Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1998, Qupperneq 29
LAUGARDAGUR 3. JANUAR 1998
fslandsmeistari ungmenna í hestaíþróttum ríður í skrúðgöngu:
•%nglingar „
*★★
- segir Skúli Steinn Vilbergsson, þrettán ára
DV.Suðumesjum:
„Eg er búinn að velja
hest 1 gönguna. í það
þarf vel tamið og tauga-
sterkt hross, eiginleikar
sem íslenski hesturinn
hefur upp til hópa. Ég
er að undirbúa merina
fyrir ferðina og m.a.
temja hana svo hún
verði ekki hrædd við
flugelda. í göngunni
sjáifri ber að varast þá
sem eru með skotelda
og kínverja," sagði
Skúli Steinn Vilbergs-
son, 13 ára Keflvíking-
ur, en hann er í Hesta-
mannafélaginu Mána
sem mun taka þátt í
áifabrennu og flugelda-
sýningu sem haldin
verður við Iðavelli í
Reykjanesbæ þriðjudag-
inn 6. janúar.
Skrúðgangan mun
ieggja af stað frá Tjam-
argötuhorni kl. 20 og
verður gengið norður
Kirkjuveg og upp Aöal-
götu undir forystu álfa-
konungs og drottningar.
Búist er við miklu fjöl-
menni bæjarbúa.
Hlakka til
Æm
':u* áliJÍl ^
m . iáSBKívÁ' v
. Si' if
''wem/
■r W- 4
Skúli Steinn verður á
merinni Dögun og
íklæddur skikkju í
göngunni.
„Ég hlakka mikið til,
hef tekið þátt í slíkri
göngu 4-5 sinnum áður
og þetta er alltaf jafngaman,“ segir
Skúli Steinn. Þrátt fyrir ungan ald-
ur varð Skúli Steinn í fyrsta sinn ís-
landsmeistari í ungmennaflokki í
Skúli Steinn í góöum félagskap meö Dögun, hryssunni sem hann veröur á í skrúögöngunni á þrettándanum.
DV-myndir Ægir Már
gæðingaskeiði sem fram fór á Vind-
heimamelum í Skagafirði i júlí í
fyrra. Þeir sem tóku þátt voru ungl-
ingar alveg upp í 18 ára aldur og því
sigurinn enn sætari fyrir Skúla
Stein sem stóð sig frábærlega vel í
mótinu og er hér greinilega á ferð-
inni mikið efni í hestaíþróttinni.
„Þessi sigur kom mér skemmti-
lega á óvart og það er mjög góð til-
finning að vera íslandsmeistari. Ég
varð mjög glaður,“ sagði Skúli
Steinn. A gamlársdag
efndi Reykjanesbær til
mikillar hátíðar í Flug-
hótelinu í Keflavík þar
sem íþróttabandalag
Reykjanesbæjar heiðraði
íslandsmeistara bæjarins
með gullpeningi. Skúli
Steinn fékk einn slíkan
en hann var tilnefndur
fyrir Mána í kjöri
íþróttamanns Reykjanes-
bæjar. Skúli Steinn byrj-
aði í hestamennskunni
með foreldrum sínum og
byrjaði að sitja hest áður
en hann fór að ganga.
4-5 daga í viku
Skúli Steinn er í 8.
bekk í Holtaskóla í Kefla-
vík. Hann er fæddur og
uppalinn Keflvíkingur.
„Þegar ég er búinn að
læra fer ég út í hesthús
og er þar 4-5 daga i viku.
Það er alveg meiri háttar
skemmtilegt að vera í
kringum hestana og þar
líður mér vel. Ég æfl
einnig knattspymu í 4.
flokki með Keflavík og
þar stefni ég einnig hátt.
Þetta fer vel saman.“
Foreldrar Skúla Steins
em Guðlaug Skúladóttir
og Vilberg Skúlason.
Skúli Steinn er yngstur
þriggja systkina sinna.
Fjölskyldan á hesthús i
Mánagrund og um 20
hross. Skúli Steinn á eitt
folald sem heitir Þór.
„í framtíðinni stefni ég
á að halda íslandsmeistaratitlinum
mínum og bæta fleiri titlum í safn-
ið mitt,“ sagði Skúli Steinn.
