Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1998, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1998, Blaðsíða 27
JL^'V’ LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 1998 imm 35 ' -w k Trimmhópur Fjölnis í Grafarvogi: Skokkarar landsins þekkja það af eigin reynslu að ólikt skemmtilegra er að hlaupa 1 hópi en einn. Víða á landinu hafa mynd- ast fjölmennir skokkhópar sem æfa reglulega. í sum- um eru nokkrir hlauparar en stærsti hópur landsins er sennilega hópur Fjölnis í Grafarvogi (Grafarvogs- hópurinn). Þar æfa rúmir sex tugir manna reglulega tvisvar í viku. Drifkraftur og æfmgaþjálfari Grafar- vogshópsins er Erla Gunn- arsdóttir, íþróttakennari í Hamraskóla. „Upphaf skokkhópsins Fjölnis í Grafarvogi má rekja fimm ár aftur í tím- ann. Nokkur hópur fólks, aðallega samkennarar mínir og nokkrar fóstrur af leikskólanum, hafði samband við mig árið 1992 og bað mig að koma af stað skokkhópi. Þeir vissu af þvi að ég var íþróttakenn- ari hérna í Hamraskóla. Mér fannst hugmynd þeirra hið besta mál og hafði reyndar fyrirmyndir til að fara eftir, eins og til dæmis skokkhópinn á Sel- tjarnarnesi," sagði Erla. Hjónin Páll ólafsson og Guörún Björk Eggertsdóttir leyföu heimilishundinum Rúdolf aö taka þátt í æfingunni síöastiiöinn mánudag. Fyrirmynd „Ég fékk upplýsingar hjá Margréti Jónsdóttur iþróttakennara um hvern- ig standa ætti að þessu verkefhi en Margrét byrj- aði með hlaupahópinn í Seltjarnarnesi. Ég setti upp auglýsingu í Hamraskólan- um og þannig byrjaði þetta allt saman. Byrjunin var prýðileg, á þriðja tug manna kom strax og ákveðið var að æfa tvisvar í viku, síðdegis á mánudög- um og miðvikudögum. Ég passaði mig á því að rukka engan fyrir þátttök- una og tók ekki niður nein nöfn. Mitt hlutverk var fyrst og fremst að sjá um upphitun með tónlist, skipuleggja hlaupið og gæta þess að allir teygi vel á eftir og taki styrktaræfmgar. Hlauparamir hafa fengið aðstöðu innan veggja Hamraskólans til þess. Ég hef alltaf hlaupið með hópnum og verið virk- ur þátttakandi. Við byrjuðum á þvi að ganga og hlaupa á víxl en eðli málsins sam- kvæmt voru þátttakendur í mis- jöfnu formi. Sumir skokkaranna voru með íþróttalegan bakgrunn og margir höfðu jafnvel verið að skokka einsamlir. Fólk sem hefur stundað aðrar íþróttagreinar áður er yfirleitt mjög fljótt að ná sér í gott form. Flestir hlauparanna í hópnum eru á aldrinum 35-45 ára en elsti þátttakandinn er kona á sex- tugsaldri sem er í mjög góðu formi.“ Kynntust við æfingar „Munstrið hefur verið þannig að konurnar hafa komið fyrst inn í skokkhópinn en síðan koma eigin- mennimir. Það er mjög mikið um hjónafólk í Grafarvogshópnum. Við höfum reyndar eitt dæmi um karl og konu, Ingibjörgu Kjartansdóttur og Aðalstein Snorrason, sem kynnt- DV-myndir Hilmar ust við æfingar hjá hópnum. Þau eru nú hamingjusamlega gift og eiga von á bami. Skokkarar í hópn- um eru mjög duglegir að taka þátt í víðavangshlaupum landsins. Þá mæta heilu fjölskyldurnar og börn- in hlaupa með. Það er mikill fjöl- skylduandi ríkjandi i hópnum. Vegna þess hve skokkaramir eru í misjöfnu formi er ekki hægt að láta aila hlaupa sömu vegalengdirn- ar. Allur hópurinn byrjar að jafhaði saman við upphitun en síðan em skipulagðar misjafnlega langar hlaupaleiðir, yfirleitt misstórir hringir sem yfirleitt tekur um 30-40 mínútur að hlaupa. Ég hef reynt að stíla þannig inn á leiðirnar að skokkaramir klára yfirleitt allir á svipuðum tíma svo að hægt sé að teygja saman í lokin. Við erum svo heppin í Grafarvoginum að göngu- stígakerfið er mjög gott og aðgengi- legt fyrir skokkara og einnig með góða tengingu við Elliðaárdalinn og inn í