Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1997, Side 48

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1997, Side 48
Veðrið á morgun: Slydda eða rigning Á morgun er gert ráð fyrir all- hvassri suðaustanátt og slyddu eða rigningu um mestallt land, þó síst norðaustan til. Hiti verður á bilinu 1 til 5 stig. Veðrið í dag er á bls. 53. fUTANBÆJARMENN- IRNIR HLJÓTA AÐ \ HAFA BYRJAÐ! Vinnin$átölur laugardaginn 6-12’97 2 5 10 16 Vinningar vinninga Vinningáupphœð I- S“ts 2.014.766 2. 4 at 5+h p-i— 300.820 3-4a tS 65 7.450 4- 3“tS 1.945 580 Heildarvinning&upphœð 3.927.936 iFRÉTTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FRJÁLST, ÓHÁÐ DAGBLAÐ MANUDAGUR 8. DESEMBER 1997 Flugfélag íslands: Kann að hætta flugi til Sauðárkróks Flugfélag íslands íhugar nú að hætta farþegaflugi tii Sauðárkróks vegna samkeppninnar við íslandsflug. „Þetta er í alvarlegri skoðun en endanleg ákvörðun verður tekin í næstu viku,“ segir Páll Halldórsson, framkvæmdastjóri Flugfélagsins. „Þetta er hluti af endurskiprdagningu félagsins í kjölfar aukinnar sam- keppni." Sauðárkrók- ur hefur verið áfangastaður hjá Flugfélagi íslands og Flug- leiðum áður í um 40 ár. Páll segir að allt of *■ lág fargjöld eigi sök á því að fyrirtæk- ið íhugi að fækka áfangastöðum sín- um, og að Sauðárkrókur sé staður sem einfaldlega komi ekki nógu vel út. Flugleiðir hafi flutt um það bil 8 þúsund farþega á ári, en nú séu þess- ir flutningar ekki til skiptanna upp á sætanýtingu eftir að íslandsflug hóf áætlanaflug þangað. Varað var við því þegar samkeppni í innanlandsflugi var gerð frjáls í sumar að hún leiddi af sér fækkun áætlunarstaða víðs vegar um landið. -Sól. --------------------------- Akureyri: Unglingagengi bórðust DV, Akureyri: Til átaka kom milli tveggja hópa unglinga á Eimskipafélagsbryggjunni á Akureyri aðfaranótt laugardags. Talið er að talsvert á þriðja tug ung- linga, sem flestir voru á aldrinum 16-18 ára, hafi verið viðriðinn málið en 12 þeirra sem mest höfðu sig í frammi voru handteknir og fluttir á lögreglustöðina. Ólafur Ásgeirsson, aðstoðaryfirlög- regluþjónn á Akureyri, segir að á 'bryggju Eimskipafélags Islands hafi komið til átaka en lögreglan hafi náð að skakka leikinn og komið í veg fyr- ir frekari átök. Ekki er vitað hvað olli þessu uppþoti og ekki er hægt að finna út í fljótu bragði hvemig hóp- arnir eru samansettir, unglingarnir í hvorum hópi fyrir sig eru t.d. ekki bú- settir í sama eða sömu hverfum og reyndar voru nokkrir utanbæjarmenn í hópunum. Þó taldi lögregla að þessir hópar hefðu átt óuppgerð einhver mál. Ekki er vitað til að nokkur sem kom að þessu máli hafi þurft að leita tO slysadeildar sjúkrahússins. Ein- hverjir munu þó hafa verið með bar- efli með sér og var tekið járnrör af y .Jieinum sem fluttur var á lögreglustöð- ina. -gk Gleðin skein úr augurn barnanna sem voru stödd í Þjóðminjasafninu á laugardaginn þegar Ólafur Ragnar Grímsson, forseti íslands, opnaði jólasýningu safnsins. Að sjálfsögðu var svo dansað í kringum jólatréð og tók forsetinn virkan þátt í dansinum. DV-mynd Hari Hugaö að verkbanni á fiskiskipaflotann A vegum Landssambands isl. út- vegsmanna fer nú fram skoðana- könnun meðal útgerðarmanna um hvort setja eigi verkbann á fisk- veiðiflotann. Verkbannið er hugsað sem krókur á móti bragði þegar og ef verkfall vélstjóra á stærstu skip- um flotans brestur á um áramótin. Þannig myndi allur flotinn stöðvast í einu þegar vélstjóramir leggja nið- ur störf í stað þess að stærstu fiski- skipin yrðu ein bundin. Ætli útgerð- armenn að grípa til verkbanns um áramót verða þeir að boða það i þessari viku. DV spurði Kristján Ragnarsson, formann LÍÚ, um und- irtektir útgerðarmanna við hugsan- legu verkbanni. Hann sagði að mál- ið væri í athugun og það yrði ljóst síðar í vikunni hvað tekið yrði til bragðs en vOdi að öðru leyti ekki tjá sig um möguleika á boðun verk- banns. „Það hafa engar viðræður farið fram við vélstjóra og það bendir ekkert tO annars en að verkfaU þeirra hefjist um áramótin," sagði Kristján við DV í gærkvöldi. Krist- ján sagði að kröfur vélstjóra, launa- hæstu mannanna í flotanum, um breytt hlutaskipti sem tryggði þeim stærri aflahlutdeOd, væra fráleitar. Fjölmargir útgerðarmenn hafa fengið bréf frá skrifstofu LÍÚ þar sem þeir eru spurðir álits á verk- banni á aUan flotann ef af verkfaUi vélstjóranna verður. Aðalsteinn Jónsson, AUi riki, útgerðarmaður á Eskifirði, sagðist í samtali við DV í gærkvöld stuðningsmaður þess að gripið yrði til verkbanns. Sam- kvæmt heimildum DV munu vera skiptar skoðanir á málinu. Flestir hyggjast þó „fylgja foringjanum", eins og einn þeirra orðaði það við blaðamann DV í gær, og styðja verkbannshugmyndina. -SÁ/rt Noröurlandamót í samkvæmisdönsum: Frábær árangur íslendinga Á laugardaginn var haldið Norður- landamót í samkvæmisdönsum í Rykkinn í Noregi. Frá Islandi fóru 6 pör og stóðu þau sig mjög vel. Keppt var í latin- og standard-dönsum og var það samanlagður árangur sem gilti. I flokki unglinga I, sem er aldurshópur- inn 12-13 ára, komust tvö íslensk pör í úrslit, þau Guðni Rúnar Kristinsson og Helga Dögg Helgadóttir sem urðu í 2. sæti og Hilmir Jensson og Ragn- heiður Eiríksdóttir sem urðu í 4. sæti. I flokki unglinga II sem er aldurs- hópurinn 14-15 ára komust einnig tvö íslensk pör í úrslit, það voru þau ísak Halldórsson Nguyen og Halldóra Ósk Reynisdóttir sem urðu i 2. sæti og Snorri Engilbertsson og Dóris Ósk Guðjónsdóttir sem höfnuðu í 4. sæti. Björn Sveinsson og Bergþóra María Bergþórsdóttir kepptu í flokki fullorðinna en þau náðu ekki inn í úrslit en voru næsta par inn. Hinrik og Þórunn kepptu í flokki ungmenna sem er ald- ursflokkurinn 16-18 ára. Þau dönsuðu mjög vel en komust ekki í úrslit. -LÁ Guðni Rúnar Kristinsson, Helga Dögg Helgadóttir og Hilmir Jensson og Ragnheiður Eiríksdóttir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.