Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1998, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1998, Page 16
16 ennmg MÁNUDAGUR 5. JANÚAR 1998 JLlV Margmiðlaðir stafakarlar í fyrra kom út sniðug stafakennslubók eftir Bergljótu Amalds sem hún nefndi Stafakarl- ana og hefur orðið vinsæl. Og nú eru Stafa- karlarnir komnir á margmiðlunardisk. Þegar saga er flutt frá einum miðli til ann- ars er flutningurinn eins og þýðing. Líkt og þegar verk er flutt yfir á annað tungumál þarf að laga það að breyttum aðstæðum. Hér er söguþráðurinn og textinn nánast óbreyttur en verkið er vissulega lagað að hinum nýja miðli. Myndabókin hefur tvo innbyggða lesendur, þann fullorðna sem les og bamið sem lesið er fyrir. í tölvubókinni hefur miðillinn sjálfur yf- irtekið hlutverk hins fullorðna. Bamið getur setið við skjáinn og hlustað á leiklestur sög- unnar og hinn fullorðni þarf hvergi að vera nærri. Að því leyti er tölvubókin lík venjulegu barnaefni í sjón- varpi. En tölvubókin er líka gagnvirkur miðill. Það merkir að barnið getur tekið þátt í at- burðarásinni og leikið sér með söguna. Ef gagnvirka leiðin er valin er hver síða/skjá- mynd leiklesin og eftir það getur bamið leik- ið sér með því að smella meö músinni á nán- ast allt á skjánum. Um leið og smellt er gerist eitthvað skrýtið og skemmtilegt, stafakarlam- ir breytast í útliti og segja snjallar setningar eða það birtast dýr og hlutir sem byrja á þeim staf sem „síðan“ er tileinkuð. Einnig er hægt að smella á bókstafmn sjálfan og þá segir tölvan“ heiti hans og hvaða hljóð hann stendur fyrir. Sem fyrr er sagan skemmtileg og böm hafa verulega gaman af tölvu- bókinni. Um leiklesturinn sjá Bergljót Amalds og Steinn Armann Magnússon og ekki er hægt að segja annað en þeim takist það prýðilega, þó vissulega hefði mátt hafa fleiri leikara því persónumar em alit íslenska stafrófíð og tvær að auki. Ýmsir sem hafa meira vit á tölvu- leikjum en ég hafa sent mér á að mynd- gerðin sé helst til einföld og hafa sýnt mér fjöl- marga aðra leiki til samanburðar sem ganga flestir út á að höggva mann og annan. Þar er myndgerðin í þrívidd og svo raunveruleg að óvanir fá fyrir hjartað. Tölvubókin um stafa- karlana væri hvorki betri né verri þó að meira hefði verið lagt í hreyfimyndagerðina. Myndirnar eru tákn og börnum á forskóla- aldri og fyrstu bekkjum gmnnskóla er alveg sama þó leikurinn sé ekki fullkomnari en hann er. Tölvubókin er gott framtak og sniðin að þörfum þeirra sem eiga að nota hana. Ég tel að krakkar geti heilmikið lært af þessum margmiðlunardiski en hættan er sú að tölvan Bókmenntir Margrét Tryggvadóttir sé notuð sem barnfóstra. Reyndar er leikur sem þessi skárri barnapía en sjónvarpið en getur eddrei komið í staðinn fyrir lestur ást- ríks foreldris. Allt er best i hófi. Stafakarlarnir á margmiðlunardiski eftir Bergljótu Arnalds Hreyfimyndagerð: Jón Hámundur Marinós- son og Eydís Marinósdóttir Leikraddir: Bergljót Arnalds og Steinn Ár- mann Magnússon Tónlist: Eyþór Arnalds Útgefendur: Apple-umboðið hf. Bergljót Arn- alds og Virago sf. Islensk málfræði Málvísindastofnun Háskóla íslands hef- ur í samvinnu við Háskólaútgáfuna gefið út ritið Grammatica Islandica - íslensk málfræði eftir Jón Magnússon. Jón Axel Harðarson sá um útgáfuna. í þessari bók birtist í fyrsta sinn í ís- lenskri þýðingu ein merkasta heimild sem fyrirfinnst um ís- lenskt mál á 18. öld og hug- myndir manna á þeim tíma um lýsingu tungunnar. Jón Magnússon var prestur og sýslumaður og bróðir Árna Magnússonar, pró- fessors og handritafræð- ings í Kaupmannahöfh. Jón var með lærðustu mönnum' á íslandi á sinni tíð en ógæfusamur í einkalífi. Málfræðibókina ritaði hann á efri árum, þá dæmdur frá eignum og emb- ættum. í bókinni er