Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1998, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1998, Blaðsíða 18
18 gur í lífi LAUGARDAGUR 17. JANUAR 1998 ■ýr ★ ■ Kristján Frankiín Magnús lýsir frumsýningardegi: Var í ess- Kristján Franklín Magnús viðurkennir að hafa orðið snortinn af viðtökunum á frumsýningarkvöldinu á Feðrum og sonum i Borgarleikhúsinu. DV-mynd E.ÓI. Undanfariö hef ég reynt að sofa vel enda hafa verið erfiðar kvöldæf- ingar í leikhúsinu alla vikuna og ég ekki komist heim fyrr en löngu eftir miðnætti. Eftir æfmgarnar og at- hugasemdir frá leikstjóranum rúss- neska í kjölfariö hefur mér yfirleitt ekki orðið svefnsamt strax og hef því vakað fram á nótt, annað hvort við að lesa handritið eða slappa af yfir bók eða spólu. Gærkvöldið, fimmtu- dagskvöld, var í engu frábrugðið nema því að nú er spennan farin aö aukast - frumsýningin er í kvöld á Feður og synir eftir ivan Túrgenjev. Klukkan er farin að nálgast hádegi þegar ég vakna. Hamarshöggin dynja í húsinu enda er verið að byggja við það. Það þarf lítið að fylgjast með smiðunum, þetta eru traustir menn og vinna sitt verk frábærlega vel. Ég fæ mér léttan morgunverð og skoða hvað fyrir liggur þennan dag- inn. Ég rek fyrirtæki með vini mín- um og okkur hafði langað til að hitt- ast í dag og ræða nokkur atriði en ég finn að frumsýningin í kvöld á huga minn allan og ákveð að fá að fresta því að hugsa um fyrirtækiö. Síðustu lífsreglurnar Um tvöleytið næ ég í bílinn í við- gerð. Svo sinni ég nokkrum erindum og kem að lokum við á litlum veit- ingastað og fæ mér fisk að borða, létta máltíð sem fer vel í maga og iþyngir mér ekki. Þá liggur leiðin í leikhúsið. Þar spjallar leikstjórinn við okkur. Hann leggur okkur síðustu lifsreglumar og við æfum framkallið. Það verður skrítið að hætta að vinna með Rúss- anum. Við erum búnir að vinna náið saman i erfiðu verki í marga mán- uði! Að æfingu lokinni fer ég heim og tek það rólega til hálfsjö. Þá fer ég upp í leikhús. Þetta er að nálgast. Smink. 30 mínútna kall. Búningar. 15 mínútna kall. Nokkrar æfingar. 10 mínútna kall. Hitta hina leikarana og einbeita sér með þeim, við erum að þessu saman. 5 mínútna kall. Inn á svið. Það er komið að þessu! Viðbúinn, tilbúinn. Tónlist upp. Ljós í sal niöur. Sviðsljós upp. Leik- ritið fer í gang. Nú er röðin að koma að mér! Jesús María, krossmark. INN! BANG! Textinn flæðir upp úr mér, ég er með hann á hreinu, gæti farið meö hann aftur á bak þess vegna. Muna samt að tala hátt og skýrt! Ég er kominn í aksjón sem Bazarv - nihilistinn er mættur á svæðið til að hrista upp í hveijum sem á vegi hans verður! Öruggur. Klár. Lifa í núinu Muna allt sem um var talað. Innra ég. Ytra ég. Athyglishringim- ir! Lifa í núinu! Já, þetta er allt á sínum stað. Hjartslátturinn minnk- ar strax eftir nokkrar mínútur. Mér líður vel. Taugamar samt þandar. Smámistök hér - gleyma þeim! Lifa í núinu! Hlusta á mótleikarann! Taka inn, meta, bregðast við! Jessör! Ég er í essinu mínu, ég hef aldrei verið svona mikið í essinu mínu. Ekki dreifa huganum, ein- beitingu, 100% einbeitingu! Baz- arov, Bazarov, ég elska þig Bazarov! Þessar senur að baki. Fer út. PÚFF. Sest