Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1998, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1998, Blaðsíða 44
52 LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 1998 i&idge Reykjavíkurmótið í sveitakeppni 1998: Fjórðungsúrslit í dag, undanúrslit á Undankeppni Reykjavíkurmóts- ins í sveitakeppni lauk fyrir stuttu og samkvæmt reglugerð mótsins munu átta efstu sveitimar spOa tO úrslita um Reykjavíkurmeistaratit- Oinn. Efsta sveitin velur sér and- stæðing úr sætum 3-8 og síðan vel- ur sveitin i öðru sæti sér andstæð- ing. Þær fjórar sem eftir standa spOa síðan i kross. Röð og stig efstu sveitanna varð annars þessi: 1. Sveit Amar Arnþórssonar 307 stig 2. Sveit Roche 302 stig 3. Sveit Landsbréfa 302 stig 4. Sveit Samvinnuferða/Landsýn- ar 300 stig 5. Sveit Marvins 289 stig 6. Sveit StOlingar 286 stig 7. Sveit Granda 265 stig 8. Sveit Björgvins Sigurðssonar 263 stig Fjórðungsúrslit verða spiluð i dag en undanúrslit á morgun. Úrslita- leikurinn um Reykjavíkurmeistara- titOinn verður síðan um næstu helgi og er áætlað að spOa 96 spO. Hér er skemmtOegt spil sem kom 4 KD109765 102 * 954 * G * ! N V ÁKDG95 v A -f 83 „ * K986 __2_ * 2 76 ♦ D1076 * D105432 4» 843 -f ÁKG2 * Á7 fyrir mOli sveita Landsbréfa og StiOingar. S/A-V í lokaða salnum sátu n-s Sig- tryggur Sigurðsson og Bragi Hauksson en a-v Sævar Þorbjöms- son og Sverrir Ármannsson. Sagn- röðin var svipuð borðum. og á flestum Suöur Vestur Norður Austur pass 1 * 34 4 4 pass 4 G pass 5« pass pass 5» pass pass pass 6» í opna salnum mættust stáiin st- inn. Þar sátu n-s Jón Baldursson og Magnús E. Magnússon en a-v Valur Sigurðsson og Guðmundur Sveins- son. Eins og við var að búast, var ívið meira fjör við þetta borð: UmsjÓBt Stefán Suður pass pass pass Vestur Norður Austur lv 4* 5* 5 G pass 6 ff aUir pass Gárungamir segja að það taki Guðmund Sveinsson oft meiri tima að tapa spOum en að vinna þau. Ekki ætla ég að leggja dóm á það, Spennandi einvígi Karpovs og Anands í Lausanne: morgun en hins vegar var Guðmundur eld- fljótur að renna heim 13 slögum. Hann drap spaðaútspOið í blind- vun, tók tvisvar tromp, síðan ás og kóng í laufí og trompaði lauf. Þá trompaði hann spaða heim meðan suður fylgdi ekki lit. Síðan kom þrisvar sinnum tromp og Guð- mundur þurfti aðeins að fylgjast með afköstum andstæðinganna. Jón varð að passa upp á spaðalitinn og Magnús þurfti að veija laufið. Hvomgur gat því varið tígulslag- inn. Kennslubókardæmi um tvö- falda kastþröng og Guðmundur lagði brosandi upp. Þrettán slagir og jafnmargra impa gróði. w ifkák ---------*★★ Karpov hált titlinum eftir bráðabana Karpov naut ótrúlegra forréttinda í einvíginu viö Anand sem ávann sér áskorunarréttinn eftir mánaöarlanga tafl mennsku og haföi slöan aöeins 4 stundir til þess aö búa sig undir einvígiö. „Slakur skákmaður mætti þreytt- um,“ var viðkvæði Garry Ka- sparovs að loknu einvígi Anatolys Karpovs og Viswanathans Anands í ólympíusafninu í Lausanne í Sviss. Það má tO sanns vegar færa að ein- vígisskákimar hafi ekki verið sér- lega vel tefldar en hvorki skorti á sviptingamar né spennuna. Eftir sex skákir var