Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1998, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1998, Side 11
MIÐVIKUDAGUR 7. JANÚAR 1998 11 DV Fréttir Húsmóðir á Höfn í Hornafirði: Léttist um 48 kíló „Þetta var orðin hrein martröð. Ég var orðin þunglynd og vildi helst vera í felum - fannst allir vera að horfa á mig því ég var hræðilega af- mynduð af fitu enda orðin 113 kíló,“ segir Kristjana Jensdóttir, 42 ára húsmóðir á Höfn, í samtali við DV. Hún tók sig á og á 15 mánuðum hefur hún lést um 48 kg. „Ég byrjaði megrun 12. september 1996 og setti mér það markmið að léttast um 43 kg á einu ári. 12. sept- ember nú i haust voru farin 45 kg og í desember var ég laus við 48 kg.“ 10 ára barátta við offituna. „Það eru um 10 ár frá því að aukakílóin fóru að hlaðast á mig. Af hverju er ekki svo ljóst en mér var sagt að sorgarviðbrögð gætu komið ofáti af stað. Ég missti bæði pabba minn og ömmu, sem bæði voru mér svo kær, á rúmu ári. Við þetta bætt- ist áfengisvandamál sem gerði ástandið enn verra. Fyrir þrem árum fór ég til læknamiðils sem hjálpaði mér stórkostlega þannig að öll löngun í áfengi hvarf gjörsam- lega eins og skrúfað hefði verið fyr- ir hana. Ég hreinlega réð ekki við matar- löngunina og var að borða allan daginn sælgæti, brauð og allt sem mér fannst gott. Ég hef alltaf búið til mikinn mat og bakað mikið. Sér- staklega var það ein terta sem ég bakaði oft sem freistaði mín svo að ég fór á nætumar til að fá mér bita. Þetta er algjör sælkeraterta. Þessa tertu baka ég ekki lengur. Með ár- unum fór fitan að hafa slæm áhrif á heilsuna. Ég hafði hreinlega ekkert úthald til að vinna. Hnén biluðu og ég átti erfitt með svefn. Ég gat ekki beygt mig eða reimað skóna mína sjálf." Ýmsir megrunarkúrar reyndir „Ég held að ég hafi verið búin að reyna alla megrunarkúra sem voru í tísku á þessu tímabili án árangurs. Ég fór í meðferð á heilsuhælinu í Hveragerði og léttist um 18 kg en var fljót að bæta þeim á mig eftir að heim kom og meira en það. Ég fékk ekki þann stuðning sem ég hefði þurft eftir að heim kom en fyrir fólk í þessari aðstöðu er eftirlit heilsu- gæslufólks nauðsynlegt aðhald.“ Hingað og ekki lengra „Ástand mitt, bæði andlegt og lík- amlegt, var orðið vægast sagt ömur- legt. Það var erfitt að vera innan um fólk. Allir horfðu á mig en enginn talaði við mig um hvað ég væri orð- in hræðileg. Það var enn verra og ég gerði mér loks ljóst að nú varð ég einfaldlega að duga eða drepast. Ég setti mér markmið og 12. september 1996 byrjaði ég megrunina. Ég borðaði Cheerios án sykurs á morgana og drakk kaffi, diet-pepsi eða vatn á daginn. Ekkert brauð. Borðaði góðan kvöldverð en ekkert eftir það. Þetta var dálítiö erfitt rétt fyrst en árangurinn kom fljótt og þá gekk þetta mjög vel. Ég vigtaði mig alltaf á sama tíma á morgnana - fylgdist nákvæmlega með þyngd- inni. Það er nauðsynlegt. Breyting- in í daglega lífinu er ótrúlega mikil og nú hleyp ég upp og niður stigana án þess að finna fyrir neinum óþæg- indum. Andlega hliðin er allt önnur og nú get ég gert eitt sem ekki var hægt í mörg ár. Ég get farið inn í venjulegar fataverslanir og keypt mér föt. Þessi breyting kostar heilmikið því endurnýja þarf öll fot og hring- ana þarf að minnka en þetta eru ánægjulegu útgjöldin. Fjölskylda mín hefur stutt mig vel í þessu öllu. Til gamans má geta þess að mág- kona mín er 52 kíló og núna í janú- ar ætla ég að vera búin að ná þyngd hennar af mér. Ég vil segja við fólk sem á við sama vandamál að stríða og ég átti: Byrjið strax. Sóið ekki dýrmætum tíma af ævinni í sjálfskapaða van- líðan. Þið hafið allt að vinna," sagði Kristjana að lokum. -JI Kristjana brá sér í rósótta pilsiö sem hún var í í ágúst 1996. Munurinn er mikill. Kristjana. Eldri myndin var tekin 31. ágúst 1996. Hún þá 113 kíló og yfir 120 sm í mittið. Kristjana er 160 sm á hæö. Hin myndin er tekin 15 mánuöum síöar og henni fannst gott aö klæöast gallabuxum og bol af stæröinni small. DV-mynd Júlía Imsland Sýndarviöskipti á Veröbréfaþingi Islands Verðum sífellt að vera á vakt - segir Stefán Halldórsson Húsavík: Bæjarstjóri skip- aður stjórnarfor- maður Hvamms Einar Njálsson bæjarstjóri hefur verið kosinn stjórnarformaður