í stól og hvíli mig augna- blik og undirbý næstu innkomu. Þama er leikstjórinn að sniglast baksviðs. Hvað er hann að gera hér? Hann lítur á mig, kreppir hnefann og brosir. Fint. Hann er þá ánægð- ur. Pásan að verða búin. Kem mér fyrir á réttum stað í vængnum og fylgist með. Stikkorðið fellur. Inn. BANG. Bazarov heiti ég hvað viljið þið upp á dekk? Persónur leiksins verða á vegi mínum hver af annarri. Ekki leikaramir - persón- umar. En samt - hvílíkir leikarar. Þeir leika óaðfinnanlega. Ég er hreykinn að vera í þessum hópi! Hratt flýgur stund. Hlé. PÚFF Ekki líta um öxl Kaffi. Pása. Hvíld. 15 mínútna kall. 10 mínútna kall. 5 minútna kall. Byrjað aftur! Bazarov heiti ég, hvað viljið þið upp á dekk? Svona gengur þetta áfram, áfram, ekki líta um öxl, lifa í nú- inu. Það þarf fulla einbeitingu hverja sekúndu. Muna. Lifa. Að síðustu er komið að dauða- atriðinu, dauðadansinum og ég hverf út af sviðinu. Ég sest niður úti í horni og bíð þess að leikrit- inu ljúki. Bazarov, ég mun aldrei gleyma þér. Mina stærstu glímu á ég við þig! Ég elska þig, Bazarov, ég er heillaður af þér! Ég fmn að ég er þreyttur. Ég gaf í þetta allt sem ég átti til. Hvemig til tókst verður svo hver að meta fyrir sig. Ég vona að þetta hafi höfðað til einhverra. Leikritinu lýkur og við erum klöppuð upp. Ég heyri einhverja hrópa bravó þegar ég kem fram og viðurkenni alveg að ég verð snort- inn. Reyni samt að láta á engu bera og hneigi mig. Viðtökumar eru frábærar, það er klappað fyrir okkur vel og lengi og hjartanlega. Á eftir fóðmumst við öll og þökk- um fyrir samstarfið sem var frá- bært - meö ólíkindum gott. Það og árangur okkar eigum við fyrst og fremst að þakka gestum okkar, leikmyndateiknaranum Stanislav Benediktov og ekki síst leikstjóran- um Alexej Borodin. Við föðmum þá félagana sérstaklega innilega meö kærri þökk fyrir þann mikla lærdóm sem þeir hafa miðlað okk- ur. Heill ykkur báðum miklu rúss- nesku meistarar! Rússamir koma hefur fengið nýja merkingu! Finnur þú fimm breytingar? 446 „Þeir segja aö hann steli örorkulffeyrinum frá aldraöri móöur sinni, drekki sig fullan fyrir peningana og láti sföan eiginkonuna og tvær litlu, Ijóshæröu dæturnar finna fyrir höggunum þegar hann kemur heim.“ Nafn: Heimili: Vinningshafar fyrir getraun nr. 444 eru: 1. verölaun: 2. verólaun: Berglind Þorsteinsdóttir, Kolbrún Ámadóttir. Heiðarfaraut 5e. Márabraut 9d, 230 Keflavík. 230 Keflavík. Myndimar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kem- ur í ljós að á myndinni til hægri hefúr fimm atriðum veriö breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja við þau með krossi á myndinni til hægri og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum liðnum birtum viö nöfn sigurvegar- anna. 1. verðlaun: Hitachi-útvarpsverkjari frá Sjón- varpsmiðstöðinni, Síðumúla 2, að verðmæti kr. 3.490,- 2. verðlaun: Tvær Úrvalsbækur að verðmæti kr. 1570, Sekur eftir Scott Turow og Kóli- brísúpan eftir David Parry og Patrick Withrow. Vinningamir verða sendir heim. Merkið umslagið með lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 446 c/o DV, pósthólf 5380 125 Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.