Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1998, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1998, Page 11
FÖSTUDAGUR 16. JANÚAR 1998 ennmgu í > > > > > > > k f > > > > > > ) ) ) i \ ) ► ) Nútímahús þurfa nútímalist Sævar Karl hefur opnaö nýtt myndlistargall- erí í hvelfingunni undir nýju klæðaversluninni sinni við Bankastræti í Reykjavík. Fyrsti mynd- listarmaðurinn sem sýnir þar er Jón Óskar. Þetta er í annað skipti sem Sævar kemur upp aðstöðu til að bjóða myndlistarmönnum, og minnast margir með söknuði fallega hornher- bergisins á gamla staðnum við hornið á Ingólfs- stræti. Hvað rekur verslunarmann og klæð- skera til að sinna myndlist svona höfðinglega? „Ég byrjaði á þessu fyrir átta árum,“ segir Sævar Karl. „Við höfðum ekkert notað þetta her- bergi inn af búð- inni en datt loks í hug að bjóða listamönnum að koma og sýna þar. Ég hafði haft listamenn í minni þjónustu sem útstillingar- meistara og ráð- gjafa um útlit búðarinnar og þeir sýndu hug- myndinni áhuga. Þetta tókst ágæt- lega. Margir litu inn á sýningar sem ætluðu bara að kaupa sér föt og höfðu jafnvel aldrei farið á myndlistarsýn- ingar áður, og svo komu menn óvart inn i búð sem voru á leiðina á sýningu. Fyrirtækið varð miklu líflegra fyrir bragðið. Þessari blöndu vildi ég halda þó að við flyttum á nýjan stað.“ - Hvernig velurðu listamenn og sýningar? „Þeir sem sýndu hjá mér fyrst voru Helgi Þorgils Friðjónsson, Kristinn Harðarson og Eggert Pétursson og þeir settu strax ákveðinn stimpil á fyrirtækið - þetta byrjaði svo flott. Eft- ir það sóttu fleiri um að fá að sýna en rúm var fyrir og við gáum valið úr fólk með ákveðinn standard, bæði nýliða og þroskaða listamenn. Ég hef gaman af að skoða sýningar á nýjum að- föngum á listasöfnunum núna því flestir lista- mannanna hafa sýnt hjá okkur. En þetta var lít- ið gallerí og flestir sem sýndu þar voru að und- irbúa stærri sýningar." - En nú ertu kominn með miklu stærri sal - breytist starfsemin við það? „Ég veit það ekki vel. Við erum búin að bóka árið en ég veit ekki hvað fólk ætlar að gera. Við Sævar Karl - vill aðeins þaö besta í myndlistargalleríiö sitt nýja. í kringum hann eru myndir Jóns Óskars. DV-mynd Pjetur bókuðum alltaf með góðum fyrirvara svo að fólk gæti búið til sýningar beint inn í salinn, og við vonum að sýningamar hér verði eins vand- aðar og í homherberginu. Salurinn hér er stærri og gefur tækifæri til að sýna mun stærri verk en sá gamli. Við höf- um líka möguleika á að hafa tvær sýningar í einu því rýmið hér fyrir framan rúmar vel minni sýningar." - Hvað fmnst þér um íslenskt listalíf í sam- tímanum? „Ég tek bara þátt í því - með því að bjóða upp á þennan sal og með því að selja falleg fot - því fólk verður að klæða sig vel áður en það fer að skoða listaverk!" - Eigum við góða listamenn? „Já, það finnst mér. Það myndast nokkurs konar pottur héma milli heimsálfanna og það örvar listalífið. En myndlistin er ekki eins mik- ið í umræðunni og tónlistin og leiklistin, það vantar skörulegan gangrýnanda til að vekja fólk til umhugsun- ar, benda á hvað er gott og hvað slæmt - að hans áliti auðvitað, þvi allt eru þetta skoðanir einstak- linga.