Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1998, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1998, Qupperneq 14
14 MÁNUDAGUR 5. JANÚAR 1998 Frjálst, óháð dagblað Utgáfufélag: FRJALS FJOLMIÐLUN HF. Stjómarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON OG ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON OG ELÍN HIRST Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerö: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuöi 1800 kr. m. vsk. Lausasöluverð 160 kr. m. vsk., Helgarblaö 220 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Verkefni stjórnmálanna Á íslandi eru kaflaskipti í margs konar skilningi. Kreppunni er lokið. Upplýsingabyltingin og ný viðhorf í umhverfismálum kalla á gjörbreytt vinnubrögð. Ágrein- ingur í málaflokkum á borð við heilbrigðismál og stjórn fiskveiða er kominn á hættumörk. Aðrir bíða brýnna ákvarðana. Verkefni stjórnmálanna á næstu misserum ættu því að verða eftirfarandi: í fyrsta lagi að ljúka deilunni um stjórn fiskveiða. Andstaðan við gjafakvótann eykst sífellt og óvissunni um framtíð núverandi kerfis lýkur ekki fyrr en komin er niðurstaða sem byggist á einhvers konar veiðileyfagjaldi. Verkefnið fyrir höndum er að ná sátt um útfærslu þess. í öðru lagi er nauðsynlegt að móta nýja stefnu um stóriðju íslendinga. Það er ekki lengur í þágu íslenskra hagsmuna að selja raforku á spottprís til stóriðju. Það er ekki heldur í þágu þjóðarinnar að taka þátt í því að menga lofthjúpinn og raska með því möguleikum komandi kynslóða á að lifa áfram í landinu. í því efni á framtíðin að njóta vafans, ef hann er þá nokkur. í þriðja lagi þarf að brjóta til mergjar þá lítt ræddu þverstæðu að á tímum góðæris fjölgar fátæklingum. Stjórnmálin geta ekki látið afskiptalaust að þriðja farrýmið á skútu velferðarinnar er að verða hlutskipti æ fleiri. Fyrsta skrefið er að viðurkenna vandann. í fjórða lagi þarf að finna leiðir til að bægja frá okkur gínandi vofu eiturlyfjanna. Fíkniefnin verða helsta þjóðfélagsmein næstu aldar. Upplausn fjölskyldna, glötuð líf æskufólks og holskeflur glæpa munu fylgja því. Innihaldsrýr orðavaðall stjórnvalda dugir ekki lengur. í fimmta lagi þarf að marka nýja leið inn í samstarf Evrópuþjóðanna. ísland verður ekki endalaust áhrifa- laus endastöð póstsins frá Brussel. Sömuleiðis þarf að meta hvernig ísland tengist samstarfmu um sameiginlegan gjaldmiðil Evrópu. í sjötta lagi þarf að stokka upp í menntamálum landsmanna. Á flestum stigum skólakerfisins eru þverbrestir. Alvarlegasta meinið birtist í mjög slökum árangri grunnskólans í raungreinum í alþjóðlegum samanburði. Leiðrétting þessa er lykillinn að velmegun í veröld sem verður æ háðari traustri grunnmenntun. í sjöunda lagi er brýnt að móta ítarlega stefnu um hátækni og hugvit. Fjárfesting næstu aldar liggur ekki í stáli og steypu heldur menntuðu vinnuafli. Virkjun hugvitsins og dreifing framleiðslunnar um Netið byggist á erlendu fjármagni og breyttu menntakerfi. í áttunda lagi þarf að stemma stigu við vaxandi fákeppni. Ofurvald áhrifamikilla hópa í viðskiptalífmu kemur í veg fyrir að frumkvöðlar og smáfyrirtæki fái notið sín með eðlilegum hætti. Það þarf að tryggja að einkavæðing bankanna og Landssímans