Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1997, Page 22
22
Fréttir
MÁNUDAGUR 8. DESEMBER 1997
Kentruck
Handlyfti-
vagnar
ÁRVÍK
Armúla 1- Reykiavík,
Sími 568 7222 - Fax 568 7295
o\\l mil li hlrt)inií
X
Smáauglýsingar
I
550 5000
hver mínúta
eftir kl.23:oo
á kvöldin
kr.
PQSTUR OG SIMI
I>V
Eiganda Þryms gert að greiða sakarkostnað:
Milljónir króna
fýrir förgun skips
- verði hann fundinn sekur
Bolungarvik 1 ísafjöröur 2 Tálknafjöröur 1 Patreksfjöröur 4 Djúpavík 1 Siglufjöröur 3 Kópasker 2 Hólmavík 2 Ólafsfjörður 1 Sauöárkrókur 1 Raufarhöfn 2 Þórshöfn 2 Vopnafjöröur 4
Breiöafjöröur 16' 1 Snæfellsbær 3 «. Grundarfjörður 2 fj frfyjL
Garöur 2 Garöabær 1 Reykjavík 4 HafnarQöröur 8 Reykjanesbær 6 Sandgeröl 1 Grindavík 2 Mjólfjöröur 2 Reyöarfjöröur 1 Fáskrúösfjöröur 1 Breiðdalsvík 1 81 draugaskip
Kostnaður við leit Landhelgis-
gæslunnar og lögreglu að Þrymi
BA 7, sem grunur leikur á að hafi
verið sökkt í Tálknafirði fyrir tæp-
um mánuði, hleypur á milljónum
króna. Að sögn Helga Hallvarðs-
sonar, forstöðumanns gæslufram-
kvæmda, er nú verið að reikna út
hver endanleg niðurstaða verður,
en varðskip Landhelgisgæslunnar
var kcillað út ásamt kafarasveit til
leitarinnar. Áhöfnin og kafarar
leituðu í tvo daga að skipinu, auk
þess sem lögreglan leigði bát til
leitar, og því ljóst að um umtals-
verða upphæð er að ræða.
Rannsókn á hvarfi Þryms úr
Tálknafirði er að ljúka, og verður
málið sent ríkislögreglustjóraemb-
ættinu einhverja næstu daga.
Þórólfur Halldórsson, sýslumaður
á Patreksfirði, segist vænta þess að
gefin verði út ákæra á hendur eig-
anda bátsins, og að öllum líkindum
farið þess á leit að hann greiði all-
an sakarkostnað. Kostnaður við
leit Landhelgisgæslunnar að skip-
inu fellur þar inn í.
Dýrkeyptara að sökkva en
farga
Einar Ásgeirsson, framkvæmda-
stjóri Hringrásar sem m.a. endur-
vinnur brotajárn úr skipum, segir
það rangt sem komið hafi fram í
fjölmiðlum að það kosti margar
milljónir eða tugi milljóna að farga
skipum. Hringrás taki skip inn fyr-
ir um 500 þúsund krónur. Kostnað-
ur við flutninga að Reykjavíkur-
höfn sé í flestum tilfellum lítill, því
flestir eigendur fái skip sem eigi
leið um til að draga skipið til hafn-
ar.
Þá segir Einar að Hringrás hafi
vitað lengi af vandræöum eiganda
Þryms í Tálknafirði og því hafi
þeir boðið honum að vinna verkið
fyrir 350 þúsund krónur. Það kann
því að reynast eigandanum dýr-
keypt að hafa farið þá leið að láta
skipið hverfa, veröi hann dæmdur
til að greiða margar milljónir
króna í sakarkostnað.
Atvinnumiðlun Reykjavíkurborg-
ar hefur boðið 10 atvinnulausum
konum að öðlast aukin ökuréttindi.