Hvamms, dvalarheimilis aldraðra í Þingeyjarsýslum. Sem kunnugt er sagði Egill Olgeirsson af sér sem stjómarformaður á dögunum eftir að í ljós kom að ársreikningar 6 síð- ustu ára voru ófrágengnir. Egill hafði haft á hendi fjármálastjórn Hvamms. Þá hefur Egill einnig sagt af sér sem stjórnarformaður hjá Kaupfélagi Þingeyinga. Að sögn Einars er endurskoðandi Hvamms að vinna að endurskoðun bókhalds og uppsetningu ársreikn- inga. Uppgjöri og endurskoðun verður hraðað eins og kostur er. Að sögn Einars verður ekkert gert frek- ar í málinu fyrr en endanlegt upp- gjör liggur fyrir. Ekki hefur verið óskað eftir lögreglurannsókn að svo stöddu. Hörður Amórsson, forstöðu- maður Hvamms, mun fyrst um sinn fara með framkvæmdastjómina. -RR „Við höfum gengið frá gögnunum og sent þau til Bankaeftirlitsins. Við teljum ástæðu til að láta rannsaka hvort um brot á lögum verðbréf geti verið að ræða. Það verður Bankaeft- irlitið sem fer síðan með málið og ákvarðar um framhald þess,“ sagði Stefán Halldórsson, framkvæmda- stjóri Verðbréfaþings íslands. Málið snýst um grunsemdir um að svoköOuð sýndarviðskipti hafi verið ástunduð með hlutabréf nokkurra fyrirtækja. Sýndarviðskipti kallast það þegar menn beita aðferðum til að villa um fyrir markaðnum, svo menn geti ranglega ályktað um verðmæti fyrirtækis eða framboð og eftirspurn hlutabréfa þess. Verði menn uppvísir að ólöglegri starf- semi af þessu tagi getur það varðað fangelsi Eillt að tveimur árum og brottvísun af Verðbréfaþingi. Stefán segir starfsmenn þingsins á stöðugri vakt með hreyfmgum verð- bréfa og breytist gengi skyndilega um allt að 5-10 % án þess að mark- aðslögmál geti skýrt slíka breytingu , vekji það eðlilega grunsemdir. Slíkar breytingar urðu á gengi nokkurra fyrirtækja á gamlársdag. Nöfn tveggja þessara fyrirtækja hafa einkum verið nefnd, Tæknival og Samherji. Ástæða þess að nöfn þeirra koma fram, er að ef fyrirtæki kaupa hlut í sjálfu sér, eins og gerð- ist hjá Tæknival, eða ef stjórn eða stjómendur gera það sama eins og raun var hjá Samherja, þá fylgir slíkum viðskiptum fortaklaus til- kynningaskylda til Verðbréfaþings. Sem þýðir að í tilfelli hinna fyrir- tækjanna sem til skoðunar em, hef- m- þessari tilkynningaskyldu ekki verið sinnt, eða að aörir almennir hluthafar hafa staðið fyrir þessum hræringum. Það er hins vegar ekki gefið að aðilar hafi viljandi verið að hafa áhrif á gengi bréfa, þó auðvitað sé alls ekki hægt að útiloka að slík- um brögðum hafi verið beitt. Til- gangurinn getur verið að hækka gengi bréfanna, en menn hafa til- hneigingu til að líta á stöðu bréfa um áramót, til að fá mynd af verð- mæti fyrirtækja. Eins er þekkt er- lendis frá að hagmunaaðilar reyni að búa til ranga mynd af fyrirtæki, með því að kaupa yfir lengri tíma bréf á sífellt hækkandi verði og freista þess þannig að markaðurinn taki mark á þeirri þróun. Aðrir geta hagnast af því að gengi fyrirtækja lækki. Þegar aðilar, innan stjómar fyrirtækis eða í annarri þeirri að- stöðu, sem gefur þeim vitneskju um væntanlegar breytingar í rekstri fyrirtækis sem markaðnum eru ekki kunnar, misnota þessa vit- neskju til að hagnast með kaupum eða sölu hlutabréfa, þá kallast það innherjarviðskipti og varða við lög. Samkvæmt upplýsingum Bankaeft- irlitsins komu 5 mál af þessu tagi upp 1996 og af þeim var einu vísað áfram til RLR. Á síðasta ári komu upp þrjú slík mál og af þeim er eitt enn í skoðun. Starfsmenn Verðbréfaþingsins þurfa að fylgjast með öllum slíkum óeðlilegum hreyfingum og nota til þess m.a. sérstök tölvuforrit.„Það má segja að við þurfum alltaf að horfa á markaðinn með nokkurri tortryggni. Þegar markaðurinn er grunnur þarf ekki stórar fjárhæðir til að hafa áhrif á gengi bréfa. Eigi hins vegar einhver stórar fjárhæðir í hlutabréfum, getur slík breyting augljóslega haft stór áhrif á verð- mæti þeirra bréfa. Almennt má segja um þessi mál, samkvæmt reynslu erlendis frá, að alloft kvikni grunsemdir, stundum er þeim vísað áfram til rannsóknar, sjaldnar er þeim vísað til dómstóla og örsjaldan kemur út úr þessu dómur. Þessi mál er oft mjög snúin og erfitt um sönn- unarbyrði," segir Stefán.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.