texti Jóns birtur á latínu og einnig i íslenskri þýðingu Jóns Axels Harðarsonar málfræðings. Hann semur einnig ítarlegan inngang um ritið og at- hugasemdir við málfræðitextann og sam- antekt hans um höfundinn og ævi hans er fróðleg fyrir alla sem áhuga hafa á ís- lenskri sögu á 18. öld. Háskólaútgáfan sér um dreifingu rits- ins. Umsjón Silja Aðalsteinsdóttir Nafn Hjörleifs Sigurðssonar hefur ekki borið hátt i myndlist- arumræðu síðari ára, þvi mið- ur. í þá umræðu, sem oftlega hefur sveiflast öfganna á milli, hefur sárlega vantað þann heið- arleika, þá hófsemi og góðsemi sem hann er þekktur fyrir. Þeg- ar kvisaðist að Hjörleifúr væri að setja saman ævisögu, þar sem meðal annars yrði leiðrétt- ur margvíslegur misskilningur um upphaf geómetrískrar af- straktlistar á landinu, var til- hlökkun ýmissa, þar á meðal þess sem þetta skrifar, blandin ákveðnum efasemdum. Enginn efaðist um að þeir kostir Hjör- leifs sem tíundaðir eru hér að framan, að viðbættri ritleikni hans og þekkingu á innviðum okkar hápólitíska myndlist arumhverfis til margra ára, mundu tryggja sanngjama og mjög svo læsilega umfjöllun. Engu að síður læddist að manni sá grunur að þörf væri fyrir sér- drægari, opinskárri, jafnvel harðvítugri bók um þetta timabil en Hjörleifur væri maður tO að skrifa. Hér er nefhilega um að ræða mesta um- brotatímabil íslenskrar myndlistar á þessari öld, tíma hatrammra deilna um listsköpun, innbyrðis átaka listamannanna sjálfra og ekki síst tími purkunarlausra afskipta stjórnmála- manna af listrænum málefnum. Innanbúðar- maður I myndlist tímabilsins gæti lýst per- sónuleikum þeirra sem þar komu við sögu, frætt okkur um þaö hvemig einkalegum sam- skiptum listamanna var varið þar með talið hverjir sváfu hjá hverjum, um hvað þeir töl- uðu, hvemig þeir skiptust í afstöðu sinni til myndlistar og málefna, hvernig samskipti listamanna og menningarstofnana, menning- arfrömuða og fjölmiðla gengu fyrir sig og hvernig stjórnmálaöflin, jafnt til hægri sem vinstri, gripu inn í framvindu myndlistarinn- ar með innkaupum, styrkveitingum, hótunum um niðurfellingu styrkja, eða öðrum hætti. Hótanir sjálfstæðismanna Sjálfsagt er ósanngjamt að gera slíkar kröf- minninganna Myndin var tekin i Unuhusi þegar Hjórleifur Sigurösson helt sýningu þar 1969. Bokmenntir Aðalsteinn Ingólfsson ur til eins og sama listamannsins/höfundar- ins. Og víst er að ýmis fróðleikur um áður óþekktar hliðar menningarlífsins á sjötta ára- tugnum ratar inn i bók Hjörleifs, Listmálara- þanka. Hann upplýsir til dæmis hvemig Sjálf- stæðisflokkurinn - sennilega Bjami Bene- diktsson - hótaði myndlistarmönnum að rífa Listamannaskálann árið 1953 ef Alþýðubanda- lagið fengi að hafa þar kosningaskrifstofu, og einnig hvernig sami Bjami reyndi að múta sýningamefnd vegna Rómarsýningar 1955 til að taka inn á þá sýningu íhaldsömustu lista- menn landsins. Og vægan brodd er að finna í ummælum Hjörleifs um örfáa starfsbræður og. menningarverur. Honum finnst til dæmis „óþægilegt að hlusta á (Finn Jónsson) tala um starfsfélaga sína“ (bls. 27). Eða „Sumum fannst (Selma Jónsdóttir) fyrirferðarmikil á mannamótum og tildursleg i tali“ (bls. 109). Sigurjóni Ólafssyni er sérstaklega hrósað fyr- ir að leika aldrei „tveim skjöldum í sam- skiptamálum myndlistarfólksins". Og þá lang- ar lesanda að vita hverjir léku tveim skjöldum, en fær ekki. Ýmsar aðrar hálfkveðnar vísur í frásögninni skilja hann og eftir í lausu lofti. Bókin er ekki heldur alveg laus við sérdrægni, sem betur fer. Hjörleifur vill að það komi skýrt fram að þeir sem sköpuðu grundvöll geómetrískrar listar hér hafi verið hann sjálfur, Valtýr Pétursson, Hörður Ágústsson, Gerður Helgadóttir og Guðmundur Elíasson. Nú má vel vera að þetta sé rétt, þótt ekki