Þetta er tilraunaverkefni hjá at-
vinnumiðlun borgarinnar og var
ákveðið að byrja á því að leyfa 10
konum að sækja námskeið hjá Öku-
skóla S.G.
Konumar taka flestallar hópbif-
reiðaréttindi. Reykjavíkurborg
borgar allan kostnað vegna þessa og
er konunum síðan innan handar við
að útvega þeim vinnu eftir að þær
hafa fengið réttindi sín.
26 ára síbrotamaður, sem lögregla
hefur leitað að undanfarinn hálfan
mánuð, hefur loks verið handtekinn.
Maðurinn var fyrst handtekinn
snemma í nóvember ásamt félaga
sínum vegna fjölda innbrota. Hér-
aösdómur hafnaði kröfu lögreglu
81 draugaskip á skrá
Þrymur, sem var um 200 tonna
stálskip, hafði legið í fjörunni í
Tálknafirði síðan 1990. Báturinn
var dæmdur ónýtur og tekinn af
skipaskrá fyrir um ellefu árum.
Hreppurinn kvartaði fyrst undan
skipinu við eigendur þess árið
1991. Málið var tekið fyrir í Hér-
aðsdómi Vestfjarða á þessu ári, og
hefur eigandinn að öllum líkind-
um ætlað að firra sig frekari mála-
ferlum með því að færa bátinn.
Þrymur er er þó fjarri því að
vera eina skipið sem legið hefur
árum saman í flæðarmálinu. Sam-
kvæmt úttekt sem unnið hefur
verið að á vegum nefndar um nið-
urrif og förgun skipa eru yfir 80
bátar í reiðileysi í höfnum eða
fjörum landsins. Þetta eru sann-
kölluð draugaskip, því oftar en
ekki er það á reiki hver ber ábyrgð
á þeim og hver síðasti eigandi var.
Upplýsingar skortir einnig um
hvort skip hafi veriö úrelt og
hvort greitt hafi verið fyrir þau úr
„Þetta gengur mjög vel hjá þeim.
Þetta er í fyrsta skipti sem við fáum
svona margar konur inn. Við höfum
oftast verið með eina til tvær konur
í hóp áður en þetta er algert met.
Konur hafa almennt verið mjög góö-
ar á þessum námskeiðum og staðið
sig vel. Þessar tíu eru engin undan-
tekning. Þær eru óhemju sam-
viskusamar og það hefur komið í
ljós í prófunum því þær hafa fengið
toppeinkunnir," segir Sigurður
Gíslason, eigandi Ökuskóla S.G.
-RR
um gæsluvarðhald yfir manninum.
Það var kært til Hæstaréttar sem
hnekkti úrskurði Héraðsdóms og
úrskurðaði manninn í gæsluvarð-
hald til 22. desember.
Lögregla gerði boð eftir mannin-
um en hann gaf sig ekki fram. Eftir
Þróunarsjóði sjávarútvegsins. Að
sögn Eyjólfs Magnússonar hjá
Hollustuvernd ríkisins liggja iðu-
lega þær upplýsingar fyrir að við-
komandi skipum hafi verið fargað
eða þau seld úr landi þó svo að
þau liggi í reiðileysi við bryggju.
Þá eru fjöldamörg skipsflök í fjör-
um sem hafa grotnað niður áratug-
um saman án þess að nokkuð hafi
verið gert til að fjarlægja þau.
Breiðafjörðurinn hefur nokkra
sérstöðu hvað þetta snertir, því
þar eru hvorki meira né minna en
16 skip og skipsflök sem liggja í
fjörum. í samantekt Eyjólfs kemur
fram að þar á meðal eru að
minnsta kosti tvö stálskip sem í
eru vélar, en talið er að öll olía
hafi fariö úr þeim í sjóinn enda
hafa þau legið þarna í 15-20 ár.
