við lækkun heimsmarkaðs-
verðsins kunni að vera sú að nú
flytji aðeins tveir aðilar inn bens-
ín til landsins í stað þriggja áður
þar sem Olíufélagið og Olís hafa
stofnað sameiginlegt innkaupa- og
dreifingarfyrirtæki, Olíudreif-
ingu. „Við hljótum því að spyrja
hvort fákeppnin sé orðin slík í
þessari grein að markaðurinn
bregðist ekki lengur við og að
neytendur njóti ekki lengur góðs
af samkeppni milli olíufélag-
anna.“
Runólfur segir að ekki sé lengra
síðan en árið 1992 að hér voru
verðlagshöft. Þá var verði á elds-
neyti stýrt af Verðlagsstofnun.
„Þó að ég sé sístur manna til að
óska eftir slíku fyrirkomulagi á
ný þá hlýtur sú spurning að
vakna að ef markaðurinn bregst
því hlutverki sínu að tryggja neyt-
Nálægt 17% lækkun heimsmarkaðs-
verðs á bensíni miðað við sama
tíma í fyrra ætti að skila neytendum
um það bil fjögurra króna verðlækk-
un að mati FÍB. Bensín lækkaði hins
vegar um eina krónu í síðustu viku.
endum hagstæðast verð á hverj-
um tíma, þá hljóti stjórnvöld að
þurfa að tryggja hagkvæmt verð
til neytenda." -SÁ
eftir
verð-
V-
Forstjóri Olís um nýja bensínverðið:
Fyllilega sam-
kvæmt forsendum
„Við reiknum verðið út reglulega,
jafnvel nokkrum sinnum í viku og
endurmetum útsöluverðið stöðugt
eftir mánaðarlegu meðalveröi og
með hhðsjón af gengi og birgðabreyt-
ingum. Það er þó ljóst að heims-
markaðsverð á bensíni og ekki síður
á gasolíu hefúr falhö allra síöustu
daga. Of skammt er þó liöið til að
þess sé farið að gæta í útsöluverði
hér. Við fáum að jafnaöi einn skips-
farm í mánuði þannig að núverandi
heimsmarkaðsverðs er ekki farið að
gæta hér,“ sagði Einar Benediktsson,
forstjóri Olíuverslunar íslands, þeg-
ar DV bar undir hann þá skoðun að
með réttu hefði bensín átt að lækka
um fjórar krónur lítrinn í stað einn-
ar krónu si. fimmtudag.
Einar sagði að spár geröu ekki ráö
fyrir því að sú lækkun sem varð á
heimsmarkaði fyrir skömmu, sér-
staklega á gasoliu, eigi eftir að hald-
ast. Hvað innkaup Olís varðaði, og
sjálfsagt hinna olíufélaganna hka, þá
væri eldsneyti almennt keypt inn á
mánaðarmeðaltalsverði og á því
væri útsöluverðið grundvahað.
Mihi 70-73% af verði hvers bens-
ínlítra er hlutur ríkissjóðs, sem tek-
inn er með vörugjaldi, bensíngjaldi
og virðisaukaskatti. Þar sem verö á
95 oktana bensíni er nú 78,30 er hlut-
ur ríkisins um 54,80. Þá standa eftir
23,50 sem er innkaupsverðið að við-
bættri þóknun olíufélaganna. Sé gert
ráö fyrir því að olíufélögin greiði um
11 krónur fyrir hvem lítra nú, þá er
þeirra hlutur fyrir innflutninginn og
dreifmguna um 12,50 fyrir hvem
lítra.
Verðlækkun á heimsmarkaðs-
verði bensíns miðað við sama tíma í
fyrra er samkvæmt upplýsingum
FÍB nálægt því aö vera tæpar tvær
krónur. Sú lækkun ætti að skha
neytendum vel á fjórðu krónu lækk-
un að mati félagsins.
Einar ítrekar að krónulækkunin
sem varð sl. fimmtudag sé að öhu
leyti í samræmi við tölur yfu* inn-
kaupsverð á bensíni undanfama
mánuði. Það sé hins vegar skiijan-
legt að menn fylgist með þessum
málum og hafi á þeim skoðanir.
Hann neitar því aö aðeins séu nú
tveir innflutningsaðilar. Olís og Esso
kaupi inn eldsneyti hvort í sínu lagi
þótt þau hafi sameiginlegt dreifi-
kerfi. Fyrir komi síðan aö öh félögin
þrjú sameinist um að leigja skip th
þess að flytja eldsneyti th landsins.