“ - Hefur gengið vel að selja verk á sýningum hjá ykkur? „Það er mjög mismunandi, enda hafa sýning- arnar sjálfar verið fjölbreytilegar. Stundum hafa verið innsetning- ar og hljóðlista- verk sem ekki er einfalt að selja.“ - Var peninga- geymsla þarna ofan í hvelfmg- unni? „Já - þarna vom bankahólf Samvinnubank- ans og þar inn af voru fjárhirslur bankans! Von- andi hefur um- hverfið góð áhrif á söluna á listaverkunum. í öllum þessum nýju húsum í þessum stóm nýju hverfum hljóta að vera ótal glæsilegir veggir sem kalla á myndverk. Nútímahús þurfa nú- tímalist. Menn eiga ekki bara að eiga verðbréf ofan í skúffu, þeir eiga að safna fallegum hlut- um í kringum sig. Veikleiki minn eru falleg listaverk búin til af skapandi huga, og mér finnst gaman að hafa þau í kringum mig og kynna viðskiptavinum mínum þessi áhugaefni mín. Ég held að ég hafi smitað marga af áhug- anum.“ IMenn sem eru loðnir um lófana munu kannast hér við bakhlið 5000 króna seöils- ins. Þar sést Ragnheiður Jónsdóttir bisk- upsfrú eins og teiknarinn hugsar sér hana sitja meö námsmeyjum sfnum og skoða altarisklæöiö sem hún gaf Laufáskirkju áriö 1694. „Bekkina gerði gullhlaðsey" Á sunnudaginn kl. 17 heldur Elsa E. Guðjónsson, fyrrverandi deildar- stjóri við Þjóðminjasafn íslands, fyr- irlestur í Hallgrímskirkju sem hún nefnir „Bekkina gerði gullhlaðsey". Þar segir hún frá hannyrðamennt á íslandi á 17. öld, einkum með tilliti til heimilda og varðveittra gripa úr i Hólastifti. í Elsa fjallar meöal annars um hannyrðir Elínar dóttur Þorláks i Skúlasonar biskups og Ragnheiðar Jónsdóttur biskupsfrúar og sýnir lit- skyggnur. Fyrirlesturinn er á vegum Listvinafélags Hallgrímskirkju og er öllum heimill ókeypis aðgangur. Heimspeki fyrir ungt fólk Mál og menning hefur gefið út s bókina Heimspeki eftir Martin Levander. Þar er farið skipulega yfir heimspekisöguna en með stöðugum 5 vísunum til samtímans og tenging- um við hann. Hér er fjallaö um mörg hug- tök sem menn slá um sig með í samtíman- um og gott er að fá fróðleik um, til | dæmis efnis- hyggju, siðfræði, ofurmenniskenn- ingu Nietzsches, tilvistarspeki, kven- hyggju og jafnvel er minnst það umdeilda dýr „póst- módernis- mann“. | Bókin er prýdd fjölmörgum lit- prentuðum myndum af listaverkum auk ljósmynda. Þröstur Ásmundsson a og Aðalheiður Steingrímsdóttir þýddu hana. Gerrit og Ingveldur Ýr aftur yrði þessi perla á vegi manns. Þetta var íslenskt. Svo tært og hljómfagurt, fomt en þó nýtt. Undrafag- urt. Og nú á hljómdiski ásamt öðra góðu verki, Requiem eða Sálumessu. Þá er ekki er minni fengur að útgáfu þriðja verksins á diskinum, Óttusöngv- um á vori, sem er stórt og fjölbreytt verk. Þar er tónsett auk kafla úr hefð- bundnum latneskum messutextum mjög fallegt ljóð eftir Matthías Johannessen, Sólhjartarljóð. Upphafsorð þess - Sól eg sá - eru skemmtilega að því er virðist i mótsögn við þaö tíðabænanafn sem verkið ber, Matins in Spring. En ekki hér. Hér bíða menn þess að vori að íjós- ið ríki allan