staöan jöfn og þurfti tvær atskákir tO að skera úr um sig- urvegara. Anand átti unnið tafl í fyrri skákinni en lék þá hroðalega af sér og tapaði. í seinni skákinni tók ekki betra við - Anand var al- gjörlega úti á þekju og Karpov inn- siglaði sigurinn auðveldlega. Vera má að ekki sé það lakari að- ferð en hver önnur að gera út um heimsmeistaraeinvígi meö bráða- bana. Einu sinni þótti þetta hins vegar ekki góð latína. Heimsmeist- araeinvígi varð að vera nægflega langt tO þess að finna sannan heimsmeistara. Fischer fannst 24 skáka einvígi of stutt og barðist fyr- ir því að einungis vinningsskákir yrðu taldar en jafntefli yrðu mark- laus. Seinna tóku Karpov og Kasparov þetta upp en raunar með skelfOegum árangri. Campomanes FIDE-forseti tók það tO bragðs að slíta einvígi þeirra endalausa í Moskvu eftir að tefldar höfðu verið 48 skákir án þess að niðurstaða væri fengin. Fyrirkomuleg heimsmeistara- keppninnar að þessu sinni er ný- lunda og í raun og vem algjör bylt- ing frá fyrri reglum. Nú vom tefld útsláttareinvígi og ef ekki fengust úrslit úr kappskákum var umhugs- unartíminn styttur og styttur enn ef það nægði ekki. Þannig tókst að ljúka öflu í senn á réttum mánuði - mOlisvæðamóti, áskorendaeinvígi og heimsmeistaraeinvígi. Fyrmrn tók heimsmeistaraeinvígið eitt og sér tvöfaldan þann tíma. Mörgum kann að finnast tíma- bært að skákin fái svolitla andlits- lyftingu og að þessi foma listgrein sverji sig að nútimalegri háttum. Líklega má tO sanns vegar færa að kyrrð skákarinnar henti ekki afls kostar hraða nútímans. Jafnan hef- ur það verið svo að fegurð skákar- innar hefur falist í taflinu sjálfú og nánast ótæmandi möguleikum þess. Góðrar skákar má njóta um ókomna tíð, rétt eins og skáldskapar eða tón- listar. Að þessu leyti er skákin gjör- ólík kappleikjum ýmiss konar sem missa gOdi sitt um leið og beinu út- sendingimni lýkur. Þar er það fyrst og fremst augnablikið; spennan og úrslitin, sem skipta máli. Þær breyt- ingar sem gerðar hafa verið á fyrir- komulagi heimsmeistarakeppninn- ar gera keppnisþætti skákarinnar hærra undir höfði en áður á kostn- að sköpunargáfunnar. Meðal gesta á úrslitaeinvíginu var Juan Antonio Samaranch, for- seti alþjóða ólympíunefndarinnar. Við krýningu heimsmeistarans skoraði hann á Kirsan Iljumzhinov, forseta FIDE, að beita sér fyrir því að sameina skákheiminn að nýju og þar með vinna því fylgi að skáídist- in geti öðlast viðurkenningu innan ólympíuhreyfingarinnar. Við annað tækifæri sagði hann þetta þó geta orðiö örðugt í framkvæmd þar sem þjóðir heims skOgreindu skákina ýmist sem list eða íþrótt. Karpov naut ótrúlegra forréttinda í einvíginu. Reglur keppninnar leyfðu honum að mæta óþreyttum tO leiks, öfugt við andstæðinginn, Anand, sem þurfti að leggja hart að sér tO þess að ná þessum áfanga. Anand átti erfið einvígi að baki í úr- slitakeppninni áður en hann mætti Karpov og samtals 21 teflda skák. Þá hafði gleymst að gera ráö fyrir ferðalagi hans og aðstoðarmanna hans mifli Groningen i HoOandi, þar sem úrslitakeppnin fór fram, og Lausanne í Sviss, þar sem Karpov beið hans. Þegar Anand og menn hann höfðu loks