færi ekki kolkrabbanum fyrirtæki þjóðarinnar á spottprís. í níunda lagi er óhjákvæmilegt að skýra stefnuna í veikluðu heilbrigðiskerfi. Heilsugæslan á landsbyggð- inni er að grotna niður. Á spítölunum er fyrirsjáanleg ekla á lykilfólki. Hlutverk sjúkrahúsa á landsbyggðinni er í lausu lofti. Enginn sér gegnum þokuna sem þróttlaust stjórnvald hefur sveipað stóru sjúkrahúsin. Heilbrigðismálin eru að ástæðulausu í uppnámi og því verður að linna. í tíunda lagi þarf að jafna atkvæðavægi landsmanna. Núverandi kerfi, þar sem íbúar sumra kjördæma hafa margfalt minna vægi en aðrir, er brot á mannréttindum. Þessum verkefnum geta hvorki stjórnarflokkarnir né stjómarandstaðan skotið sér undan. Klukkan glymur þeim sem ekki þora. Össur Skarphéðinsson Ekki alls fyrir löngu bárust til landsins þær fréttir að íslendingar ásamt Tyrkjum legðu lægra hlutfall þjóðartekna til menningarmála en all- ar aðrar þjóðir innan OECD (Efnahags- og sam- vinnustofnunarinnar). Um svipað leyti fregnaðist að Sinfóniuhljómsveit ís- lands, sem gert hefur garðinn frægan víða um heim, væri á heljarþröm sökum fjárskorts og bágra launakjara hljómsveitar- manna. Um ástandið í Há- skóla íslands og mennta- kerfinu yfirleitt er þarf- laust að fjölyrða. Með þetta í huga voru nýlegar fregnir um sukkið hjá ríkisbönkunum nán- ast einsog gusa framaní landslýðinn. Á liðnum áratug afskrifuðu ríkis- bankarnir samtals 87 milljarða króna, sem jafn- gildir því að einni milljón króna hafi verið stolið af hverri fjögra manna fjöl- skyldu í landinu. Og á þessari glæpsamlegu óráð- síðu er enginn sagður bera neina ábyrgð! Ríflegur bónus Föst risna greidd há- Greinarhöfunur segir að í Seðlabankanum hafi þeim sem njóta fastrar risnu verið fjölgað úr fimm í tólf. Svínaríid í ríkis- bönkunum launamönnum Landsbankans, bankastjórum, svæðisstjórum og útibússtjórum, nam 5.207.000 krónum árið 1995 og hækkaði um 20% árið 1996. í Búnaðarbankan- um fengu sömu embættismenn fasta risnu sem nam 3.219.000 krónum árið 1995, en hækkaði um 12,8% árið 1996. í Seðlabank- anum var þeim sem njóta fastrar risnu fjölgað úr fimm í tólf. Árið 1995 var fóst risna 2.040.000 krón- ur, en hækkaði árið 1996 um 39%. Þaráofan eiga ríkisbankarnir samtals 16 jeppabifreiðar handa stórtekjuliðinu og veita því að auki laxveiðifríðindi og ýmis önnur hlunnindi. Þessi ósvinna á sér stað með þöglu samþykki stjórnvalda og meirihlutans á Alþingi á sama ^láma og mikilvægustu starfs- stéttir samfélagsins lifa við sultarkjör og æ fjölmennari hópar ungs efnisfólks flýja land í vonleysi um mannsæm- andi lífskjör í einhverju rík- asta landi veraldar. Það er útaf fyrir sig áleitið umhugsunar- efni hvernig mönnunum, sem skammta sjálfum sér ofan- greindar tekjur og hlunnindi, er innanbrjósts þegar þeir líta i spegilinn á morgnana. Visast hugsa þeir sem svo, að þeir verðskuldi umbunina fyrir vel unnin ábyrgðarstörf, en ein- hvernveginn kemur það illa heim við ábyrgðarleysið sem vikið var að hér að framan. Veruleikafirrt verömætamat Sannleikurinn er sá, að kjör gráð- ugra pótintáta í bönkunum eru 1 engu samræmi við störfin sem þeir inna af hendi. Það er létt verk og auvirðilegt að stjórna andvana peningastofnun, enda veljast einatt til þeirra verka af- dankaðir pólitíkus- ar. Að ala upp og Kjallarinn Siguröur A. Magnússon rithöfundur „Sannleikurínn er sá, að kjör gráðugra pótintáta í bönkunum eru í engu samræmi við störfín sem þeir inna af hendi. Það er létt verk og auvirðilegt að stjórna andvana peningastofn- un, enda veljast einatt til þeirra verka afdankaðir pólitíkusar.