Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1998, Page 6
FÖSTUDAGUR 16. JANUAR 1998
Neytendur
Vaxlita-
blettir
Flestir sem umgangast lítil
böm vita að í hita leiksins
hættir þeim til aö nota vaxliti
allfrjálslega og stundum gríp-
ur þau löngun til að gera um-
hverfi sitt skrautlegra með
slíkum litum.
Allir sem reynt hafa vita að
sápa og vatn vinnur illa á slík-
um blettum og oft viröist sem
litimir muni sitja fastir á
veggjum og gólfum um aldur
og ævi.
Til er prýðileg aðferð til að
hreinsa burt vaxlitabletti af
veggjum en galdurinn felst i
hreinsuðu bensíni. Það er bor-
ið á blettinn með litlum
bursta, til dæmis tannbursta.
Með þessari ágætu aðferö
hverfur mestur hluti vaxlitar-
ins og afgangurinn er orðinn
uppleystur og oftast vinnur
hreinsilögur á því sem eftir
stendur.
Ef litagleði smáfólksins hef-
ur náð hámarki á veggfóðri er
nauðsynlegt að aðgæta í
fyrstu hvort hreinsað bensín
hefur áhrif á lit veggfóðursins.
Ráðlegt er að gera tilraun á
lítt áberandi stað, til dæmis á
bak við kommóðu. Þá verður
að gæta þess að nudda ekki of
fast, hvort sem um veggfóður
eða málaða fleti er aö ræða.
Bruna-
blettir
Bmnablettir í teppum geta
verið afar hvimleiðir og til
mikillar óprýði. Sumir halda
að það sé bara ekkert hægt að
gera við slíkum blettum en
því er öðm nær. Aðferöin er
sú að fyrst er bletturinn nudd-
aður með sandpappír þannig
að sem mest af brunnum end-
um hverfí. Að þvi loknu er
gripiö til naglaskæra eða rak-
vélablaðs og brenndir þræð-
imir, sem eftir em, skornir
varlega burt.
Ef teppið er loðið að gerö og
ekki mikið munstrað má bæta
skaðann með því að ná í
þræði annars staðar í teppinu,
til dæmis úti í horni. Þræðira-
ir em límdir með sterku lími
og krefst þetta nokkurrar
vandvirkni.
GSM-símar:
Geta valdið
höfuðverk
Undanfarið hefur átt sér stað
mikil umræða um áhrif GSM-síma á
heilsufar manna. Eins og í öðra þá
sýnist sitt hverjum í þessum efnum
og framleiðendur GSM-sima hafa
flestir hafnað því að símarnir séu
hættulegir eða geti valdið heilsu-
tjóni.
í rannsókn sem var gerð í Svíþjóð
nýlega kemur fram að þeir sem nota
GSM-síma í meira en klukkustund á
dag kvarti gjarna undan höfuðverk,
sljóleika og svima. Alþjóða heil-
brigðisstofnunin hóf nýlega stóra
rannsókn á áhrifum símanna en því
miður er niðurstöðu ekki að vænta
fyrr en að nokkrum árum liðnum.
Höfuöheyrnartólin verja
Hér á landi hefur ekki mikið bor-
ið á kvörtunum vegna fyrrgreindra
kvilla. Þó segist Gylfi Gylfason hjá
Símabæ hafa orðið var við kvartan-
ir undanfarið frá fólki sem notar
símana stóran hluta dagsins.
„Við höfum talsvert orðið varir
við kvartanir sem em tengdar notk-
un GSM-símanna. Þeir sem kvarta
em flestir í þeirri aðstöðu að nota
símana mikið á hverjum degi. Fólk
talar gjama um höfuðverk sem það
segist fá þegar líða tekur á daginn.
Svo hef ég heyrt um eitt tilfeOi þar
sem maður fékk verk í öxl en hann
hafði jafnan geymt símann í brjóst-
vasa,“ sagði Gylfi í samtali við DV.
Hann sagði jafnframt að menn
væru nú í auknum mæli farnir að
nota höfuðheymartól til þess að
verjast útgeislun frá loftneti símans.