komið sér fyrir í Sviss höfðu þeir aðeins 4 stimdir tfl þess að undirbúa sig fyrir einvígið. Heimsmeistaraeinvígið einkenn- dist af taugaspennu og glötuðum tækifærum. Fyrstu skákinni tapaði Anand í 108 leikjum en eftir á að hyggja hafði hann frambærOega stöðu eftir óvænta nýjung Karpovs í byrjuninni. Næstu skák tefldi An- and heldur ekki vel og var með tap- að tafl þegar Karpov lék Ola af sér. Þriðja skákin var tíðindalaust jafn- tefli en þeirri fjórðu tapaði Anand með hvitu og þótti þá hafa teflt held- ur slapplega. Jafntefli í 5. skákinni var sanngjöm niðurstaða. Er fimmtudagurinn rann upp með 6. skákinni nægði Karpov því jafntefli. Staðan var góð en klaufa- leg mistök kostuðu hann samstund- is skákina og Anand tókst að jafha. Þessa skák skulum við skoða hér á eftir. 6. einvígisskákin: Hvítt: Viswanathan Anand Svart: Anatoly Karpov Drottningarpeðsleikur. 1. d4 Rf6 2. Bg5 Eldri skákunnendur muna eftir þessum óvenjulega leik úr heima- smiðju Benónýs heitins Benedikts- sonar sem fór gjaman síncir eigin leiöir í byrjunum. Algengt svar svarts við biskupsleiknum er 2. - Re4, sem hvítur mætir með 3. Bh4 - eða raimar stundum 3. h4!? sem er eftirlæti enskra skákmeistara. Ben- óný lék hins vegar 2. Be3 og kærði sig koflóttan þótt biskupinn stæði fyrir framan kóngspeðið. Næst kom 3. f3, síðan Be3-f2 og þá gat kóngs- peðið loks farið af stað. Karpov bregst við á viðurkennd- an hátt og lætur Anand ekki slá sig út af laginu svo snemma tafls. 2. - e6 3. e4 h6 4. Bxf6 Dxf6 5. Rc3 d6 6. Dd2 g5 7. Bc4 Rc6 8. Rge2 Bg7 9. Hdl Bd7 10. 0-0 0-0-0 11. Rb5 a6 12. Ra3 g4 13. f4 gxf3 frhl. 14. Hxf3 De7 15. c3 h5 16. HdH HdfB 17. b4 Ra7! Karpov hefur ávaflt teflt vömina meistaralega. Með þessum leik sigla sóknaráform hvíts á drottningar- væng strax í strand. 18. Rc2 Bh6 19. Del Kb8 20. Bd3 Bc6 21. Rf4 Hfg8 22. d5 Be8 Svarta staðan er vissulega nokk- uð þröng en undir niðri blundar sprengikraftur sem gæti losnað úr læðingi þegar síst skyldi. Karpov bindur jafnframt vonir við bisku- paparið sem væri tromp í endatafli. 23. Df2 Bg7 24. Rd4 Bd7 25. dxe6 Bxd4 Nú var þrýstingurinn orðinn of mikfll og Karpov á ekki annars úr- kosti en að láta annan biskupinn af hendi. 26. cxd4 fxe6 27. e5 Bc6! 28. Rg6 Dd8?? Ótrúleg yfirsjón af Karpovs hálfu. Hann á mjög frambærflega stöðu eftir 28. - Hxg6 29. Bxg6 Bxf3 30. Dxf3 dxe5 31. dxe5 Dxb4 og áfram t.d. 32. Hbl Dc5+ 33. Khl Rc6 o.s.frv. Eftir 28. - Hxg6 hefur Karpov kannski óttast 29. Hf8+ en þannig má hvítur ekki tefla. Framhaldið yrði 29. - Rc8! 30. Bxg6 (ef 30. Hxh8 Hxg2+ 31. Dxg2 Bxg2 32. Hff8 Bd5 33. Hxc8+ Ka7 og svartur ætti að vinna) Hxf8 31. Dxf8 Dg5 sem hótar máti á g2 og biskupnum á g6 - svartur fengi úr krafsinu tvo létta menn gegn hróki og sigurstranglega stöðu. 29. Rxh8 Bxf3 30. Rf7 Einfaldur miOOeikur sem leiðir tO þess að hvítur vinnur mann og nú þarf ekki að spyija að leikslok- um. 30. - Dh4 31. Dxf3 Dxd4+ 32. Khl d5 33. Hdl Dxb4 34. Hbl Da4 35. Dxh5 Rc6 36. De2 Ka7 37. Df2+ b6 38. Hcl Kb7 39. h3 Hc8 40. Df6 Rd4 41. Rd8+ Kb8 42. Rxe6 - Og Karpov gafst upp.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.