Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1998, Side 20
LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 1998 3Ö"V
o fréttaljós_______________________
Breytt bankakerfi:
Lognið á undan storminum
- fjárfestar eiga annasama tíð fram undan
Það verður breytt bankakerfi
sem mætir landsmönnum á nýju
ári. Ríkisbankarnir tóku formlega
til starfa sem hlutafélög þann 1.
janúar sl., rétt eins og Fjárfesting-
arbanki atvinnulífsins og Nýsköp-
unarsjóður atvinnulífsins. Á sama
tima lögðust atvinnuvegasjóðimir
formlega af, Fiskveiðasjóður, Iðn-
lánasjóður og Iðnþróimarsjóður. Á
næstu misserum er síðan fyrirsjá-
anleg enn frekari uppstokkun eða
öllu heldur samruni banka í enn
stærri og sterkari einingar. Hvern-
ig þau mál snúast mun síðan hafa
afgerandi áhrif á íslenskt atvinnu-
lif næstu ára. í þessum efnum
beina menn sjónum sínum fyrst og
fremst að Finni Ingólfssyni við-
skiptaráðherra en hann heldur
flestum þráðum í höndum sér. Það
er hann sem formlega fer með vald
til að ákveða hvernig samruna
þessara bankastofnana verður hátt-
að.
Bankarnir á Verðbréfa-
þing
Sala á hlutabréfum í Búnaðar-
banka hf. og Landsbanka hf. mun
þó fara frekar hægt af stað. í lög-
um er heimild til að selja ný hluta-
bréf sem nemur 35% af stofnhluta-
fé bankanna á komandi ári en í at-
hugasemdum við lagafrumvarpið
er tekið fram að ekki skuli selja
hluti af stofnhlutafé bankanna
fyrr en að fjórum árum liðnum og
að samþykki Alþingis þurfi til að
svo megi verða. Það er hins vegar
ljóst að tímasetningin er ekki
bundin í lög og þvi gæti ráðherra,
ef honum sýnist svo, flýtt þeirri
sölu. Stefán Pálsson, aðalbanka-
stjóri Búnaðarbankans, segir að
það eigi að fara hægt í sakirnar og
að ákveðið hafi verið að selja ekki
nema 5-10% af nýju hlutafé á
Rfkisbankarnir tóku formlega til starfa sem hlutafélög þann 1. janúar sl., rétt eins og Fjárfestingarbanki atvinnulífsins og Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins.
Á sama tíma lögðust atvinnuvegasjóðirnir formlega af.
Stefán Pálsson, aðalbankastjóri Búnaðarbankans, segir að það eigi að fara
hægt í sakirnar og að ákveðið hafi verið að selja ekki nema 5-10% af nýju
hlutafé á þessu ári.
þessu ári. Stofnhlutafé Búnaðar-
bankans er um 3,5 milljarðar
króna og gæti sú sala því numið
um 350 milljónum króna, eftir því
hvert gengi bréfanna verður.
Reiknað er með að sama hlutfall
bréfa Landsbankans hf. verði sett I
sölu á svipuðum tíma. Stefán tek-
ur það fram að þessi sala gegni
fyrst og fremst því hlutverki að ná
fram dreifðri eignaraðild og í
framhaldi af því verði bankinn
skráður á Verðbréfaþing íslands.
Sagðist bankastjórinn gera ráð fyr-
ir að bréfin yrðu boðin út fyrri
hluta árs, eftir að Verðbréfadeild
Búnaðarbankans hefði metið upp-
haflegt markaðsvirði bréfanna.
4.2 milljarðar til sölu
Hins vegar er tekið fram í lögum
um Fjárfestingarbanka atvinnulífs-
ins að selja skuli 49% af bókfærðu
hlutafé bankans upp á 8,4 milljarða
króna og er sú sala ekki háð tíma-
takmörkunum. Reyndar gerir ríkið
ráð fyrir að ná inn rúmlega 4 millj-
örðum króna vegna þeirrar sölu
þegar á næsta ári. Vegna uppruna
Fjárfestingarbankans eru þaö iðn-
aðar- og sjávarútvegsráðherra sem
fara með forræði í sölu bankans,
þ.e. Finnur og Þorsteinn Pálsson.