Höfuðheymartólin þykja einnig
hentug til notkunar í bílum því með
þeim getur ökumaðurinn haft báðar
hendur á stýri á meðan hann tcdar í
símann. Þau lönd sem gera miklar
kröfur um öryggi í akstri hafa bann-
að notkun farsíma í ökutækjum
nema heymartól séu til staðar.
Sams konar lög taka gildi í Dan-
mörku með vorinu.
DV hafði samband við nokkrar
verslanir sem selja GSM-síma og
spurðist fyrir um höfuðheyrnartól.
Þau eru greinilega orðin almenn og
virðast fást í þeim verslunum sem
selja GSM-síma á annað borð. Verð
Langar þig að
lyfta þér upp...
eitt kvöld í viku eða eitt laugardagssíðdegi
í viku undir skemmtilegustu fyrirlestrunum
í bænum og fyrir hófleg skólagjöld?
Ef svo er þá er ekkert annað en að hringja og
fá allar upplýsingar um mest spennandi skól-
ann í bænum í dag. -Hringdu og fáðu allar upp-
lýsingar sem þig langar að vita um þennan
skemmtilega skóla. Við svörum í símann alla
daga vikunnar kl. 14 til 19.
Kynningarfundur á laugardag kl. 14. og á
mánudags- og þriðjudagskvöld, kl. 20.30.
A
Sálarrannsóknarskólinn
- Mest spennandi skólinn í bænum -
Vegmúla 2
s. 561 9015 & 588 6050
Höfuöheyrnartól í bíl verja ekki einungis símnotandann fyrir geislun heldur
auka þau öryggi ökumannsins til muna. DV-mynd Pjetur
slíkra tóla er nokkuð mismunandi
en þau ódýmstu kosta rétt rúmar
3.000 krónur. Verðið er i sumum til-
vikum mun hærra og sérstakur
búnaður fyrir bíla getur kostað allt
að tuttugu þúsund krónum. -aþ
Landssími íslands:
Jólatilboðiö stendur
- segir Samkeppnisráð
Jólatilboð Landssímans hf. um
ókeypis símakort í GSM-síma er ekki
brot á samkeppnislögum að mati Sam-
keppnisráðs. Landssíminn auglýsti að
allir þeir sem keyptu GSM-síma á
tímabilinu 10. desember-10. janúar
fengju símakortið frítt en það kostar
að öllu jöfnu rúmlega 2.000 krónur.
Guðmundur Sigurðsson hjá Sam-
keppnisstofnun sagði Símann hafa haft
samráð við stofnunina áður en tilboð-
ið var lagt fram og að engar athuga-
semdir hefðu verið gerðar við það.
Hins vegar hefði væntanlegur keppi-
nautur Landssimans, íslenska farsíma-
félagið, lagt fram kæra þar sem Sam-
keppnisstofnun var beðin um að skera
úr um hvort þessir viðskiptahættir
brytu gegn samkeppnislögum.
Guðmundur sagði að Samkeppnis-
ráð hefði komist að sömu niðurstöðu
og áður eftir að hafa kannað málin, að
ekki væri um brot á samkeppnislögum
að ræða. ■aþ
Soðinn lax með appel-
sínu- og sítrónusósu
Hvað er betra en borða góðan
fisk, svona mitt á milli jóla og
þorra. Hér er uppskrift að soðnum
laxi, en eins má nota smálúðu eða
ýsu í staðinn fyrir laxinn.
750 g lax, smálúða eða ýsa
1 msk. appelsínubörkur, 100 mi
appelsínusafi
safi úr einni sítrónu
2 msk. laukur, fint skorinn
1 msk. steinselja
1 tsk. basilíkum
1/8 tsk. salt
150 ml mysa
150 ml vatn
(Ef mysunni er sleppt em settir
300 mi af vatni og safi úr sítrónu.)
Aðferð
Skerið fiskinn í sneiðar. Setjið
vatn og mysu á stóra pönnu og látið
suðuna koma upp. Leggið fisksneið-
amar á pönnuna, reynið að láta þær
ekki snertast. Vatnið á pönnunni á
að þekja helming fiskstykkjanna.
Látið suðuna koma aftur upp og
lækkið þá hitann. Þá er lok sett á
pönnuna og fiskurinn látinn sjóða í
u.þ.b. sex mínútur, eða þar til hann
er tilbúinn.