Laugardalinn." Þessi mynd var tekin í sumar viö Mývatn en hlauparar úr trimmhópi Fjölnis í Grafarvogi fengu mörg verölaun. Frá vinstri eru Kristján E. Ágústsson, sem var í fljótustu sveitinni, Erla Gunnarsdóttir, sem var fyrst í kvennafiokki í hálfmaraþoni, og Inga Björk Guömundsdóttir, sem var fyrst kvenna í 3 km, en foreldrar hennar æfa bæöi meö trimmhópi Fjölnis. Byrjendaæfingar „Ég útbjó æfingaáætlun fyrir byrjendur til að fara eftir sem reynst hefur vel til að koma þeim í form. Markmiðið, sem byrjendum er sett, er að ná því að hlaupa við- stöðulaust i 20 mínútur að lokinni 11 vikna þjálfun. I fyrstu vikunni eru byrjendur látnir hlaupa í 30 sek- úndur í einu og ganga þess á milli í 90 sekúndur, 10 sinnum alls, þrisvar í viku. Síðan eru hlaupin smám saman lengd og aukin og dregið úr göngunni og á elleftu vikunni er í fyrsta sinn hlaupið stanslaust í 20 mínútur. Þetta hefur mælst vel fyrir og reynst byrjendum vel til að ná sér í form. Að fá svona áætlun í hendumar er mjög gott fyrir byrjendur, það vilja flestir vera sjálfstæðir og ekki láta leiða sig í öllu sem þeir ætla að gera. Ég hef einnig útbúið ráð- leggingar fyrir byrjendur sem gott er að hafa í huga við æfingar. Þar eru tekin fyrir mikilvæg atriði, eins og til dæmis nauðsyn þess að hafa stöðugleika í æfingum og láta þær ekki verða óreglulegar. Einnig eru tekin fyrir önnur mikil- væg atriði, eins og skó- búnaður, þolinmæði, mikilvægi hvíldar, menn varaðir við of miklu álagi og einnig hvattir til að setja sér eitthvert tak- mark. Ég bætti við þrek- hring fyrir þá sem eru í góðu formi og leigði íþróttasal skólans til þess. Það er mjög góð mæting í þann þrek- hring, 30-40 manns mæta þar reglulega í viku hverri, allan veturinn. Þeir sem mættu í þrek- hringinn fóru allir strax að bæta sig mjög mikið í hlaupunum þó að það sé í sjálfu sér ekkert mark- mið. Aðalatriðið er fyrst og fremst að vera í góðu formi. Starf mitt var til að byrja með sjálfboðaliða- starf en þegar ég var búin að sinna þessu í 3-4 ár fór borgin að styrkja þetta starf. Ég er nú starfsmaður hjá Fjörgyn og fæ laun fyrir minn hlut. Það eru samt engin ósköp, ég fæ borgað fyr- ir tvo tíma á viku. Ég er samt ekk- ert að velta mér upp úr því og hef mikla ánægju af þessu starfi. Ég hef verið afskaplega heppin með fólk, það hefur verið svo jákvætt og lífs- glatt og gaman að vinna með því,“ sagði Erla. Sleppa aldrei æfingum „Æfingarnar hafa þróast út í að þessi stóri kjarni, sem mætir á æf- ingar, vill helst ekki sleppa úr einu einasta skipti. Mætingin er þétt og góð og þegar best lætur eru yfir fimm tugir manns á æfingum. Það er góð þátttaka miðað við að rúm- lega 60 manns æfa reglulega með Grafarvogshópnum. Skokkaramir í Grafarvogshópn- Umsjón ísak Öm Sjguiösson um halda mjög vel saman og félags- lífið er í miklum blóma. Þróunin hefur verið sú að hópur- inn hittist og borðar saman eftir Reykjavíkurmaraþon. Það er venja hjá okkur einu sinni á ári að hlaupa frá Grafarvoginum upp í Mosfells- bæ þar sem farið er í sund og síðan borðað á veitingastaðnum Ásláki. Við emm með árshátið i mars, á haustin hlaupum við upp í sumar- bústað, sem heitir Lynghóll, inni á Mosfellsheiði, og grillum þar sam- an. Við forum alltaf í Bláskóga- hlaupið, tjöldum þar og gistum eina nótt,“ sagði Erla. Um og yfir 6 tugir manna skokka reglulega meö trimmhópi Fjölnis í Grafar- vogi. c.pÉ^OPP4p ~ M * Barnafataverslun ■ Mg uIlarafnM 1 n r'rafan,nni Hverafold 1-3, Grafarvogi. á0°/° „ UTSALA " 3oar byrjar 3.janúar ^o°l° Opnunartímar: Alla virka daga 10-18.30, laugard.10-16. Sími/fax 567 6511 r A r

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.