Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1998, Blaðsíða 11
J>V LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 1998
... að leikkonan Jodie Foster
hefði á síðustu stundu sagt sig
frá kvikmyndinni Double Jeop-
ardy sem hún var byrjuð að
leika í. Ástæðurnar eru sagðar
persónulegar en sá orðrómur
hefur veriö uppi að Jodie eigi
við heilsufarsvanda að etja.
Hennl nákomir kannast ekki við
slíkt.
... að hertogaynjan af Jórvík
ætti við vanheilsu að stríða.
Fergie hefur verið á þönum til
aö hafa í sig og á, svo mikið að
hún náði sér í einhverja veiru-
sýkingu. Læknar sögðu henni
bara aö fara heima og hlaöa
batterlin. Vonandi að það takist
bærilega.
... aö fyrrum söngvari hljóm-
sveitarinnar Take That, Robbie
Williams, væri kominn í sama
hóp og Fjölnir okkar Porgeirs-
son og David Beckham. Robbie
er sagöur hafa náð sér í kryddp-
íuna Mel C. Þau hafi hist í
stjörnupartíi og eyði nú hverj-
um þeim tíma saman sem þau
geta.
I... aö búið væri að fangelsa
þrjótana sem brutust inn á
heimili ofurfyrirsætunnar Elle
Macpherson í Los Angeles og
stálu þaðan nektarmyndum af
hnátunni. Reynt var að kúga fé
út úr Elle og myndbirtingu hót-
að. Án efa heföi einhver verið
tilbúinn til að kaupa þessar
myndir en af því varð ekki. Elle
er búin að fá myndirnar aftur og
gaurarnir á bak við lás og slá.
'
sviðsljós 11
Páll Úskar aðalgestur í þýska
Eurovision-kvöldinu
Þjóðverjar hafa boðið Páli Óskari
Hjálmtýssyni söngvara að koma
fram sem aðalgestur á úrslitakvöldi
þeirra fyrir Eurovision-keppnina
þetta árið. Páll Óskar fer utan í lok
febrúar og i leiðinni ætlar hann að
halda nokkra tónleika víðs vegar
um Þýskaland.
Hann sagði í samtali við DV að
boð þýska sjónvarpsins væri mikill
heiður fyrir sig. „Mér skilst að ég
hafi verið fenginn út vegna þess að
þýsku flytjendurnir væru meira og
minna allir að herma eftir mér frá
síðustu Eurovision," sagði Páll Ósk
ar og hló.
Hann er um þessar
mundir að taka upp
plötu sem verður dreift
í Evrópu næsta sumar,
nokkurs konar „greatest hits“
plata þar sem öll lögin eru flutt á
ensku. Þá er hann einnig í upptök-
um á plötu með nýju gleðihljóm-
sveitinni Casino. Er þar
„söngspíra" í sjö manna sveit sem
að mörgu leyti má líkja við Millj-
ónamæringana og Júpíters sálugu.
Platan
kemur
út fyrir
sumar-
vertíð-
ina.
-bjb
Patsy hætti við
að vera Viniir
Breska
leikkonan
Patsy Kensit,
eiginkona
popparans
Liams
Gallaghers í
Oasis, hætti
á síðustu
stundu við að
leika í bandarísku sjónvarpsþáttun-
um vinsælu, Friends, sem Stöð 2 hef-
ur sýnt um árabil. Þegar tökur áttu
að hefjast flaug Patsy skyndilega frá
Bandaríkjunum og heim til Bret-
lands. Patsy sá fram á að dvelja löng-
um stundum fjarri fjölskyldunni,
honum Liam og ungum syni þeirra.
MIB-skafmiöap fylgja öllum útleigðum MIB-myndböndum
til 30. janúar. Fjöldi glæsilegra vinninga í boöi:
• PLAYSTATION-leikjatölvur JP"-
• Bíómiðar
• 2 Itr. Coca-Cola og Pringles ^ t „ V
• MIB-geislaplötur
• MIB-bolir og glæsilegir aukavinnlnaar^^Q-^ÉlP^
Vinningar á ttllum miðum!
_ skafmidateikurinn
á naestu leigu
Fjöldi glæsilegra vinninga
TOMMY LEE JONES WILL SMITH
■ \\ > jf 'miF
PRbTECTD>slG THE EAH
FROM THE SCUM Öf
THE UNIVERSE.