Meðlæti
Blandið saman appelsínuberki,
appelsínusafa, sítrónusafa, lauk,
steinselju, basilíkum, myntu, salti
og ólífuolíu. Gott er að setja sósuna
í kmkku og hrista duglega. Sósuna
má laga áður en sjálf eldamennskan
hefst.
Því næst er blaðsalat, eikarlauf,
lollo rosso eða annað salat sem til
fellur sett á fat. Helmingnum af
sósunni er hellt yfir salatið og
fiskinum þá raðað yfir. Nú er rest-
inni af sósunni helit yfir fiskinn.
Fallegt er að skreyta réttinn með
rifnum appelsínuberki.
Egill á Þjóðbraut
Að undanfömu hafa verið
nokkrar hræringar meðal fjöl-
miðlafólks. Nú
mun Egill
Helgason, sjón-
varpsfréttamað-
ur á Stöð 2, vera
að færa sig um
set. Egill, sem
verið hefur í
erlendum
fréttum, fer þó
ekki langt því
hann fer á Þjóðbraut
Bylgjunnar að eigin ósk. I hans
stað kemur Áslaug Pálsdóttir á
Stöðina. Hún er stjómmálafræð-
ingur og hefur undanfarið starf-
að hjá Markaði og kynningu. Ás-
laug mun vera nýgræðingur í
fréttamennsku en reit mikla
lokaritgerð í Háskólanum um
stórútgerðarmenn og smábáta-
eigendur...
Kempur í stuði
Leikrit Ólafs Jóhanns Ól-
afssonar, Fjögur hjörtu, hefur
slegið rækilega í
gegn í Loftkastal-
anum. Eftirspurn
eftir miðum hefúr
verið svo mikil
að Hallur
Helgason leik-
stjóri hefur jafn-
vel brugðið á
það ráð að vera
með tvær sýningar suma
daga. Þar stíga á fjalimar gömlu
kempurnar Bessi Bjamason,
Rúrik Haraldsson, Gunnar
Eyjólfsson, að ógleymdum
Áma Tryggvasyni. Kappamir
hafa sjálfir svo gaman af leikn-
um að á dögunum höfðu áhorf-
endur á oröi að það væri langt
síðan menn hefðu sést skemmta
sér jafh vel í leikhúsi...
Geimverur við Jökul
Jöklarar héldu fyrir skömmu
geimveruhátíð við sporð Snæ-
fellsjökuls. Til-
efnið var að
minnast þess að
fyrir tveimur
árum beið þar
fjöldi manns
komu fars
utan úr
geimnum sem
erlendum
áhugamanni hafði vitrast
að hygðist lenda á jöklinum. Þá
sást þó ekkert en húmoristinn
Skúli Alexandersson, fyrrum
þingmaður, taldi sig þó sjá dauft
fjós á himni. Engin ljós sáust að
þessu sinni nema ljós sjón-
varpstökuliðs frá BBC sem var
mætt á staðinn til að taka efni
fyrir Channel 4. Heiðursgestur
samkomunnar var geimveruvin-
urinn Magnús H. Skarphéðins-
son. Hann notaði tækifærið og
lýsti Skúla fyrsta heiðursfélaga
íslenska geimverufélagsins...
Friður í kirkjunni
Innan kirkjunnar er litið á
sigur herra Karls Sigurbjöms-
sonar í biskups-
kjöri sem ósigur
svartstakkanna.
Opinn stuðning-
ur þeirra við
séra Sigurð
Sigurðarson
vígslubiskup er _
talinn hafa veikt _
hann mjög. Öðmm þræði er því
einnig litið á herra Ólaf Skúla-
son, fráfarandi biskup, sem sig-
urvegara en hann þurfti stöðugt
að kljást við innblásna andstöðu
hinna svartklæddu réttrúnaðar-
manna. Hann kann að brosa út í
annað þegar hann lítur yfir svið-
iö: Séra Flóki Kristinsson kom-
inn í frakt milli Evrópulanda,
vígslubiskupinn Sigurður
gjörtapaði biskupskjöri, og séra
Geir Waage einangraður í
Reykholti og orðinn skotspónn
friðarpostulans og orðháksins
Ástþórs Magnússonar. Friður
sé með yður öllum...
Umsjón: Reynir Traustason