Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1998, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1998, Síða 32
> o Q 0:0 SO ■3 2 1X3 < c/j O H hLX3 > h LX3 FRÉTTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 MIÐVIKUDAGUR 7. JANÚAR 1998 Tilboðið til Guðrúnar: Fulltrúaráðiö fundar í dag Kjömefnd Sjálfstæðisflokksins hélt r »sinn fyrsta fund nú á mánudaginn og herma heimildir DV að á þeim fundi hefði Sveinn Skúlason, formaður kjömefndar, kynnt að Guðrúnu Pét- ursdóttur hefði óformlega verið boð- ið áttunda sætið. Hefði boðið verið gert með fulltingi Baldurs Guðlaugs- sonar, for- manns fulltrúa- ráðs flokksins. Sveinn Skúla- son vildi í við- tali við DV hvorki játa þessu neita. Hann sagðist einn tala fyrir hönd kjömefnd- ar og óskað hefði verið eftir dóttír. viö aðra kjör- nefndarmenn að þeir tjáðu sig ekki um efni kjömefndarfunda. Þeir ein- staklingar sem kynnu að hafa rætt við Guðrúnu Pétursdóttur hefðu gert það algjörlega án umboðs kjömefnd- ar. Hann kannaðist ekki við að leitað hefði verið til annarra einstaklinga en Guðrúnar um sæti á listanum. Sveinn sagði að kjömefnd myndi hefja störf af fullum krafti í vikunni. Fulltrúaráðið mundi hittast í dag og ^ikveða þá endanlega hvenær kjör- nefnd þyrfti að skila £if sér tillögu um uppstillingu á lista. -phh Sjómannadeila: Mæta ekki með vélstjórum Forystumenn Farmanna- og fiski- mannasambands íslands og Sjó- mannasambands íslands neita að mæta til sáttafundar ásamt vélstjór- um eins og fyrirhugað var í dag. Það er mat forystumannanna að þeir eigi enga samleið með vélstjór- um sem krefjast hærri hlutaskipta. ' M- „Þetta er ákaflega skrítin afstaða og ekki til framdráttar sjómanna- stéttinni. Það er dapurlegt að ekki skuli hægt að setjast að samninga- borði nema undir verkfallsboðun. Við erum með sömu kröfur," segir Helgi Laxdal, formaður vélstjóra. Sjá nánar bls. 4 -rt Kona slasaðist í bílveltu Bílvelta varð við Klukkuberg í Hafnarfirði um klukkan 8 í morgun. Kona sem ók bílnum var flutt á slysadeild. Ekki var ljóst hversu al- varleg meiðsl hennar voru. Hún var ^in í bílnum þegar slysið varð. -RR Tíkin Síka gaut 7 hvolpum af alaska-husky kyni á gamlársdag. Þetta eru fyrstu hreinræktuðu alaska-husky hundarn- ir sem gotið hefur verið hér á landi. Þetta hundakyn er blanda af úlfi, greyhound og síberíu-husky. Síka sést hér stolt ásamt hvolpunum og eigendum sínum, þeim Þórarni Gunnarssyni og Önnu Marín Kristjánsdóttur á heimili þeirra á Kjalarnesi. DV-mynd ÞÖK Alvarleg kæra á hendur ungum manni: Nauðgun á efri hæðum Tunglsins Hæstiréttur hefur staðfest gæsluvarðhaidsúrskurö yfir rúm- lega tvítugum karlmanni sem er grunaður um að hafa nauðgað stúlku á svipuðu reki á nýársnótt. Framburður stúlkunnar er á þá leið að hún hafi hitt manninn á efri hæðum Tunglsins á nýársnótt. Þau hafi kannast við hvort annað og tekið tal saman. Maðurinn hafi síðan stungið upp á því að þau færu afsíðis, í herbergi inn af eld- húsi - þar væri betra að tala sam- an vegna hávaða í húsinu. Stúlkan samþykkti þetta en þeg- ar inn var komið fóru atburðir á annan veg en hún hafði vænst. Stúlkan ber að hafa mótmælt áleitni mannsins og kallað á að- stoð en ekki hafi heyrst til