-ÆMK
hin hliðin
Jóna Fanney Svavarsdóttir, só sem söng með Kristjáni:
Ætlar út í söngnám
Jóna Fanney Svavarsdóttir stóö sig vel í Halfgrímskirkju á dögunum.
„Eg hef verið í söngnámi síðan ég
var sextán ára, lauk 8. stigi frá Söng-
skólanum i Reykjavík sl. vor og er í
framhaldsdeildinni eins og er. Krist-
ján fékk þessa hugmynd seint og um
síðir. Hann langaði að fá einhveija
fallega englarödd til þess að syngja
yfirrödd í þessu lagi og ákvað að
prófa frænku sína. Honum fannst
það skemmtilegt og ég held að þetta
hafi bara komið ágætlega út,“ segir
Jóna Fanney Svavarsdóttir, stúlkan
sem birtist á tónleikum Kristjáns Jó-
hannssonar í Hallgrímskirkju og
söng þar yfirrödd í Heims um ból.
Jóna Fanney segist stefna á fram-
haldsnám í söng á Ítalíu eða í Aust-
uiTÍki, jafnvel strax næsta haust.
Hún sýnir á sér hina hliðina að
þessu sinni.
Fullt nafn: Jóna Fanney Svavars-
dóttir.
Fæðingardagur og ár: 1. sept.
1974.
Maki: Nýr kærasti er Gunnar Ás-
geirsson.
Börn: Engin.
Bifreið: Glæsileg Mazda 323 1986.
Starf: Syng með skólanum og verö
síðan meö Leikfélagi Akureyrar í
Söngvaseið sem frumsýndur verður í
mars.
Laun: Lifi af því sem ég er að gera.
Hefur þú unnið í happdrætti eða
lottói? Nei, spila lika sjaldan.
Hvað flnnst þér skemmtilegast
að gera? Komast heim í sveitasæl-
una.
Hvað finnst þér leiðinlegast að
gera? Ég þoli ekki uppvaskið.
Uppáhaldsmatur: Pylsur og
pasta.
Uppáhaldsdrykkur: Mjólk er
best.
Hvaða íþróttamaður stendur
fremstur í dag? Kristinn Björnsson
skíðamaður hefur staðið sig vel.
Uppáhaldstímarit: Ég les bara
eitt tímarit. Kaupi einstaka sinnum
Séð og heyrt.
Hver er fallegasti maður sem þú ,
hefur séð (fyrir utan maka)? Val
Kilmer í Willow.
Ertu hlynntur eða andvígur rík-
isstjórninni? Mér er nokk sama um
pólitík.
Hvaða persónu langar þig mest
til að hitta? Pavarotti.
Uppáhaldsleikari: Árni Tryggva-
son er alltaf góður.
Uppáhaldsleikkona: Ég held ég
verði að sleppa þessari.
Uppáhaldssöngvari: Joan Suther-
land og Billy Holliday.
Uppáhaldsstjórnmálamaður:
Páll Pétursson.
Uppáhaldsteiknimyndapersóna:
Grettir.
Uppáhaldssjónvarpsefni: Ég
horfi lítiö á sjónvarp. Leiðarljós er
það eina sem ég horfi á.
U ppáhaldsmatsölustaður/veit-
ingahús: Ítalía er mjög góður staður.
Hvaða bók langar þig mest að
lesa? Ég les lítið og er ekki spennt
fyrir neinni sérstakri um þessar
mundir.
Hver útvarpsrásanna finnst þér
best? Rás 2.
Uppáhaldsútvarpsmaður: Gestur
Einar Jónasson.
Hverja sjónvarpsstöðina horfir
þú mest á? Ríkissjónvarpið.
Uppáhaldssjónvarpsmaður: Ég
verð að segja Svanhildur Konráðs-
dóttir. Hún er frænka mín.
Uppáhaldsskemmtistaður/krá:
Kofi Tómasar frænda.
Uppáhaldsfélag í íþróttum: Ev-
erton í gegnum súrt og sætt.
Stefnir þú að einhverju sérstöku
í framtíðinni? Já, verða betri á alla
vegu, sem söngkona og manneskja.
Hemig eyðirðu jólafríinu? Með
tærnar upp í loft heima í sveitinni
(Húnavatnssýslu) hjá pabba og
mömmu. Ég fæ gott frí og læt mér
líða vel.
-sv
*•
*