“ mennta æsku landsins er hins- vegar svo krefjandi og viðurhluta- mikið verkefni, að fólk- ið sem tekst það á hend- ur ætti að bera úr být- um að minnstakosti þriðjungi meira en pen- ingafurstarnir. En verðmætamat mann- skepnunnar hefur löng- um verið öfugsnúið og veruleikafirrt. Þó flest- ir samsinni í orði kveðnu þeim sannind- um Hávamála, að margur verði af aurum api, þá er einsog glýja gullsins blindi jafnvel sæmilega skynuga menn á þá meginstað- reynd, að fjöregg þjóð- arinnar er fólgið í and- legu atgervi lands- manna, ekki skjót- fengnum gróða eða söfnun fjármuna og fasteigna. Á ríkjandi viðhorfum verður sennilega engin breyting í bráðina, úrþví meirihluti kjós- enda er samkvæmt skoðanakönnunum hæstánægður með stjórnarfarið, fyrir- hyggjuleysið, misrétt- ........ ið og úrræðaleysið gagnvart vaxandi skálmöld í landinu. Sigurður A. Magnússon Skoðanir annarra Styrkur ríkisstjórnarinnar „Tvennt hefur öðru fremur einkennt stjórmnálaá- standið innanlands á árinu sem nú er að líða. Ann- ars vegar styrkur ríkisstjórnarinnar sem hefur að baki sér mikinn þingmeirihluta og nýtur verulegs stuðnings meðal þjóðarinnar samkvæmt niðurstöð- um skoðanakannana. Hins vegar tihaunir stjórnar- andstöðuflokkanna til að móta samfylkingar sem geti veitt Sjálfstæðisflokknum samkeppni sem stærsta stjómmálaafl þjóðarinnar efth næstu Al- þingiskosningar. Eins og vænta mátti gengur sú fæð- ing ekki átakalaust fyrh sig og enn er óvíst um nið- urstöðuna." Elías Snæland Jónsson í leiðara Dags 31. des. Stöðugleiki efnahagslífsins „Góðærið sem við njótum nú hefur ekki orðið til af sjálfu sér. Það er m.a. árangur markvissrar efna- hagsstjórnunar undanfarinna ára, skynsamlegrar og einbeittrar stefnu viö verndun fiskstofnanna. Góð- æri vara ekki aö eilífu en stöðugleikinn gefur okkur tækifæri til að búa okkur undh efnahagssveiflur framtíðarinnar og tryggja að þær verði ekki eins ofsakenndar og kollsteypur fyrri ára. Helstu blikur á lofti efnahagsmála koma nú há fjarlægum heimsálf- um. Enn er ekki útséð um hverjar afleiðingarnar verða af efnahagshruni í ríkjum Suðaustur-Asíu. Efnahagslíf rikja heims er það samtvinnað að þeh erfiðleikar munu óhjákvæmilega teygja anga sína til okkar í einhverju formi.“ Úr leiðara Mbl. 31. des. Ástæður góðærisins „Árið, sem nú er að líða, hefur um margt verið ís- lensku þjóðinni gott ár. Til þess liggja tvær meginá- stæður. í fyrsta lagi hefur nú sannast, að ríkisstjóm- ir þær, sem voru við völd á erfiðleikaárunum frá 1987 til 1995 tóku rétt á málunum og lögðu þar með grundvöllinn að sóknarfærum þjóðarinnar þegar kreppan leið hjá. í öðru lagi hagstæðar ytri aðstæð- ur; vaxandi sjávarafli, gott verð á útflutningsafurð- um og aukin erlend fjárfesting, sem hafði nánast engin verið um margra ára skeið." Sighvatur Björgvinsson í Degi 31. des.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.