henn- ar. Maðurinn fór síðan burt eftir að hafa komið vilja sínum fram, samkvæmt framburði. Stúlkan gerði dyravörðum við- vart. Ljóst þótti á klæðnaði henn- ar og geðshræringu að hún hafði lent í miklum hremmingum. Hún gat bent á meintan gjömings- mann. Manninum tókst í fyrstu að komast undan dyravörðum. Þegar lögreglan kom á vettvang var hann kominn út úr húsinu og var hann þá handtekinn. Héraðsdómur Reykjavíkur úr- skurðaði manninn í gæsluvarðhald á nýársdagskvöld. Hann kærði úr- skurðinn til Hæstaréttar sem nú hefur staðfest hann. Gæsluvarð- haldið rennur út á fostudag. Sam- kvæmt upplýsingum DV hefur maðmúnn borið við minnisleysi af völdum áfengisdrykkju. -Ótt Veðrið á morgun: Úrkomulaust suðvestanlands Á morgun verður norðaustan- átt, víða allhvöss en hvöss á stöku stað. Suðaustan- og austan- lands verður dálítil rigning eða súld með köflum, él norðanlands og eins norðan til á Vestfjörðum. Suðvestan- og vestanlands verð- ur aftur á móti úrkomulaust að mestu. Hiti um eða rétt ofan frostmarks um landið norðan- vert en allt að 5 til 6 stiga hiti syðra. Veöriö í dag er á bls. 29. Bílar og skip með vetni: Þróunarvinna til íslands „Það sem ég ætla að bjóða fram er eitt stykki ísland sem vettvang rannsókna og þróunarvinnu," segir Hjálmar Árna- son, alþingism- aður og formað- ur þingnefndar sem kannar möguleika á notkun mengun- arlauss eða mengunarlítils eldsneytis á bíla- og skipavélar. Hjálmar er á leið á 50 manna þingmannafund bandinu en fundinum er ætlað að finna leiðir til að draga úr mengun af völdum bíla í Evrópu. Mjög er horft til efharafala í bílum sem framleiða vetni sem eldsneyti fyrir þá í þessu sambandi og segir Hjálm- ar að ísland henti mjög vel til þess að gera tilraunir með slíka tækni, ekki síst vegna þess að landið er utan pólitískra streitupunkta og ekkert iðnríkja Evrópu myndi gera athugasemdir við slíka starfsemi ESB hér. -SÁ Hjálmar Árnason. hjá Evrópusam- Loðnuleit: Ekkert finnst „Það finnst ekkert enn sem kom- ið er. Það er þó ekkert nýtt á þess- um árstíma og svartsýni ástæðu- laus,“ sagði Jóhann Kristjánsson, stýrimaður á loðnuskipinu Hólma- borg, í samtali við DV í morgun þar sem skipið var að flottrollsveiðum. „Miðað við það magn sem við sáum í haust er ekki ástæða til ann- ars en bjartsýni. Það þarf bara að finna loðnuna," segir hann. -rt Sérfræðingar: Himinn og haf „Það má segja að hrniin og haf beri í milli,“ sagði Kristján Guð- jónsson, deildarstjóri í Trygginga- stofnun, um viðræður sérfræðinga og stofnunarinnar. Þriðjungur sér- fræðinga hefur sagt upp samningi við stofnunina eða 112. Þar af hafa 70 uppsagnir komið til framkvæmda en hinar munu koma til fram- kvæmda fram til 1. apríl. Síðasti fundur var haldinn á gamlársdag og næsti fundur verður í dag. „Við erum að ræða við þá sem ekki hafa sagt upp samningi og eins hina sem sagt hafa upp en eru ekki fam- ir,“ sagði Kristján. „Það var ekki fyrr en um miðjan desember sem farið var að ræða um greiðslur á einingaverði og breytingar á núgildandi heildar- samningi við Læknafélag Reykjavík- m- vegna sérfræöinga." -JSS -Þýskt ebalmerki Bílheimar ehf Sœvarhöfba 2a Sími:525 9000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.