Bjarni Ármannsson, forstjóri
bankans, segir að hlutabréf í bank-
anum verði seld eins hratt og kost-
ur er en gerir þó ekki ráð fyrir að
það verði fyrr en seinni hluta árs.
Það er hins vegar í höndum ráð-
herranna tveggja að ákveða tíma-
setningar og aðrar áherslur varð-
andi söluna.
Á þessu stigi máls er ákaflega
erfitt að spá í hvemig uppstokkun-
in í bankakerfinu muni fara fram.
Halldór Guðbjarnason, bankastjóri
Landsbankans, hefur lýst því yfir
að viðskiptaráðherra sé nánast að
bregðast skyldum sínum sameini
hann ekki Lands- og Búnaðar-
banka því annars verði ríkissjóður
af söluhagnaði af verðmætari eign
sem nemur milljörðum króna.
Finnur hefur svarað með að sam-
eining þessara banka hafi ekki ver-
ið rædd og líta þurfi tfl þeirrar
samkeppnisstöðu sem upp komi
þegar ákveðið er hvaða bönkum
skuli slengt saman. Það er þó óvar-
legt að túlka þetta svar ráðherrans
sem afsvar við sameiningu ríkis-
bankanna fyrrverandi. Það er vit-
að að íslandsbankamenn hafa mik-
inn hug á að sameinast Búnaðar-
bankanum og ráðherra getur illa
gefið upp afstöðu
sína á þessu
stigi, liggi hún á
annað borð fyrir.
Salan á hluta-
bréfum í Fjár-
festingarbankan-
um gæti einnig
ráðið miklu um
framhaldið. Sá
banki mun vænt-
anlega starfa
sem heildsölubanki sem einbeitir
sér að stærri viðskiptavinum, með
hlutfallslega fáliðuðu en sérhæfðu
starfsliði. Það er ljóst að slík við-
skipti geta verið ábatasöm og
höfða eðlilega til allra viðskipta-
bankanna. Hver þeirra sem er gæti
því gert tilboð í hluti Fjárfestingar-
bankans og hvernig þeim verður
ágengt í því máli mun svo aftur
hafa áhrif á aðrar sameiningarhug-
myndir.
Ganga gömlu blokkirnar
fyrir?
En það er fleiri fjárfestum til að
dreifa en bönkunum. Tryggingarfé-
lögin og lífeyrissjóðimir eru ávallt
vakandi í þessum efnum, auk þess
sem líkur á erlendum fjárfesting-
um hafa aukist. Sala hlutabréfa
Landssímans hf. getur því hæglega
haft áhrif á þessa atburðarás, enda
er fjárfestingargeta innlendra aðila
takmörkuð. Auk þess má álykta
sem svo að fiárfestingarvilji ákveð-
inna aðila sé þegar skilyrtur af
fyrri fiárfestingum þessara sömu
aðila. Landsbankinn á helming í
VÍS, Lífeyrissjóðurinn Framsýn
10% hlut í íslandsbanka, sem og
Lífeyrissjóður verslunarmanna.
Heimildarmenn DV innan þessara
sjóða telja eðlilegt að hugsanlegar
fiárfestingar
sjóðanna í hluta-
bréfum um-
ræddra banka
stýrist af þeim
hagsmunum
sem þeir hafa
þegar að gæta í
íslandsbanka.
Þorgeir Eyjólfs-
son, forstjóri
Lífeyrissjóðs
verslunarmanna, sagði í samtali
við DV að nú væru mikil tækifæri
til að koma fram nauðsynlegri hag-
ræðingu í bankakerfinu. „Það er
engin launung að hluthafar í ís-
landsbanka hafa áhuga á að bank-
inn eigi hlut í þessari hagræðingu.
Við teljum þýðingarmikið að Bún-
aðarbankinn verði skoðaður sér-
staklega sem fiárfesting sem traust
og vel rekin stofnun, skipuð hæfu
starfsfólki, með samvinnu eða
samruna í huga. En Fjárfestingar-
bankinn verður líklega áhugaverð-
ur kostur fyrir fiárfesta en það
ræðst auðvitað af verðinu,“ sagði
Þorgeir Eyjólfsson.
Innlent
fréttaljós
Páll H. Hannesson