Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1998, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1998, Blaðsíða 28
28 Ifrelgarviðtalið LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 1998 DV Davíö Oddsson forsœtisráöherra fagnar þeim áfanga í dag aö verða fimmtugur. Þetta eru mikil tímamót í lífi hvers manns. Hálf öld aö baki og framundan sá tími þegar menn komast á „besta aldur“. Óhætt er aö fullyrða aö Davíö eigi aö baki farsœlan feril, jafnt í stjórnmálum sem ööru. Vissulega hefur hann þótt umdeildur, veriö jafnt vinsælastur sem óvin- sœlastur í skoöanakönnunum, en upp úr stendur mynd af sterkum stjórnmálaforingja sem hefur sett mark sitt á þjóömál- in síöustu árin. Stjórnaö þjóöarskútunni í bráöum sjö ár og höfuöborg landsins í níu ár þar á undan. í tilefni afmœlisins veitti Davíð helgarblaöi DV viðtal sem fram fór í vikunni í ráðherrabústaönum á Þingvöllum. Eins og meöfylgjandi myndir bera meö sér kom DVfœrandi hendi og afhenti Davíö 50 kerta afmœlistertu meö afmæliskveðjum frá blaðinu. Þetta kom honum í opna skjöldu en veröur áreiö- anlega ekki síöasta tertan sem hann fœr á þessum tímamótum. Eins og gefur að skilja vantaöi ekki umrœöuefni í viötalinu og fer útkoman hér á eftir. - Hvernig tilfinning er það að verða fimmtugur? „Ég verð að sætta mig við það. Er eins og önnur afmælisbörn, spenntur fyrir afmælinu og hlakka til að hitta fólk. Reyndar hef ég alltaf haft þá skoðun að það sé ekkert flókið að eld- ast. Menn eigi að taka því með mik- illi ánægju. Hinn kosturinn er mun verri - að eldast ekkert. Þá hefur eitt- hvað gerst sem þýðir að maður er annað hvort í Gufunesi eða Fossvogi. Ég er líka þeirrar skoðunar að það sé ekkert keppikefli að vera unglegur. Ef ég er tvítugur vil ég gjarnan vera tvítugur og ef ég er fimmtugur vil ég gjaman líta út fyrir að vera fimmtug- ur. Þess vegna tek ég vel mínum gráu hárum og dettur ekki í hug að fara að misbjóða þeim með lit eða öðru slíku. Þetta eru bara sanninda- merki þess að ég hef þraukað í fimm- tíu ár.“ - Hvað er þér efst í huga við þessi tímamót? „Þetta era ekki skil sem marka upphaf að endi heldur merki þess að maður er kominn á þau tímamót að geta sagt: Ég hef töluverða reynslu í farteskinu. Hef víða farið, víða verið, marga hitt og af mörgum lært. Ef maður heldur heilsu og lífskrafti þá getur maður verið til gagns með allt þetta í farteskinu." Stoltastur af fjölskyldunni - Hverju ertu stoltastur af, þeg- ar þú horfir um öxl? „Ég er stoltastur af fjölskyldu minni, konunni minni og syni. Að við hjónin höfum hist svona snemma og náð að eyða lífinu saman svona lengi. Ég hefði talið mig hafa farið mikils á mis ef ég hefði ekki borið þá gæfu að hitta Ástríði og mynda með henni þessi bönd. Eftir að ég hafði fyrst hitt hana, fyrir utan Glaumbæ aðfaranótt 5. janúar 1969, þá var ég ákveðinn í að þessa konu vildi ég endilega ná í. Ég bar mig dálítið eft- ir þessu en fannst það ganga treg- lega. Hún virtist ekki hafa sömu sannfæringu og ég, að þarna væri draumaprinsinn kominn. Fyrir eigi allt of mörgum árum spurði ég hana af hverju mér hafði gengið svona illa. Þá sagði hún: „Mér fannst þú vera svo mikill karl“. Ég var bara 21 árs og hún 17. Nú situr hún uppi með mig fimmtugan. Það er svolítið gott á hana!“ Notuð og stæld verkstjóm - En á vettvangi stjómmálanna. Hverju ertu stoltastur af í dag að hafa náð fram? „Ég hef haft tækifæri til þess að vera lengi í forystu fyrir stærsta flokk borgarinnar og síðan í tölu- verðan tíma fyrir stærsta flokk þjóð- arinnar. Þetta hefur skapað mér tækifæri til að hafa mótandi áhrif á borgar- samfélagið. Þó að vissulega hafi fleiri komið að þá held ég að verka minna sjái víða stað í borginni. Tel reyndar að verkstjórnaraðferð þá hafi verið notuð eða stæld heilmikið síðan. Með sama hætti gagnvart störfum mínum fram að þessu í ríkisstjóm þá held ég að meginárangurinn sé ósýnilegur. Þ.e.a.s. að það hafl orðið hugarfarsbreyting á landsstjórninni. Það er búið að brjóta niður vinnu- brögð sem áður tíðkuðust. Það er bú- ið að setja hluti í skorður sem menn leyföu sér að gera áður gagnvart stjómmálum. Ég hef tilhneigingu til þess að benda frekar á þessa „ósýni- legu“ hluti vegna þess að þegar fram í sækir munu þeir kannski skipta mestu. Það mun líklega enginn muna hvenær þetta gerðist en hefur þó orð- ið á þessum tíma. Auðvitað hafa margir aðrir en ég komið að málum en þetta er samt hlutur sem ég er stoltur af - og tel mig reyndar enn vera að vinna að.“ 7 ísfilm mistókst gjörsamlega - Er eitthvað sem þér finnst að betur liefði mátt fara hjá þér, eitt- hvað sem þú náðir ekki að klára? „Ég gæti nefnt nokkur mál og ætla ekki að telja þau öll upp. Sem dæmi get ég nefnt eitt atriði sem maður fór út í með miklar væntingar en skilaði sér ekki. Það var þegar ég hafði for- göngu um það, ásamt öðrum, að stofna fjölmiðlafyrirtækiö ísfilm á sínum tíma. Þar vora mjög öflugir aðilar á ferð; Reykjavíkurborg, SÍS, Morgunblaðið, Frjálst framtak, Al- menna bókafélagið og hópur í kring- um Indriða G. Þorsteinsson. Þessi hugmynd mistókst gjörsamlega. Ég tel að það hafi verið klaufaskapur af okkar hálfu en ekki að hugmyndin hafi verið galin. Jón Óttar Ragnars- son og hans menn sýndu það síðar hvaða möguleika við höfðum þarna. Það sem ég hafði ekki skynjað nægi- lega vel var að ég var að reyna að blanda saman vatni og olíu þar sem voru Sambandið, Morgunblaðið, Frjálst framtak og Reykjavíkurborg. Ef menn hefðu látið af gamalli þver- móðsku, tortryggni og hatri hefðu þessir aðilar geta staðið að mögnuð- um sjónvarpsrekstri. Ég lenti í mikl- um átökum út af þessu og þetta fór algjörlega forgörðum. Skömmu seinna varð Stöð 2 að veruleika." Hraustlega blásið á 50 kerta afmælistertu sem DV færði Davíð. Á innfelldu myndinni mundar hann hnífinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.