Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1998, Page 21
JL> x J' LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 1998
Ólyginn sagði...
... aö forseti Sovétríkjanna sál-
ugu, Mfkhaíl Gorbatsjov, hefði á
dögunum
tekið þátt í
sjónvarps-
auglýsingu
fyrir Pizza
Hut. Auglýs-
ingin var tek-
in upp í
Moskvu þar
sem Gorbi sést gæða sér á flat-
bökunum. Auglýsingin fer í loft-
ið fljótlega en ekki fylgir sög-
unni hvað Gorbi fékk fyrir sinn
snúö, eða öllu heldur sína
sneið.
... aö hin 31 árs gamla söng-
kona, Janet Jackson, heföi í
hyggju aö leggja hljóðnemann
á hilluna og
fara aö læra
eitthvað af
viti. Hana
langar að
verða lög-
fræðingur.
„Mig langar
aftur í skóla,“ á hún að hafa
sagt. Stóra bróður, Michael,
veitti kannski ekki af lögmanni í
ættinni ef fleiri klögumál gegn
honum eiga eftir að koma upp á
yfirborðið.
... aö hjartaknúsarinn og leikar-
inn, Don
Johnson,
væri búinn að
segja upp 18
ára gamalii
kærustu sinni
aö nafni Jodi
O’Keefe.
Donni var
ekkert að
skipta fyrir eina 30, 40 eða 50
ára heldur tók saman við Den-
ise Hale, 72 ára gamla ekkju
milljaröamærings. Hvort það
var nú peninganna vegna eða
ekki skal ósagt látið.
Rappari í ráni
Rapparinn góðkunni, Coolio, var
á ferð í Þýskalandi á dögunum. Það
er varla í frásögur færandi nema
fyrir þá sök að hann komst í kast
við lögin þar í landi. Það var ekki
fyrir einhverjar stöðumælasektir
heldur fyrir stuld og stimpingar í
tískuvöruverslun.
Coolio og nokkrir félagar hans
fóru í verslunina og mátuðu ýmsan
fatnað. Þegar þeim fannst þeir hafa
fundið réttu fötin ætluðu þeir að
ganga út án þess að borga. Þetta
míslíkaði verslunareigandanum að
sjálfsögðu og kom til handalögmála
á staðnum. Coolio og félagar hurfu á
braut en að kvöldi dags gaf hann sig
fram á lögreglustöð og játaði syndir
félaga sinna. Sagðist sjálfur hafa
ætlað að borga og væri því alsak-
laus. Þeir þýsku áttu víst erfitt með
að trúa því þannig að málið er enn
í rannsókn.
Rapparinn Coolio komst í hann
krappan.
Brjóstakrabbi Bítlakonunnar Lindu McCartney:
Paul hiálpar henni í baráttunni
Eins og komið hefúr fram er Linda
McCartney með krabbamein í öðru
brjóstinu. Eiginmaðurinn og Bítill-
inn Paul ræddi opinskátt um þessi
mál í breskum sjónvarpsþætti ný-
lega, nánar tiltekið hjá David Frost.
Paul og Linda McCartney. Læknast
hún af krabbanum?
Þar sagði Paul að þau Linda
stæðu saman i baráttunni og gerðu
allt til þess að hún fengi bót meina
sinna.
„Það er að sjálfsögðu hræðilegt
áfall þegar þú ert greindur með ban-
vænan sjúkdóm. Þú veist varla í
fyrstu hvað á til bragðs að taka. Síð-
an ferðu að breyta forgangsröðinni í
lífinu," sagði Paul en þau Linda
hafa gengið saman í gegnum lækn-
ingaprógramm sem hjálpar þeim að
taka eitt skref í einu. Prógrammið
er upphaflega komið frá AA-samtök-
unum.
Innbrot á heimili Stevens Spielbergs:
Barnaræningi handtekinn
Brotist var inn á ------—Ræninginn ráða-
heimili Stevens Spiel- bjfj lausi, hinn 31 árs gamli
bergs í Hollywood í ný- J Jónatan Norman, var
liðnum mánuði. Þar var "'yJM gripinn glóðvolgur af
ekki um venjulegan Ls -- lögreglu inni á húslóð-
innbrotsþjóf að ræða w inni eftir að rammhelt
heldur barnaræningja. ^H öryggiskerfi hafði farið
Hann hafði í hyggju að ^HíHH—I gang með tilheyrandi
ræna einu barna þeirra Spielberg og Cap- hávaða. Ekki fylgir sög-
Stevens og Kötu Cap- shaw veröa aö gæta unni hvort Kasper og
shaw og krefjast himin- barna sinna vel og Jesper hafi verið með í
hárra lausnargjalda. vandlega hér eftir. fór!
... og bætti við...
... að breska ofurfyrirsætan
Kate Moss væri tekin saman
við plötusnúðinn Jeremy Healy.
Pau eru
sögð hafa
hist fyrst
fyrir tveimur
árum en
ekki er langt
um liðið síð-
an þau
sögðu upp
sambýlisfólki sínu. Kata var
sem kunnugt er með leikar-
anum Johnny Depp en Jeremy
var meö fyrirsætunni Philippu
Lett. Hann heldur sér því viö
snoppufríöu fyrirsæturnar.
... að poppstjarnan Seal yrðl faö-
ir innan skamms. Fyrirsætan
Tatjana Patitz er sögð ganga
með barn hans en þau hafa staö-
fastlega lýst
því yfir að
þau væru
ekki á leið-
inni í hnapp-
helduna. Þau
væru bara
góðir vinir.
Hvað um
það, vin-
skapurinn hefur gefið af sér
ávöxt sem vonandi verður eitt-
hvað laglegri en pabbinn!
... að leikarinn góökunni, Ralph
Fiennes, væri fluttur út frá kær-
ustu sinni, Francescu Annis.
Kunningjar þeirra og vinir neita
þó harðlega
þeim flugu-
fregnum að
parið sé skil-
iö fyrir fullt
og allt. Petta
sé svona
milliblls-
ástand. Ekki
er svo langt síðan Ralph skildi
við eiginkonuna, Alex Kingston,
þannig að svo er að sjá að enski
sjúklingurinn gangi með ein-
hvern kvensjúkdóm!
Þú fœrð bœkling með pöntunarseðli
í nœstu verslun!
Leiknum lýkur 31. janúar 1998.
setur brag á sérhvern dag!