-SÁ
z
Dagfari
Heimkoma VestuMslendings
Heimsfrægasti Islendingm-inn,
ef th vih að Björk undanskhinni,
er Eskfirðingurinn Keikó. Enginn
sveitungi Keikós kemst með tæm-
ar þar sem Keikó er meö hælana,
ekki einu sinni Ahi ríki. Skiptir
þar engu þótt Keikó sé ekki
mennskur, heldur hvalur.
Bandaríkjamenn elska hvali
nefnilega meira en menn. Banda-
ríkin eru forysturiki í heiminum
og því telja aðrir sér skylt að fara
að dæmi þeirra. Þess vegna njóta
hvalir meiri verndar en mann-
skepnan. Það þykja ekki stór tíð-
indi í því stóra landi þótt illa gangi
hjá mörgum manninum. Lokist
hins vegar hvalur í vök er það stór-
máL
Flotinn er sendur á vettvang til
þess að bijóta hvalnum leið úr
prísundinni. Þessi hvalaást varð til
þess að íslendingar fundu sig
knúna th þess að hætta að skjóta
hvali. Ákvörðunin var landanum
þvert um geð og enginn var hatað-
ur meira en hvalavinurinn Paul
Watson. Watson þessi sökkti tveim-
ur hvalbátum í Reykjavíkurhöfn
um árið. Hann hefur síðan gert
frændum okkar og fjandvinum
Norðmönnum lifið leitt vegna þess
að þeir drepa fáeinar
hrefnur á ári hverju.
Hvalurinn Keikó varð
heimsfrægur þegar hann
lék aðalhlutverkið í
kvikmyndinni Frelsið
Whly. Vegna hennar var
stofnaður sjóður til
styrktar hinum esk-
firska kvikmyndaleik-
ara. Keikó var nefnhega
gómaður á sínum tíma
út af Eskifirði og fluttur
nauðungarflutningi til
Kanada, síðan Mexíkó og
loks til Bandarikjanna.
Þar hefur hann sýnt list-
ir sinar í sædýrasöfnum
með fram kvikmynda-
leik.
Stuðningsmenn hvals-
ins vilja nú flytja hann á
æskuslóðir og sleppa
honum í sjóinn við Eski-
fjörð. Þar á hann að sam-
einast íjölskyldu sinni og segja af
sínum högum sem Vestur-íslend-
ingur. Fróðir menn hér á landi
hafa lengi haft efasemdir um þessa
ráðagerð. Þeir segja einfaldlega að
hinn frægi hvalur kunni ekki að
bjarga sér við náttúrulegar aðstæð-
ur. Hans biði því beisklegur ald-
urthi.
Aðrir vhja ekki hlusta á svona
úrtölur. Þeir segja að Keikó sé
frægari en Reagan og Gorbi til
samans. Því verði hér langvinnt
fjölmiðlafár þegar Keikó heldur
heim úr útlegðinni. Hinn frægi
leiðtogafimdur stórveldanna, sem
haldinn var í Höfða um árið, sé
smotterí eitt í samanburði við bú-
ferlaflutning hvalsins. Tugmhljón-
ir manna muni fylgjast með.
Þessir sömu menn segja að end-
urkoma Keikós til fjöl-
skyldu og vina viö íslands-
strendur verði sannkahað-
ur hvalreki fyrir ferða-
bransann. Hingað streymi
fólk th þess að fylgjast
með. Hvalaskoöun muni
þrífast hér sem aldrei
fýrr. Vafalaust er þetta
rétt hjá þessu góða fólki.
Hugsað er um Keikó sem
ungbarn í sundlaug í Or-
egon. Hann er nuddaður á
hverjum degi og látinn
gera hjartastyrkjandi æf-
ingar. Með fullri virðingu
fyrir hvalatemjurum verð-
ur að telja ólíklegt að
hægt verða að koma þess-
um kúnstum við á Aust-
fjarðamiðum.
Það er því eins líklegt
að hvalrekinn verði bók-
staflegur. Keikó kann ekki
að veiða sér til matar og
fær ekki sitt daglega nudd. Kvik-
myndaleikarinn gæti því endað
dauður uppi í fjöru, í mesta lagi
hæfúr í refafóður.
Hvað gerir ferðaþjónustan þá
með gervalla heimspressuna yfir
sér? Dagfari