Förgunarsjóður skipa
Hlutverk nefndarinnar um nið-
urrif og forgun skipa er að afla
gagna um vandann, og einnig að
benda á mögulegar leiðir til að
taka á honum. Davíð Egilsson hjá
Hollustuvemd rikisins, sem á sæti
í nefndinni, segir stefnumótunina
þríþætta. f fyrsta lagi verði að
finna lausn á því hvað gera skuli
við þau skip sem komin eru úr
notkun og liggja í fjörum og höfn-
um um allt land. Af þeim stafi
bæði óþrif og sóðaskapur, auk þess
sem mengunarhætta geti verið fyr-
ir hendi. í öðru lagi verði að móta
stefnu um hvað gera skuli við þau
skip sem nú eru að sigla, og í
þriðja lagi hvernig skuli haga þess-
um málum gagnvart skipum fram-
tíðarinnar.
Davíð segir að ein hugmynd sem
rædd hafi verið sé að koma á fót
sérstökum forgunarsjóði skipa til
að létta kostnaðarbyrði einstak-
linga og sveitarfélaga, en þá sé
spumingin hvemig eigi að fjár-
magna slíkan sjóð. Þá komi tO að
mynda til greina að sérstök fjár-
veiting komi frá ríki til forgunar á
bátum; skipaeigendur greiði sér-
stakt gjald; eða að til komi sérstakt
mikla leit frétti lögregla af honum í
felum í heimahúsi í Breiðholti í
fyrrakvöld og þar var hann hand-
tekinn. Ljóst er að maðurinn faldi
sig á fleiri en einum stað. Hann
mun nú sitja í gæsluvarðhaldi til 22.
desember. -RR
tryggingargjald og skattur, líkt og
bifreiðaskattur, sem fari virkilega
að telja þegar skipið er komið úr
notkun. Það ýtir undir menn að
farga slíkum skipum.
Víti til varnaöar
Hvað snertir Þrymsmálið segir
Davíð nauðsynlegt að tekið verði á
því þannig að skipaeigendur haldi
ekki að það sé ódýr förgunarleið að
sökkva skipum eftir afskráningu.
Það verði því fróðlegt að sjá hver
niðurstaða dómsins verður.
Davíð segir hins vegar óvíst
hvort Þrym verði lyft af botni
Tálknafjarðar. Sé miðað við það
hvað kostar að ná Æsvmni, sem
sökk í Amarfirði, upp megi fast-
lega reikna með því að kostnaður
við slíka áðgerð sé milli 10 og 20
milljónir króna. Því yrði að meta
það gaumgæfilega hvaða hætta
felst í því að Þrymur liggi á sjávar-
botni með tilliti til mengunar og
siglingaleiða, og þá taka ákvörðun
um hvort þeim fjármunum væri
ekki betur varið til annarra um-
hverfismála.
Fingralang-
ur puttal-
ingur
DV, Breiðdalsvík:
Brotist var inn í kaupfélagið
hér á Breiðdalsvík 1. desember.
Rúða var brotin til aö komast
inn í húsið, brotin millihurö og
fleiri skemmdir unnar.
Stolið var um 15 úrum og nær
öllu tóbaki í búðinni. Um morg-
uninn hringdi þjófurinn í versl-
unina og vildi semja um
greiðslu fyrir það sem hann
skuldaði.
Sökudólgurinn, sem var putta-
ferðalangur, var tekinn á Höfn í
Hornafirði. Hann reyndist vera
síbrotamaður með mörg mál á
bakinu. Gisti hann á Hótel Blá-
felli á Breiðdalsvík um nóttina
og gekk út án þess að borga.
Nokkrum sinnum áður hefur
verið brotist inn í kaupfélagið
en þjófamir hafa alltaf náðst
áður en þeir komust út úr Aust-
urlandsfjórðungi. -HI
Tíu atvinnulausar konur:
Boðið að öðlast
aukin ökuréttindi
- Atvinnumiðlun Reykjavíkur stendur að baki
Síbrotamaður í felum handtekinn