sólarhringinn. Og hvergi er fógnuðurinn meiri en nyrst á norður- hveli þegar sigur birtunnar yfir myrkrinu virð- ist ætla að verða alger og ljósið sigrar jafnvel þessar kyrru stundir eftir miðnætti þegar óttu- bænin fer fram. Mótettukórnum, Hljómeyki, einsöngvurum, hljóðfæraleikurum og stjómendum, Tónverka- miðstöðinni og öllum öðrum sem að útgáfu þessa hljómdisks unnu er óhætt að óska til hamingju. Hljómplötur Sigfríður Bjömsdóttir Og hvemig fangar tónlist sannleik- ann? Með því að hafa vandlega valinn kjarna úr djúpi ógrynnis skapandi Nordal - hneppti gagnrýnandann í álög. huga. Með því að hreinsa þann kjama af öllu hjómi, allri tilgerð og öllu því sem ekki er sannur og órjúfanlegur hluti hans. Með þvi að slípa hann og vinna þangað til af stimir. Þegar þannig er farið að þá skin oft i gegnum verkin sumpart óskiljanlegur einfald- leiki. Þannig verður hver lína og röðun hend- inga eins og næstum sjálfgefin, jafnvel sjálf- skapandi. Því má engu hnika, allar breytingar em til hins verra. Svo traust em þau bönd sem binda verkin saman og Atli Ingólfsson talar svo fallega um í góðri kynningu sinni. Yfir undirritaða var kastað galdri síðsumars- kvöld eitt fyrir mörgum árum. Álög sem vonir standa til að hún verði aldrei leyst úr. Það var þegar Aldasöngur Jóns Nordals hljómaði senni- lega í fyrsta skipti í útvarpi. Eftir að hafa kveikt á útvarpi og greint örfáa tóna af þessu ókunna verki var ökutækinu snarlega vikið af vegi og kyrrsett. Önnur erindi þetta kvöld urðu að bíða, að öðrum kosti gæti svo farið að aldrei eg sá Sól Það er svo sannarlega bjart yfir ný- útkomnum geisladiski með trúarlegri tónlist fyrir kór eftir Jón Nordal. Bjart í mörgum skilningi. Bjart vegna þess að fógur trúarjátning ber með sér birtu til þeirra sem á hlýða. Bjart vegna þess að þarna ríkir heiðríkja í stíl. Bjart végna þess að bæði kór og einsöngshljómur er hreinn og tær. Bjart vegna þess að með verkunum er kastað ljósgeislum inn í framtíö ís- lenskrar tónlistar. En rætur þessarar birtu er að finna í sannleikanum sem tekst áð fanga i svo mörgum hending- um verkanna. í Kjallaranum Dagskrá Listaklúbbsins á mánu- j dagskvöldið heitir „Hiti og ham- | ingja“. Þá syngur Ingveldur Ýr j mezzósópran lög eftir Atla Heimi Sveinsson, Kurt Weil og fleiri; öll í eru þau um manneskjuna, gleði hennar og sorgir. Gerrit Schuil leik- Iur undir hjá Ingveldi. Dagskráin hefst að venju kl. 20.30. Rödd í síma Hádegisleikrit þessarar viku, spennuleikritið Rödd í síma eftir Gunnhildi Hrólfsdóttur, verður flutt í heild kl. 14.30 á morgun, laugardag, á rás 1. Leikritið gerist í Reykjavík. Morgun einn þegar Lína og Anna koma í skólann hefur verið framiö innbrot og rænt meðal SI annars skíðaferðasjóði skólans. Vinkonurnar Gunnhiidur ákveða að upplýsa Hrólfsdóttir. þjófnaðinn en þaö reynist ekki hættulaust. Harpa Arnardóttir og Sóleý Elías- dóttir leika Línu og Önnu og fjöldi leikara tekur þátt í flutningnum með þeim. Leikstjóri er Ása Hlín Svav- arsdóttir. Umsjón 3 ---------------------- Silja Aðalsteinsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.