sé það kirfilega stað- fest. Sjálfur hef ég öllu meiri áhuga á að vita um ástæður þessa áhuga á geómetríunni heldur en því hverjir voru „fyrstir". Þar fer Hjörleifur dáldið undan í flæmingi. Líka getur verið rétt hjá Hjör- leifi að „ýmsir ókunnugir" hafi gert meira úr framlagi Þorvalds Skúlasonar til geómetrískrar af- straktlistar en efni standa til. Þorvaldur var sannarlega ekki farinn að sýna slikar myndir fyrr en um og eftir 1952. Hins vegar hef ég séð talsvert af teikningum og gvass- myndum eftir Þorvald með geómetrísku sniði með ártalinu 1950-51, þannig að öll kurl eru þar ekki komin til grafar. Með þessum fyrirvörum er þetta þörf og ágætlega skrifuð bók, sérstaklega fyrri hluti hennar. Hjörleifur dregur upp sannfærandi mynd af þeirri stemmningu sem ríkti í París á árunum eftir stríð, hann segir skilmerkilega frá frönskum og ítölskum listmálurum, nú gleymdum, sem orkuðu sterkt á „listspírur" ofan af Islandi og ritar hrífandi „palladóma" um tvo íslenska listjöfra, Gunnlaug Scheving og Svavar Guðnason, sem öllum til undrunar voru perluvinir á timabili en sinnaðist (af hverju?). Ekki síst segir Hjörleifur betur frá glímunni við strigann/pappírinn en nokkur annar myndlistarmaður sinnar kynslóðar. Seinni hluti bókarinnar er öllu brotakennd- arLen sá fyrri; skyldurækni við aðskiljanleg- ar persónur er þar helst til fyrirferðarmikil, sem og við alls lags félagsmálastúss. Litaörk með 24 verkum Hjörleifs er smeygt inn í textann, og gefur honum tilhlýðilega fyll- ingu. Hjörleifur Sigurðsson: Listmálaraþankar Mál og menning 1997 Menningarverðlaun VISA Verðlaun voru veitt úr menningarsjóði VISA í sjötta sinn 29. desember. Að þessu sinni fengu fimm aðilar 300 þúsund krón- ur: Á sviði tónlistar hlaut verölaunin Camilla Söderberg flautuleikari, á sviði ritlistar Gunnar Dal, skáld og heimspek- ; ingur, Róbert Amfinnsson leikari á sviði | leiklistar, Sigmundur Guðbjamason pró- fessor á sviði vísinda og fræöa en á sviði menningar- og líknarmála hlutu Sólheim- ar í Grímsnesi verðlaunin. Það er öll starfsemi Sólheima sem viðurkenninguna hlýtur en verðlaunaféð rennur til Högg- * myndagarðs Sólheima sem settur var á fót 1990 og geymir sýnishom af íslenskri höggmyndalist frá fyrri hluta aldarinnar. Þar verður féð notað til að setja upp högg- mynd eftir Sigurjón Ólafsson. Stjóm Menningarsjóðs VISA skipa Jó- hann Ágústsson, formaður, Jón Stefáns- , son organisti og Einar S. Einarsson fram- kvæmdastjóri. Verðlaunahafar VISA, frá hægri: Camilla Söderberg, Gunnar Dal, Róbert Arnfinns- son, Sigmundur Guðbjarnason og Krist- ján Már Ólafsson sem tók við verölaunun- um fyrir hönd Sólheima. DV-mynd S Um skáldskaparlistina IAristóteles var uppi á 4. öld fyrir Krist, lærisveinn Platons og einhver áhrifa- mesti heimspekingur mannkynssögunn- ar. Honum var fátt mannlegt óviðkom- andi eins og Qjótlega sést þegar ritverk hans eru könnuð en eitt þeirra var endur- prentað nú í vetur vegna mikillar eftir- spurnar: Um skáldskaparlistina. Þýðandi er Kristján Árnason, heimspekingur og bókmenntafræðingur, sem getið er fyrir önnur afrek annars staðar á menningar- síðu í dag. Hann ritar einnig inngang að bókinni sem kemur út í röð lærdómsrita Bókmenntafélagsins. í upphafi máls lýsir Aristóteles ætlun sinni með ritinu: „Um skáldskaparlistina sem slíka skal hér íjallað og hinar ein- stöku greinar skáldskapar, um áhrifamátt hverrar um sig sem og um það hvemig semja skuli, þannig að góður skáldskapur geti talist, ennfremur um þá þætti, sem skáldverk em ofin úr, hve margir og hverjir þeir séu, og um annað það sem kann að falla undir slíka rannsókn.“ Ritstjóri ritraðarinnar er Þorsteinn /' Gylfason prófessor. Tilfinningaglæður

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.